Dagur - 05.01.1999, Page 2
2 - ÞRIÐJUDAGU R S. JANÚAR 1999
Da^wtr
AKUREYRI NORÐURLAND
Vöxtur byggða gnmdvallarmál
„Það þarfnýja hugsun, baráttugleði og trú á Akureyri og fólkið sem þar
býr, “ segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri.
Hér á eftir fara kaflar
lir uýársávarpi Krist-
jáns Þórs Júlíussonar
bæjarstjóra Akureyrar
sem flutt var á Aksjón
á nýársdag.
Eg óska ykkur öllum gleðilegs
nýárs með þeirri von að þetta ár
megi verða Akureyringum farsælt
og bera í skauti sínu eitthvað gott
okkur öllum til handa. I ljósi
fjölbreytileika mannlegs lífs veit
ég að þessi dagur sækir misjafnt
að. Nýárskveðjur berast milli
manna í dag, þó vissulega hvíli
skuggi nú sem endranær yfir
mörgu húsi, og uggur eða kvíði
búi í brjóstum margra vegna
sorgar eða þrenginga. Kveðjan
um gleðilegt nýár er óháð því
sem yfir hefur gengið og felur í
sér gleði og þökk fyrir að fá enn
að lifa og starfa, ánægju með það
að fá enn að taka þátt í lífsgöng-
unni og eiga samfýlgd vina vísa.
Velsæld og vitund
Sveitarfélög eru, hvert í sínu lagi,
einingar þar sem fjölskrúðugt
mannlíf blómstrar. Þau byggja
tilveru sínu aðallega á tveim þátt-
um, annars vegar efnalegri vel-
sæld og hins vegar vitundinni um
sjálfan sig. Vöxtur byggðanna er
eitt af sjálfstæðismálum þjóðar-
innar því ef við ætlum að nýta
kosti landsins verður að efla bú-
setu sem víðast svo fjölbreytni
dafni í andlegu- og veraldlegu
Iífi. Það er fleira en eldur úr iðr-
um jarðar, jarðskjálftar, snjóflóð
og skriðuföll sem eytt hefur
byggð á Islandi, þótt á annan
hátt sé. A undangengnum ára-
tugum hafa flutningar fólks inn-
anlands, einkum til suðvestur-
hluta landsins, komið hart niður
á mörgum byggðarlögum og haft
í för með sér töluverðar þreng-
ingar, bæði efnahagslegar og fé-
lagslegar, svo ekki sé minnst á
persónulegan sársauka sem þess-
ari þróun fylgir. Þó vil ég undir-
strika að það stoðar lítt að byggja
Iandið af óraunhæfri rómantfk
eða sögulegri tilfinningasemi og
þótt þetta tímabil megi kenna
með öðrum þræði við eyðingu
lands, má ekki gleymast að á
sama tíma hafa verið numin önn-
ur lönd í gróanda á mörgum svið-
um.
I dag er flestum Ijóst að hér á
Iandi getum við gert ótal margt
annað en rækta gras, ala búpen-
ing og sækja sjóinn og nú eru
einstaklingar og fyrirtæki, vítt
um Iand, að fikra sig inn á nýjar
brautir. Vissulega er fólk misjafn-
Iega sókndjarft, eins og gengur,
en dirfskan ræðst þó iðulega af
því hvort „gott er í ári eða ilít“.
Oft fer saman þegar vel árar til
sjávar og sveita að samhljóða álit
manna er að „Byggðin þeirra" sé
hin besta í víðri veröld. I slæmu
árferði vill barlómurinn hins veg-
ar bera bjartsýnina ofurliði.
Síðustu misserin hefur borið
nokkuð á því að landsbyggðar-
fólki finnist ekki ára vel til sjávar-
ins og mikið ber í umræðunni á
bölvi og ragni. Slíkar upphrópan-
ir bera að mínu mati vott um
ákveðna uppgjöf og örvæntingu,
frammi fyrir miklum vanda. Ekki
skal það dregið undan að við sigl-
um í dag krappan sjó en vísasti
vegurinn til glötunar Iiggur í því
að leggja árar í bát.
Bæj axstj ómarkosningarnar
I bæjarstjórnarkosningunum í
vor tókust frambjóðendur flokk-
anna á um þær áherslur sem þeir
vildu leggja í störfum sínum fyrir
bæjarfélagið næstu fjögur árin. I
þeirri baráttu takast á þau öfl
sem í bæjarfélaginu búa og bæj-
arbúar endurspegla með atkvæði
sínu. Bæjarstjórn Akureyrar er
skipuð hópi fólks sem er tilbúið
til þess að vinna að framgangi
bæjarfélagsins. Þeir flokkar sem
nú mynda meirihluta í bæjar-
stjórn Akureyrar, Sjálfstæðis-
flokkurinn og Akureyrarlistinn,
lýstu því yfir í aðdraganda kosn-
inganna að þeir væru tilbúnir til
þess að skapa ný tækifæri til
sóknar fyrir Akureyri. Það verk
er hafið og að sjálfsögðu mun
það taka sinn tíma en fleira þarf
til en 11 einstaklinga í bæjar-
stjórn. Það þarf nýja hugsun,
baráttugleði og trú á Akureyri og
fólkið sem þar býr. A þeim grunni
verða einstaklingar, fyrirtæki og
helstu stofnanir bæjarfélagsins
ásamt bæjarstjórn, að taka hönd-
um saman og vinna að því að
skipa bænum okkar þann sess
sem hann á skilið. Tækifæri til
vaxtar liggja víða en þó hygg ég
að á 21. öldinni muni tækifæri
byggðanna liggja í því að hugvit
verði einhver dýrmætasta auð-
lind næstu aldar. Þau samfélög
sem ráða yfir auðlindum og nýta
þær hafa alla tíð og munu ætíð
verða í fararbroddi.
Saga Islendinga er um margt
einstök. Því veldur m.a. fámenn-
ið og einnig hitt, að upphaf
hennar er svo nálægt okkur í
tíma. Ef við lítum nú í eigin
barm þá komumst við að raun
um að daglega ber fyrir augu
menn, muni og ýmis atvik, sem
minna okkur á liðinn tíma, og
tungutakið, - hugsunin, eiga
einnig sín sérkenni. Það er ein af
skyldum hvers samfélags að virða
og efla vitund fólks um þau verð-
mæti, gömul og ný, sem við höf-
um hlotið í arf. Þessi arfur gerir
okkur kleift að takast á við nú-
tímann og jafnframt búa í haginn
undir framtíðina.
Rækt við heimabyggð
Framtíðin byggir m.a. á þekkingu
genginna kynslóða, hvort heldur
við leitum náttúrusteina á fjöll-
um eða glímum við upplýsinga-
flæði nútímans. Það hlýtur því
að vera kappsmál hverjum þeim
sem ann sinni heimabyggð að
Ieggja rækt við sögu hennar og
nýta sér þá þekkingu sem þar er
fyrir hendi. Þau tengsl sem fólk
hefur við uppruna sinn er dýr-
gripur sem má ekki glatast því
óvíst er að það finni annan slíkan
á lífsleiðinni.
Góðir áheyrendur. Eg þakka
ykkur samfylgdina á liðnu ári og
ber fram persónulegar þakkir
mínar fyrir traust og hlýhug sem
ég hef notið af hálfu fjölmargra
manna. Osk mín er sú að þetta
ár sem senn verður „meðal dag-
anna hér að baki“ megi verða til
þess að efla Akureyringa og Ey-
firðinga alla til átaka við framtíð-
ina. Eg óska ykkur öllum árs og
friðar.
Gleðilegt nýár.
Vínartónlelkar á Akureyri á 100 ára ártíð Strauss
Einsöng syngur
sópransöngkonan
Gnðrún Ingimarsdótt-
ir, sem m.a. hefur
sungið með Johann
Strauss hljómsveit-
inni í Wiesbaden.
Karlakór Akureyrar-Geysir held-
ur Vínartónleika næstkomandi
laugardag og sunnudag í íþrótta-
skemmunni á Akureyri ldukkan
17.00 báða dagana undir stjórn
Roars Kvam en við píanóið verð-
ur Richard Simm. Með kórnum
leikur Hljómsveit Akureyrar en
einsöngvari er sópransöngkonan
Guðrún Ingimarsdóttir, sem lauk
námi hjá hinni þekktu koloratúr-
söngkonu Sylvíu Geszty vorið
1998. Guðrún hefur auk fjölda
tónleika, m.a. í óperunni í
Múnchen, tekið þátt í mörgum
óperuuppfærslum, m.a. í Wales,
þar sem hún söng hlutverk
Romildu í Zerxes eftir Handel og
hlutverk Despinu í Cosi fan tutte
með fílharmoníuhljómsveitinni í
Baden Wúrtemberg. Guðrún
kemur reglulega fram með Jo-
hann Strauss hljómsveitinni í
Wiesbaden.
Vinartónleikarnir eru haldnir á
Karlakór Akureyrar-Geysir heldur Vínartónleika næstkomandi laugardag og sunnudag f íþróttaskemmunni á
Akureyri klukkan 17.00 báða dagana.
Johann Strauss yngri samdi
nær 200 valsa sem voru eins og
fíngerðar perlur á festi, mjög fjöl-
breytilegar og með ábúðarmikl-
um inngangi og eftirspili. Ein-
kennilegt er að Dóná svo blá var
upphaflega kórverk og hlaut
slæmar viðtökur. Það var ekki
fyrr en hann breytti henni í sér-
lega glæstan hljómsveitarvals
sem hún sló í gegn og hefur orð-
ið ímynd glæsibrags Vínarborgar.
Aðrir frægustu valsar hans eru
Listamannalíf; Vín, víf og söngur,
Raddir vorsins og Keisaravalsinn.
A efnisskrá tónleikanna í Iþrótta-
skemmunni eru m.a. atriði úr
Leðurblökunni og Sígaunabar-
óninum, Keisaravals og Dóná svo
blá og Radetzky-vals eftir Johann
Strauss eldri. C,G
100 ára ártíð Valsakóngsins Jo-
hanns Strauss sem lést 3. júní
1899. Hann háði valsaeinvígi við
föður sinn og voru flestir sam-
mála um að hann hefði þar haft
betur. Eftir fráfall hans tók hann
við danshljómsveit hans og gerði
að stórhljómsveit sem lék fyrir
dansleikjum, sem þóttu afar tign-
arlegir og glæsilegir. Hann samdi
einnig óperur, og eru þekktastar
Leðurblakan, Nótt í Feneyjum og
Sígaunabaróninn.
Hæstiréttur gaf þingmönnum
falleinkunn og ekki í fyrsta sinn.
Hann er borðleggjandi árangur-
inn af vinnu þingmanna, sem eru
alltof margir. Mistökin virðast fyl-
gja verkum þeirra og eiga þeir sök
á mörgum annmörkum sem eru á
Iífinu í landinu. Nú þegar þeir
eru tilneyddir að vinna Iagasmíð
sína uppá nýtt verður fróðlegt sjá
hvemig til tekst. Ekki er ástæða
að fenginni reynslu til að vera
bjartsýnn á árangurinn af þeim
tilraunum til úrbóta. Þeir skópu
grundvöll öfundar í fiskveiði-
stjórnunarkerfið þegar þeir heim-
iluðu sölu á fiskveiðiheimildum
og verður fróðlegt að sjá hvort
þeim tekst að eyða honum með
nýrri lagasmíð.
SKOÐANIR BRYNJÓLFS
Eim fengu þeir fíilleinknnn