Dagur - 29.12.1998, Síða 11

Dagur - 29.12.1998, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Það eru daprír dagar hjá forystuliði demókrata í Washington, Gore varaforseti, Clinton, Gephardt flokksleiðtogi í fulltrúadeildinni og frú Hillary eru súr á svip eftir að hafa hlustað á úrskurð fulltrúadeildarinnar um ákæru á hend- ur forsetanum. En repúblikanar bíða einnig hvern ósigurinn á fætur öðrum í því hatramma stríði sem nú fer fram í Washington. Höfuóborg í vígáham sett. Þar ríkir góðæri sem aldrei fyrr, atvinnuleysi er hverfandi, al- máttugur dollarinn stendur vel og hlutabréfamarkaðurinn blómstr- ar. Forsetinn nýtur alls þessa, enda eru hann og fylgismenn dug- legir að þakka sér árgæskuna og þá velmegun sem henni fylgir. Þjóðin er því ánægð með sinn glæsilega og valdamikla forseta og reiðubúin að fyrirgefa honum smávægilegar yfirsjónir og þykir hart að honum vegið að ósekju. Þetta kom greinilega fram í þing- kosningunum sem fram fóru í haust þar sem demókratar juku fylgi sitt á kostnað repúblikana, sem eftir sem áður halda meiri- hluta sínum í báðum deildum þingsins. Litið var á þau úrslit sem greinilegan stuðning við for- setann. Skoðanakannanir hafa einnig bent í þá átt, þar sem al- menningur álítur að framhjáhald þjóðhöfðingja sem annarra sé einkamál, sem öðrum koma ekki við. Það ætlar seint að síast inn í höfuðin á Ameríkönum, sem mörgum öðrum, að Clinton er ekki ásakaður um ástarævintýri sín og hjúskaparbrot, heldur fyrir að hafa skrökvað fyrir dómstólum og að þjóð sinni. Mætti í því sam- bandi minnast þess, að á sínum tíma var Nixon aldrei kærður fyrir að bijótast inn í Watergatebygg- inguna, heldur fyrir að hafa skrökvað til um vitneskju sína eft- ir að innbrotið komst í hámæli. Hann sagði af sér áður en full- trúadeildin fékk færi á að ákæra hann. Fjöldi starfsmanna hans hlutu þunga dóma, þar á meðal sjálfur dómsmálaráðherrann. Repúblikönum sámar að Clint- on virðist ætla að komast upp með það, sem þeirra forseti var for- dæmdur og smánaður fyrir. En kjósendur og almenningsálitið er hliðhollt hórkarlinum og eigin- kona hans lætur vel að honum á almannafæri og brosir breiðar en nokkru sinni fyrr. Stríðið í Washington heldur áfram, þar sem áhrifamestu menn Bandaríkjanna eigast við og skaða hvorir aðra hver sem betur getur. Eru þeir á góðri leið með að rústa veldi höfuðborgarinnar samtímis því að veldi Bandaríkjanna og hugmyndafræði auðvaldsins fer sigurgöngu um veröldina. DDUR LAFSSON SKRIFAR Þegar síðasta ár aldarinnar rennur upp eru Bandaríkin ótvírætt öfl- ugasta ríki heimsins og í veraldar- sögunni eru ekki dæmi um stór- veldi sem jafnast á við mátt og áhrif risaveldisins. Hernaðarlega og efnahagslega bera Bandaríkin höfuð og herðar yfir önnur Iönd og sú hugmyndafræði sem þau eru grundvölluð á, er viðurkennd sem keppikefli og framtíðarsýn miður þróaðra og misjafnlega máttvana ríkja. Um skeið höfðu Sovétríkin nokkra burði til að keppa við Bandaríkin um leiðtogahlutverk- ið, en hengdu sig í eigin snöru og eru nú að burðast við að koma sér upp brúklegum kapítalisma með hörmulegum árangri og eru ekki lengur samkeppnisfær. Samtímis þvi, að risaveldið eflist og stendur með meiri blóma en nokkru sinni fyrr, er æðsta stjóm ríkisins í hers höndum og er engu líkara en að borgarastyijöld geisi í höfuðborginni. Forsetinn, sem er valdamesti maður heims, er svo heillum horfinn, að vel heppnað árásarstríð á íjandsam- legan óvin, dugir ekki til að leiða athyglina frá því stríði sem háð er í Washington, þar sem andstæð- ingar forsetans stefria að því að hrekja hann frá völdum en hann verst, ófimlega að vísu, og lætur sig ekki fyrr en í fulla hnefana. En pólitískir andstæðingar hans falla hver um annan þveran. Newt Gingrich, leiðtogi repúblikana á þingi og einn ákafasti andstæðing- ur forsetans, sagði af sér og dró sig út úr pólitík eftir að flokkur hans tapaði nokkrum þingsætum í kosningum sem áttu að vera sig- urganga eftir að hafa lúskrað á Clinton og flokksmönnum hans. Eftirmaður hans í embætti, Livingston sem taka átti við leið- togahlutverkinu, sagði einnig af sér þingmennsku, þegar fréttist að klámhundur í Hollywood ætlaði að koma upp um að hann hafi ekki ávallt verið eiginkonu sinni trúr. Óburðugt vopnaskak Svona snúast vopnin í höndum andstæðinga Clintons, sem viður- kennir framhjáhald og á í hinu mesta basli með að réttlæta það, að hann laug eiðsvarinn fyrir rétti og gerði Iítið úr ástarsambandi sem hann sannanlega átti við stúlku, sem hann afneitaði með Repúblíkömiin sámar að Clinton virðist ætla að komast upp með það sem þeirra forseti var fordæmd- ur og smánaður fyrir. öllu, en viðurkenndi síðar, að hafa gamnað sér með í skrifstofu emb- ættis síns. Andstæðingar forsetans í full- trúadeild þingsins neituðu að samþykkja á hann vítur og taka af- sökunarbeiðni hans gilda. Þetta jafhgildir því að deildin lítur á for- seta Bandaríkjanna sem ótíndan afbrotamann sem fyrirgert hefur því trausti sem honum hefur verið sýnt. Samþykkt var að ákæra hann fyrir meinsæri og að hafa misnot- að aðstöðu sína til að koma í veg fyrir framgang réttvísinnar. Málið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem ákærunni verður nær örugg- lega vísað frá, þar sem tvo þriðju atkvæða þarf til að samþykkja ákæruna. Málið verður tekið fyrir eftir áramótin og verður annað hvort hespað í gegn með hraði eða þvælt og togað eins og um mál- flutning verði að ræða, og mun það þá örugglega skaða forseta- embættið enn meira en orðið er, en það getur allt eins farið illa með andstæðinga Clintons, eins og dæmin sanna úr fulltrúadeild- Argæska heimsveldis Velgengni Bandaríkjanna undir lok aldarinnar sýnast lítil takmörk Tveir tölvuþrjótar hljóta dauðadóma KINA - Tveir kínverskir tölvuþrjótar hafa verið dæmdir til dauða. Höfðu þeir brotist inn í tölvukerfi banka, þar sem annar þeirra hafði unnið áður, og flutt sem svarar um 600 þúsund krónum inn á banka- reikninga sem þeir höfðu aðgang að. Höfðu þeir þegar eytt þriðjungi íjárins. Þeir geta áfrýjað dómunum, en undantekningarlitið eru þeir staðfestir og þeim síðan fullnægt þegar í stað. Eiirn áttburauna látiun BANDARIKIN - Einn áttburanna sem fæddust fyrir jól lést á sunnu- dagsmorgun. Það er sá Iéttasti áttburanna sem Iést, en bæði hjarta og lungu gáfu sig. Ró að nýju í Kosovo JÚGÓSLAVÍA - Ró var komin á að nýju í Kosovo-héraði í gær eftir að Serbar og Albanir höfðu barist í nokkra daga. Bardagarnir á sunnu- dag voru þeir hörðustu í tvo mánuði og létu sex manns þá lífið, flestir þeirra Serbar. Einn af eftirlitsmönn- um Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sagði í viðtali ríð út- varpsstöð í Belgrað að ástandið í Kosovo væri ekki jafn alvarlegt og fjölmiðlar hafa Iátið í veðri vaka. Bæði Serbar og Kosovo-Albanir hafi framið vopnahlésbrot. Sexburar fæddir í Kína KÍNA - 33 ára gömul kona í Kína hefur fætt sexbura, en tveir þeirra létust strax eftir fæðingu vegna Iungnabilunar. Ástand hinna íjögurra er sagt vera stöðugt. Móðirin hafði ekki gengist undir neina ófrjósem- isaðgerð. Frá Kosovo-héraði. Átök í Irak IRAK - Bandarískar herþotur skutu á herstöðvar í norðurhluta Iraks í gær. Að sögn bandarískra stjórn- valda var verið að svara árásum Iraka. Bandarísku herþoturnar, sem staðsettar eru í Tyrklandi, voru á eftirlitsflugi yfir flugbannsvæð- inu í Irak þegar skotið var á þær flugskeytum frá jörðu niðri, en flugskeytin misstu marks. Irösk stjórnvöld sögðu hins vegar að vestrænar herþotur hefðu gert árásir á loftvarnarstöð í norður- hluta íraks með þeim afleiðingum að Qórir íraskir hermenn létust og sjö aðrir særðust. Breska varnar- málaráðuneytið sagði breskar her- þotur ekki hafa tekið þátt í þessum átökum. Fjoldamorð í Alsír ALSÍR - Fjölmiðlar í Alsír skýrðu frá því í gær að 15 manns hafi ver- ið myrt, þar af átta börn. Þetta eru alvarlegustu ofbeldisverkin sem orðið hafa í föstumánuði múslima, ramadan, þetta árið, en undanfar- in ár hafa fregnir af Ijöldamorðum aukist mjög í þessum mánuði. Kosið verður í Alsír í apríl næstkomandi. Lögregla skýtur á bændur INDONESIA - Lögreglan í Indónesíu skaut í gær á nokkur hundruð bændur sem höfðu lagt undir sig ríkisrekið plantekrubú á eyjunni Súmatra. Vitni sögðu marga hafa særst og engar aðvaranir hafi verið gefnar áður en skotið var. Bændurnir segja aðgerðir sínar vera til að mótmæla því að ríkið hafi sölsað undir sig jarðir þeirra án þess að bætur kæmu fyrir. Danir njósna um múslima DANMÖRK - Danska leyniþjónustan, PET, hefur fylgst með múslim- um í Danmörku í samvinnu við bandarísku leyniþjónustuna CIA í því skyni að leita uppi fylgismenn saúdiarabíska hryðjuverkamannsins Osama bin Laden, sem nú er eftirsóttasti hryðjuverkamaður heims, að því er Ritzau-fréttastofan skýrði frá. Múslimar í Danmörku segja njósnir þessar hafa staðið yfir árum saman og fréttir þessar komi þeim því ekki á óvart. 300.000 á flótta í Angóla ANGÓLA - 300 þúsund manns eru nú á flótta vegna stríðsátakanna í Angóla þar sem UNITA-hreyfingin berst \ið hermenn ríkisstjórnar- innar. UNITA-liðar gerðu harðar árásir á bæinn Cuito yfir jólin og eru þau átök þau mestu sem orðið hafa í borgarastríðinu sem geisað hef- ur í 23 ár. Stjórnvöld segja UNITA-hreyfinguna aldrei hafa verið sterkari en nú. Hermenn Saddams Husseins áttu enn í átökum við Bandaríkjamenn í gær.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.