Dagur - 29.12.1998, Síða 13

Dagur - 29.12.1998, Síða 13
 ÞRIÐJUDAGV R 29. DESEMBER 1998 - 13 ÍÞRÓTTIR Fyrsta tap Middlesbrough á heimavelli í íjórtán mánuði Vegard Heggem fagnar eftir að hafa skorað þriðja mark Liverpool gegn Middlesbrough á Riverside Stadium á laugardaginn, þegar Liverpool vann Middlesbrough 3- 7 7 fyrsta tapleik Boro á heimavelli í fjórtán mánuði. Chelsea með jólafor- ystuua. Fyrsti sigur Manchester í sjö leikj- um. Blackburu tap- laust á heimavelli. Overmars bjargaði audliti Arsenal. Newcastle heillum horfið. Fjórtán mánaða velgengni Midd- lesbrough á heimavelli sfnum, Riverside, fékk óvæntan endi þegar Liverpool kom í jólaheim- sóknina. Gestirnir voru mun betri í öllum sínum aðgerðum og unnu sætan sigur. Norsld varnar- maðurinn Vegard Heggem sýndi loksins af hverju hann var keypt- ur frá Rosenborg með glæsi- marki sem hann skoraði eftir að hafa gabbað alla Rorovörnina upp úr skónum. Hans fyrsta mark fyrir Liverpool er orðin staðreynd. Eftir jólaumferðina var það Chelsea sem fagnaði toppsæti úrvalsdeildarinnar. Frábært mark frá Tore Andre Flo færði Chelsea forystuna í leiknum við Southampton á The Dell og Poyet gulltryggði sigurinn í upp- hafi seinni hálfleiks. Ar og dagar eru síðan Chelsea hefur sýnt jafn mikinn stöðugleika í topp- baráttunni og seinni hluta haustsins og ljóst að Vialli er langt kominn með réttu upp- skriftina að meistaraliði leiktíð- arinnar. Vel gert hjá honum í Ijósi þeirrar miklu gagnrýni er hann varð fyrir í upphafi vegna sífelldra mannabreytinga á Iið- inu frá einum leik til annars. Aston Villa hafði möguleika á að halda toppsætinu með stigi gegn Blackburn á Eawood Park. Svo fór ekki og lærisveinar Brian Kidd hirtu öll stigin. Blackburn hefur ekki tapað leik á heima- velli sínum síðan Kidd tók við stjórninni. Með sigrinum á Villa þokaði liðið sér úr fallsæti í fyrsta sinn í langan tíma. Mark- maður ViIIa, Oakes, var rekinn af leikvelli eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik. Dómarinn taldi að hann hefði gripið boltann fyr- ir utan vítateiginn. Sjónvarpið afsannaði kenningu dómarans og reiknað er með að málið dragi dilk á eftir sér. Loksins sigur hjá United Manchester United vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum gegn getulitlu og lánlausu liði Nott- ingham Forest. United þurfti engan stórleik en David Beck- ham gerði það sem gera þurfti og bjó til öll mörkin með frábærum fyrirgjöfum. Varnarjaxlinn Ronny Johnsen er allur að koma til eftir meiðslin sem hrjáð hafa hann í haust og skoraði tvö fyrstu mörk United áður en Ryan Giggs rak smiðshöggið á langþráðan sigur heimamanna. Forest sleikir sár sín eftir 16 Ieiki án sigurs og væntingar forráða- manna liðsins um gott gengi á leiktíðinni eru roknar út í veður og vind. Fallbaráttan verður hlutskipti þeirra í ár. Marc Overmars bjargaði and- liti Arsenal með marki á sjöundu mínútu, gegn West Ham á High- bury. Emanuel Petit var allt í öllu hjá meisturunum og það var fyrst og fremst stórleikur hans sem færði heimamönnum kraft- inn sem til þurfti að innbyrða sigurinn. I hinum Lundúnaslagnum lagði Wimbledon Charlton 2 - 1. Charlton náði þó forystu í leikn- um með marki Redfern, ein- hverju glæsilegasta marki leiktíð- arinnar til þessa, en gleðin var skammvinn og sjötta tapið í röð staðreynd er yfir lauk. Meðalmennskan uppmáluð Tottenham náði í þrjú stig til Coventry, þökk sé varnarmann- inum Sol Campbell sem skoraði sigurmarkið. A sama tíma náði Leicester í öll stigin sem í boði voru í Sheffield. Þar fékk Tony Cotty sannkallaða jólasendingu er hann komst inn í laflausan skalla, frá varnarmanni til mark- manns, og sá gamli nýtti sér gjöf- ina til fullnustu og skoraði sigur- markið. Hvorugur þessara leikja hafði upp á neitt að bjóða sem knattspyrnuáhugamenn sækjast eftir. Meðalmennskan var alls- ráðandi. Jafnteflisleikurinn á Goodison Park, þar sem Everton og Derby gerðu markalaust jafn- tefli, náði ekki einu sinni meðal- mennskustimplinum. Hann er einfaldlega steindauður. Martröð í Newcastle Ruud Gullitt brást reiður við á blaðamannafundi eftir 0-3 tap- leik Newcastle gegn Leeds á St. Jamses Park og sagði blaðamenn eyðileggja mikið fyrir Newcastle með sífelldum skrifum um „krísu“ hjá liðinu. „Það er engin krísa hér. Það ert bara þú sem ert að reyna að búa til krísu. Þó við töpum einum leik er ekki hægt að tala um neina martröð," sagði Gullit. Hollendingurinn hefur ekki haft þau áhrif á Newcastle sem vonast var til þegar hann tók við eftir brottrekstur Kenny Dal- glish. Liðið sígur enn niður stigatöfluna og nálgast nú fall- baráttuna illræmdu. Leikmenn eru hundóánægðir og margir vilja yfirgefa skútuna sem fyrst. Á sama tíma og Ruud GuIIitt á í erfiðleikum hrósa starfsbræður hans hjá Leeds og Blackburn, David O’Leary og Bryan Kidd, góðu gengi. Báðir tóku þeir \ið liðum sinum á erfiðum tímum í haust. Báðir hafa ráðið vel við starfið. Hvorugur þeirra stökk af stað með stórar yfirlýsingar um glæsibolta og gott gengi. Þeir láta verkin tala. Nokkuð sem Rud Gullitt ætti að fara að temja sér. — GÞÖ ÍÞR Ó T TA VIÐTALIÐ Kvemtalið Bekkelaget flaggskip félagsins Ingi Þór Guðmundsson leikmaðtir með Bekkelaget í Noregi Ingi Þór Guðmundsson, handknnttleiksmaður úr Víkingi,fórí víking til Noregs. Nú leikurhann með Bekkelaget í norsku 2. deildinni og stefnir á ís- landsferð með liðið næsta haust. - Hafa íslenskir handbolta- strúkar eftir einhverju að sækj- ast i Noregi? „Jú þeir hafa ýmislegt að sækja hingað. Stóru félögin eru að borga þokkalegustu laun og út- vega mönnum íbúð og bíl þannig að það getur verið gott að leika handbolta í Noregi. Bestu liðin hérna eru svipuð að getu og bestu Iiðin á íslandi og því getur verið skemmtileg tilbreyting að koma hingað og spila. Eg er náttúrulega bara í 2. deildinni þar sem æfingar eru ekki nærri eins miklar og í 1. deild. Það var bara út af náminu sem ég fór í aðra deildina. Það var einfaldlega enginn tími fyrir 1. deildarhandbolta með skólan- (( um. - Þú ert þá ekki í atvinnu- mennsku? „Nei, ég er í fullri vinnu og geri þetta fyrst og fremst ánægjunnar vegna. Hins vegar fékk ég þræl- gott atvinnutilboð áður en ég fór út sumarið 1994. Svo þegar ég kom á staðinn til að skrifa undir samninginn kom í ljós að félagið skuldaði milljónir og fór á haus- inn skömmu síðar. Þá fór ég í lið sem heitir Oppsal og var með því til 1996. Þaðan fór ég í Kjelsás og spilaði með þeim þar til síð- astliðið vor. Þá ætlaði ég reyndar að hætta í boltanum. Svo var það vinur minn, Ieikmaður með Bekkelaget, sem bað mig að koma með sér á æfingu fyrir stuttu. Eftir æfinguna bað þjálf- arinn mig að koma og gerast leikmaður með liðinu. Maður slær ekki hendinni á móti því að leika með Bekkelaget." - Þetta er stór klúbbur þó karlaliðið leiki í 2. deildinni núna? „Þetta er einn stærsti íþrótta- klúbbur í Noregi. Það eru miklir peningar sem þetta félag hefur úr að moða og metnaðurinn er mikill. Staða okkar í deildinni nú er ekki merkileg. Við erum í neðri hlutanum. Við höfum ver- ið ótrúlega óheppnir með meiðsli og til dæmis í þennan leik sem þú varst að horfa á núna vantaði Ijóra fastamenn úr lið- inu. Það réttlætir þó ekki tíu marka tap fyrir toppliði deildar- innar. Það gekk einfaldlega ekk- ert upp sem við reyndum. Eg er hundóánægður með minn leik. Maður brenndi af alltof mörgum færum. Þetta er bara annar leik- urinn sem ég leik með liðinu og ég var að vona að hann yrði eins og sá fyrsti þar sem allt gekk upp. Þá skoraði ég fimm mörk og var með 100% nýtingu." - Er kvennaliðið flaggskip fé- lagsins? „Kvennaliðið hér er yfirburða lið í Noregi. Besta handknatt- leikskona heims, Daninn Anja Andersen, er þar allt í öllu og mikið snýst í kringum hana. Hún ein dregur fjölda áhorfenda á hvern leik, sérstaklega þegar lið- ið leikur á útivelli. Hún er ótrú- leg íþróttakona og „sponsorar“ elta hana hvert fótmál. Hvar sem hún kemur er alltaf eitthvað að gerast í kringum hana.“ - Þú sagðir að karlar gætu lært margt af henni? „Það er alveg á hreinu. Stelp- urnar eru á æfingu hér á undan okkur og ég kem oft klukkutíma fyrr á æfinguna bara til þess að fylgjast með henni. Tækni henn- ar er með ólíkindum og það eru margir sem líkja henni sem íþróttamanneskju við körfubolta- snillinginn Michael Jordan. Hún hefur allt sem til þarf. Hún er stór, sterk, liðug og hefur frábært keppnisskap. Fyrir utan völlinn hefur hún mikil áhrif hjá félag- inu. Hún stjórnar öllu uppbygg- ingarstarfi hjá yngri stelpunum og er bara manneskja sem mark er tekið á.“ - Liðið mun stefna á æfinga- ferð til íslands næsta haust? „Já, það er meiningin að fara til Islands næsta haust í æfinga- ferð. Þessir strákar hérna þurfa að æfa eins og gert er heima. Hér er bara æft í salnum þrisvar í viku sem þykir ekki mikið á Is- landi þó í 2. deild sé. Það er ör- ugglega ein ástæðan fyrir mikl- um meiðslum hjá liðinu hve menn eru í lélegri æfingu. Það er stórhættulegt." - GÞö

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.