Dagur - 06.01.1999, Side 3
MIÐVIKUDA GUR 6. JANÚAR 19 9 9 - 19
Xtegwr-.
LÍFIÐ í LANDINU
V
ís landi
á áttatíu símskr
Sigurður Bogi Sævarsson, slær á þráðinn og kannar mannlífið í landinu.
Hér i miðjum
Snæfellsbæ
- Komdu sæll, Guðlaugur. Mig
langaði að fá einhver tíðindi
vestan af Snæfellsnesi. Hvað
getur þú sagt mér?
„Eg get sagt þér að nú erum
við að byrja á þessari svonefndu
Staðardagskrá 21, sem byggð er
á samkomulagi 179 þjóða sem
gert var á umhverfisráðstefn-
unni í Ríó 1992. Dagskráin
gengur í stuttu máli út á að hafa
sjálfbæra þróun að leiðarljósi,
þannig að við skilum landinu og
umhverfi öllu í ekki verra ásig-
komulagi til afkomenda okkar. A
þetta jafnt við um umhverfið
sjálft og eins ýmsa félagslega
þætti.“
Eru Snæfellsbæingar
áhugasamir um þessi mál?
„Otrúlega mikið. Hér í miðj-
um Snæfellsbæ erum við með
Snæfellsjökul, sem skreytir
flesta landkynningarpésa sem
gefnir eru út. Síðan er líka að
komast í gegn að hér á utan-
verðu Nesinu verði þjóðgarður
og fólk er líka áhugasamt um
það. Sjálfur hef ég fulla trú á því
að í framtíðinni muni þróunin
snúast við og fólk fari að flytjast
út á Iand frá Reykjavík."
- Einmitt ...
„Já, hér er til að mynda ótrú-
Iega mikið félagslíf, hér var til
dæmis í byrjun desember vetrar-
gleði bæði á Hellissandi og í
Olafsvík sem heppnuðust ótrú-
lega vel. Að þessum skemmtun-
um kom mikill Ijöldi fólks úr öll-
um stéttum á öllum aldri. Sjálf-
ur hef ég komið að uppsetningu
margra skemmtana og tel mig
þekkja nokkuð til þessara mála.
Eg tel að þetta hafi verið svo
fagmannlega gert að það hefði
verið verðugt viðfangsefni að
gera heimildarmynd um þetta.“
- Akkúrat...
„Síðan er Iíka fjörlegt félagslíf
á sunnanverðu Nesinu. Við sem
búum hér fyrir sunnan Jökul
„Sídan er líka fjörlegt félagslíf á
sunnanverðu Nesinu, “ segir Guð-
laugur Bergmann á Hellnum á
Snæfellsnesi.
sameinumst um skemmtun einu
sinni á ári; annað árið sjáum við
sem búum á Arnarstapa, í
Breiðuvík og á Hellnum um
skemmtun og hitt árið þeir í
Staðarsveit. Þetta eru góðar
skemmtanir. Það þarf ekki, vin-
ur minn, að sækja allt til Reykja-
víkur og hér sitjum við hjónin
við tölvuna og sköpum og skrif-
um; en þurfum samt ekki að
fara suður til Reykjavíkur þar
sem menningin svonefnda er
sögð vera.“
Kvikupottiir
undir okkur
„Hekla hvít frá toppi og niður I rót,
þó snjór affjallinu sé fljótur að
bráðna; sérstaklega í S V hlíðum
þess. Almennt er mikil hreyfing á
öllu í náttúru hérna, “ segir Sigrún
Ingólfsdóttir í Götu I Holtum.
Umhver
Að gera ekki
öðrumillt
- Sæll og blessaður, Ólafur. Mig lang-
aði til þess að forvitnast hvort þú
hefðir strengt einhver áramótaheit?
„Nei, það hef ég aldrei gert. Það er
helst að menn séu með heitstrengingar
um að hætta að reykja eða drekka um
áramót, en hvorugu hef ég nokkurtíman
byrjað á. Mér þykir í raun út í hött þegar
menn eru að skýra frá þessum heit-
strengingum fyrir alla sem heyra vilja,
slíkt kemur illa út ef forsendur bresta og
ekki er hægt að standa við það sem sagt
er. Frekar reyni ég að standa mig al-
mennt í lífinu með það sem ég tek mér
fyrir hendur og gera ekki öðrum illt.
Svona einsog kennt var í fermingarund-
irbúningnum."
- Heyrðu! fórstu eitthvað fljúgandi
inn á Vatnajökul meðan á Grímsvatna-
gosinu stóð?
„Já, ég fór tvær ferðir inneftir; bæði á
öðrum og þriðja degi gossins. I þessu
dýrðlega veðri. Inni á Vatnajökli var alveg
herpifrost og það glitraði á hjarnið, alveg
frá svörtustu litum yfir í grænt og gult.
Og mökkurinn náði alveg upp í þetta 30
til 40 þúsund fet. Stórkostleg."
- Er þetta stórfenglegasta eldgos
sem þú hefur séð?
„Nei, líklega var nú Heklugosið í
ágúst 1980 stórfenglegra. Þá rifnaði allt
fjallið enda á milli og hvarvetna logaði á
gígastjaka."
- Þú stjórnar líka Karlakór Selfoss.
Hvað er framundan hjá ykkur þar?
„Fyrst er til að taka þetta venjulega
„Svona einsog kennt var í fermingarundirbún-
ingnum, “segir Úlafur Sigurjónsson, smiður,
flugmaður og kórstjóri I Forsæti í Flóa.
vetrarstarf. í sumar eigum við von á
heimsókn frá karlakór í Þýskalandi sem
er að endurgjalda heimsókn okkar til
þeirra í fyrra. Síðan tökum við einn laug-
ardag i janúar í æfingar uppi á Flúðum,
en fyrir slíku er orðin hefð hjá okkur.
Einnig er kórinn að safna efni inn á
geisladisk. En satt best að segja er ég
aldrei fullkomlega sáttur við það efni
sem við höfum hljóðritað þó alltaf sé það
svo í allri útgáfu að á endanum þurfum
að hrökkva eða stökkva."
- Blessuð Sigrún. Jæja, hvernig
er að sjá til Heklu i dag, þú hef-
ur stundum séð ýmis teikn er
benda til kviku í IJallinu...
„Það sést nú ekkert þangað í
dag, sem bendir til þess að élja-
gangur sé þarna uppfrá. Þá er
Hekla hvít frá toppi og niður í rót,
þó snjór á fjallinu sé fljótur að
bráðna; sérstaklega í SV hlíðum
þess. Almennt er mikil hreyfing á
öllu í náttúru hérna, þeir sem
ekki eru hér í Holtunum daglega
sjá alltaf nýja slakka og lautir í
Heklu. Sama má segja um Eyja-
fjallajökul, einkum Gígjökul, sem
er við Jökulsárlón á leiðinni í
Þórsmörk. I Tindfjöllum hefur
snjó tekið fljótt upp síðustu tvo
vetur - og allt þetta segir okkur að
hér undir okkur er einn stór, ólg-
andi kvikupottur samanber eld-
gosið í Vatnajökuli þarna rétt fyrir jólin.“
- Ertu búin að lesa einhverjar af jólabókunum?
„Nei, ég hef ekki gefið mér tíma til þess. Eg hef Iátið mér duga að
fara yfir héraðsblöðin okkar, Dagskrána og Sunnlenska, og síðan
reyni ég að komast í helgarblöðin líka til að Ieika mér við krossgát-
urnar. Nei, mér finnst Moggagátan ekkert vera of létt einsog sumir
segja, ég er ekki það slyng í íslensku máli að þetta
séu ekki alltaf einhver heilabrot hjá
mér. Oft er gott að hafa krossgát-
urnar hér á eldhúsborðinu og
grípa í þær þegar næðis-
stundir gefast. En svona
talandi um bækur, alltaf
finnst mér best að grípa í
einhverjar afþreyingarlesn-
ingu sem lítið skilur eftir
sig. Þannig slappa ég vel
af.“
- En annað, hvað boðar
nýárssól blessuð í Rangár-
vallasýslu?
„Það er allt gott; birta og blíða og
bæirnir allt í kring. Uppgangur í atvinnu-
lífinu hérna. I sumar setti hún Hanna á Birkiflöt á fót þvottahús og fatahreinsun í
gamla kaupfélagshúsinu á Rauðalæk sem hefur gengið vel hjá henni. Börnum í Lauga-
Iandsskóla fjölgar milli ára og það er nóg að gera hjá mér í eldhúsi skólans þar sem ég
starfa. Síðan er líka allt á fullu inni í virkjunum og margir eru þar að störfum, bæði
karlar og konur. Ekki megum við heldur gleyma því að á Krosshól hér í Lýtingsstaða-
landi er Landsíminn að setja upp endurvarpsstöð fyrir farsímakerfið og ekki veitir af
því mjög víða hér í sveitinni eru dauðir punktar í farsímakerfinu."
DJöflast
í gainlingjmitini
- Komdu sæll Helgi,
hvað getur þú sagt mér
frá sjávarsíðunni á
Húsavík. Undan Bakk-
anum einsog þið segið
þar eystra?
„Það held ég að sé al-
veg sæmilegt. Hinsvegar
höfum við lent í því á
síðustu árum að missa
héðan tvo togara; bæði
Kolbeinseyna og Júlíus
Haavsten. í staðinn
fengum við Húsvíking,
sem er svo stór að hann
hefur ekki komið nema
einu sinni hingað inn í
höfnina og var nú yfir
áramótin á Akureyri. Til
að skipið geti átt raun-
verulega heimahöfn hér
þarf að fara í enn meiri hafnarfram-
kvæmdir; sjálfsagt helmingi meiri en
komið er. Þarf að byggja til dæmis mikinn
hafnargarð vegna þess mikla hafróts sem
hér er oft.“
- Hvernig hafa aflabrögð annars ver-
ið?
„Það hefur verið svona sæmilegt
kropp, en hinsvegar veit ég að það er búið
að vera fínt hjá Grímseyingum. En ann-
ars er búin að vera
svo mikil fjandans
ótíð að undanförnu
hér við Skjálfandafló-
ann að menn hafa
ekkert geta róið.“
- Hvað er það svo
sem blessuð nýárssól-
in boðar á Húsavík?
„Hún lofar öllu
góðu, skal ég segja
þér. Við þessir gaml-
ingjar vitum að fyrir
kosningar er ævinlega
lofað öllu fögru og
góðu og sfðan er það
allt klipið af, strax eftir
áramótin. Svo djöflast
þeir líka í gamlingjun-
um, fólkinu sem búið
er að byggja upp þetta
þjóðfélag. Það er rétt einsog þetta fólk
þurfi ekki að éta einsog aðrir. En annars
get ég líka sagt þér að á gamlársdag lenti
ég í góðu afmæli, sjötugsafmæli Helga
Héðinssonar, trillukarls og hákarla-
verkanda hér á Húsavík, sem varð sjötug-
ur. Hann er búinn að lifa og hrærast í
öllu við sjávarsíðuna í mörg ár; og er
sannkallaður orginal ef við megum kom-
ast þannig að orði.“
„Búinn að vera fjandans ótíð að undan-
förnu hér við Skjálfandaflóa, “ segir Helgi
Bjarnason á Húsavík.