Dagur - 30.12.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 30.12.1998, Blaðsíða 2
18 - MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 19 9 8 ro^tr LÍFIÐ í LANDINU ■ SMATT OG STÓRT UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Gerist hvaö? Jóladagskrá sjónvarpsstöðvanna vekur ætíð nokkra forvitni. Sitt sýnist hverjum um hvern- ig nú hafi tekist til. Hlutur barnaefnis hefur vaxið verulega á síðustu árum sem eflaust er vel, en innlend dagskrárgerð fyrir bæði böm og fullorðna mætti vera meiri. Þó var boðið upp á sýnishorn í Sjónvarpinu tvo daga í röð Hrafn Gunnlaugsson. um Jólin- Hið síðara var afurð Hrafns Gunn“ _____________ laugssonar, „Þegar það gerist“ og hefur verið umtalað. Ekki síst titilsins vegna, þar sem harla Iítið gerðist í þessari mynd. I því Ijósi telja neikvæðir gagnrýnendur að „Þegar það gerist ekki“ eða „Þegar það gerist varla“ hefðu verið betri titlar á þetta verk. Hvað er að ger- ast? Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Borgarspítala. Afangasigur hjá LA Glæsileg sýning Leikfélags Akureyrar á Pétri Gaut hefur á hinn bóginn fengið góða dóma og má segja að Helgi H., Sveinn R. Einarsson, Jakob Þór „Gautur“ og aðrir aðstandendur sýningarinnar hafi unnið stórvirki. Strax í hléi á frumsýningarkvöldinu bar á því að hrifnir áhorfendur ræddu hve mikla aðsókn sýningin myndi hljóta. Stundum fara gæði og vinsældir ekki saman og þegar bágur fjárhagur Leikfé- lags Akureyrar á í hlut, er aðsókn sérlega mik- ilvæg fyrir framvindu mála. Hitt var einnig skrafað að sýningin væri svo mögnuð að hún hefði í eitt skipti fyrir öll tryggt leikhúsinu til- vistarsess til framtíðar. Samkvæmt því hafa lík- urnar dvínað á að Baltasar Kormákur og félag- ar í Flugfélaginu Lofti muni taka við rekstri Samkomuhússins. GULLKORN veik fyrir ekta karlmönnum. En það er eins og þeir séu bara til í bíómyndum. Sennilega er það þess vegna sem ég er ógift.“ Kolbrún Bergþórsdóttir í Degi í gær. Þegar gamagauliö eitt... Og meira um Gaut. Nokkur atriðanna voru svo sterk að gæsahúðin flæddi um líkamann. Laukatriðið fræga er í hópi stærstu atriða verksins. Salurinn steinlá á meðan Jakob Þór flysjaði laukinn og svo gott var hljóðið á frum- sýningu að þótt leikarinn hvíslaði texta sinn, komst hann allur vel til skila. Aðeins eitt auka- hljóð barst úr salnum. Garnagaul frá svöngum manni á 5. bekk. Þegar garnagaulið eitt keppir við leikarana um athygli, hljóta menn að vera í góðum málum! Aiinríki mn áramót Jón Baldursson, yfirlæknir á ATlllTÍkÍ 6TífÍ&TTl&Tl iieidur eftir heimatilbúnar sprengj- Slysadeild Borgarspítala, hefur ur, sem eru mun öflugri og í raun undanfarin 20 ár orðið vitni að mikÍÖ Ó SlySddeÍldUTTl lífshættulegar. slysum og óhöppum um ára- J mót og þekkir vel til á því sviði. SÍÚkTShÚSS. UTTL ÚTS,- ^eðferð bnmasára Hann segir að brunaslys og slys J „Brunasár þarf fyrst og fremst að vegna blysa og flugelda séu alls TflQt Oíf kCTTlUT bclT ÍTITI k*13 °g því best að stinga hend- rtlrlrí UoA rnm o 1 rtorí ívort or n A ^ -*■ írmí oAo hoim lÍFamck llfd com í fólk sem orðið hefur fyrír margvíslegum slysum. SPJALL verða ekki það sem algengast er að komi inn á nýársnótt. „Það sem mest ber á hér frá miðnætti á gamlárskvöld og til nýársdags- morguns, eru slys vegna fyllerís og ofbeldis, allar mögulegar myndir af mannvonsku þeirri sem fylgir ofneyslu brennivíns," segir Jón. „Skýringin er einfald- ega sú að neyslan er margfalt meiri en um venjulegar helgar sem er þó mikil og afleiðing- amar því margfalt meiri. Þegar drukknir beita þeir allskonar ofheldi, slasa sjálfa sig og aðra og berja mann og annan, en um áramót koma þrefalt eða fjórfalt fleiri vegna þessa en um venjulega helgi. Brunasárin hins- vegar eru ekki nema eins og tíu talsins á nýársnótt að jafnaði, þó svo að í fyrra hefðu ára- mótin verið afbrigðileg. Það helgaðist af því að einhver óheppinn innflytjandi lenti í því að selja gölluð blys, sem varð til þess að um 30 handar- brunar komu inn á slysadeild, sem er mjög óvanalegt. Og einhver áramótin fyrir nokkrum árum voru augnslys tíð en það hefur minnkað mjög. Það eru sem sagt slys vegna drykkju sem við sjáum mest af hér og þó ég sé ekki fanatísk- ur á vín, þá þætti mér gott að áfengisdrykkja væri heldur minni á þessum tíma.“ Því má svo bæta við, að alvarlegustu áverkar, sem tengjast sprengigleði manna við áramót eru yfirleitt ekki af völdum venjulegra flugelda irnar en eða þeim líkamshluta sem í hlut á í vatn sem fyrst,“ segir Jón um meðferð sáranna. „Þó ekki ís- kalt vatn, heldur hafa það við her- bergishita eða þar um bil. Sé um minni sár að ræða, eitthvað sem skyndiplástur dekkar, þá er best að beita þeirri aðferð en öll stærri sár þarf að meðhöndla af sérfræðingi og þá sérstaklega ef þau eru opin. Brunasár eru þannig að sársauk- inn er mestur íyrstu klukkustund- verður svo viðráðanlegur, en aukist hann aftur og umhverfí sársins roðnar og hitn- ar, þá getur verið komin sýking í sárið og nauð- synlegt að leita til læknis. En brunasár blekkja oft, því það vessar talsvert úr þeim að öllu jöfnu.“ Jón segist hvorki geta mælt með eða á móti notkun Aloa vera plöntunnar sem vinsæl er í heimahúsum til meðferðar á brunasárum. „Þetta er dæmigert húsráð, en við notun nú bara hefðbundnar sótthreinsaðar umbúðir hér,“ segir hann. Svona gerum við... Til að hafa áramótin sem slysaminnst er þá for- múlan þessi: Drekka lítið, ekki meira en svo að full stjórn sé á athöfnum, hafa gleraugu þegar kveikt er á rakettum og blysum og fara eftir leið- beiningum um meðhöndlun þeirra. -VS ■ FRÁ DEGI Konum líkar vel við þögla menn. Þær halda að þeir séu að hlusta á þær. Marcel Archard. Þetta gerðist 30. desember • 1703 Iétust 37.000 manns í jarð- skjálfta í Tókíó í Japan. • 1809 var lagt bann við því að bera grímur á dansskemmtunum í Boston í Bandaríkjunum. • 1880 var gengið á ís frá Reykjavík út í Engey og Viðey og þaðan áfram upp á Kjalarnes. • 1972 stöðvaði Nixon Bandaríkjafor- seti sprengjuárásir á Víetnam og boð- aði friðarviðræður. • 1978 var Patrick Gervasoni, land- flótta Frakka, vísað úr landi eftir miklar deilur. • 1979 hætti rokkhljómsveitin Emer- son, Lake og Palmer störfum. TIL DAGS Þaufæddust 30. desember • 1819 fæddist þýski rithöfundurinn Theodor Fontane. • 1865 fæddist breski rithöfundurinn Rudyard Kipling. • 1905 fæddist franski heimspekingur- inn Emmanuel Lévinas. • 1923 fæddist sænska skáldkonan Sara Lidman. • 1928 fæddist bandaríski rokkarinn Bo Diddley. • 1946 fæddist bandaríska söngkonan Patti Smith. Vísa dagsins Kristján frá Djúpalæk orti þessa vísu sem getur vel átt við í hraða dagsins í dag. Og þú munt leita og leita, hvort langt eða stutt þig her, að nýrri tækni og töfrum uns týnir þú sjálfum þér. Afmælisbam dagsins Bjarni Thorarensen skáld fæddist þennan dag árið 1786. Samtíma- menn hans þekktu hann frekar sem embættismann en skáld, og köll- uðu hann assessor eða amtmann. Hann var dómari í Landsyfirrétti 1811-33 og síðan amtmaður frá 1833 til dauðadags árið 1841. Þótt kvæði eftir hann hafi birst í blöð- um og tímaritum voru þau ekki tekin saman á bók fyrr en 1847, eða nokkru eftir að hann lést. Elugnate Hafíð þið tekið eftir því að stundum vilja börnin okkar vera hjálpsöm en flækja oft lífið tilfínnanlega um leið? Ein lítil dama vildi endilega hjúkra mömmu sinni sem var með flensu og tók koddann hennar og hristi, lét hana hafa tímarit til að lesa og kom svo með tebolla handa henni að drekka. „Ósköp ertu indæl,“ sagði þá mamman um leið og hún fékk sér sopa. „Eg vissi ekki að þú kynnir að búa til te.“ „Jú,“ svaraði stúlkan. „Ég lét telaufin í vatnið og sauð upp á því og sigtaði þau svo frá í bollann. En ég fann ekki sigtið svo ég notaði bara flugnaspaðann." „Notaðirðu hvað?!“ „Hafðu ekki áhyggjur mamma, ég notaði ekki þann nýja, heldur bara þann garnla."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.