Dagur - 30.12.1998, Síða 3

Dagur - 30.12.1998, Síða 3
MIDVIKVDAGUR 30. DESEMBER 1998 - 19 DMptr. LÍFIÐ í LANDINU Pétur Pan, Krókur og krókó dill Leikfélag Reykjavíkur: PÉTUR PAN eftir James Matthew Barrie. Þýðing og söngtextar: Karl 4gúst Úlfsson. Leikstjóri: María Sigurðar- dóttir. Leikmynd: Jón Þórisson. Tónlist: Kjatan Olafsson. Búningar: Una Collins. Danshöfúndur: Lára Stefáns- dóttir. Frumsýnt á Stóra sviði Borg- arleikhússins 26. des. Allir þekkja ævintýrið um Pétur Pan, drenginn sem varðveitti bernsku sína og leikgleði, og gaman er að ganga fram á stytt- una af honum í Kensington- garði í London, rétt eins og þetta sé raunveruleg persóna. Minnir það enn á að listin er stundum sterkari en lífið. Fjðrugt og skrautlegt Öfugt við flestar barnasýningar er Pétur Pan víst leikur í önd- verðu, síðan saga, og skal þess getið að sagan verður lesin í morgunútvarpi rásar 1 eftir nýár. Leikritið hefur, þótt und- arlegt sé, aldrei verið sýnt hér fyrr en nú. Til þess kunna að liggja að einhverju leyti tækni- legar ástæður, til að setja þetta á svið þarf miklar tilfæringar. Borgarleikhúsið hefur lagt mik- ið í sviðsetninguna sem er mannmörg, fjöldi barna kemur fram og hefur verið mikið og erfitt verk að þjálfa þann hóp. En það hefur María Sigurðar- dóttir leikstjóri leyst vel af hendi. Börnin standa sig með ágætum, sýningin er fjörug og afar skrautleg og vel líklegt að hún njóti hylli ungra leikhús- gesta. Leikstjórinn hefur farið þá leið að fylgja hinum ytra tíma verksins all- náið. Sést það best á barnaherberginu. Pét- ur Pan „gerist“ - byrjar og endar - á heimili vel stæðrar fjölskyldu í Bretlandi í upphafi ald- arinnar. Aðalpersónur eru systkin þrjú, sém Pétur Pan vitjar og fer með til Hvergilands. Umgerðin í stofunni og búning- ar barnanna eru með raunsæi- legum blæ, andstætt ævintýra- heiminum í Hvergilandi. Þar eru týndu strákarnir sem eiga enga mömmu - en eignast hana að lokum, því eins og öll góð barnaverk hyllir Pétur Pan fjöl- skyldulífið. í góðum fjölskyld- um þarf aðeins að vera rúm fyr- ir ævintýrið. Börnin fara sem sagt til Hvergilands og þar eru flokkar indána og einnig sjóræningja, þar sem fremstur í flokki er hinn frægi Krókur skipstjóri. En hér ræður sú linkind gagnvart börnunum að sjóræningjarnir verða ekki annað en skoplegar fígúrur, öll ógn er víðs fjarri. Þetta gerir það að verkum að smábörn þurfa ekki að verða hrædd á sýningunni. Ég heyrði á dögunum Ieikgagnrýnanda vera að finna að því að sýning Þjóðleikhússins á Bróðir minn Ljónshjarta væri svo sorgleg að ung börn gætu ekki séð hana. Það er að vísu rétt að sú sýning er ekki við hæfi ungra barna og fráleit tilætlunarsemi að allar barnasýningar skuli vera það. Leikhúsin mega al- veg bjóða börnum upp á alvarleg íhugunarefni í bland við gamanið. Það er vafasamt uppeldi að taka alla myrka þætti burt úr efni handa böm- um, hlífa þeim við ljót- leika heimsins. Þessar íhuganir eiga varla heima í leikdómi, en tilefnið er aðeins það hve sjóræningjarnir í Pétri Pan eru góðlátlegir, meira að segja Krók- ur skipstjóri sem látið hefur hönd sína í gin krókódíls. Gísli Rúnar Jónsson lék Krók snöfur- Iega, hann lék líka pabbann sem ég held að í sögunni líkist ekkert þeirri fáránlegu fígúru sem hér er sýnd. Yfirleitt fannst mér fullmikið spilað upp á frumstætt sprell í sýningunni. Vel valið Pétur Pan sjálfan leikur Friðrik Friðriksson. Hann er vel valinn í hlutverkið, léttfær og glaðleg- ur, grænklæddur sem skógar- guð, en allir sjá að þetta er ekki ungur drengur. Erlendis hafa konur oftast leikið Pétur, kannski kæmi það betur út. En Friðrik er sem sagt viðfelldinn Pétur. Vöndu leikur Edda Björg Eyjólfsdóttir, af þokka, Jón Ieik- ur Bjarni Karlsson, en Mikka Arnmundur Björnsson og Hjalti Rúnar Jónsson til skiptis. Sig- rún Edda Björnsdóttir leikur mömmuna, harla móðurlega. Aðrir leikendur eru fleiri en upp verði talið, fyrir utan sjó- ræningja, týnda drengi og indíána eru hafmeyjar, að ógleymdri Skellu, fylgimey Pét- urs sem ekki sést nema sem ljósgeisli. Eitt sinn er hún alveg að deyja en lifnar við þegar börnin í salnum játa trú á álfa. Síðan eru hafmeyjar - og svo krókódíllinn frægi sem étur Krók skipstjóra. Óheppilegur timi Ekki hreif tónlistin eyru mín í fljótu bragði og ekki gat ég heyrt orðaskil í söngtextunum en mér sýnist þeir allgóðir á blaði. Sýningin rann einkar vel. Hún er í lengra lagi og einkum var langt fram að hléi, seinni hlutinn aftur á móti furðu stuttur. Þessu hefði mátt haga á annan hátt. Það var aðfinnsluvert að setja þessa frumsýningu á annan í jólum sem er hefðbundinn frumsýningardagur Þjóðleik- hússins. Ég segi þetta ekki af því ég telji eftir mér sem gagn- rýnandi að horfa á tvær sýning- ar á dag. En þetta er tillitslaust og líklega óheppilegt frá kynn- ingarsjónarmiði, enda líka óþarft, þar sem hinn 27. des- ember var sunnudagur. Borgaleikhúsið hefur lagt mikið í sviðssetninguna sem er mannmörg, fjöldi barna kemur fram og hefur verið mikið og erfitt verk að þjálfa þann hóp. En það hefur Maria Sigurðardóttir leikstjóri leyst vel afhendi." BÆKUR Lifshók Steingríms Lausnarsteinn - Lífsbók mín er sjálfsævisaga Stein- gríms St. Th. Sigurðssonar, sem komin er út hjá Fjölva. Bókin er hefðbundin ævi- saga að því leyti, að ver- aldar- vera höfund- ar er rakin frá upp- hafi til efri ára í réttri tímaröð. Lýsingar á foreldr- um, systkinum og lífinu á Akureyri eru á sínum stað. Síðan Iagði Steingrímur út í lífið og gerðist vondur við vín og kvenhollur. Útgefandi lýsir örfáum þáttum bókarinnar: Útgáfa menningartímaritsins „Líf og list“, sem hann drakk frá sér, átakamikil barátta við Dionysos, fyrsta hjónaband- ið, reimleikar f Menntaskól- anum á Akureyri, búseta á Laugarvatni, framhjáhald á Laufásvegi, litríkur blaða- mennskuferlill, búsetan í Roðgúl, nýr tími svalls og skyndileg lausn undan drykkjuskapnum, málverka- sýningar í Eden og málara- ferðir út um allt land. Bókin er á fimmta hundrað blað- síður, auk myndasíðna, þar sem eru ljósmyndir af höf- undi og nokkrum samtíðar- mönnum og síðan af mál- verkum hans. Tungutak og menning Greinar af sama meiði er heitið á heiðursbók sem vin- ir og samstarfsmenn Indriða Gíslasonar efndu til í tilefni sjötugsafmælis hans, en hann hefur verið athafna- samur skólamaður og upp- alandi á langri starfsævi. I bókinni eru greinar eftir 26 höfunda. Skiptist hún í fimm hluta og skipar íslensk tunga öndvegi í fyrstu fjór- um hlutum bókarinnar. Fjallað er um skáldskap, móðurmálskennslu og tungutak, og að lokum er tunga skoðuð frá nokkrum óvenjulegum sjónarhornum. Að síðustu er kafli um sögur og þjóðfræði úr heimahög- um Indriða á Austurlandi. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Islands gef- ur bókina út. Betra golf Golf er orðin sannkölluð Ijöldaíþrótt hér á landi og eru iðkendur misjafnlega leiknir í íþróttinni. Til að bæta úr því er komin út bókin Betra golf eftir kunna kylfinga, þá Arnar Má Ólafs- son golfkennara og Úlfar Jónsson, sem er margfaidur Islands- meistari og fyrrver- andi at- vinnu- maður í íþrótt- inni. Friðþjóf- ur Helgason tók ljósmynd- ir sem undirstrika kennsl- una. Fróði gefur út. y V.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.