Dagur - 30.12.1998, Qupperneq 5

Dagur - 30.12.1998, Qupperneq 5
MIDVIKUDAGUR 30. DESEMBF.R 1998 - 21 LÍFIÐ t LANDINU SamsMptin taka óvænta stefnu Krístján Þórður Hmfnsson barsigurúr býtum í leikritasam- keppni sem efnt var til í vor. Leikrítið heitir „Leitum að ungrí stúlku“ og verður tekið til sýninga eftirára- mót. „Leikritið fjallar um unga stúlku sem svarar auglýsingu í dagblaði þar sem leitað er eftir stúlku í aðalhlutverk í stuttmynd. Stúlk- an fer í prufu hjá ungum manni, sem er leikstjóri og er að gera sína fyrstu stuttmynd. Samskipti þeirra taka óvænta stefnu þegar hún kemur í prufuna til hans. Titill leikritsins er sóttur í aug- lýsinguna sem hún svarar," segir Kristján Þórður Hrafnsson. Hentaði fyrir stutt form „Leitum að ungri stúlku“ er gamanleikrit í styttra lagi eða um hálftími að lengd. Kristján Þórður var búinn að vera með hugmyndina í kollinum um nokkurt skeið en hafði aldrei talið tímabært að vinna úr henni fyrr en hann sá auglýsinguna í vor. Hann settist þá niður og vann úr henni en í samkeppn- inni var auglýst eftir Ieikritum sem væru 15 mínútur til hálf- tími að lengd. „Svona ferli er þríþætt. Fyrst er að fá hugmynd. Svo er að láta hana gerjast í sér. Loks er end- anleg úrvinnsla. Það má segja að ég hafi beðið eftir ástæðu til að komast á þriðja stigið. Eg vissi strax að þessi hugmynd hentaði ekki í lengra leikrit. Þegar sam- keppnin var auglýst settist ég niður og vann gagngert fyrir þetta form,“ segir hann. Sýnt í hádeginu Ovenjugóð þátttaka var í Ieikrita- samkeppninni og bárust 56 leik- rit eftir 42 höfunda. Kristján Þórður lenti í íyrsta sæti en í öðru sæti var Hallgrímur Helga- son með Þúsund eyja sósu og í þriðja sæti var Bjarni Bjarnason með Sameiginlegan vin. Allir eru þessir verðlaunahafar þekktir fyr- ir skrif sín. Kristján Þórður hefur sent frá sér ljóðabækur og þýtt leikritið Abel Snorko býr einn. Hallgrímur Helgason hefur sent frá sér bæði skáldsögur og ljóða- bók og er unnið að kvikmyndun bókarinnar 101 Reykjavík. Bjami hefur hlotið bókmenntaverðlaun fyrir skáldsögu sína og verið til- nefndur til Islensku bókmennta- verðlaunanna 1996. Efnt var til leikritasamkeppn- innar við opnun Iðnó í vor og verða verðlaunaleikritin sýnd í Hádegisleikhúsi Iðnó sem hleypt verður af stokkunum í byijun febrúar. Þá snæða gestir léttan og ljúffengan hádegisverð meðan þeir njóta stuttrar leiksýningar. Hádegisleikhús hefur notið mik- illa vinsælda erlendis en lítið ver- ið reynt af alvöru hér. Verðlauna- verkin verða sýnd í fyrsta hádeg- isleikhúsi Iðnó í vetur. -GHS Kristján Þórður Hrafnsson bar sigur úr býtum i ieikritasamkeppni Iðnó með gamanleikritið „Leitum að ungri stúlku“. Það verður sýnt í Hádegisleikhúsi Iðnó eftir áramót. Núáriðerliðið... SVQJNIA ER LIFIÐ V' Uigdís StelánsJóttir skrifar © Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Textinn sem svo oft er sunginn á gamlárskvöld, „Nú árið er liðið í aldanna skaut/og aldrei það kemur til baka,“ setur endapunkt á tímabilið sem við köllum ár. Hið gamla er farið, við getum ekki breytt því sem liðið er og tímabært að horfa fram á veg því vorið er framundan. Margir fyllast söknuði við þessi tímamót, hugsa um það hvað hægt hefði verið að gera betur á árinu sem Ieið og hvort gengið hafi verið til góðs en aðrir eru glaðir yfir því að hafa komist í gegnum árið stór- slysalaust. Svolítil naflaskoðun gerir engum mein og er bara af hinu góða en sjálfsásakanir duga skammt, það er betra að einsetja sér að gera betur og reyna að skipuleggja Iíf sitt svo- lítið meira. Lofa sjálfum sér því að taka sér tíma í að vera til bæði með sjálfum sér og ættingjum sínum, þM það er sama hversu mikinn tfma maður setur í að vinna vinnuna sína, það kemur aldrei í stað nærveru við þá sem manni er annt um. Börnin stækka og fullorðnast og áður en maður veit af eru þau komin með eigin fjöl- skyldu og hafa þá kannski ekki tíma fyrir mömmu og pabba. Því ríður á að nota vel þær dýrmætu stundir sem gefast. Dagurinn í dag, er fyrsti dagurinn sem þú átt ólifaðan af ævi þinni. Vantai könnur í stell Til mín hringdi kona sem er að leita að súkkulaði- og kaffi- könnu í stell, sem er orðið yfir 80 ára gamalt. Hún lýsir því svo að það sé drapplitt með Ijósum og dökkum Iaufblöðum og hverju bollapari fylgja tveir kökudiskar, annar kringlóttur en hinn kantaður. Hún veit til þess að kona í Eyjaíjarðarsveit keypti slíkar könnur íyrir einhverjum árum á Akureyri. Ef einhver lumar á stellinu eða hluta úr því þá væri gott að hringja í síma 462 1372. ■ HVAD ER Á SEYfll? Nýársfagnaðiir í Iðnó Fyrr á öldinni voru Tjarnardansleikirn- ir í Iðnó hátíðlegustu uppákomur í skemmtanalífi Reykvíkinga. Borgarbú- ar klæddust sínu fínasta pússi og döns- uðu fram á nótt. Á Nýársnótt verður leitast vdð að skapa réttu stemmninguna á Tjarnar- dansleik í nýja Iðnó. Sophie Shoomjams hörpuleikari laðar fram undurfagra tóna meðan prúðbúnir gestir koma sér fyrir, hinn stórglæsilegi Sardas kvartett spilar undir borðhaldi, grínmeistararnir Barbara og Ulfar kitla hláturtaugarnar milli rétta og Rússí- banarnir sjá svo um að slíta ballskón- um. Veislustjóri kvöldsins er þekktur fyr- ir skemmtilegheit og margrómaður gleðimaður en nafni hans verður hald- ið leyndu þar til þar að kemur. Gala- kokkur nýársmatseðilsins er svo hinn HÖFUDBORGARSVÆÐIÐ Húnvetningafélagið Jólatrésskemmtun í Húnabúð, Skeifunni 11, sunnudaginn 3. janúar kl. 15. Allir velkomnir. Dansleikhús með ekka Listaklúbbur Leikhúskjallarans býður uppá dagskrá með íyrsta starfandi dans- leikhúsi á íslandi, tónlist, leiklist og dans, mánudaginn 4. janúar kl. 20.30. Þátttak- endur í sýningunni að þessu sinni eru: Aino Freyja Jarvela, Kolbrún Anna Björnsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Erna Omarsdóttir og Hrefna Hallgríms- dóttir, ásamt fleiri góðum gestum. Risabrenna í Hafnarfirði Hafnfirðingar ljúka hátíðarhöldum vegna 90 ára afmælis bæjarins með áramóta- brennu sem íþróttafélögin FH og Haukar ásamt Höfninni standa saman að. Að þessu sinni mun einungis verða ein veg- leg brenna í Hafnarfirði á nýju uppfyll- eini sanni Rúnar Marvinsson ásamt fé- lögum og munu þeir að vanda töfra fram vatn í munn veislugesta. Herlegheitin munu kosta kr. 10.500 fyrir allan pakkann, en kr. 4.500 fyrir drylvk og dansleik. ingarsvæði Hafnarinnar á Suðurbakka, en Höfnin verður 90 ára á nýársdag. Kveikt verður í brennunni kl. 20 og um kl. 20.15 hefst flugeldasýning. Fríar strætisvagnaferðir verða frá veitinga- staðnum Kænunni frá ld. 20-22.30. LANDIÐ Frostrásarbrenna Kveikt verður í Frostrásarbrennunni á gamlárskvöld kl. 20.30 í Réttarhvammi á Akureyri, ýmsar skemmtilegar uppákom- ur. Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta hefst kl. 21. Góður sprettur íyrir áramótin.... Gamlárshlaup Ungmennafélags Akureyr- ar hefst við Kompaníið (Dynheima) á gamlársdag kl. 12 á hádegi. Skráning fer fram á sama stað kl. 11-11.45 og er þátt- tökugjald kr. 600. Aldursflokkar verða 12 ára og yngri, 13-15 ára, 16-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára o.s.frv. Allir þátttakendur fá vi ð u rke n n i n garp e n i n g.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.