Dagur - 06.01.1999, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 6. J A N Ú A R 1999 - 21
Xte^MT'
BRÚÐKA UPSLÍFIÐ í LANDINU
Puttamatur
1 giftingarveislu
„Okkar framtíðaráform eru þau að vera hér á Akureyri, enda líður okkur vel
hér í nágrennl við vini og ættingja, “ segir Ágústa Kristfn Björnsdóttir, sem hér
sést ásamt Sigurði Vilhelm Steinarssyni eiginmanni sínum. ( Ljósm: Þór Gísla,
Akureyri.J
„Við vildum gifta okkur í lítilli
kirkju. Maðurinn minn hafði
unnið út í Laufási við að gera
upp gamla bæinn þar og þekkti
þannig sr. Pétur og síðan var
það Jón Helgi bróðir hans sem
fermdi mig, meðan hann var
prestur á Dalvík. En nú er hann
fluttur suður og því lá beinast
við að leita til Péturs í Laufási,"
segir Agústa Kristín Björnsdóttir
á Akureyri.
Þann 15. ágúst í fyrrasumar
gengu hún og Sigurður Vilhelm
Steinarsson saman í heilagt
hjónaband. Þau eru búsett á Ak-
ureyri, þar sem hann starfar sem
verktaki við smíðar en hún sem
framreiðslumaður á Lindinni við
Leiruveg. „Við erum búin að
vera saman hér í tvö ár og því
var kominn tími á giftingu. Okk-
ar framtíðaráform eru þau að
vera hér á Akureyri, enda líður
okkur vel hér í nágrenni við vini
og ættingja. Síðan munum við
líka eignast okkar lyrsta barn í
sumar, það er að segja ef allt
gengur vel,“ segir Agústa.
Hún segir að brúðkaupsdag-
urinn í sumar skilji eftir sig góð-
ar minningar. Fjöldi fólks hafi
árnað þeim þá allra heilla - og
það góða fólk hafi svo komið til
veislu, sem var haldin að sam-
komu lokinni í Lóni, félags-
heimili Karlakórs Akureyrar, þar
sem á boðstólum var puttamatur
einsog hann gerist bestur. -SBS.
Jón Hrannar og
GígjaRut
Gefin voru saman í heilagt
hjónaband í Akureyrarkirkju
þann 15. ágúst sl. sumar, af séra
Birgi Snæbjörnssyni, þau Jón
Hrannar Einarsson og Gígja Rut
Ingvarsdóttir. Heimili þeirra er á
Akureyri. (Ljósm: Þór Gísla,
Akureyri.)
Hallgrímur og
Dagmar
Gefin voru saman í heilagt
hjónaband í Akureyrarkirkju
þann 29. ágúst sl. sumar, af séra
Sighvati Karlsssyni, þau Hall-
grímur Hreiðarsson og Dagmar
Kristjánsdóttir. Heimili þeirra er
á Akureyri. (Ljósm: Þór Gísla,
Akureyri.)
Einar og íris Dögg
Gefin voru saman í heilagt
hjónaband í Akureyrarkirkju
þann 22. ágúst sl. sumar, af séra
Ornólfi Jóhannesi Olafssyni, þau
Einar Georgsson og Iris Dögg
Ingadóttir. Heimili þeirra er á
Akureyri. (Ljósm: Þór Gísla, Ak-
ureyri.)
Að hrista af sér
slenið
SVOjMA
ER LIFIÐ
Pátur St.
flrason
skrifar
Pétur
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Pétur svarar í
símann kl. 9—12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
Eftir að hafa safnað orku um jól og áramót, Iegið í híði og
gætt sér á forðanum sem var sankað að sér í desember, þá
vakna margir upp við vondan draum. Þeir hafa endurholdg-
ast í þeim skilningi orðsins að það hold sem búið var að
ganga af sér á búðarápinu í desember kom á ný á kroppinn.
Þeir Iíkamspartar sem voru orðnir dálítið stinnir fengu á ný á
sig poka. Gamlir keppir komu á ný á maga, rass og læri.
Matur er mannsins megin. Þó ekki í of miklu magni því
ekki viljum við halda keppunum við. Það eru vitaskuld fleiri
valkostir við kjötmeti jólanna en þverskorin ýsa með kartöfl-
um og floti.
Fyrir nokkrum árum voru í sjónvarpinu þættir sem báru
heitið Að hrista af sér slenið. Þeir voru minnir mig sýndir í
janúarbvrjun. Þeim tíma þegar fólk er að jafna sig eftir alla
spennu jólanna.
Einni líkamsræktarkonu frétti ég af suður með sjó sem
hafði losað sig við ævintýranlegt magn af holdi. Hún borðaði
samt sem áður sex máltíðir á dag. Hennar herferð gegn end-
urholdguninni gekk að mestu út á brennslu, að brenna burt
holdinu.
Ráðin gegn endurhoidgun eru hreyfing og mataræði.
Manneldisráð var með herferð fyrir nokkru þar sem rekinn
var áróður fyrir neyslu ávaxta og græmetis. Grænmetisfæða
er gott ráð lil að stemma stigu við endurholdgun í kjölfar
jólasteikurinnar.
HVAfl ER Á SEYfll?
ÁLFAR OG HULDUFÓLK f ÖSKJUHLÍÐ
í dag er þrettándinn, þrettándi og síðasti dagur jóla.
Sagt er að álfar og huldufólk flytjist búferlum á
þrettándanum og skjótist á milli steina og kletta.
Glöggir gætu því hugsanlega komið auga á litskrúð-
ugt fólk úr huldum heimum í kvöld, en þá gengst
Ferðafélag íslands fyrir Þrettándagöngu og blysför
um álfabyggðir í Oskjuhlíð. Gengið verður frá
Perlunni klukkan 19:00. Blys verða seld áður en
gangan hefst. Blysförin endar á álfabrennu Vals, en
kveikt verður í henni klukkan 19:30.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands
Föstudagsköldið 8. janúar heldur Sinfón-
íuhljómsveit Islands sína árlegu Vínartón-
leika. Þeir verða í Laugardalshöllinni og
hefjast klukkan 20.00. Laugardaginn 9.
janúar verða svo tónleikarnir endurteknir
klukkan 17. 00.
Þrettándabrenna HK
Handknattleiksfélag Kópavogs stendur
fyrir Þrettándabrennu í Fagralundi í Foss-
vogsdal. Safnast verður saman ldukkan
18:30 í Fagralundi og gengið að brenn-
unni. Búist er við að í göngunni verði álf-
ar og púkar á ferð. Kór Snælandsskóla
syngur og að lokum verður flugeldasýn-
ing.
Hafnargönguhópurinn
Gengið verður á milli félagsmiðstöðva í
kvöld og lagt af stað frá Hafnarhúsinu
vestanverðu kl. 20. Allir eru velkomnir í
ferð með Hafnargönguhópnum.
Myndlistasýning í Galleríi Horninu
Fimmtudagskvöldið 7. janúar opnar Ólaf-
ur Jökull, öðru nafni Dæsus einkasýningu
í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15. á
sýningunni eru ný olíumálverk í súreal-
ískum anda og ber hún yfirskriftina „Ur
einu í allt.“ Sýningin stendur til 21. janú-
ar og verður opin alla daga kl. 11 - 24.
„Minni gleymskunnar
Einar Már Guðvarðarson sýnir tvær ljós-
myndir af íslenskri bakgarðsnáttúru og
níu höggmyndir f stein í Grylju Listasafns
ASl við Freyjugötu, 9. -24. janúar. Inntak
sýningarinnar er leitin í minni gleymsk-
unnar í sambandi manns og steins.
Listasafn ASI er opið þriðjudaga til
sunnudaga kl. 14.00 - 18.00
„Heimar“
Laugardaginn 9. janúar opnar Helga
Egilsdóttir málverkasýningu í Ásmundar-
sal, Listasafns ASÍ. Hún sýnir sex olíu-
málverk sem öll eru unnin á þessu ári.
Þetta er áttunda einkasýning Helgu.
LANDIÐ
Egilsstaðir
Sinfóníuhljómsveit Islands leikur á Vín-
artónleikum sunnudaginn 10. janúar.
Biskupstungnahreppur
Laugardaginn 9. janúar ld. 14.00 verður
hátíð í Reykholti í Biskupstungnahreppi.
Tilefnið er vígsla á nýju Iþróttahúsi.
Akureyri
Vínartónleikar á 100 ára ártíð Strauss
Karlakór Akureyrar-Geysir heldur Vínar-
tónleika í Iþróttaskemmunni n.k. laugar-
dag og sunnudag kl. 17. Einsöngvari með
kórnum er Guðrún Ingimarsdóttir sópr-
an, stjórnandi Roar Kvam og píanóundir-
leikari er Richard Simm.