Dagur - 29.12.1998, Qupperneq 7

Dagur - 29.12.1998, Qupperneq 7
X X^MT_ ÞJOÐMAL 8w t HaáÍMi’j?.an ,«.s f_B ÞSIDJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 - 7 Öldinokkar IJALLPÓR ASGRIMS- SON UTANRÍKISRÁÐHERRA SKRIFAR Af tuttugustu öldinni lifir aðeins eitt ár, en um næstu áramót mun heimsbyggðin gervöll fagna nýju árþúsundi. Þetta hefur verið öld stórstíg- ustu framfara mannkynssögunnar og hún hefur verið okkur Islend- ingum mjög happasæl í flestu til- liti. Framfarir og velsæld hér á Iandi hafa verið með ólíkindum og velmegun hefur lengi verið mikil og aldrei meiri en síðustu ár. Ekki hefur þó öldin verið öllu mannkyni til blessunar. Víst er að ýmis skilyrði eru til staðar til að láta aldagamlan draum um mann- sæmandi líf til handa öllum jarð- arbúum rætast, þó íjarlægt sé að sá draumur verði að veruleika. Velmegun og skyldur Ennþá hefur ekki tekist að koma á þeim vinnubrögðum, hvorki við stjórn einstakra landa né heims- ins alls, að sá draumur rætist. Mörgu er um að kenna, ekki síst vanþroska þeirra sem betur mega sín. Þó aldrei verði hægt að hafa heilar þjóðir og lönd á framfæri alþjóðasamfélagsins, þá hvílir sú skylda á velmegandi þjóðum að hjálpa því fólki til sjálfsbjargar, sem hefur setið eftir. Þessi skylda verður æ ríkari eft- ir því sem velmegun eykst hjá þró- uðum ríkjum og neyðin verður sárari hjá öðrum. Sálarheill heimsins er í húfi. Islendingar hafa Iagt sín Ióð á vogarskálarnar með öflugri þró- unarhjálp, og hún hefur raunar verið töluvert aukin á þessu kjör- tímabili. Sömuleiðis sýnir al- menningur hug sinn aftur og aft- ur í verki, þegar eftir er leitað, við að styðja ýmis félagasamtök til dáða á landsvæðum sem hörm- ungar hafa duniðNjjfir. Vargöld líka Oldin sem bráðum kveður á fáar Iíkar í hörmungum, ófriði, kúgun og misrétti. Tvær heimsstyijaldir skóku undirstöður alls mánnlífs og menningar jarðarinnar og ymis voðaverk voru unnin í skugga vit- firringarinnar. Hroðaleg grimmdarverk voru meira að segja unnin fyrir aðeins fáum árum, þegar hundruð þús- unda manna voru myrt í Rúanda. Það var mikill álitshnekkir fyrir alþjóðasamfélagið, að ekki skyldi takast að koma í veg fyrir blóð- baðið, sem fór fram nánast fyrir opnum tjöldum. Ofriður og stað- bundin átök virðast aldrei ætla að taka enda, og grimmdin í fyrrver- andi ríkjum Júgóslavíu, Irak og víðar er þyngri en tárum taki. Hálfgalna harðstjóra sem kúga heilar þjóðir og ræna almenningi öllum möguleikum til mannsæm- andi lífs er að finna allt of víða. Sumir þeirra stofna öryggi stórra landsvæða og jafnvel heilla heimshluta í voða. öld mengimar Aukinni velmegun hefur fylgt mengun, sem stofnar möguleik- um komandi kynslóða heims í hættu og er með öllu óumflýjan- legt að bregðast við. „Menntun þjóðarinnar hefur orðið almenn og er jafngóð því besta sem gerist með öðrum þjóðum, enda eru framfarirnar ekki síst aukinni og betri menntun að þakka. Mannauðurinn er tvímælalaust ein mikilvægasta auðlind okkar," segir Halldór Ásgrímsson í grein sinni. Margar þjóðir hafa safnað gríð- arlegum auði með hamslausri ágengni við eigin náttúru og ann- arra og hafa ekki hikað við notkun mengandi efna í Iífsgæðasókn sinni. Þessi ríki þurfa fremur en önnur, að taka sér tak í þessuin efnum. Lán okkar íslendinga er mikið, að eiga hreinar og endur- nýjanlegar orkulindir til að knýja orkuver okkar og kynda híbýli. Það verður að telja heiminum happ að nokkur lönd, þ.á m. ís- land, geta boðið fram hreina orku til starfsemi sem myndi valda mikilli mengun, ef aðrir lakari orkugjafar væru notaðir. Hvorttveggja er að íslensk orka losar Iandsmenn við mengun að mestu og síðan hitt að öllum ber saman um að það sé hagstætt fyr- ir heimsbyggðina alla að nauðsyn- leg iðnaðarframleiðsla noti hreina og endurnýjanlega orkugjafa alls- staðar sem því verður við komið. Eiturlyf og glæpir Glæpir og ógn eiturlyfja virða engin landamæri og við því al- þjóðlega vandamáli duga aðeins alþjóðlegar lausnir. Seinni hluta aldarinnar hafa afbrot og eitur- lyfjaneysla farið hraðvaxandi og er hún orðin mikið böl víða um heim. Ekki hefur Island sloppið óskaddað frá þessari þróun, þó víða sé ástand mun verra en hér. Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyr- ir ýmsum aðgerðum bæði á sviði forvarna og löggæslu á þessu kjör- tímabili og má í því sambandi nefna lofsvert framtak heilbrigðis- ráðherra, sem stofnaði til sam- starfsverkefnis sveitarfélaga, SÁÁ og ráðuneytisins um forvarnir. Uppljóstranir síðustu daga um stórkostlegt eiturlyfjasmygl sýnir ljóslega hvaða þýðingu öflugt eft- irlit hefur. Ljóst er að betur verð- ur að gera á næstu árum því harka iilmennanna, sem selja eitrið, verður sífellt meiri. Auðltndir og framfarir Öldin hefur verið gjafmild okkur íslendingum, en strax um alda- mótin síðustu vænkaðist hagur okkar, einkum með breyttri tækni, fyrst vélbátum og sfðar miklum framförum í fiskvinnslu og í land- búnaði. Flestallar framfarir aldarinnar má rekja til bættra möguleika landsmanna til að nýta auðlindir sínar bæði í sjó og á landi. Einnig orku í fallvötnum og jarðvarma. Með skynsamlegri nýtingu auðlinda okkar getum við átt far- sælt líf í Iandinu um Ianga fram- tíð. Slíkt er því aðeins mögulegt að umgengni við auðlindir og náttúru sé ætíð með varfærni og virðingu, og meiri sátt þarf að nást milli sjónarmiða þeirra sem deila í þessum málum. Enginn vafi leikur á að slíkri sátt má ná, ef tvö grundvallar- atriði eru virt. Annars vegar hljóta landsmenn að nýta auð- Iindir sínar til að hægt sé að lifa hér mannsæmandi lífi og tryggja komandi kynslóðum lífskjör, sem duga til að halda uppi menntua, velmegun og velferð í Iandinu. Á hinn bóginn þarf að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, virð- ingar og tilfinninga landsmanna gagnvart landinu sjálfu. Hvorugan málstaðinn má reka af ósanngirni og stífni, enda aug- Ijóst að sátt hlýtur að fela í sér að hvorugur aðili máls nær að knýja ýtrustu sjónarmið sín fram. Gjöfular auðlindir hafsins Stjórnunarkerfi fiskveiða, sem verið hefur við lýði hér á landi á undanförnum árum hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis hjá þeim, sem komnir eru í vandræði vegna rányrkju á eigin fiskimið- um. Margir vilja hafa þetta kerfi til fyrirmyndar við lausn sinna mála. Fáir mæla því gegn, að reynsla okkar af stjórn fiskveiða hefur breytt afkomu sjávarútvegs til hins betra og hin öfluga staða hans er forsendan undir stórbætt- um hag landsmanna. Kerfið hefur hins vegar verið nokkuð umdeilt hér á landi alla tíð, eða a.m.k. ein- stakir þættir þess, enda er um að ræða sjálfan grundvöll efnahags- mála þjóðarinnar. Nýlega féll í Hæstarétti dómur, sem gerir það að verkum að rétt er að taka fiskveiðistjórnunarlög- in til endurskoðunar. Það hefur alltaf verið ljóst að þessi lög þurfa stöðugt að vera í endurskoðun. Nokkrar lagfæringar verður að gera fljótt, en tíma verða menn að taka sér til frekari breytinga. Mik- ið er í húfi. Nauðsynlegt er að hafa í huga að nánast allt efna- hagslif landsins hvílir á skynsam- legri stjórn fiskveiða. Breytingar verður að gera þannig að tryggt sé að ekki valdi efnahagslegu hruni, gríðarlegri byggðaröskun og at- vinnuleysi, um Ieið og allar breyt- ingar verða að vera í samræmi við stjórnarskrá landsins og réttlætis- kennd almennings. Vonir eru bundnar við störf auðlindanefndar, sem Alþingi skipaði fyrir nokkru, og er von- andi að tillögur hennar stuðli að sátt í samfélaginu um þessi mikil- vægu mál. Ekki má heldur gleyma því að þegar kvótakerfið var tekið upp blasti við mikill vandi í sjávarút- vegi og fiskvinnslu og er fróðlegt að skoða blaðafréttir af afkomu sjávarútvegs frá þeim tíma. Orðin gjaldþrot og hrun voru í annarri hvorri línu. Það ber að ganga fram af varfærni í þessu máli og varast óábyrgan málflutning manna sem hafa allt á hornum sér, en engar raunhæfar lausnir. Bjartsýni ríldr Þegar allt er skoðað er þessi öld ein samfelld framfaraganga ís- lensku þjóðarinnar, þar sem nán- ast allt hefur breyst til hins betra, þegar á heildina er litið. Menntun þjóðarinnar hefur orðið almenn og er jafngóð því besta sem gerist með öðrum þjóð- um, enda eru framfarirnar ekki síst aukinni og betri menntun að þakka. Mannauðurinn er tví- mælalaust ein mikilvægasta auð- lind okkar. Heilsugæsla hefur gjörbreyst og tekist hefur að útrýma helstu vá- gestum sem áður voru landlægir. Velferð og samhjálp gerist óvíða betri, og nú hefur tekist að treysta grunninn undir því kerfi, sem landsmenn geta treyst á til fram- búðar. Menningar- og listalíf hefur verið blómlegt og margir af lista- mönnum okkar hafa vakið heims- athygli. En mestu skiptir að þjóðin er í Iok aldarinnar full af bjartsýni, þreki og trú á sjálfa sig og framtíð sína í Iandinu. Eg óska landsmönnum öllum árs og friðar og velfarnaðar á nýju ári. Þeim sem hafa lent í and- streymi og sorg óska ég bjartari daga.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.