Dagur - 15.01.1999, Síða 5

Dagur - 15.01.1999, Síða 5
FÖSTUDAGUR 1S. JANÚAR 1999 - 21 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Möguleikhúsið erað frumsýna leikritið Hafrún á sunnudag- inn þarsem þaralykt blandast rafmagnsgít- arleik og þjóðsagnaver- um... Hópur í Möguleikhúsinu, Vala Þórsdóttir leikkona, Kristján Eldjárn gítarleikari, Katrfn Þor- valdsdóttir leikmynda- og bún- ingahönnuður og Pétur Eggerz Ieikstjóri, valdi sér þrjár íslensk- ar þjóðsögur sem tengjast haf- inu og ákváðu að gera úr því sýningu. „Svo sprelluðum við, fífluðumst og rugluðum með sögurnar og bjuggum til eins- konar leikgerðir út frá þessum sögum í spuna," segir Vaía Þórs- dóttir sem leikur allnokkur hlut- verk í sýningunni. „Ég leik þó nokkra karla, svona frekar lura- lega durga og íslenskar hetjur, einhverjar konur líka en ekki eins margar, og svo sæverur, sel og hafskessu.“ Enginn þj óðsagnadrungi Sögurnar sem valdar voru til að spinna upp sýningu eru Sigurð- ur í Skoruvík, Selastúlkan og Hafskessan. - Þið segist búa til útgúfu setn hæfi stað og stund, eruð þið að færa sögumar til nútímans? „Ekki beinlínis en við setjum þetta ekki heldur upp á hefð- bundinn hátt. Það er ekki þjóð- sagnadrungi yfir þessu. Við Kristján erum ekki alvarleg á svipinn að fjalla um þjóðsögur á sviðinu. Það sem er kannski nú- tímalegt við þetta er að við fífl- umst dálítið og gefum öllum persónum líf, bæði þessum haf- verum og fólkinu í landi. Svo er samspilið milli mín sem leikara og Kristjáns sem rafmagnsgítar- leikara mjög náið á sviðinu - Kristján er ekkert falinn, hann er í sviðsmyndinni sem er svolít- ið nýtt.“ Fyrir 8 ára og eldri Ekki nóg með að rafmagnsgítar- leikari taki stóran þátt í sýning- unni heldur er leikmyndin m.a. gerð úr þara, svo skilningarvitin ættu að hafa nóg fyrir stafni á sýningunni, með salta þaralykt- ina í nösunum, rafmagnsgítar- hljómana í eyrunum... En auk þess er leikritið sjálft ekki einfaldað til að það hæfi yngstu aldurshópunum enda er það kynnt sem leikrit fyrir átta ára og eldri. „Þetta er mikill lát- bragðsleikur og við erum að vinna með minni úr þjóðsögun- um og þá þarf maður vissan skilning og þroska. Fóstursonur minn, sem er sex ára, kom á sýninguna og hann skildi allt þannig lagað en þetta var samt svolítið flókið fyrir hann. Við skiljum nefnilega dálítið mikið eftir fyrir ímyndunaraflið og litlu krakkarnir hafa ekki sömu þolin- mæði í það. Sýningin er ekki matreidd ofan í áhorfendur," sagði Vala og þurfti svo að þeysa inn á svið þar sem var að hefjast rennsli fyrir nemendur úr Grandaskóla. Sögurnar sem valdar voru til að spinna upp sýningu eru Sigurður í Skoruvík, Selastúlkan og Hafskessan. Rökkurkóriiin með tónleika Rökkurkórinn í Skaga- firði heldur tónleika í safnaðarsal Glerár- kirkju áAkureyri ogað Breiðumýrí íReykja- dal á sunnudag. Rökkurkórinn í Skagafirði á tuttugu ára afmæli á þessu starfsári og tónleikahald verður með meira móti. Stefnt er að ut- anlandsferð kórsins í sumar. Lagaval hjá kórnum er fjöl- breytt og skemmtilegt, eftir inn- Ienda og erlenda höfunda. Rökkurkórinn er blandaður kór sem æfir tvisvar í viku í Mið- garði í Varmahlíð og eru félagar Tónleikar kórsins verða í Safnaðarsal Glerárkirkju sunnudaginn 17. janúar klukkan 15.00 og að Breiðumýri í Reykjadal á sunnudagskvöld klukkan 21.00. Efnisskráin er fjölbreytt, kórsöngur, einsöngur, tvísöngur, kvennasönghópur. um sextíu talsins, víðsvegar að úr Skagafirði. Stjórnandi kórsins er Sveinn Arnason frá Víðimel og hefur hann verið stjórnandi lengst af í þessi tuttugu ár. Undirleikari er Pál Szabo tónlistarkennari á Sauðárkróki sem ættaður er frá Ungveijalandi. Hann hefur starfað með kórnum undanfarin tvö ár. Tónleikar kórsins verða í Safnaðarsal Glerárkirkju sunnu- daginn 17. janúar klukkan 15.00 og að Breiðumýri í Reykjadal á sunnudagskvöld klukkan 21.00. Efnisskráin er fjölbreytt, kórsöngur, einsöngur, tvísöngur, kvennasönghópur. Einnig eru fyrirhugaðir tónleikar í Ólafsfirði og á Dalvík í Iok mánaðarins en þeir verða aug- lýstir nánar síðar. HI ■UMHELGINA ívan grinimi nr. 2 Síðari hluti kvikmyndarinnar um Ivan grimma verður sýnd- ur í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10 á sunnudaginn ld. 15. Það var Lettinn Sergei Eisenstein, sá víðfrægi kvikmyndagerðar- maður (m.a. Beitiskipið Pótemkin) sem leikstýrði myndinni á 5. áratugnum þegar ofsóknaræði Stalíns var komið á það stig að ekki var hægt að gera bíómyndir án þess að taka tillit til viðhorfa stalinista um hvernig sýna ætti hetjur Rússaveldis en Ivan grimmi varð Rússakeis- ari aðeins 17 ára gamall árið 1547. Þessi síðari hluti myndarinnar var gagnrýndur harðlega og var Eisenstein m.a. kallaður á fund Stalíns, Molotovs og Zdanovs árið 1946 til að ræða þá galla sem þremenningarnir töldu vera á myndinni. Eisenstein lést árið 1948 en síðari hlutinn var ekki sýndur í Sovétríkjun- um fyrr en tíu árum síðar. Að- gangur er ókeypis og myndin er með enskum texta. Myrtór músík- dagar Tólf tónleikar verða að þessu sinni á Myrkum músíkdögum sem standa til 25. janúar. A vegum þeirra verður dag- skrá helguð Jóni Leifs í Gerðubergi á morgun í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Jóns. Dagskráin hefst. kl. 16 á morgun með tónleikum Blásarakvintetts Reykjavíkur, sem starfað hefur óslitið síð- an 1981 og lagt sig sérstak- lega eftir því að flytja verk ís- lenskra tónskálda. Efnisskrá- in á morgun ber þess merki því þar verða verk eftir Jón Leifs, Pál P. Pálsson og Jón Ásgeirsson auk John Cage og Diana Burell. Málþiiigumjón Leifs I framhaldi af tónleikunum verður haldið málþing um Jón Leifs, sem hefst kl. 17.30 og stendur til sjö um kvöldið. Til stendur að fjalla um Jón frá þremur sjónarhornum, Jón Leifs sem tónskáld, bar- áttumann og manninn sjálf- an. Rætt verður um tónlist hans, félagsmálstörf, hags- munabaráttu og áhrif hans á íslenska tónlist og menningu. Þeir sem einkum munu bera uppi umræðuna eru Atli Heimir Sveinsson, Hjálm- ar H. Ragnarsson, Sigurður A. Magnússon og Örn Magnússon en Ævar Kjart- ansson útvarps- maður stýrir samkundunni.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.