Dagur - 15.01.1999, Side 2

Dagur - 15.01.1999, Side 2
18-FÖSTUDAGUR ÍS. JANÚAR 1999 Dagtur LÍFIÐ t LANDINU i. ÞAD ER KOMIN HELGI Hvaö ætlarþúað gera? Heimsóknir til frambjóðenda „Eg verð á föstudag og að minnsta kosti eitt- hvað fram eftir laugardegi norður á Akureyri á fundi auðlindanefndarinnar svonefndu, sem starfar undir formennsku Jóhannesar Norð- dal,“ segir Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins. „Eg kem suður síðdegis á laugardaginn og „fyndislegu umhverfi," þá ætlaði ég að gefa mér tíma til þess að segir Margrét heimsækja þá þátttakendur sem gefa kost á Frímannsdóttir. sér fyrir hönd Alþýðubandalagsins í prófkjöri _________ Samfylkingarinnar og eru að opna sínar kosn- ingaskrifstofur um helgina. Vilhjámur og Bryndís á laugardag og Árni Þór á sunnudag. En annars ætla ég að vera heima á Stokkseyri einsog kostur gefst og eiga þar góðar stundir í alveg yndislegu umhverfi.“ „Notaiegt frí, “ segir Ingunn Guðmunds- dóttir. „Aiitaf vinna um helg- ar,“ segirsr. Baldur Kristjánsson. Dreymir rólegheit „Um heigina læt ég mig dreyma um að eiga rólegt og notalegt frí,“ segir Ingunn Guð- mundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Arborgar. „Tveggja ára gömul ömmustelpa er að koma til mín, en síðan ætla ég líka að hafa það hér rólegt með syni mínum, Sigurði Rúnari, sem er tíu ára. Og þegar við höfum það rólegt þá gerum við nákvæmlega það sem okkur sýnist; náum okkur kannski í spólu og jafnvel tekst honum að draga mig með sér í sund. - Og síð- an eru helgarnar líka ágætar til þess að ná í skottið á sér í þeim húsverkum sem maður kemst ekki í yfir vikuna," segir Ingunn. Gifting og skím „Það er búið að biðja mig um að gifta og skíra á laugardaginn," segir sr. Baldur Kristjánsson, prestur í Þorlákshöfn. „Einsog títt er hjá okkur prestum þá er ég alltaf að vinna um helgar, og fyrir utan þetta sem ég nefndi þá þarf ég líka að annast sunnudagaskóla fyrir yngstu börnin. Gaman væri ef ég kæmist eitthvað í bridds á föstu- dagskvöld og gæti líka átt einhverja samveru með dóttur minni. Síðan liggja líka hér á borðinu hjá mér tvær bækur mikilla stílsnill- inga, Morgunþula í stráum eftir Thor og Sérðu það sem ég sé eftir Þórarin Eldjárn. Ræður mínar verða sjálfsagt miklu betri við lestur bóka á borð við þær," segir Baldur. Eftir fjarveru í háift annað ár er Bogi Ágústsson aftur kominn á vaktina í Sjón- varpinu. Er kominn með ný gleraugu og vel kiipptur sem er nokkuð annað en iubbinn mikii og gleraugun stóru sem hann var með í gamla daga. Fréttastofa Sjónvarpsins hefur verið starfsvettvangur Boga síðustu tuttugu árin eða svo og er það flestra mat að þar hafi hann staðið plikt sína með prýði. LÍF OG LI8T Málfarið mergjað „Eg var að Ijúka við nýjustu bók Thors Vil- hjálmsson- ar, Morgunþula í stráum. Mér fannst gaman að bókinni, sér- staklega þegar á hana leið. Málfarið er mergjað og glæsi- legt einsog yfirleitt er er í bók- um Thors,“ segir Þröstur Olafsson, framkvæmdastjóri Sinfónínuhljómsveitar íslands. „Nú er ég að lesa nýjustu bók Guðbergs Bergssonar, Einsog steinninn sem hafið fágar. AUtaf er Guðbergur jafn góð- ur, hann gefur okkur hlutdeild í bernsku sinni og segir í þess- ari bók með heillandi hætti, bæði sem barn og þroskaður rithöfundur, frá dulmögnun bernskunnar í litlu sjávarþorpi úti á landi. Það er saga sem margir eiga hlutdeild í.“ Kantötur Bachs „Eg er að fara í gegnum kant- ötur Bachs, það er markmið sem ég setti mér nýlega jafn- vel þó ég þekki þær fyrir. En síðast var ég að hlusta á fjórðu sinfóníu Mah- lers, sem er aðgengilegra verk en margar aðrar sinfóníur hans. Enda talsvert styttri en hinar. Ég hlusta talsvert mikið á sígilda tónlist og hef gert alla tíð. Það er engin krafa um slíkt í mfnu starfi, þó erfitt væri að sinna því svo vel sé nema hafa einhverja þekkingu á sígildri tónlist. Þekkja að minnsta kosti mun á Bach og Beethoven." Síðasta mynd Kurosava „Sfðast horfði ég á síðustu mynd japanska kvikmyndaleik- stjórans Kurosava og snýst hún um afstöðu Japana til kjam- orkusprengjunnar sem varpað var á Nagasagi. Þráðurinn var frásögn af jap- anskri fjölskyldu sem komst að því að hún ætti frænda á Hawai sem kvæntur væri bandaríski konu. Fylgja þessu tilfinningaleg átök og blekk- ing, sem kemur til vegna sársauka Japana í garð Bandaríkjamanna fyrir að hafa varpað sprengj- unni en jafnframt er undirlægjuhætti hinna ný- ríku vel lýst. Eg varð fyrir vonbrigðum með myndina, fannst hún hálfvæmin. Ég horfi ekki mikið á myndbönd, hef hreinlega ekki tíma til þess og læt því bækur og geisladiska duga.“ -SBS. ■ fra degi til dags Hafa skal gott ráð, þótt úr refsbelg komi Þorskfirðinga saga Þetta gerðist 15. janúar • 1535 Iýsti Hinrik áttundi sig yfirmann Englandskirkju. • 1809 kom Jorgen Jorgensen fyrst til Is- lands og dvaldi þá í tvo mánuði, en kom aftur um sumarið og „stjórnaði" þá landinu um hundadagana. • 1895 var Svanavatnið eftir Tsjaíkovskf frumsýnt í Sankti Pétursborg. • 1922 var Irska íríríkið myndað og Michael Collins tók við forsætisráð- herraembætti þar. • 1983 var Bandalag jafnaðarmanna stofnað. • 1993 var ítalski mafíuleiðtoginn Sal- vatore Riina handtekinn. Þau fæddust 15. janúar | • 1809 fæddist franski róttæþlingurinn Piérre-Joseph Proudhon. • 1850 fæddist rúmanska skáldið Mihail Eminescu. • 1900 fæddist breski heimspekingurinn R.B. Braithwaite. • 1902 fæddist Valur Gíslason leikari. • 1906 fæddist gríski skipakóngurinn Aristóteles Sókrates Ónassis. • 1909 fæddist bandaríski djasstrommu- Ieikarinn Gene Krupa. • 1914 fæddist breski sagnfræðingurinn Hugh Trevor-Roper. Vísa dagsins Vísa dagsins er persnesk drykkjuvfsa: Ég mætti t gærkvöld gömlunt fyllirafti sem græna flösku að vörum bar og lapti ég sagði: „Þú ert svín!" en dóninn hló: „Hæ, súptu á, vinur minn, og haltu kjafti." Afmælisbam dagsins Einhver alfrægasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkj- unum, doktor Martin Luther King yngri, fæddist í Atlanta og hefði orðið sjötugur í dag. Ræðan sem hann flutti 28. ágúst 1963, um draum sinn um óskorað frelsi svartra til jafns við hvíta, tryggði honum óskipta athygli umheimsins. Hann féll fyrir launmorðingja þann 4. apríl 1968. Árið 1986 var fæð- ingardagur Kings, 15. janúar, gerð- ur að opinberum hátíðisdegi í Bandaríkjunum. Ótímabært sáðlát! Jónas og Magga voru við það að skilja. Þau ákváðu að fara til hjónabandsráð- gjafa og sjá hvað hann gæti gert fyrir þau. Ráðgjafinn spurði þau hvað væri aðal vandamálið. Magga svaraði strax: „Hann þjáist af ótfmabæru sáðláti!" Ráðgjafinn sneri sér þá til Jónasar og spurði: „Er þetta rétt, Jónas minn?“ Og Jónas svaraði: „Ja, kannski ekki al- veg. Það er hún sem þjáist, ekki ég.“ Veffang dagsins Áhugamenn um Finnland, finnskt þjóðlíf og finnska menningu ættu endilega að líta á vefsetur sem nefnist Virtual Fin- land og er að finna á http://virtual.fin- land.fi ,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.