Dagur - 05.01.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 05.01.1999, Blaðsíða 7
ÞRIDJUDAGUR 5. JANÚAR 1999 - 23 Tkyptr_ LÍFIÐ í LANDINU VEÐUR l. Fimmtíu ára ferðasaga Árið 1948 voru fjórir Landróverjeppar með framleiðslimúmerin 23, 24, 25 og 26 lán- aðir til Sviffhigfélags breska samveldisins í Surrey á Englandi. Þá stóð til að halda heimsmeistarakeppni svifflugmanna í Samedau í Sviss. Litið var á ferðina þangað sem ákjósanlega prófraun lyrir þessa nýju híla. Liðinu íylgdu þrjár svifflugur á sérstökum drátt- arvögnum og vó hver um tvö tonn. Þessi dráttur ásamt sjö liðsmönnum og farangri var að áliti Rover fyrirtækisins gott próf fyrir þrjá af nýju bíl- unum. Sá fjórði fylgdi með sem sýningargripur. Til að ýta undir kynningu á bílunum voru nöfn og heimilisföng nokkra umboðsmanna Rover í Evrópu máluð á hurðir bílanna. Bílarnir stóðu sig vel í ferðinni, ekki síst sé lit- ið til þess að um frumgerðir (prótótýpur) var að ræða. I prófunum sem gerðar voru í verksmiðju kom í Ijós galli í drifbúnaði sem gat leitt til þess að hjól bílsins læstist. Rover hafði samband við liðið og lét vita af þessum mögulega vanda og sendi verkfræðing til Sviss til að skipta um bún- aðinn til öryggis. Eftir heimsmeistarakeppnina (lið frá Frakk- landi varð sigurvegari) sneri liðið aftur til Eng- lands eftir að hafa lokið fyrsta Landróver leið- angrinum. Síðan hafa Landróver jeppar farið í ófáa leiðangra um óbyggðir heimsins vítt og breitt. Fimmtíu árum síðar fór hópur Landróverunn- enda þessa sömu leið til Sviss til minningar um ferðina sem farin var á heimsmeistaramótið. í ágúst á þessu ári var farið á 11 gömlum Landróver bílum og einum nýlegum Range Rover. Fjórir bílanna voru framleiddir um svipað leyti og þeir sem fóru upphaflegu ferðina, höfðu framleiðsiunúmerin 16, 19, 29 og 32. Þó vitað væri um þá fjóra Láhdróvera sem fóru ferðina á sínum tíma var enginn þeirra í ástandi til að fara að þessu sinni. Að vísu má segja að fulltrúi þeirra hafi farið, því vélin úr bíl númer 26 hafði verð sett í bíl númer 16. Einn bílanna í ferðinni var hin svokallaða Pollyanna af árgerð 1950, bíll sem hefur verið sögupersóna í ýmsum bókum. Rithöfundurinn Barbara Toy keypti bílinn nýjan og ók á honum umhverfis hnöttinn tvisvar, fyrst á sjötta áratugn- un og aftur snemma á tíunda áratugnum. Bílarnir stóðu sig allir með prýði í ferðinni og komust ferðalangarnir klakklaust á áfangastað. Smávægileg vandamál komu upp varðandi elds- neytisdælur en engar meiriháttar bilanir. Úr 4WD Magazíne. I bröttum klettahlíðum háttyfir Rín. Jöklarnir í hlíðum svissnesku Alpanna heilluðu ferðalangana. Ekið yfir eina af fjölmörgum mikilfenglegum brúm á leiðinni. Menn fengu tækifæri til að reyna öldungana i vatni. BILAR Olgeip Helgi Ragnarsson skrifar Umsjónarmadur hílaþáttar Dags vill nota tækifærið og óska sínum ágætu lesendum farsældar á komandi ári og þakka samfylgdina á því liðna. Akið varlega og komið heil heim. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: olgeirhelgi@islandia.is Veðrið í dag... Norðaustlæg eða breytileg átt, sums staóar kaldi eða stinuingskaldi, en síðan fremur hægur vindur. Gera má ráð fyrir smáéljum á norðanverðum Vestfjörðum, annesjum norðanlands og eins á Austurlandi, en annars staðar verður úrkomulaust og allvíða léttskýjað. Vægt frost um mest allt land. Veðurhorfur næstu daga Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tima úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neöan. Færð á vegum Á norðvestanveróimi Vestfjörðum, Norðurlandi og Austnrlandi er snjókoma og skafrenningur. Fært er um Steingrímsíjarðarheiði og Djúp til ísafjarðar og Bolungarvikur. Helstu leiðir á Norðurlandi eru færar. Á Norðausturlandi er ófært um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði, Fagradal, Oddsskarð og Vatnsskarð eystra. Þungfært er á Sandvíkurheiði og má búast við að hún lokist með kvöldinu. Einnig er þmigfært og vonskuveður á Héraði. SEXTIU OG SEX NORÐUR Glerárgötu 32, Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.