Dagur - 29.12.1998, Síða 1

Dagur - 29.12.1998, Síða 1
Þriðjudagur 29. desember 1998 Verð í lausasölu 150 kr. 81. og 82. árgangur - 245. tölublað Nýsköpunarsj óður vill í kvikmyitdimar Nýsköpimarsjóður á í viðræðum við Kvik- myudasamsteypu Friðriks Þórs Frið- rikssonar iim kaup á allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu. „Hugmyndin um að fjárfesta í þessu félagi byggir á því að þetta sé leiðandi fyrirtæki í því að framleiða leiknar kvikmyndir fyr- ir alþjóðlegan markað,“ segir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, en sjóðurinn á í viðræðum við Kvikmyndasam- steypuna um hugsanleg kaup á allt að 25% hlut í fyrirtækinu. Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður á og rekur Kvikmyndasamsteypuna. „Við viljum gjarnan sjá hvort hægt er að efla þessa starfsemi með því að koma inn sem hlut- hafar í fyrirtækinu sem er aug- sýnilega komið langlengst í þess- um geira þótt því sé auðvitað ekki að neita að það eru aðrir að gera ágæta hluti,“ segir Páll. Hann segir að það hafi vantað fjármálafagmennsku í kvik- myndaiðnaðinn en fjármálageir- inn hafi verið dálítið hræddur við þetta umhverfi. „Við viljum líka með þessu gera tilraun til að færa þetta nær mönnum í fjár- magnsgeiranum.“ Heimild með skHyrðum Stjórn Nýsköpunarsjóðs sam- þykkti í haust heimild til þess að fjárfesta í allt að 25% hlut í Kvik- myndasamsteypunni en að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Páll segir að meðal annars þurfi Friðrik Þór Friðriksson og fyrirtæki hans Kvikmyndasamsteypan er áhuga- verð fjárfesting að mati Nýsköpunarsjóðs. mynd: teitur að fara yfir samninga og skuld- bindingar fyrirtækisins en vill að öðru leyti ekki tjá sig um skilyrð- in enda séu þau trúnaðarmál. Það sem máli skipti sé að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að byggja upp og reka fyrirtæki sem framleiði leiknar kvikmyndir til útflutnings og sölu á alþjóðleg- um markaði þannig að það skili arði. Til þess þurfi ákveðnar upp- lýsingar og gögn og í því sé verið að vinna. Búist má við að niður- staða fáist í mars-apríl á næsta ári. Páll segir ekki tímabært að svara því hvað fjórðungshlutur í Kvikmyndasamsteypunni kosti. Eigandi fyrirtækisins hafi sínar hugmyndir um andvirði félagsins og sjóðurinn einnig. „Og við eig- um eftir að ná saman um þær viðmiðanir. Það er hluti af þessu samningsferli." - vj Víkmga- sveit færð Forræði og rekstur sérsveitar lög- reglunnar hefur verið fært til rík- islögreglustjóra samkvæmt nýrri reglugerð dómsmálaráðuneytis- ins. Samkvæmt lögreglulögum á að starfrækja sérstaka sveit lög- reglumanna til að takast á við vopnuð lögreglustörf og öryggis- mál þegar þörf krefur hvar sem er á landinu. Sérsveitin eða vík- ingasveitin eins og hún er gjarn- an kölluð hefur til þessa heyrt undir lögreglustjórann í Reykja- vík en það breytist um áramótin. ' Gert er ráð fyrir að stjórnendur sérsveitarinnar geti verið í fullu starfi hjá ríkislögreglustjóra en aðrir í sveitinni komi til starfa frá öðrum lögregluliðum vegna þjálfunar eða verkefna hverju sinni, eins og segir í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Þar segir einnig að markmið breytinganna sé að auðvelda framkvæmd viðfangsefna sem eðli máls samkvæmt eða að- stæðna kalli á miðstýringu eða samhæfingu lögregluliða á landsvísu og gera yfirstjórn sveit- arinnar skýrari. Áramótin nálgast með tilheyrandi áramótaflugeldum og áramótabrennum. Í gær voru menn að safna í brennu á Ægissíðunni í Reykjavík og virtist ganga vel. Á myndinni er Viggó Jónsson starfsmaður borgarinnar að girða brennusvæðið. Sjá einnig á bls. 3. mynd: pjetur Gosið í Grímsvötnum nú er þegar orðið lengra en gosið 1983. Gosinu að ljúka Eldgosið í Grímsvötnum er mjög í rénun þótt ekki sé því alveg lokið. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist lítill sem enginn órói á gosstöðvun- um í gær og þegar flogið var yfir þær um miðjan dag var engan gosmökk að sjá. Gosið hófst 18. desember og hefur staðið rúma ellefu daga en þegar síðast gaus í Grímsvötnum 1983 stóð það aðeins í tæpa viku. Almanna- varnir ríkisins telja þó ástæðu til að viðhalda 5 km nálgunar- banni við eldstöðina og verður því banni ekki aflétt enn sem komið er. mmmmmmmmmmmmmmmm WORLDWIDE EXPRESS ~~~~ EITT NÚMER AÐ MUNA l| Toblerohe 5351100 !j! ‘íCátindur cuid^j Liiiáuir Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.