Dagur - 09.01.1999, Síða 1

Dagur - 09.01.1999, Síða 1
Laugardagur 9. janúar - 1. tölublað 1999 Fyrsti almenni spítalinn í Kaupmannahöfn, Friðriksspítali, tekinn í notkun 1757 og lagður niður árið 1911. Á þessum spítala lærði Bjarni Pálsson, síðar landlæknir á íslandi (Ljósm. Jens Fleischer: Kobenhavn). Mynd dr. Jóns Helgasonar, biskups, af Nesi við Seltjörn (.Ljósm. Ljósmæður á íslandi). Hinn 10. okt. sl. var opnuð í Þjóðarbókhlöðu sýning á rann- sóknartækjum og áhöldum í Iæknisfræði frá ýmsum tímum. Sýningin er haldin í tilefni 40 ára afmælis Rannsóknardeildar Landspítalans og er á annarri hæð í bókhlöðunni á hægri hönd þegar gengið er inn aðalinngang- inn. I sýningarborðum eru lækn- ingatæki og hefur þeim verið rað- að upp þannig að þróunin í gerð þeirra verði sem augljósust. A veggspjöldum eru myndir, sem sumar hverjar hafa aldrei komið fyrir augu almennings áður, þær eru af heilbrigðisstarfs- fólki, sjúklingum og sjúkrahúss- byggingum; einnig er margt ann- arra mynda sem á einhvern hátt tengjast heilsufari landsmanna og Iækningum. A fyrsta veggspjaldi sýningar- innar er rakin frásögn Eyrbyggju af Snorra goða þegar hann veitti eftirför óvini sínum og gekk fram á blóðilitaðan flekk í snjónum, tók blóðugan snjóinn upp og kreisti og stakk upp í sig og mælti að það væri holblóð og feigs- mannsblóð, „ok munu vér eigi eptir fara“. Ekki vitum við nú hvernig Snorri goði þekkti hol- blóð með því að stinga því upp í sig, kannski fann hann af því gallbragð eða gorbragð. Snorri var stórvitur i maður og læknir góður. „Dylrat dreyri fölv- an/dreng í harma sprengi/," - kvað Skáld - Helgi, og í Biskupa- sögum stendur: „Hann gekk blóði á hverjum hálfum mánuði og var ekki mannslitur á honum.“ Það sýnir að fornmenn tengdu hörundslit við lit blóðsins. Verður nú rakin stuttlega sjúk- dómasaga þjóðarinnar eins og hún birtist á veggspjöldum sýn- ingarinnar og í bæklingum sem liggja frammi á sýningunni. Talið er að sullur, berldar og holdsveiki hafi verið á Islandi frá þjóðveldisöld. Ovíst er hvaðan sullaveikin barst til landsins. Það villir nú fyrir mönnum að í forn- ritum merkir orðið sullur hvers kyns óeðlilega blöðrukennda fyr- irferðaraukningu sem er. Við höf- um orð prófessors Jóns Steffen- sens fyrir því að berldaskemmdir séu í beinum manna frá fyrstu öldum íslands byggðar. Berklar og sullur hafa fá ytri líkamseinkenni sem eru einkennandi fyrir þá sjúkdóma. Því er oft illmögulegt að átta sig á því þegar þeim sjúk- dómum er lýst í annálum og öðr- um fornum heimildum. Holds- veiki er aftur á móti útvortis sjúk- dómur og það auðveldar mönnum að bera kennsl á Iiana, þegar hennar er getið. Orðið líkþrár kemur fyrir í „hinu minna banni“, sem Arni Þorláksson biskup Ias upp á Alþingi árið 1281, og í Ljós- vetningasögu er talað um Þorvald Knapp hinn líkþráa. Um Jón biskup í Skálholti (1406-1413) var ritað, „að bæði á höndum og fótum grotnaði hold- ið í sundur og datt af ásamt bein- um.“ Jón biskup var norskur ábóti frá Bergen í Noregi.'A þeirri Þingholtsstræti 25 í Reykjavík. tíma sem hann var uppi var holdsveiki þegar vel þekktur sjúk- dómur bæði í Bergen og ná- grenni hennar. Bergen var sú borg sem Islendingar áttu mest samskipti við fram að siðabót á 16. öld. Talið er nokkuð víst að holdsveiki hafi upphaflega borist þaðan til Islands og öðrum stöð- um í Vestur-Noregi. Fyrrnefndir landlægir sjúk- dómar sem vitað er nú að eru smitandi, sýkla- eða sníkjudýra- sjúkdómar, drógu tiltölega fáa til dauða og á löngum tíma miðað við bráðnæmar farsóttir sem öld eftir öld komu erlendis frá og með fárra ára millibili. Bólan drap hundruð eða þúsundir manna í hvert skipti sem hún kom. í Setbergsarmál árið 1430 í þessu húsi var Sjúkrahús Læknaskólinn. segir: „Þá varð mikið mannfall um allt land svo víða eyddust bæir, hún tók alla sem ekki fengu þá fyrri bólu. I þessari sótt ... (hafa) burt dáið 8000 manns hér á Iandi.“ Af farsóttum, sem hing- að komu á fyrri öldum, treysta menn nú með vissu aðeins lýs- ingum á bólu, plágu og sárasótt. Séreinkenni annarra sjúkdóma skortir. Plágan kom tvisvar til Is- lands, í upphafi og í lok 15. aldar og líklega drap hún tugi þúsunda manna. Einungis á 16. öld var sárasótt landlæg farsótt hér á landi. Auk bráðnæmra farsótta og landlægra smitsjúkdóma voru hungursjúkdómar og var skyr- bjúgur þeirra þekktastur. Lækn- arnir Sæmundur Bjarnhéðins- sbn, Skúli Gúðjónssorr, Sigurjón á árunum 1884-1902. Þar var Jónsson, Vilmundur Jónsson, Jón Steffensen og Sigurður Samúels- son hafa af mestri þekkingu og færni rannsakað fornar heimildir um sjúkdóma og lækningar á Is- landi. Aðrir hafa hafnað þessum heimildum til rannsóknar og má þar nefna Níels P. Dungal. Arið 1308 var fyrsti spítalinn á íslandi stofnaður, Gaulverjabæj- arspítali sem stóð í meira en 300 ár, lengur en nokkur önnur spít- alastofnun á Islandi. Hann var ætlaður efnalausum uppgjafa- prestum og var líkari öldrunar- stofnun en spítala. Þar var ekki barist gegn sjúkdómum. Aðeins gegn einum sjúkdómi voru reistir spítalar á miðöldum, ho' ' ik- inni. ,s.\í FREYJA JÓNSDÓTTIR skr/far Úr sögu læknisfræ öiimar á Islandi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.