Dagur - 06.01.1999, Blaðsíða 1
o
Það erorðið heldur
sjaldgæft að sett séu á
svið létt dramatískt
verk með beinni samfé-
lagslegri gagnrýni. Það
hefurFelix Bergsson
gert...
Ari Finnsson, kennari í Reykja-
vík, er að undirbúa „matarboð
lífs síns“. Hann á von á manni í
mat. Manni sem hann hefur
aldrei hitt í eigin persónu - að-
eins spjallað við hann á irkinu.
Svo hefst einleikur Felix Bergs-
sonar, Hinn fullkomni jafningi,
sem frumsýndur var á sunnu-
dagskvöldið í Islensku óperunni
við frábærar undirtektir áhorf-
enda. „Það gladdi mig ákaflega
að það var fullt af heterósexúal
fólki sem kom til mín og sagðist
hafa verið djúpt snortið yfir því
að fá að kynnast lífi fólks í þess-
um hómósexúal veruleika." Sam-
kynhneigðum áhorfendum þótti
ekki síður ánægjulegt að sjá svið-
setningu á sínum heimi. „Eins og
einn vinur minn orðaði það þá
leið honum eins og Heddu
Gabler að horfa á Heddu
Gabler.“
Talar við skjáinn
Felix leikur allar fimm samkyn-
hneigðar persónur sýningarinnar,
þá Ara kennara, Steinþór lögfræð-
ing, Albert leynigest, Mána drottn-
ingu og Asgeir (Astu frænku). Þó
breytist aldrei útlit leikarans á
sviðinu því Felix og Kolbrún Hall-
dórsdóttir, leikstjóri, ákváðu að
reyna nýstárlega aðferð við að
koma verkinu á svið. „Þetta er ekki
einleikur þar sem leikarinn stend-
ur og rabhar við áheyrendur, eins
og t.d. í Hellisbúanum, heldur
hefur leikarinn aðeins tækni leik-
hússins sér til hjálpar," segir Felix.
Með öðrum orðum þá er tæknin,
og stór kvikmyndaskjár sem trónir
yfir sviðinu, mótleikari FelLx. A
skjánum fer fram nokkur hluti
verksins og þar má m.a. sjá vídeó-
dagbækur Mána, yngstu persón-
unnar, sem raunar birtist aldrei á
sviðinu, aðeins á skjánum.
Ekki „bara“ viðíánjjsefni
Heimur samkynhneigðra
Reykjavík er flestum gagnkyn-
hneigðum sennilega Iokaður
enda heldur hópurinn býsna þétt
saman. Þennan veruleika vill Fel-
endurspegla. „Menn fylgjast
mjög vel með hver öðrum í þessu
gay-samfélagi í Reykjavík, það
virkar dálítið eins og stuðnings-
hópur. Ef ekki heyrist frá ein-
hverjum í nokkurn tíma þá
hringja menn til að tékka á við-
komandi. Það þekkja allir þá erf-
iðleika sem fylgja því að koma út
úr skápnum og
standa teinrétt-
ur á eftir,“ segir
Felix og játar
það fúslega að
samkynhneigð-
in er ekki „bara“
viðfangsefni,
hann er sjálfur
samkynhneigð-
ur og það er honum hjartans mál
að koma heimi samkynhneigðra
Ari (aðalpersónan):
Mérfannst égfrjáls
ífyrsta sinn.
hann er með samkynhneigt barn
í bekk, eða ef barn á samkyn-
hneigða foreldra? Verður Ijallað
um Ijölskyldu þess barns eins og
fjölskyldur annarra? Samkyn-
hneigðin á ekki að vera erfiði
kaflinn í kynfræðslunni þar sem
fjallað er um af-
brigðilegt kynlíf
heldur á þetta
að koma fram í
samfélagsfræð-
inni þar sem við
Ijöllum um fjöl-
skyldur, mann-
eskjur og tilfinn-
ingar."
Hættum þessari vitleysu
á framfæri við samfélagið og
fólkið. „Við verðum að horfast í
augu við eigin fordóma og ákveða
hvernig við ætlum að taka á móti
fólki inní þetta samfélag. Hvern-
ig ætlar kennari að talca á því ef
Því fordómarnir hafa kostað
mannfórnir og Felix segir marga
unga menn taka líf sitt af ótta við
að opinbera kynhneigð sína.
„Það er svo ósanngjarnt að gera
ungu fólki það að ganga í gegn-
um þessar kvalir. Það er kominn
tími til að hætta þessari vitleysu.
Hætta að líta á önnur fjölskyldu-
form sem árás á þau gildi sem
fyrir eru. Að einstaklingur fæðist
samkynhneigður er ekki árás á
hina hefðbundnu heterósexúal
fjölskyldu. Þegar samvistarlögin
fara í gegn, og Snorri í Betel
jesúsar sig og flaggar í hálfa
stöng, þá breyttist ekkert í heimi
hinna gagnkynhneigðu... Það
kom bara mánudagur á eftir,
stelpur héldu áfram að hitta
stráka og þau giftust helgina eft-
ir. En stór hópur í samfélaginu
fékk réttarfarsbætur og mann-
réttindi til jafns við aðra. Þessi
hópur gat nú litið framan í heim-
inn og sagt ég er þinn fullkomni
jafningi," sagði Felix, tók sér stut-
ta pásu: „Og hananú!" Hlær svo
hálfskelkaður og bætir við: „Jæja
nú er ég aldeilis orðinn pólitísk-
ur, nú kemur enginn að sjá þetta
leikrit... en leikritið er mjög
skemmtilegt! Þetta er ekki
predikun!" -LÓA