Dagur - 29.12.1998, Side 2

Dagur - 29.12.1998, Side 2
2 - ÞRIDJUD AG V R 29. DESEMBER 1998 FRÉTTIR Talsvert hefur borið á „lélegum" jólasveinum fyrir þessi jól og segir Ketill Larsen að margir virðist telja það nóg að setja mann í búning tii að þeir verði jólasveinar. Jólasveinar þurfa líka að læra Leiðinlegir jólasveinar virt- ust óvenjulega áberandi fyr- ir þessi jól svo jafnvel böm- nmleiddist bullið. Eftir óvenju dapra frammistöðu margra jólasveina fyrir jólin - þar sem börn hreinlega hröðuðu sér í burtu frá bull- andi og hrútleiðinlegum sveinum, t.d. í stórmörkuðum - vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort hér vanti ekki orðið jólasveinaskóla. „Jú, ætli það væri ekki upplagt. Þetta er leiklist og fólk þarf að læra hana. Það er ekki sama hvernig þetta er gert“, sagði einn af okkar gam- alreyndustu jólasveinum; Ketill Larsen, sem sjálfur var 5 ár f leiklistarskóla. Hann kannast Iíka við að heyra kvart- að um lélega jólasveina. Að þeir geti ekki sungið og gerðu flest óttalega illa. Og að of margir virtust halda að það væri nóg að setja mann í búning og þá væri hann orðinn jólasveinn. Ódýrt oft aðalatriðið - Hefur kannski slaknað ú kröfunum vegna meiri eftirspurnur? „Nei, ég held að þetta sé eiginlega óviljandi, að þetta hafi bara æxlast svona. Að einhveijir skarfar hafi bara tekið upp á því að gera út með hópa af lélegum jólasveinum og komist upp með það, þvf þeir hafa undirboðið svo mikið. Þeim flnnst þetta allt í langi - og líka þeir sem ráða þá. „Þú varst svo ódýr, að þetta var allt í fína lagi“, segja þeir sem finnst það aðalatriðið að jólasveinninn sé ódýr“. En þetta sé oft hæpinn sparnaður, segir Ketill. Fæstir mundu til dæmis kaupa úldið kjöt í jólamatinn, þótt það fengist ódýrt. Eins sé með tónlistina. „Það getur verið fín hljómsveit, eða þá einn kátur og íjörugur harmóníkuleikari sem getur sungið með lítilli stelpu, til að halda uppi ljörinu á jólaballinu. En svo er líka hægt að fá eitthvert rusl, ein- hverja sem kunna hvorki að spila né syngja. Það er ódýrara, en hins vegar ósköp Iítið í það varið“. Margir „gervijólasveinar“ Ketill hefur þó haft nóg að gera. „Ég hef farið nánast á hverjum degi allan desembermánuð. Reyndar hefur þetta breyst heilmikið. Aður fyrr var minna um jólasveina í heimahús og á litlujól, en meira á jólaböllum. Núna hef ég far- ið minna á jólaböll - því á böllin er kom- ið svo mikið af „gervijólasveinum“, sem ég kalla, þ.e. einhveijir sem eru bara komnir f búning og eru svo bara eitt- hvað að hoppa og vesinast í kringum tréð, og kunna þetta ekki“. Blekkja með ólátum Halda menn kannski að bömin hafi ekki vit á hver er góður eða ekkir1 ,/Etli það ekki - og þeir hafa heldur ekki nógu mikla dómgreind sjálfir". Almennt segir Ketill ekki svo auðvelt að blekkja börn. „En stundum er það samt hægt, ef jólasveinninn lætur nógu illa. Börnum finnst oft gaman að áflogum og vesini, einhveijum sem er spinnigal og hoppar upp um öll borð og jafnvel brýtur og bramlar. Og þetta getur verið hlægilegt, en það getur líka verið hættulegt; krakk- arnir meiði sig jafnvel f öllum látunum". - HEI í pottinum var verið að rifja upp sögur af þingmönnum vexti þeirra og stærð. í þing- flokki framsóknar eru tveir menn sem ekki er hávaxnir þeir íslólfur Gylfi og Ólafur Öm. Guðni Ágústsson mun hafa verið mcð þeim á fundi á Suðurlandi fyrir nokkru og kynnt þá fyrir fundarinönnuin þannig að þetta væra drengir góðir en það myndi hins ekki mikið gerast þótt þeir stæðu upp af stólunum... í pottinum ræða menn nú um hvort Ástþór Magnússon hafi ckki endanlega farið yfir strik- ið í umræðuþætti í Ríkisút- varpinu á sunnudag þegar hami sakaði Halldór Ásgrims- son um aó hafa komið akandi á bíl sínuin drukkinn heim til sín á aðfangadag, en ráðherr- ann mun hafa verið að koma úr hehnsókn í kirkjugarðinn. Þykir mönnum ljóst að virðulegri útvarpsstöðvar muni í fram- haldinu athuga sinn gang varðandi það hvort Ástþóri verði hleypt i beinar útsendingar á ný... Á Norðurlandi vestra lylgjast mcnn spenntir með prófkjörs- baráttunni lijá framsókn þar sem þau takast á um annað sæti listans þau Árni Gunnars- son, Herdís Sæmundardóttir og Elín Líndal. Eins og áður hefur komið fram hætti Ámi sem aðstoðarmaður Páls Pét- urssonar þegar hann ákvað að gefa kost á sér en það sem hafði ekki komið fram í pottinum fyrr var að Ámi er nú fluttur til Sauðárkróks þar sem hami býr og rekur kosningabaráttu sína... Árni Gunnars- son. Meiri bóksala fyrír þessi jól en í fyrra Sigurikir Svavarsson formaðtir Félags bókaútgefenda Bóksala virðisthafa verð meðbesta móti fyrirjólin og fleiri bækurseldust í stórum upplögum en oftáður. Ungt fólk virðist líkafarið að sækja meira í bækur en áður. - Voru þetta bókajól? „Já, þetta voru bókajól. Þeir útgefendur sem ég hef haft samband við láta allir vel af sölunni. Það Iiggja engar tölur fyrir en það er almennt tilfinning manna að bóksala hafi aukist þegar á heildina er Iitið og hafi verið meiri en fyrir jólin í fyrra. Það virðast líka vera fleiri bækur að seljast í góðum upplög- um heldur en til dæmis í fyrra. Það er meiri dreifing." - Gagnrýnendur töluðu margir um óvenjumikið úrval afgóðum þýddum bók- um fyrir þessi jól og svo var einnig úrval af ævisögum eins og venjulega en hvers konar bækur eru vinsælastar núna? ,/Evisögurnar voru færri en stundum áður en það var mikið af góðum íslenskum skáldskap. Það var góð hreyfing á barnabók- um yfir heildina. Margar bækur almenns eðlis, handbækur og fræðibækur, seldust einnig vel. Það er alveg rétt að það kom út mikið af góðum þýðingum úr heimsbók- menntunum en salan á þeim var kannski ekki eins góð og hún þyrfti að vera. Kannski ■vegna þessrað íslenski skáídskapurinn er tekinn fram yfir. í allri umfjöllun fyrir jólin er ósköp eðlilegt að það sem kemur erlend- is frá sé Iátið mæta afgangi og dómar og önnur umíjöllun birtist mjög seint. Það er alla vega almennt tilfinning manna að er- Iendi skáldskapurinn sé ekki að seljast eins vel og hann á skilið.“ - Hver er helsta skýringin á þvt að bók- sala er að aukast? Er verð á bókutn hag- stæðara nú en áður? „Verð á bókum er mjög hagstætt þegar gengur á með þessum tilboðum. Oll um- ræða um tilboðin og auglýsingarnar í tengsl- um við þau hefur auðvitað jákvæð áhrif á söluna. Svo fannst mér áberandi núna að það er mjög mikið af ungum höfundum og mjög mikil bókmenntaáhugi hjá fólki á aldr- inum 18 til 25 ára. Það er það ánægjuleg- asta um þessi jól. Þetta eru lesendur sem eru okkur svo mikilvægir og kannski er þetta vegna þess að það eru svo margir ungir frambærilegir rithöfundar. Þeir voru mikið á ferðinni, það voru margir upplestrar og margir í tengslum við tónleika. Eg heyri það máli en oft áður.“ - Það eru sem sagt engin merki þess að vinsældir bókarinnar séu að dala eitis og margofl hefur verið spáð? „Alls ekki.“ - Minni bóksalar hafa gjaman borið sig illa yfir verðstríðinu við stórmarkaðina. Hvemig heldurðu að þeir hafi kotnið út úr þessu núna? „Ég held að það sé hægt að fullyrða Jrað að aukningin í bóksölunni er fyrst og fremst að skila sér til allra stærstu verslananna og stórmarkaðanna. Ýmsir smærri bóksalar bera dálítið skarðan hlut frá borði. Það er reyndar ýmislegt sem hefur þar áhrif. Það hefur til dæmis verið góð færð eiginlega all- an desember og fólk hefur ef til vill verslað meira í Reykjavík en oft áður. Það er áhyggjuefnið í þessu að heilsárs- bókaverslanir um allt land eru kannski ekki að njóta nægilega góðs af þessari aukningu sem virðist vera í bóksölunni. Þeir eru bóka- útgáfu í landinu svo óhemjulega mildlvægir því þeir eru þarna alltaf.“ — vj i AiOl .IIZZUH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.