Dagur - 06.01.1999, Side 2
18 - MIÐVIKUDAGU R 6. JANÚAR 1999
rD^tr
LÍFIÐ í LANDINU
■ SMATT OG STÓRT
UMSJÓN:
BJÖRN
ÞORLÁKSSON
Heimir Már
Pétursson.
Davíð Oddsson.
GULLKORN
Það er góð hug-
mynd hjá þeim en
það hefur ekkert
meira gerst í því.“
Svavar Gestsson,
aðspurður í Degi
hvort hann sé að
taka við stjóra-
stöðu í norraenu
starfi.
Níu ár 1 sambúð
Heimir Már Pétursson hefur ákveðið að bjóða
sig fram til þingkosninga fyrir svokallaða Sam-
fylkingu og hélt sá gamli fréttahaukur blaða-
mannafund milli jóla og nýárs þar sem hann
tilkynnti ákvörðun sína. Tímasetningin var
snjöll. Heimir kann á fjölmiðla og í
jólagúrkunni fékk hann góða athygli. Frétt í
Mogga, útvarpi og góða umfjöllun í fréttatím-
um beggja sjónvarpsstöðvanna.
Eitt vakti sérstaka athygli ofanritaðs þegar
lífshlaup Heimis Más var rakið í Morgunblað-
inu. Þar kom nefnilega fram að hann hefði í 9
ár verið í staðfestri sambúð með ástmanni sín-
um og man maður ekki til þess að áður hafi
verið tíundað hve lengi frambjóðendur hafi átt
í sínum samböndum. Kannski er þetta það
sem koma skal: „Jón Jónsson hefur ákveðið að
fara fram fyrir Sjálfstæðisflokk á Vestfjörðum.
Hann er búinn að vera að dandalast með
Siggu Sigurðar í 3 mánuði, en er ólofaður og
hefur ljóslega ekki alveg gert upp hug sinn.“
Eða þannig.
EkMvelkurútá við
Davíð Oddsson kom nokkuð á óvart á gamlárs-
dag í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2.
Páll Magnússon fréttastjóri vitnaði í skoðana-
könnun sem sýndi að hugsanlega myndi Sjálf-
stæðisflokkurinn ná hreinum meirihluta á Al-
þingi og spurði Davíð hvort hann kættist ekki
verulega við að sjá svona útkomu. Davíð hélt
nú ekki og gaf í skyn að þótt íhaldið næði
hreinum þingmeirihluta, væri hæpið að leggja
út í ríkisstjórn með svo naumt bakland.
Hressilegasta tilsvar þáttarins átti Davíð
einnig þegar hann var spurður hvort hann
væri nokkuð veikur (lasinn) „Ekki skv. skoð-
anakönnunum," var svarið.
Ekkiráð nema....
Flugeldafögnuður virðist hafa verið með meira
móti um áramótin hvort sem talað er um höf-
uðborgarsvæðið, Akureyri eða minni staði.
Gott skyggni olli því að mörgum fannst sem
dýrðin hefði aldrei verið meiri, en líklega verða
áramótin nú fremur aum miðað við þau
næstu.
Þegar nýtt árþúsund gengur í garð má búast
við að himinhvolfin fái fyrst að finna fyrir því.
Þetta vita framsæknir sölumenn og hefur
ofanritaður heimildir fyrir því að nýir innflytj-
endur hyggist blanda sér í flugeldasöluna fyrir
árslokin næstu. Þetta Ieiðir einnig hugann að
því hvort ekki sé hyggilegt að byija snemma á
að selja Islandsferðir fyrir næstu áramót þar
sem hægt er að lofa stórkostlegasta flugelda-
íylleríi sögunnar. Margir geta þannig séð sér
gróða í tímamótunum stóru.
„Bárðdælingar eru
nokkuð sérstakt
fóik. Hér eru þjóð-
hagará nánast
hverjum bæ,“ segir
Svanhildur Her-
mannsdóttir.
Dreifbýliskona af lífi og sál
„Riddarakrossinn var sagður
vera fyrir störf að fræðslu- og
menningarmálum í dreifbýli.
Það var ánægjulegt að mér
skyldi hlotnast þessi heiður en
einnig var gaman að dreifbýlis-
ins skyldi getið í þessu tilliti, en
þar hef ég starfað alla tíð,“ segir
Svanhildur Hermannsdóttir,
skólastjóri Barnaskóla Bárð-
dæla. Hún var meðal þeirra
sem forseti Islands sæmdi á ný-
ársdag heiðursmerki hinnar ís-
lensku fálkaorðu.
Bráðum fjörutíu ár
Svanhildur hefur alla tíð starf-
að í heimasveit sinni Bárðar-
dal. Hún er fædd á bænum
Hlíðskógum en árið 1960 tók
hún var skólastjórn í Bárðar-
dal. Hin tæpu fjörutíu ár hafa
verið viðburðarík og ýmsar
breytingar hafa átt sér stað í
skólastarfi. Nemendum hefur
fækkað í áranna rás, flestir
voru þeir skráðir 32 en það var um miðjan átt-
unda áratuginn. Heimavist var lengi starfrækt
við skólann, eða allt fram til ársins 1991.
Nemendur í Barnaskóla Bárðdæla eru í vetur
átján talsins og eru þeir á aldrinum 6 til 12 ára.
Eftir það tekur Stórutjarnaskóli við. „Hér í daln-
um eru engin börn sem eru undir skólaaldri,
það er undir sjö ára. Að því leyti er framtíð
skólastarfsins hér spurningarmerki
um það til dæmis hvort hægt verð-
ur á næstu árum að starfrækja
skólann með fáum nemendum úr
því engir nýir koma inn í staðinn,"
segir Svanhildur. Hún segist í
skólastarfi leggja áherslu á þátt-
töku nemenda í listgreinum, til
dæmis tónlist, myndmennt, dansi
og framsögn. „Þátttaka í þessu
starfi styrkir nemenduma félags-
lega og eflir þá jafnframt í hinu
bóklega nárni."
Bárðdælingar sérstakt fólk
„Eg er dreifbýlismanneskja af lífi
og sál,“ segir Svanhildur Her-
mannsdóttir. Hún segist trúa því
að mannlíf úti á landi geti vel
dafnað, en þá verði fólk reyndar að
trúa því sjálft. Mörgu í hinni nei-
kvæðu byggðaþróun sé hægt að
snúa við ef ekki komi til niður-
drepandi neikvæðni.
„Bárðdælingar eru nokkuð sér-
stakt fólk. Hér eru þjóðhagar á
nánast hveijum bæ, karlar eru lagnir við smíðar
og konur við hannyrðir. Hér kann fólk líka vel
að skemmta sér. Menningar- og félagslíf í Þing-
eyjarsýslum hefur verið öflugt alla tíð og ég hef
víða starfað á þeim vettvangi. Ofarlega er mér í
huga starf Kvennakórsins Lissýar, sem starfar
hér í sýslu og hefur kórinn verið menningarauki
í héraði." -SBS.
SvanhildurHer-
mannsdóttirfékk á
nýársdag riddara-
kross fálkaorðunnar.
Hún hefurverið
skólastjóri íBárðar-
dalíum 40 árog
einnig komið aðýmsu
menningarstarfi
íhéraði.
SPJALL
■ FRÁ DEGI
Hamingjan vitjar þeirra sem brosa.
Japanskt spakmæli
Þetta gerðist 6. janúar
• 1540 Hinrik VIII giftist Önnu af
Cleves, hún var íjórða eiginkona hans
• 1838 Samuel Morse sýndi ritsímann í
fyrsta skipti opinberlega
Þau fæddust 6. janúar
• 1838 fæddist þýska tónskáldið Max
Bruch.
• 1850 fæddist þýski Jafnaðarmaðurinn
Eduard Bemstein.
• 1878 fæddist bandaríska skáldið Carl
Sandburg.
Merkisdagurinn 6. janúar
I dag er þrettándi dagur jóla. Þrettándinn
var áður kallaður opinberunarhátíð til
minningar um skírn Jesú Krists, fyrsta
TIL DAGS
kraftaverk hans og tilbeiðslu vdtringanna
þriggja frá Austurlöndum. Rómarkirkjan
tíndi smám saman öll virðingarmerki af
deginum, önnur en hið síðastnefnda.
Jafnframt var farið að telja vitringana eð-
alborna og talað um Austurvegskonunga.
Þetta var eitt fjölmargra atriða sem Mart-
einn Lúter gagnrýndi í helgisiðum kat-
ólsku kirkjunnar. I prédikun einni frá ár-
inu!531 fer hann háðsyrðum um þessa
„þrjá flækinga" en vildi endurhefja þrett-
ándann sem minningarhátíð skírnarinnar
og gera hann að nýjársdegi. Þrettánda-
nótt átti sér Iíka heitið draumnóttin mikla
þva að þá átti Austurvegskonunga að hafa
dreymt fyrir fæðingu Jesú. Um alþýðutrú
má þá annars segja að hið sama hafi gilt
um þrettándanótt og nýársnótt, má þar
nefna óskastund, útisetu, búrdrífu, að
kirkjugarður rísi, kýr tali, selir fari úr
hömum sínum, vatn verði að víni og álfar
flytja búferlum. Víða um land eru haldn-
ar álfabrennur á þessum degi.
Saga daganna
Afmælisbam dagsins
Tómas Guðmundsson tók lögfræði-
próf frá Háskóla íslands árið 1926.
Hann starfaði sem málflutnings-
maður í Reykjavík, á Hagstofu Is-
Iands og sem ritstjóri. Hann varð
einna fyrstur til að yrkja um
Reykjavíkurlífið og hefur verið
kallaður borgarskáldið. Hann vakti
verulega athygli með annarri
kvæðabók sinn Fögru veröld sem
kom út 1933. Tómas fæddist á
Efri-Brú í Grímsnesi árið 1901 en
hann lést árið 1983.
Of þungir tarfar!
Tveir hreindýraveiðimenn Ieigðu sér flug-
vél austur á land. Veiðin gekk vel og þeir
skutu sex stóra tarfa. Flugvélin kom á um-
sömdum tíma til þess að sækja þá. Þegar
þeir höfðu komið farangri sínum fyrir í
vélinni mótmælti flugmaðurinn og sagði
að þeir yrðu að skilja tvo skrokka eftir.
Veiðimennirnir voru ekki ánægðir með það
og sögðu að árið áður hefðu þeir leigt sér
flugvél af einmitt þessari sömu gerð, þá
hafi þeir líka veitt sex tarfa og flugmaður-
inn Ieyft þeim að taka þá alla með. Eftir
langt og mikið rifriidi lét flugmaðurinn
undan. Farmurinn var of þungur og flug-
vélin hrapaði í flugtaki. Þegar þeir voru að
klifra út úr flakinu spurði annar veiðimað-
urinn að því hvort þeir vissu hvar þeir
væru. „Eg held það,“ var svarið sem hann
fékk, „við erum á svipuðum stað og við
hröpuðum á í fyrra.“
l' í .