Dagur - 05.01.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 05.01.1999, Blaðsíða 3
PRJÐJUDAGVR S. JANÚAR 19 9 9 - 19 D^ur MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU „Sögustund Björk ætlar að hafa tónleikana sína í Þjóðleikhúsinu I kvöld og annað kvöld meira í ætt við „sögustund" en fyrri tón- leika. Hún vildi lítið hús með einbeitingu og tvenna tónleika til að gera örugglega sitt besta. Björk verðurmeð tón- leika í kvöld og annað kvöld íÞjóðleikhús- inu. „Þetta verður meiri sógustund [en síðustu tónleikar], “ segirBjörk um þessa lokatónleika í Homogenic-túmum. - Hvemig undirbýrðu þig þegar þú ætlar að gera virkilega góða tónleika? „Besti undirbúningurinn er bara daglegt líf ef einhver getur það - það er víst nógu erfitt eins og það er, að púsla þessu öllu saman, félagslífinu, ástarlífinu, fjölskyldunni, vinnunni. Eins og kona sem hjálpaði mér stundum og heitir Gaggalú sagði þegar ég var 17 ára í tím- um hjá henni: „Ef lífið hingað til er ekki nógu góð æfing fyrir tónleika þá getur ekkert undir- búið þig.“ Ef þú gast ekki lífið þá geturðu ekki gert tónleika," sagði Björk á blaðamannafundi fýrir áramót. „Ég geri samt hluti eins og raddæfingar. Þegar ég er að túra geri ég raddæfingar tvo tíma á dag,“ segir hún. Reglur eru öryggisnet - Ertu á einhverju sérstöku fæði, kannski húin að yfirgefa lamba- kjötið og farin yfir í grænmetis- fæðið? „Ég þarf prótein en það fer bara eftir því hvernig ég er stödd. Það er líka mikilvægt að vera ekki með mjög mikið af reglum, ná balans þama á milli. Ef ég bý til reglur í dag þá eiga þær ekki við eftir mánuð. Ég er allt önnur manneskja, búin til úr allt öðrum frumum eftir mánuð. Reglur geta líka virkað sem eins konar öryggisnet sem þýðir að maður tekur enga sénsa. En þegar ég er að ferðast mikið, segjum kannski á tveggja mánaða túr með fimm tónleika á viku og flýg líka fimm sinnum á viku, þá er svo mikið í loft- ræstingum á flugvélum og hót- elum að maður verður að borða engar mjólkurvörur, ekkert ger, engan sykur." A ferðalagi þarf Björk að þjálfa meira en venjulega og hún syndir kannski klukkutíma á dag til að styrkja lungun. „Maður gerir ekkert annað, maður híttir ekkert fólk, maður hringir ekki heim af því að maður er að spara röddina. Maður er bara í „concentration camp“,“ segir hún og tekur því ekki fjarri að stunda lfkams- rækt. „Stundum er ég í líkams- rækt, stundum labba ég mikið, stundum syndi ég. Það er aldrei spurning um að nenna eða ekki því að þá væri ég í öðru starfi. Það er bara spurning um hvað á við, hvað ég þarf. Það hafa komið tímabil þar sem ég hef þjálfað í líkamsrækt tvo til þrjá tíma á dag í eitt til tvö ár. Það hafa verið tímabil þar sem ég hef ekki gert það og þá hef ég kannski verið meira að synda eða setið heima hjá mér að vinna við textagerð kannski sex tíma á dag og verið að gera „beat“ nokkra tíma á dag og söngæfingar klukkutíma á dag. Þú veist...þetta breytist í hverri viku.“ „Kokkteill“ Hugmyndin að tónleikunum í Þjóðleikhúsinu kviknaði yfir kaffibolla með Asmundi Jóns- syni og Einari Erni Stefánssyni og var ákveðið að slá tónleikun- um saman við upptöku heimild- armyndar um tónleikaröðina. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur unnið fýrir Björk auk þess að vera einn af frumkvöðl- um Tals og var hann einn af þeim sem komu samstarfinu á koppinn. Björk segir að ástæð- an fyrir samstarfinu við Tal sé ekki pólitísk yfirlýsing af sinni hálfu heldur „kokkteill af nokkrum hlutum“. „Það sem réð mestu hjá mér að fá stuðning við þessa tón- leika var að þessir tónleikar skipta mig rosalega miklu máli og ég vildi fá að gera þá á ákveðinn hátt. Það eru ekkert rosalega mörg sæti í Þjóðleik- húsinu. Til að geta gert tvenna tónleika kvöld eftir kvöld og flogið inn öllu fólkinu, sem vinnur með mér, og gert þetta án þess að „kompromissera“ þurfti ég stuðning," segir hún. Björk segist ekki vera pólit- ísk, „ekki í þeim skilningi, ég hef alltaf skilað auðu. En ég er í persónulegri pólitík ef hún er til. Það eru þá meira tilfinn- ingamál og mannréttindi og svoleiðis hlutir. Ég hef alltaf verið fylgjandi því að það sé ekki einokun á Islandi. Allir sem hafa áhuga á tónlist á ís- landi hafa rekið sig á að miða- verð á erlendar hljómsveitir er fáránlegt. Miðaverðið hefði þurft að vera helmingi hærra ef ég hefði gert þetta án þessa fýr- irtækis og mér finnst það ekki vera mannréttindi," svarar „ein- staklingshyggjumanneskjan" Björk. Eins og í geðveiku stærð- fræðiprófi Ekki komast jafn margir og vildu á tónleika Bjarkar því að sætin í Þjóðleikhúsinu eru fá, um eða yfir 450 stykki hvort kvöld, og því margir sem missa af tónleikunum. „Ég er fyrst og fremst að vernda lögin mfn og er ekki að þykjast gera þetta af neinu öðru en eigingjörnum ástæðum. Ég vil hafa síðustu tónleikana af Homogenic tvenna. Mig langar að taka þá upp. Báðir tónleikarnir verða teknir upp af Sjónvarpinu. Ég vdl hafa tvenna til að það sé nógu mikil pressa til að við ger- um okkar besta. Tvennir tón- leikar minnka álagið. Ef það eru bara einir tónleikar er mað- ur eins og í geðveiku stærð- fræðiprófi," segir hún og lofar ólíkum tónleikum en þeim sem voru næstir á undan. „Þetta verður mjög innhverf- ur túr,“ segir hún. „Síðustu tón- leikana sem ég gerði hérna fyrir tveimur árum var ég í Laugar- dalshöllinni. Þá var mikið af lögum þar sem fólk gat hlaupið um og dansað og verið voðalega kátt. Þetta verður meiri sögu- stund og þá er ég ekki að heimta athygli. Þetta er bara spurning um að ég ber ábyrgð á lögunum mínum sem foreldri og ég þarf að útvega þeim þá umgjörð sem þau eiga skilið. Mér finnst alveg jafn verðmætt að hoppa um allt og skemmta sér og dansa eins og að setjast niður og hlusta á góða sögu. Þetta eru bara tveir ólíkir hlutir og það verður bara að vera það sem á við þá stundina." „Ég er mjðg sérvitur“ - Hefurðu fylgst með tslensku söngkonunni Öldu Björk eða öðrum íslendingum sem hafa verið að gera það gott í Bret- landi? „Fólk heldur að ég fylgist með öllu en ég er mjög sérvitur og hef alltaf verið mjög sérvitur. Ég á mínar uppáhaldshljóm- sveitir og ég hlusta á þær og fylgist með þeim og mínum vinahóp, mest fólki sem ég hef verið að vinna með, vinum og vinum vina minna, fólki sem ég þekki eins og Móu og Möggu Stínu og Emilíönu og GusGus. Þetta er meira minn vinahópur, vinir vina minna, kunningjar. Mér finnst þau frábær, æðis- Ieg,“ segir hún og heldur áfram: „Ég held að þetta sé spurn- ing um sjálfstraust. Fyrir 30 árum var popptónlist á íslandi meira að apa eftir útlenskum hljómsveitum. Málið er að Eng- lendingar þurfa ekki fleiri ensk- ar hljómsveitir. Þeir eru orðnir hundleiðir á þeim. Fólk vill heyra eitthvað sem það hefur aldrei heyrt. Ég hef aídrei heyrt þessi Iög hennar Oldu en Emilí- ana, Magga Stína og Móa eru konur sem eru algjörlega í karakter og eru að gera sitt, ekki að vinna eftir einhverjum reglum. Það er akkúrat það sem er mest aðlaðandi." -GHS „Mérfinnst alvegjafn verðmætt að hoppa um allt og skemmta sérog dansa eins og að setjast niður og hlusta á góða sögu. Þetta em hara tveirólíkirhlutir“... MENNINGAR LIFID Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar Frumkvöðlarn- ir í Iðnó hleypa af stokkun- um Hádegis- leikhúsi í febrúar og verður spennandi að fylgjast með þróuninni á þeim bæ því þar er á ferðinni enn ein nýjung- in í íslensku leikhúslífi. Fyrstu leikritin eru verð- launaleikrit eftir Kristján Þórð Hrafnsson, Hallgrím Helgason og Bjarna Bjarna- son verða sýnd í febrúar, í eina viku hvert. „Við byijum á þessu en höfum fleiri verk í bakhönd- inni, þar á meðal nokkur er- lend verk og svo koma tvö verk úr samkeppninni til greina," segir Magnús Geir Þórðarson, Ieikhússtjóri Iðnó. Öll verkin þrjú eru afar ólík. Aður hefur komið fram að „Leitum að ungri stúlku" Ijallar um unga stúlku sem fer í viðtal vegna hlutverks í k\dkmynd. Þúsund eyja sósa eftir Hallgrím Helgason er drepfyndinn einleikur um farþega, sem er óþolandi sessunautur í flugvél. Sam- eiginlegur vinur eftir Bjama Bjarnason gerist á kaffihúsi og fjallar um fólk sem hittist þar og þekkist meira en það gerði ráð fyrir í upphafi. Leikarabömin í Pétri Pan Sýningin um Pétur Pan og Vöndu Borgarleik- húsinu hef- ur hlotið góðar við- tökur. Börnin sem taka þátt í sýn- ingunni eru óvenju- mörg að þessu sinni og leikarabörnin þó nokkur. Til að svala forvitn- inni má nefna að Finnur Guðmundsson, sem leikur Óhrein, er sonur Guðmundar Ólafssonar og Olgu Guðrún- ar Árnadóttur og sveinarnir tveir, sem skipta með sér hlutverki Mikka, bróður Vöndu, eru Ammundur Björnsson, sonur leikaranna Björns Inga Hilmarssonar og Eddu Heiðrúnar Backman, og Hjalti Rúnar Jónsson, son- ur Maríu Sigurðardóttur leik- stjóra. Týnda strákinn Flaut- ar leikur Jón Magnús Arnars- son, sonur Arnars Jónssonar og Þórhildar Þorleifsdóttur og Nebba leikur Steindór Grétar Jónsson, sonur Ragn- heiðar Steindórsdóttur leikkonu og Jóns Þórissonar leikmyndahönnuðar. Júlía Aradóttir Matthíassonar leikara leikur einn tvíburann í verkinu og Oddný Arn- arsdóttir Jóns- sonar og Þór- hildar Þor- Ieifsdóttur leikur haf- ÞórhHdur Þor/eifs- dóttir. meyju, indíána °g Edda Heidrún Eackman. sjoræmngja. Hæfileikarík þessi börn og kannski eiga einhver þeirra eftir að verða áfram á sviðinu í framtíðinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.