Dagur - 29.12.1998, Síða 3

Dagur - 29.12.1998, Síða 3
X^MT- ÞRIÐJUDA GUR 29. DESEMBER 1998 - 3 FRÉTTIR k. A Generalprufa fyrir aldamotaskotin Á risaflugeldamarkaði Landsbjargar í Reykjavík. F.v. Oddur Eiríksson, Kristinn Örn Kristjánsson, Hafþór Helgi Helgason og Víðir Reynisson. - mynd: pjetur Flugeldasalar búa sig undir að margir noti nu gamlárskvöld til æfinga fyrir alda- mótaskotin. Flugeldasala byrjaði af fullum krafti í gær. Landsbjörg ásamt nærri tug annarra björgunar- og hjálparsamtaka hefur Ieyfi til innflutnings flugelda að þessu sinni. Mörg þeirra eru síðan með fjölmarga sölustaði. Þannig eru flugeldar Landsbjargar seldir á 40 stöðum um land allt. Meira af risakukum „Já, við bjuggum okkur undir aukna flugeldasölu. Við eigum von á að fólk kaupi núna vel og mikið, m.a. til að búa sig undir að sprengja virkilega vel um ár- þúsundamótin, ákveða hvað það eigi þá að nota til að fagna nýrri öld,“ sagði Björn Ragnarsson hjá Landsbjörg. Segir hann þennan undirbúning m.a. felast í því að skoða nýjar vörur í enn meira mæli en venjulega. „Við bætum t.d. úrvalið af „risakökum". I fyrra var eiginlega fyrsta alvöru- söluárið á þessum risakökum og við bætum nú enn við úrvalið af þeim. Við aukum líka úrvalið í flestu öðru; bjóðum t.d. nýja millistærð af kökum og nýjar teg- undir af rakettum.“ Pakkinn 1.500 tU 6.800 krónur Megnið af flugeldunum segir Björn koma frá Kína. Verðið sé mjög sambærilegt og í fyrra. Fjölskyldupakkarnir kosti frá 1.500 krónum og upp í 6.800 krónur. Spurður hvort slæm veð- urspá geti ekki haft áhrif á söl- una svaraði Björn að bragði: „Við erum bjartsýnir á veðrið - erum búnir að semja við veðurguðina. Jú, auðvitað getur veðrið haft einhver áhrif, en við horfum bara á björtu hliðarnar." Miklar öryggiskröfur Aætlanir um sölutölur segir Björn ekki gefnar upp, fremur en sölu undanfarinna ára. „Margir halda að þetta sé einhver voða- lega auðveld vinna og mikið út úr þessu að hafa. En það eru heilmildar kröfur gerðar á öllum sviðum, m.a. um eldvarnir, sölu- staði og lagerhúsnæði og einnig miklar kröfur varðandi merking- ar á vörum. Hefðum við ekki allt þetta hjálparsveitarfólk í okk- ar röðum, sem er tilbúið að vinna sjálfboðavinnu í kringum þetta þá væri þetta hreint ekki eins góð tekjulind,11 sagði Björn Ragnarsson. — HEI Frá blaðamannafundi verkefnisstjórn- ar um barnaslys. Sólveig Guðmunds- dóttir, Ólafur GísliJónsson læknir, formaður ráðsins, og Herdís Stor- gaard, framkvæmdastjóri ráðsins. - mynd: pjetur Mjög mörg bamaslys Hér á landi slasast mun fleiri börn en í nágrannalöndum okk- ar, en orsakirnar eru óljósar. Skráningu slysa hefur að sumu leyti verið ábótavant, en áætlað er þó að allt að 22 þúsund börn lendi í slysum á ári hverju þann- ig að ástæða sé til þess að leita á sjúkrahús. Kostnaður skiptir tugum milljóna króna árlega, en er þó stórlega vanmetinn. Þetta kom fram á blaða- mannafundi í gær þegar kynnt var verkefnisstjórn sem stofnað hefur verið til á vegum heil- brigðis- og tryggingaráðherra, sem ætlað er að vinna að ýmis- konar slysavörnum barna Verkefnisstjórnin hefur ráðið Herdísi Storgaard sem fram- kvæmdastjóra sinn og tók hún til starfa um síðustu mánaða- mót. Áður hefur hún starfað um margra ára skeið að sambærileg- um verkefnum hjá SVFI. Verður hún með skrifstofu á Heilsu- verndarstöðinni í Reykjavík þangað sem til hennar verður hægt að Ieita með ýmis erindi þessu viðvíkjandi. — SBS Vasapelafyllerí á dansleik í Olafsfiröi Töluverðir pústrar á „sveitaballi“ í Ólafs- firði. Fjörugu balli í félagsheimilinu Tjarnarborg á annan dag jóla lauk með töluverðum pústrum og þurfti lögreglan að skakka leikinn og fengu þeir órólegustu að gista fangageymslurnar með- an mesti stríðshamurinn rann af þeim. Guðný Ágústsdóttir er húsvörður í Tjarnarborg en fé- lagsheimilið er rekið af Iþróttafé- laginu Leiftri. Guðný segir að dansleikurinn hafi verið fjTÍr 16 ára og eldri og því ekki vínveit- ingar. Gestirnir hafi því komið „nestaðir" og því verið mikið fyll- erí í Tjarnarborg. - Var utn átök að ræða milli Ólafsfirðinga og Dalvihinga eins og stundum fyrr á árum, eða milli Lerida og kartaflna eins og heimamenn kalla það, en Dalvtk- ingar kalla Ólafsfirðinga Lerida en Ólafsfirðingar Dalvikinga kartöflur? „Nei, nei, en þarna voru ein- hverjir gaurar sem voru mjög „tens“ enda þarf lítið til þegar fólk er orðið svona ofurölvi. Það er engin nýlunda þegar ekki er vínveitingaleyfi, þetta var heil- mikið vasapelafyllerí og ekta sveitaballastemmning. Ballið á annan í jólum er hins vegar orð- ið eina ballið á árinu sem er fyr- ir 16 ára aldurinn. Þarna rann hins vegar ekkert blóð þó ein- hver hópur æsingamanna fengi á kjaftinn en lögreglan fjarlægði þá æstustu áður en allt yrði vit- laust. Það kom mér hins vegar á óvart hversu margir komu frá Dalvík og Akureyri vegna þess að veðrið var búið að vera fremur leiðinlegt,“ segir Guðný Ágústs- dóttir. I kvöld er í Tjarnarborg herra- kvöld Leifturs, sem „Veðdeild Blíðfara" stendur fyrir, en það fé- lag er einn styrktaraðili Leifturs. Ekki er búist við miklu fylleríi þar vegna þess að það er skemmtun með vínveitingaleyfi og lágmarksaldur gesta 18 ár. - GG Neytendakömum ekki birt Neytendasamtökin hafa ákveðið rað birta ekki niðurstöður úr verðkönnun á bökunarvörum sem fram fór á höfuðborgar- ■ svæðinu, Vestfjörðum og Eyja- firði í byrjun desember. Jóhann- es Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir að helstu ástæður þessa séu af fleiri en einum toga. Úrtakið hafi verið fullknappt, eða aðeins bökunar- vörur á tilboði, en að auki hafi töluvert ósamræmi verið milli verðmerkinga í hillum og á kassa. „Ég er búinn að gera sam- komulag við verslanir um breytt vinnubrögð í framtíðinni hvað varðar verðkannanir. Ég var ekki ánægður með vinnubrögðin núna. Ymsar leiðréttingar þurfti að gera eftir á, kassaverð og hilluverð passaði ekki saman og ég hef í kjölfarið tilkynnt búðar- keðjum að í framtíðinni fari fólk með lista frá mér, tíni ofan í körfurnar en kassaverðið muni gilda. Ég hef á tilfinningunni að verðmunurinn sé í báðar áttir, en fólk er frqkpr qnipjað yið, k^sspnn og þess vegna tel ég eðlilegt að kassaverðið gildi einnig í verð- könnun," segir Jóhannes. Heilt )fir telur Jóhannes að ekki hafi verið unnið til einskis því ágæt heildarmynd hafi feng- ist af markaðnum þótt niður- stöðurnar verði ekki birtar. Jó- hannes segir kostnað við gerð svona könnunar lítinn og ákveð- inn lærdómur verði dreginn af því sem gerðist. — BÞ itíjéi 'V' SRÍÍ *’ 1 i'i'Tihá. i i: Kaupa í Rekstrarfélaginu og Regiu Gengið nefur verið frá lánasamningi milli Landsbankalslands og ís- lenskra aðalverktaka og dótturf\TÍrtækja þess að fjárhæð allt að tveimur milljörðum króna. Nýlega var gengið frá samningi um kaup íslenskra aðalverktaka á 80% hlut í Rekstrarfélaginu og Regin. Lánafyrirgreiðsl- an er bæði til fjármögnunar þeirra kaupa og einnig til frekari viðskipta á fasteignamarkaði. Rekstrarfélagið og Reginn voru í eigu Hamla sem mun áfram eiga 20% hlut. Stefnt er að þvf að stórefla starfsemi Rekstr- arfélagsins, sem nú ber nafnið Landsafl, á sviði fjármögnunar, eignar og reksturs fasteigna og skrá það á Verðbréfaþingi Islands. Ölfushreppur vill heita Ölfus Örnefnanefnd hefur hafnað ósk sveitarstjórnar Ölfushrepps um að sveitarfélagið fái að heita Ölfus og ríkir mikil óánægja með ákvörðun nefndarinnar. Sveitarstjórnin vill losna við viðskeytið -hreppur þar sem það standi almennt fyrir eitthvað sem sé bæði lítið og smátt í sniðum og fæli fólk m.a. frá búsetu og við það vilji íbúarnir ekki una. í undirbún- ingi er að senda félagsmálaráðherra sams konar beiðni. Viudur úr stigum í metra Veðurstofa íslands hefur ákveðið að í marsmánuði á næsta ári verði far- ið að segja frá vindstyrk í metrum á sekúndu í stað vindstiga. Þetta er gert til samræmingar við aðrar veðurstofur á Norðurlöndum. I flestum veðurmælingastöðvum Veðurstofunnar eru mælar sem mæla hraða- aukningu í vindi í metrum og jafnframt augnabliksvindhviður. í gær klukkan 18.00 var vindhraðinn á Akureyri 7 hnútar eða 3,4 metrar á sekúndu, sem er gola. Ásdís Halla hættir Ásdís Halla Bragadóttir hefur látið af störfum sem að- stoðarmaður Björn Bjarnasonar menntamálaráðherra og tekur Jónmundur Guðmarsson við því starfi en hann hefur unnið að verkefnastjórn innan ráðuneytis- ins við endurskoðun á námskrám gunn- og framhalds- skóla. Ásdís Halla fer í barnseignarleyfi en síðan í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Hún er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna en engar breyting- . a,r erp fvrjrhugaðariþar ínVsinni. raga ottir. Ásdís Halla

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.