Dagur - 29.12.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 29.12.1998, Blaðsíða 4
4- ÞRIDJUDAGUR 29. D F, S E M B E R 1998 FRÉTTIR Xk^MT' Ekki alvarleg óhöpp Jólahátíðin var að mestu tíðindautil fyrir lögreglumenn á höfuðborgar- svæðinu. Utköll fremur fá eins og gjarnan á þessum árstíma en verk- efni mörg hver þó erfið viðfangs. Um helgina var Iögreglu tilkynnt um 43 umferðaróhöpp en ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. Bifreið var ekið á ljósastaur á Holtavegi við Sæbraut að morgni að- fangadags. Okumaður kenndi til í hálsi og brjósti og var fluttur á slysa- deild. Lögreglu barst tilkynning um miðjan dag á aðfangadag að bifreið hefði verið ekið út af Hafravatnsvegi. Er lögregla kom á staðinn kom í ljós að ökumaður sem grunaður er um ölvun við akstur hafði misst stjórn á bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum. Þá var bílvelta á Hringbraut við Landspítalann að kvöldi Iaugardags. Engin slys urðu á fólki. Bruni í Rauðagerði Að morgni laugardags var Iögreglu tilkynnt um Iausan eld í bílskúr í Rauðagerði. Er lögreglan kom á staðinn var mikill eldur í skúrnum og hafði eldurinn Iæst sig í bifreið sem stóð þar fyrir utan. Slökkvilið kom á staðinn og náði að slökkva eldinn en auk framangreinds voru skemmdir á íbúarhúsi við skúrinn. Vökul augu Iögreglu á vettvangi urðu síðan til þess að lagt var hald á um 4 kíló af ætluðum kannabisefnum og var einn húsráðanda hand- tekinn vegna málsins. Kemur það til viðbótar miklu magni slíkra efna sem haldlagt hefur verið á síðustu dögum. Þá var lögregla og slökkvilið kallað að fjölbýlishúsi í austurborginni vegna reyks. I ljós kom að kveikt hafði verið í rusli í anddyri hússins. Dyravörður á slysadeild Talsvert fjölmenni sótti skemmtistaði í borginni eftir opnun þeirra að kvöldi laugardags. Að mestu gekk það skemmtanahald ágætlega fyrir sig þótt alltaf sé eitthvað um samskiptaerfiðleika milli gesta. Einn dyra- vörður varð að leita aðstoðar á slysadeild eftir að hafa slasast í átökum við gest. Þá var karlmaður stöðvaður af dyravörðum eins skemmtistaðar er hann var á leið út af staðnum með fangið fullt af fötum og handtösku. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Reyndar urðu Iögreglumenn að hafa afskipti af tveimur veitingastöð- um sem höfðu opið aðfaranótt laugardags sem ekki er heimilt sam- kvæmt lögum um helgidagafrið. 15 innbrot Um helgina var tilkynnt um 15 innbrot á heimili, ökutæki og fyrirtæki. I einu þeirra var brotin rúða í sýningarglugga í verslun á Laugavegi og þaðan stolið nokkrum verðmætum. Markaðsviröiö 600 milliarðar Markaðsvirði allra skráðra verðbréfa á Verobréfaþingi íslands fór yfir 600 milljarða króna í nóvember þegar hlutabréf í Fjárfestingarbankan- um voru skráð á þinginu. Þar með var markaðsvirði bréfa á þinginu orðið meira en áætluð landsframleiðsla á þessu ári, sem er samkvæmt spám Þjóðhagsstofnunar um 581 milljarður. Samkvæmt fréttabréfi Verðbréfaþingsins jókst heildarmarkaðsvirðið um 149 milljarða frá síðustu áramótum. Nýskráning skulda- og hluta- bréfa vó þar þyngst en einnig hækkaði verð skuldabréfa vegna lækkandi markaðsvaxta að því er fram kemur í fréttabréfinu. Verð hlutabréfa hef- ur hins vegar hækkað óverulega á árinu. var til Leitum Kristján sigraöi í leikritasamkeppni Kristján Þórður Hramsson sigraði í leikritasamkeppni sem efnt v þegar Iðnó opnaði á nýjan Ieik síðastliðið vor með verki sínu að ungri stúlku". I öðru sæti var leikrit Hallgrims Helgasonar „Þúsund eyja sósu,“ og í því þriðja „Sameiginlegur vinur," eftir Bjarna Bjamason. Mjög góð þátttaka var í samkeppninni og bárust alls 56 leikrit eftir 42 höfunda. Urslit voru kynnt á hátíðarsýningu á Rommí í Iðnó í gærkvöld. Verðlaunaverkin þtjú verða öll sýnd í Hádegisleikhúsi Iðnó, sem hleypt verður af stokkunum innan skamms. Á annan tug húsa undir „Það er á annan tug núsa undir í leit okkar að húsnæði fyrir nýja Nettó- verslun á Reykjavíkursvæðinu. Hinsvegar er mjög lítið framboð af eign- um sem em í raun og veru áhugaverðar fyrir okkur,“ segir Sigmundur E. Ofeigsson, forstöðumaður verslunarsviðs KEA, í samtali við Dag. Hann segir húseignir þessar vera víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, en sem kunnugt er urðu KEA menn að gefa spilin uppá nýtt í húsnæðis- málum sínum í borginni þegar hafnarstjóm Reykjavíkur hafnaði að fé- lagið setti á fót verslun við Geirsgötu, þar sem fiskverkun Jóns As- björnssonar er nú til húsa. — SBS Nú er sótt að þingmanninum Ólafi Erni Haraldssyni. Legg verk mín í dom kjósenda Ólafur Öm Haraldsson alþingismaður segir það ekki koma sér á óvart að Alfreð Þor- steinsson ætli að taka þátt í prófkjörinu. Sú ákvörðun Alfreðs Þorsteins- sonar að gefa kost á sér í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, vegna alþingiskosninganna, og sækjast eftir 2. sæti listans, hefur valdið fjaðrafoki hjá sumum fram- sóknarmönnum í borginni. En hvað segir Olafur Orn Haraldsson alþingismaður sem skipaði þetta sæti síðast og sækist eftir því áfram’? „Það er eðlilegur og lýðræðis- Iegur réttur hvers og eins að bjóða sig fram til þessara starfa. Eg get nú ekki sagt að fréttin í Degi hafi komið mér á óvart því farið var að orða þennan möguleika í fjölmiðl- um strax í haust. En varðandi prófkjörið og þá keppni sem þar er komin upp lít ég óhræddur til minna eigin starfa. Ég tel mig hafa verið í góðu sambandi við kjósendur flokksins í Reykjavík. Ég hef til að mynda boðað þá til margra hádegisfunda um hin ólík- ustu efni á kjörtímabilinu og sinnt fjölmörgum málefnum sem hafa verið brýn fyrir Reykvíkinga. Ég mun því láta verkin tala,“ sagði Ólafur Órn. Hann bendir á að hver sá sem býður sig fram til starfa í stjórn- málum eigi ekki neitt ákveðið sæti. Það sé fólkið sem ákveður hvort menn sitja eða falla, því stjórnmálamenn eru fyrst og fremst fulltrúar fólksins sem kýs þá. Hann segist áfram sækjast eft- ir því við framsóknarmenn í Reykjavík að þeir kjósi sig til starfa. Og varðandi starfið í Reykjavík skipti það miklu máli að samstarf þeirra Finns Ingólfsson- ar hafi verið mjög gott. „Þá skiptir það Iíka máli í þessu sambandi að Finnur hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við mig í prófkjörinu,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson. Þrjár konur I gær lýsti Arnþrúður Karlsdóttir því formlega yfir að hún hygðist sækjast eftir einu af efstu þremur sætunum á listanum. Arnþrúður var í þriðja sæti síðast og kvaðst í samtali við Dag vera sátt við það hlutskipti. Um helgina gaf Jónína Bjartmarz, lögfræðingur og for- maður Samtakanna Heimilis og skóla, út yfirlýsingu um að hún gæfi kost á sér í prófkjörið. Auk þeirra tveggja hefur Vigdís Hauks- dóttir fyrir allnokkru gefið kost á sér í þriðja sætið. Reglur flokksins um kynjakvóta samkvæmt jafn- réttisáætlun Framsóknarflokksins gera það að verkum að í tveimur af íjórum efstu sætum eiga að vera konur. Prófkjör framsóknarmanna í Reykjavík fer fram um miðjan jan- úar. - s.DÓR Halda bara 4 krónuin af yfirvinnu-tíkaHmiun Barnabætur eru nú allar tekjutengdar og byrja að skerðast við mjög lágar tekjur, eða um 95.000 krónur hjá hjónum. Bamafólk getur orðið fast í láglaimagildru því mögulegt yfir- vúiniLkaup rýmar um 60% áður en það kemst í budduua. „Það er fögur hugsjón sem liggur að baki tekjutengingum í skatt- kerfinu. Sá vandi fylgir hins vegar tekjutengingum að þær eru svo mildar og hefjast við svo lágar tekj- ur að það getur reynst erfitt að auka tekjurnar," segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur ASI. Orðum sínum til skýringar tekur tekur hún dæmi af hjónum með 2 böm og húsnæðislán á „framfæri". Hjón með 2 böm með til dæmis 160 þús. króna og 260 þús. kr. mánaðartekjur auka ráðstöfunar- tekjur sínar einungis um 4.100 krónur við hveijar 10.000 krónur sem þeim tekst að afla sér t.d. með aukavinnu. Hins vegar mundu hjón með 360-460 þús. kr. tekjur halda eftir 5.600 krónum af hvetj- um 10.000 krónum. Oft lítið eftir ÖIl þessi hjón sjá á eftir um 4.500 krón- um af hverjum 10.000 í skattinn, lífeyrissjóðinn og stéttarfélagið. En þar til viðbótar missa „lágtekjufor- eldrarnir" um 1.500 krónur vegna lækk- unar á bamabótum og vaxtabótum, fyrir hverjar 10.000 kr. sem þeim tekst að vinna sér inn til við- bótar. Þyrftu þau þar á ofan að kaupa barnagæslu til að geta stundað auka- vinnuna gæti af- gangurinn af 10.000-kallinum orðið hreint ótrúlega lítill. Þar við bætist að skerðing barna- og vaxta- bótanna verður ekki fyrr en ári síð- ar, þar sem þær miðast jafnan við tekjur ársins á undan. Þannig að minnki aukavinnan aftur á næsta ári eru það ekki bara tekjurnar sem Iækka heldur bætumar líka. Fleiri böm = ineiri skerðing Barnabætur eru nú allar tekju- tengdar og bytja að skerðast við mjög Iágar tekjur, eða um 95.000 krónur hjá hjónum (47.500 hjá einstæðu foreldri). Fyrir hveijar 1.000 krónur sem fólk vinnur sér inn til viðbótar þessum launum skerðast barnabætur; um 50 kr. vegna eins barns, um 90 kr. vegna tveggja bama og um 110 krónur séu börnin þijú eða fleiri. - HEl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.