Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 22.12.1998, Blaðsíða 4
4 - ÞRIÐJVDAGUR 22. DESEMBER 1998 AKUREYRI NORÐURLAND Stórsigur Tindastúls Tindastóll vaim góðan sigur á nágrönnuin sínum frá Akureyri í DHL-deildinni á fmuntudag. Þeir spil- uðu mjög góðan vam- arlerk sem var lykill- inn að sigri. Leikmenn Tindastóls í körfu- boltanum voru ekki i miklum vandræðum með slaka Þórsara. „Við sáum ekki til sólar,“ eins og þjálfari Þórsara, Ágúst Guð- mundsson orðaði það. Leikur- inn fór fram á Sauðárkróki á fimmtudagskvöld og voru það heimamenn sem skoruðu mun fleiri stig en gestirnir, eða 91 á móti 50 stigum gestanna. Fjör- tíu og eins stiga sigur staðreynd. Staðan í hálfleik var hreint ótrú- leg. Tindastóll 41 en Þór aðeins 24 stig. Svo lágt stigaskor eins og Þórsara, hefur ekki sést lengi í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik. Tindastóll þótti sýna alveg glimrandi leik og þá aðallega í vörninni. Það þykir gott að halda liðum í fimmtíu stigum. Þetta var fyrsti sigur Tinda- stóls í DHL-deildinni í langan tíma og því kærkominn. Þórsar- ar hafa dalað aðeins eftir góða byrjun en hafa verið að leika gegn sterkum liðum undanfarið. Þeir voru búnir að tapa síðustu þremur leikjum í DHL-deildinni fyrir leikinn gegn Tindastóls- mönnum. „Við lékum frekar illa, það er lítið annað hægt að segja. Tindastóll var að spila mjög góð- an vamarleik og við að sama skapi slæman sóknarleik. Er- lendi leikmaðurinn okkar, Loronzo Orr, gekk ekki heill til skógar og gerði okkur minna gagn en meira. Það voru mistök að láta hann spila. En nú verður ekkert slakað á. Það verður æft af fullum krafti yfir jólin. Við eigum mjög erfiða tvo útileiki strax eftir áramót. Á móti KR og Snæfellingum. Þessi lið eru í toppbaráttunni og eiga mjög erf- iða heimavelli. En þeir eru ekki ósigrandi þó að þeir eigi góða heimavelli. Við ætlum okkur að ná stigunum fjórum úr þessum leikjum, sagði Ágúst Guð- mundsson, þjálfari Þórsara. - GS Þórsarar hafa dalað aðeins eftir góða byrjun en hafa verið að leika gegn sterkum liðum undanfarið. Þórsarar eiga nú raunhæfa möguleika á að komast upp í efstu deiid enda tekur liðið stöðugum framförum. Þórsarar vaxa í hverjiun leik Matar- hátíð Nú eru að koma jól. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni. Flest- ir eiga eftir að innbyrða ósköpin öll af góðum mat og öðrum sæt- indum. Svo fara allir að hugsa um aukakílóin. Hvað hefur Sig- urður Gestsson í Vaxtarræktinni á Akureyri að segja um þá miklu matarhátíð sem nú fer í hönd? „Fólk á ekkert að „passa“ sig. Hátíðirnar standa nú bara yfir í nokkra daga og fólk á að njóta þeirra. Það þarf að innbyrða mikið af hitaeiningum á nokkrum dögum svo fólk bæti á sig einu kílói af fitu. Það er eng- in hætta á því. Svo hef ég enga trú á að fólk sé mikið í einhverj- um sætindum um jólin. Fólk borðar kannski eitthvað magn af góðu kjöti. En það sakar engan. Svo er bara að mæta á æfingar eftir hátíðirnar og hrista sig ei- lítið. Það er líka opið hjá mér alla daga nema aðfangadag og jóladag, sagði Sigurður Gests- son hjá Vaxtarræktinni. Nú er bara að hafa það gott með sjálfum sér og sínum og borða nóg af góðum og hollum mat. Nú, því allt er gott í hófi. - GS Ragnar sigraði Jólamót bogfimideildar Akurs var haldið á dögunum. Ragnar Hauksson sigraði í karlaflokki, Gunnlaugur Björnsson varð í öðru sæti og Mike John Ryan í þriðja sæti. Guðlaug Elsa Björnsdóttir sigraði í kvenna- flokki, Ester Steindórsdóttir varð í öðru sæti og Halla Bára Gests- dóttir varð í því þriðja. Óvenju góð þátttaka var á mótinu og færri komust að en vildu. Mikil gróska er í bogfiminni á Akureyri og eru þátttakendur ekki færri en í höfuðborginni. - GS Góður sigur hjá Þórs- urum í haiidboltammi og mikilvæg tvö stig staðreynd í barátt- unni uin að komast í efstu deild að ári. Þór vermir efsta sætið í annarri- deildinni í handbolta. Þórsarar sigruðu Fjölni úr Grafarvogi 27- 22 í Iþróttahöllinni á föstudags- kvöld. Lið Þórs vex með hverjum leiknum og á góða möguleika á að komast upp í fyrstu deild. Þeir sýndu það og sönnuðu að þeir komast langt á baráttunni eins og gegn hinu sterka fyrstudeild- arliði KA á dögunum í bikar- keppninni. En sigurinn var ekki auðkeyptur því mótstaðan var þó nokkur. Fjölnismenn eru með gott lið í framför þar sem gamall kappi úr Gróttu, Ólafur Sveins- son, fer fremstur í flokki. „Þetta var erfið fæðing. En sig- ur vannst. Leikmenn áttu erfitt með að rífa sig upp eftir orust- una við KA en við verðum að sigra í deildinni. Það er okkar brauð og smjör. Fjölnismenn eru baráttuhundar og gáfu Iítið eftir. Þeir hætta aldrei en tvö stig í hús og við ætlum upp. Það skal takast hvað sem tautar og raular. Við ætlum að æfa mjög vel um jólin. Við mætum Völsungi frá Húsavík þann 5. janúar. Það er lið sem ekki skal vanmeta því þeir eru á miklu flugi og í mikilli framför," sagði hinn fjörmikli fjöllistamaður og liðsstjóri Þórs- ara, Gunnar Níelsson. Þór er með sextán stig eftir tíu umferðir og er í efsta sæti. I öðru sæti er hið fornfræga hand- boltalið Víkings með þrettán stig, eftir aðeins sjö Ieiki. Eins og áður hefur komið fram á Þór milda möguleika á að fara upp í efstu deild. En ef það á að takast verða menn að halda einbeitingu út allt tímabilið. Tvö lið fara upp og engin er úrslitakeppnin þetta leiktímabilið. - GS Enn tapa KA/Þórs stuLkur KA/Þórs stelpumar í haiidboltanum eru með tvö stig eftir fyrri umferðina á ís- landsmótinu. Grótta/KR burstaði KA/Þórs stelpurnar 29-17 á fimmtudags- kvöld. Staðan í hálfleik var 15- 10 gestunum í vil. Lögð var mik- 11 áhersla á að vinna þennan leik en stelpurnar voru langt frá tak- markinu. Best heimamanna var Arna Pálsdóttir og skoraði hún ein sex mörk. Þóra Ottesen markvörður var mjög góð í fyrri hálfleik og varði þrettán skot og þar af þrjú víti. Það er örugglega ekki gaman að vera markvörður og verja svo vel í einum hálfleik og fá á sig samt fimmtán mörk. Betri varnarleik stelpur. „Þetta var lang lélagasti leik- urinn okkar til þessa. Stelpurnar voru metnaðarlausar og áhuga- lausar. Einhver jólagleði í þeim. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik því að Grótta/KR er ekki með neitt sérstakt lið. Svona fór það nú. Við erum búin að senda litháenska leikmann- inn okkar hana Jolanto heim þvf við vorum ekki nógu ánægð með hana. Okkur gæti þó bæst liðs- styrkur fyTÍr átökin eftir áramót. Eiginkona Lars Walter ætlar að reyna æfa með okkur. Hún er fyrrverandi atvinnumaður og var víst geysigóð. Það væri gaman ef hún gæti æft með okkur en hún lenti f slysi fyrir skemmstu sem gæti sett strik í reikninginn," sagði Hlynur Jóhannsson þjálf- ari. Nú er bara að nota jólafríið vel og æfa. Stelpurnar hafa getu og vilja til að hala inn fleiri stig en bara tvö. -GS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.