Dagur - 15.01.1999, Síða 4
20-FÖSTVDAGUR 15. JANÚAR 1999
LÍFIÐ í LANDINU
L
Einhver hlægilegasta en
þó um leið sorglegasta
frétt sem ég hef séð í ís-
lensku blaði um hríð var í
Morgunblaðinu á þriðju-
daginn var. Hún var stutt
svo ég ætla að lesa hana í
heilu lagi.
„Enn sprengt í Haga-
skóla,“ var fyrirsögnin, og
fréttin var svona: „Hvell-
hetta var sprengd á sal-
erni drengja í Hagaskóla í
Reykjavík um hádegi í
gær. Brunavarnarkerfi skólans fór í gang,
en truflun varð þó ekki á skólastarfi.
Drengurinn sem sprengdi Iokaði sig inni
á salerninu með GSM-síma og hringdi í
nokkrar fréttastofur til að tilkynna um
ástandið í þeirri von að hleypa starfi skól-
ans í uppnám. Hins vegar var stundaskrá
fylgt og kennsla fór fram með eðlilegum
hætti í skólanum í gær.“
Þetta er einhvern veginn ekki hægt að
sjá fyrir sér án þess að fá beinlínis tár í
augun. Drengurinn sem gengur ákveðn-
um skrefum inná klósettið, loksins er
komið að því, stóru stundinni í lífi hans,
nú láta fæturnir að stjóm og andardrátt-
urinn er djúpur, en í allan morgun hefur
hann titrað svolítið, alltaf inná milli, og
gripið andann á lofti, þegar hann hefur
hugsað til þess, afreksins sem hann ætlar
að vinna, og hann hefur gáð margoft
hvort það sé ekki örugglega nóg á batterí-
unum á GSM-símanum hans, þessum
GSM-síma sem hingað til hefur verið eina
táknið um að hann sé maður með mönn-
um, og hann hefur hringt stundum oft á
dag í vini síni til að Iáta þá vita að það
væri einmitt hann sem væri að hringja, og
nú mun GSM-síminn verða honum
ómissandi við þetta afreksverk sem hann
ætlar að vinna, og er ekki örugglega nóg á
batteríunum, síminn í hleðslu allt gær-
kvöld svo það færi nú örugglega ekkert úr-
skeiðis þegar stóra stundin rynni upp, og
hann stefnir á ldósettið, og svei mér ef
hann þarf ekki fyrst að pissa, spennan
skiljiði, og hann lýkur því af, örlítil spenna
aftur farin að færast í kroppinn, stóra
stundin alveg að renna upp skiljiði, en
hann er samt kúl, og loks er hann búinn
að pissa, og hann læsir sig inni á klósett-
inu, andar djúpt, nú verður ekki aftur
snúið, það er svo gott að ekki verði aftur
snúið, hálfnað verk þá hafíð er, einhvers
staðar djúpt niðrí sálinni var hann örlítið
smeykur við að hann myndi kannski ekki
þora, að hann myndi flýja af hólmi á síð-
ustu stundu, en það mun þá ekki gerast,
hann er búinn að loka á eftir sér klósett-
inu, þetta er í alvöru, og hann er alvöru,
hann er kúl, hann bælir niður skjálftann
og dregur upp sprengjuna, sprengjuna
sem skilur á milli hans og aumingjanna,
sem engu þora, aumingjanna sem láta
bara leiða sig eins og lömb og eru ekkert
kúl, en hann er kúl, og hann gáir í flýti
hvort hann sé ekki örugglega með GSM-
símann með sér og GSM-síminn er auð-
vitað á sínum stað í vasanum, hann varpar
öndinni léttar og horfir á sprengjuna í
höndum sér, verst hvað hún er lítil, þetta
er eiginlega ekki annað en hvellhetta, það
er synd, verst hann skyldi eyða öllum
stóru flugeldunum í vitleysu eftir áramót-
in, senda þá bara upp í loftið þegar hann
hefði getað sprengt þá hér inni í skólan-
um, eins og hinir töffararnir, en samt
kemst hann núna í þeirra flokk, hann
verður sko kúl þegar þetta er afstaðið,
hann er að mótmæla og lýsa frati, verst
hvað sprengjan er lítil, en samt er þetta
afreksverkið hans, og hann er að mót-
mæla og lýsa frati, hann veit ekki alveg á
hvað, en þeir skulu finna fyrir honum,
þessir kerfiskallar, hann er að lýsa frati, og
hann hefur gabbað þá alla, þessa aum-
ingja, þeir vita ekki um töffarann sem býr
innra með honum, þó hann tarðist ekki
mikill fyrir mann að sjá svona utan frá,
meirað segja GSM-síminn dugði ekki til
Iengdar til að honum væri sýnd virðing,
en nú skal hann sýna þeim, honum hlær
hugur í bijósti, hvað ætli þeir segi þegar
öll blöðin verða komin á vettvang og sjón-
varpsstöðvarnar og löggan og allt orðið
vitlaust, þá verður sko fjör og blóðið renn-
ur hraðar um æðarnar, þá ætlar hann að
glotta og aka til öxlunum eins og hann
hefur séð í bíó að menn gera þegar þeir
UMBÚDA-
LAUST
„...hvað ætli þeir segi
þegar öll biöðin verða
komin á vettvang og
sjónvarþsstöðvarnar og
löggan og allt orðið vit-
laust, þá verður sko fjör
og blóðið rennur hraðar
um æðarnar, þá ætlar
hann að glotta og aka til
öxlunum eins og hann
hefur séð í bíó að menn
gera þegar þeir eru
kúl„..“
Kúkuni á
kerfið!
eru kúl, og hann gáir eitt andartak hvort
það sé ekki alveg örugglega nóg á batterí-
unum á GSM-símanum og auðvitað ætlar
GSM-síminn ekki að bregðast honum á
stóru stundinni, verst hvað sprengjan er
lítil, ef hún væri stærri gæti hann kannski
kastað henni inná kennarastofu og aldeil-
is mótmælt og Iýst frati, hann veit ekki al-
veg á hvað því hann er bara unglingur, en
það er eitthvert kerfí sem veit ekki að
hann er kúl en þarf að vita það, eða
kannski myndi hann ekki alveg þora að
kasta inná kennarastofu, því hefur enginn
þorað, sama hversu kúl þeir hafa verið, en
ef sprengjan væri stærri gæti hann kastað
henni inní hópinn á göngunum, þá yrði
nú allt vitlaust, guð, hvað allt yrði vitlaust
og hvað hann yrði þá kúl, ekki að leiða
hugann að því að einhver gæti slasast því
hann væri að mótmæla og lýsa frati á
kerfið, kannski skrýtið þegar hann hugsar
útí það að mótmæla og lýsa frati með því
að Iáta jafnöldrum sínum bregða, og
kannski slasa þá einhveija, en þá er best
að hugsa ekki útí það, því þeir eru kúl
sem gerðu það, það er ekkert hægt að
neita því að þeir séu kúl, og nú bætist
hann í flokk með þeim, hann sjálfur, og
það verður allt vitlaust og hann ætlar bara
að glotta, og svo fær hann sér lögfræðing
og kúkar á kerfíð, ef þeir ætla að gera
honum eitthvað, þessir aumingjar, og þá
held ég verði nú gaman að lifa þegar
GSM-síminn hringir og hann getur sagt
vinum sínum það sé lögfræðingurinn
hans að diskussa keisið, og þeir lögfræð-
ingurinn kúka saman á kerfíð með stjórn-
sýslukærum og allskonar öðru kúl stöffi,
og verst hvað sprengjan er lítil, en hún
mun samt koma að gagni, það verður ör-
ugglega allt vitlaust, og það verður hann
sem gerir allt vitlaust, hann er búinn að
Iæsa á eftir sér klósettinu, stóra stundin
er alveg að renna upp, skyldu þeir senda
víkingasveitina og láta umkringja klósett-
ið, þá fyrst yrði nú kúl fjör, maður, og þá
myndi hann glotta, þegar hann yrði um
síðir leiddur út í handjárnum, maður Iif-
andi, hvað hann myndi glotta og allir
myndu horfa á hann og vita að hann væri
kúl og búinn að kúka á kerfíð, en sprengj-
an kannski ekki alveg nógu stór til þess
þeir sendi víkingasveitina, en alla vega
nógu stór til að það komi minnsta kosti
þrír fjórir löggubílar með sírenur á fullu,
og allt verður vitlaust, og skólinn í upp-
námi, og það verður hann sem veldur því,
hann sem er að mótmæla, því þetta er sko
pólitík, þó það sé engin ömurleg
flokkapólitík, langt yfir svoleiðis hafinn,
og það er örugglega nóg á batteríunum á
GSM-símanum og hann dregur úr pússi
sínu miðann með símanúmerunum sem
hann er búinn að skrifa upp, það eru
símanúmer á fréttastofunum sem munu
flykkjast á staðinn og segja langar fréttir
af þessu, hvernig hann kúkaði á kerfíð,
hann sem allir héldu að væri bara einhver
aumingi eins og hinir aumingjarnir, en
hann er kúl og hann sér símanúmerin
greinilega þó sumir tölustafirnir séu farnir
að leka út undir fingrum hans, er hann þá
svona sveittur, en það er í lagi, það mun
aldrei vitnast, hann segir aldrei neinum
frá því, þegar hann segir vinum sínum frá
þessu seinna, hvernig fréttastofurnar ruku
upp til handa og fóta þegar hann hringdi,
og ætti hann að flytja einhveija yfirlýsingu
kannski, en það er nú líklega of flókið
mál, og auk þess verður hann að fara að
sprengja, það gæti einhver farið að koma
inn á klósettið og uppgötvað að hann væri
þarna læstur inni, það gæti orðið neyðar-
legt og hún má ekki verða neyðarleg, þessi
stóra stund, og hann hringir og hann fær
samband og það er mesta furða hvað
röddin er stöðug því eitthvað er farið að
titra oní maga, en þeir heyra það áreiðan-
lega ekki, þessir fféttamenn sem nú fara
að flykkjast á staðinn með löggunni, þegar
allt verður vitlaust, og hann er furðu ör-
uggur í röddinni og þetta er ég og ég ætla
að sprengja og ég skal sko sprengja og ég
ætla að kúka á kerfíð, þessi mannréttinda-
brot skiljiði, þeir kíkja í töskuna manns til
að gá hvort maður sé með sprengju, og
banna manni meirað segja að fara út,
mannréttindabrot, skiljiði, svona er sko
kerfíð og það er farið illa með mann, en
maður er kúl og ég ætla að sprengja og fá
mér svo lögfræðing og hringja í hann oft
og diskussa keisið og mér datt í hug svona
að Iáta ykkur vita svo þið getið komið á
staðinn og dekkað það þegar allt verður
vitlaust, þegar löggan kemur og eltist við
mig, en þeir skulu sko aldrei fá að vita
hver gerði það, hver var að sprengja, og
löggan verður alveg í öngum sínum á
göngunum en það skal sko ekki komast
upp um hann, að vísu veit hann þá ekki
hvers vegna hann ætti þá að fá sér Iög-
fræðing og hringja oft í hann, það er eins
og þetta fari ekki alveg saman, en það
mun allt leysast þegar hann sprengir, verst
hvað sprengjan er lítil, og einhvem veginn
virðast fréttamennirnir ekki alveg nógu
uppnæmir, eins og þeir fatti ekki alvöru
málsins, að það er hann sem er að hringja
og hann er með sprengju, og hann er með
GSM-símann sinn læstur inná klósetti
með sprengju og þetta er í sjálfum Haga-
skólanum og geriði það, komiði nú æð-
andi, það verður alveg örugglega allt vit-
laust, löggan og svona, og krakkarnir allir
á nálum og kennarafíflin og skólastjóra-
auminginn uppá háa sé, og víkingasveitin
örugglega mætt að Ieita að fleiri sprengj-
um, verst hvað sprengjan er lítil, en geriði
það, komiði samt, það voruð nú þið sem
sýnduð okkur fyrst í alvöru fram á hvað
við erum kúl hérna í Hagaskóla, þetta er
sko í Hagaskóla, og ég skal reyna að redda
stærri sprengju á morgun, bara ef þið
komið, og nú er komið að því, nú veit
hann að fréttamennirnir eru lagðir af stað
hlaupandi, þó þeir létu eins og ekkert
væri, og nú ber hann eld að sprengjunni,
hún er nottla ansi lítil, en samt verður allt
vitlaust og hann verður kúl, það skjálfa á
honum hnén þegar hann hugsar til þess
hvað hann verður kúl, verst hann skuli
bara vera inná klósetti, verst hann skyldi
ekki þora með sprengjuna inná kennara-
stofu, þá fyrst hefði nú allt orðið vitlaust,
en þetta verður að duga, þó hér hafí hann
oft komið bara til að pissa, en nú ætlar
hann sko að sprengja og það verður allt
vitlaust, og nú ber hann eldinn að
sprengjunni, og þarna kviknar á sprengj-
unni, það fer um hann sæluhrollur en
hann verður að koma sér út áður en
sprengjan springur, svo enginn viti nú það
sé hann, það má enginn vita það sé hann,
nema náttúrlega vinir hans, hann ætlar að
hringja í þá og segja þeim það og svo
hringja þeir í fullt af krökkum í öðrum
hverfum og segja þeim að það hafí verið
hann og hann hafí sprengt sprengju og
gert allt vitlaust í Hagaskóla og kúkað á
kerfið og aldeilis sýnt þessum aumingjum,
og nú æðir hann út af klósettinu og nú
springur sprengjan, verst hvað hvellurinn
er lítill, og verst að löggan sé ekki komin
og blöðin og sjónvarpið, hann hefði svo
gjarnan viljað komast í sjónvarpið, þó eng-
inn megi náttúrlega vita það hafi verið
hann sem gerði það, og hvellurinn bara
búinn og hann hafði einhvern veginn von-
að að hvellurinn yrði einhvern veginn
lengri og eitthvað myndi skjálfa, verst
hann skyldi hafa klárað alla stóru flug-
eldana í einhverja vitleysu um áramótin,
er þetta þá bara allt búið, og það er ein-
hvern veginn eins og ekkert hafi gerst, en
jú, þarna fer loksins brunakerfið í gang og
þarna kemur húsvörðurinn, kemur þá
bara húsvörðurinn en hvorki Iöggan né
blöðin né sjónvarpið, á hann að trúa því
það verði þá ekki allt vitlaust, á hann að
trúa því að það sé bara allt eins og áður,
og hvernig á hann nú að komast í sjón-
varpið og hvert á hann að hringja og hvað
á hann að segja, og á hann virkilega að
trúa því að þó hann hafi fyrir augnabliki
verið læstur inná klósetti með sprengju og
GSM-síma og í beinu sambandi við alla
fjölmiðla landsins og tilbúinn að kljást við
víkingasveitina og leggja fram stjórnsýslu-
kæru þá eigi hann núna bara að fara í
tíma og þarna kemur Jóna Hansen
öslandi og það er þá danska og hann svo
önnum kafinn í gær að undirbúa stóru
stundina í lífí sínu að hann gleymdi alveg
þessum óreglulegu sögnum, og sú á eftir
að skammast - djöfussins maður!
Pistill Illuga var fluttur í morgunútvarpi
Rásar 2 í gær.