Dagur - 30.12.1998, Qupperneq 1

Dagur - 30.12.1998, Qupperneq 1
* I Það væri stundum gott að geta verið bam að eilífu eins og leikritiðPéturPan segirfrá. En oll- irfullorðnast um síðir og verða úrþví að gægjast inn í heim bamanna í gegnum leikhúsin og skáldskapinn. Þau Friðrik Friðriksson og Edda Björg Eyjólfsdóttir eru engir ný- græðingar í því að vinna saman. „Við útskrifðuðumst saman í vor og höfðum þá verið síðustu fjögur ár á undan í leiklistarskólanum og þar að auki leikið saman í Grease,“ segir Friðrik, sem Ieikur Pétur sjálfan í Pétri Pan, leikritinu sem nær allir þekkja á einn eða annan veg. Edda leikur Vöndu, hitt aðal- hlutverkið. Sama dag og upphaflega „Það vill svo skemmtilega til að leikritið var frumsýnt sama dag og fyrsta frumsýningin fór fram, fyrir 94 árum síðan," segir Edda bros- andi. „Sýningin hefur því gengið meira og minna óslitið í nær hund- rað ár, en þó ekki alltaf á sama stað, heldur hér og þar um heim- • « mn. Leikritið Pétur Pan er samið rétt eftir aldamótin og ber keim af því. Tæknibrellur eru margar og var flugútbúnaðurinn fyrir flug Péturs og Vöndu fluttur inn frá Bretlandi. „Það var alveg frábært þegar við fórum að geta látið leiklistina og tæknina vinna saman,“ segir Edda og Friðrik tekur undir það. Þau segja vel hafa gengið að æfa en frumsýningu var frestað um nokkra mánuði vegna velgengni Grease og því var æfingartími tals- vert lengri en tíðkast. „Það er nán- ast eins og að æfa fyrir tvö leikrit þegar svona Iangur tími h'ður á milli,“ segir Friðrik. Smá fiðrildi Bæði segjast þau hafa verið með fiðring í maganum, „svona smá fiðrildi" þegar frumsýningin stóð fyrir dyrum. „En það hvarf fljótt og við hara fórum inn í verkið, enda leikritið mjög skemmtilegt og við- brpgð áhorfenda frábær," segir Edda. „Og það var alveg stórkost- legt að fylgjast með því að meira að segja Iitlu krakkamir, allt niður í íjögurra ára aldur lifðu sig inn í verkið og hlustuðu vel. Dramat- ísku atriðin „þau sem við höfðum aðeins haft áhyggjur af að þau hefðu ekki þolinmæði í, gengu eins og í sögu.“ Astæðu þess að Ieikritið hefur ekki verið sett upp hér fyrr telja þau fyrst og fremst vera þá að hún er tæknilega flókin og svo það hversu mannmörg sýningin er, en um 30 manns þarf í hana. Friðrik segist hafa uppgötvað það þegar hann kom heim eftir fyrstu æfinguna þar sem hann flaug, að hann var allur marinn á bakinu. „Eg átti að steypa mér kollhnís í loftinu og það var svo gaman að ég fór heldur hraðar en ég átti að gera og dálítið oftar,“ segir hann ofurlítið skömmustu- legur. „Svo var það þegar dansar- inn datt í gegnum leikmyndina," grípur Edda frammí. „Já, það var þannig að við vorum með dans í handritinu, dans indjánahöfðingja sem svo var felldur út seinna. Leikmyndin hafði ekki verið nægj- anlega fest og allt i einu datt höfð- inginn í gegn, en meiddist sem betur fer ekkert.“ Alltaf saman? Þau Friðrk og Edda eru sammála um að andinn í Borgarleikhúsinu sé frábær og finnst afskaplega gott að vinna þar og að þau beri takmarkalausa virðingu fyrir leik- urum eftir að hafa kynnst starf- inu svo náið. „Þetta er talsvert ströng vinna og mikil og oft og tíðum alveg ótrúlegt hvað fólk Ieggur á sig til að ná árangri í hlutverkum sínum,“ segir Edda. „Leiklistarlífið heillar þó marga og á hverju ári eru nokkrir leikar- ar útskrifaðir og þurfa að fá vinnu sem á stundum getur reynst erfitt í litlu landi og okkur hefur gengið vel,“ segir Friðrik.“ „Já, við erum svona „team“ skýt- ur Edda inní. „Það kemur að því að við neitum að taka hlutverk nema hitt sé líka... segir hún í gríni. En vinnan kallar og þau hlaupa út í snjóinn, tilbúin til nýrra átaka. -vs

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.