Dagur - 15.01.1999, Page 9
FÖSTUDAGUR 1S. JANÚAR 1999 - 2S
Xfc^wr.
LÍFIÐ í LANDINU
Karólína Lamb, eiginkona
William Lamb, síðarforsæt-
isráðherra Breta, vartuttugu
ogsjö ára þegarhún kynntist
Byron lávarði. Ástarævintýri
þeirra varð aðalumræðuefnið
í veislusölum aðolsmanna á
Bretlandi og kostaði Karólínu
hjónabandið, æruna oggeð-
heilsuna.
Það gætti snemma ójafnvægis í skapgerð
Karólínu Pensonby, dóttur Bessborough lá-
varðs og konu hans. Læknir var kvaddur til
og kvað upp þann úrskurð að litla stúlkan
þyldi illa álag og því bæri að forðast að setja
henni hömlur. Henni var því veitt fullkom-
ið frelsi og varð fjörmikil, hvatvís, bamsleg
og taugabiluð ung kona sem tók ekki
minnsta tillit til siðareglna samfélagsins.
Hún var tvítug þegar hún giftist Willi-
am Lamb, auðugum og glæsilegum
manni sem ætlaði sér frama í stjórnmál-
um. Þau hjón eignuðust son, Agústus.
Hann erfði fegurð föður sfns en var van-
gefinn og öðlaðist aldrei meiri þroska en
sjö ára harn.
Þráhyggjukennd ást
Hjónaband Karólínu og Williams var
hamingjusamt í byrjun. Þegar Karólína
var tuttugu og sjö ára gömul las hún
Ijóðabálk Byrons Childe Harold sem
gerði skáldið að mestu bókmenntastjörnu
Englands. Hún skrifaði honum nafnlaust
aðdáendabréf og sá hann fyrst á dansleik.
Hún féll í stafi yfir fegurð hans og skrif-
aði í dagbók sína: „Mad, bad and danger-
ous to know.“
Skömmu síðar voru þau kynnt hvort
fyrir öðru hjá vinafólki og urðu sam-
stundis nær óaðskiljanleg. Karólína var á
valdi þessarar nýju ástar og hirti ekki um
að leyna henni. Hann skrifaði henni: „Þú
veist að mér hefur ætíð fundist þú vera
greindasta, geðþekkasta, einkennilegasta,
torskildasta, hættulegasta, mest heillandi
vera sem nú er á lífi.“
Ast Byrons entist ekki nema í nokkra
mánuði. Því var öðruvísi farið með Karó-
línu. Ast hennar varð að þráhyggju og átti
eftir að leiða hana í glötun. Ef hún vissi
af Byron í samkvæmi sem henni hafði
ekki verið boðið í beið hún hans fyrir
utan. Eftir eitt slíkt samkvæmi sást til
hennar þar sem hún hljóp á eftir vagni
Byrons og henti sér inn í hann. Hún tók
að vakta allar athafnir hans og réð mann-
eskju til að njósna um hann á heimili
hans. Eitt sinn dulbjó hún sig sem sölu-
mann og hélt að heimili hans. Þegar
henni var vísað til Byrons féll hún að fót-
um hans og tók síðan að rífa af sér dular-
gervið. Þegar vinur Byrons bað hana að
fara greip hún hníf og gerði tilraun til að
skaða sig. Annað sinn sendi hún Byron
skapahár sín í pósti og fór fram á að hann
sendi henni sín.
Alræmd persóna
Ástarævintýri Byrons og Karólínu fór ekki
leynt og það fór ekki framhjá eiginmanni
hennar að hún var honum ótrú en hann
tók framferði hennar með jafnaðargeði.
Hann var ekki ástríðumaður og Ieitaðist
eftir að hafa reglu á hlutunum. Hann
virðist hafa gætt þess að halda eigin til-
finningum í jafnvægi og brást við af yfir-
vegun. Honum var ljóst að andlegt ástand
eiginkonu sinnar var í hættu og fór með
hana í frí til Irlands. Hún skrifaði Byron
frá Irlandi til að tjá honum ást sína. Svar
ákefð og á fyrstu hjónabandsárum sínum.
Þegar hún átti ekki ýkja langt eftir ólifað
spurði hún kunningja sinn: „Hver held-
urðu að sé besti maður sem ég hef
kynnst?“ „Byron,“ var svarið. „Nei,“ sagði
Karólína, „William Larnb." I einu af síð-
ustu bréfum sínum raðaði hún þeim ein-
staklingum sem hún hafði elskað heitast f
tölusett sæti. Hún setti WiIIiam Lamb
fyrstan, þá móður sína, síðan Byron, son
sinn setti hún í fjórða sæti og í það
fimmta bróður sinn.
Karólína Lamb lést árið 1928 rúmlega
fertug. I nafnlausri minningargrein sem
birtist í bresku dagblaði og talið er að eig-
inmaður hennar WiIIiam Lamb hafi skrif-
að var að finna þessi orð sem lýsa skiln-
ingi og fyrirgefningu vegna ástar hennar
til Byrons: „Heimurinn sýnir ástkonum
skálda miskunnsemi, og kannski ekki að
ófyrirsynju því tilfinningar þeirra má að
nokkru réttlæta og þær byggja ekki ein-
göngu á ást til einstaklingsins heldur eru
hlut af ímyndunarafli... Æskuár þessarar
hæfileikaríku og hjartahlýju veru gáfu
fögur fyrirheit; vonir sem urðu að engu á
fullorðinsárum hennar.“
William Lamb varð forsætisráðherra
Breta á árunum 1834-1841. Ári eftir að
hann lét af embætti fékk hann hjartaáfall
Karólína Lamb. Þegar Byron hafnaði henni
rambaði hún á barmi geðveiki og ofsótti elsk-
huga sinn afmiklu kappi.
hans var: „Skemmtu þér. En láttu mig í
friði.“ Skömmu síðar gerði hún tilraun til
að skera sig á háls með rakvélablaði.
Byron skrifaði tengdamóður Karólínu
sem var trúnaðarvinkona hans og sagði:
„Eg er farinn að halda að hún sé raunveru-
lega geðbiluð, annars væri mér ómögulegt
að þola það sem ég hef þurft að umbera af
hennar hálfu.“ Hann neitaði að hitta Karó-
línu og sagði: „Eg veit ekki hveija ég á eftir
að elska en fram að síðustu stundu lífs
míns mun ég hata þessa konu.“
Þau hittust á dansleik í London og
skiptust á nokkrum orðum. Viðstaddir
tóku skyndilega eftir því að Karólína var
með hníf í hendi og kjóll hennar var al-
blóðugur. Ekki er vitað hvort hún ætlaði
að skaða sig eða Byron.
Ekki löngu síðar skrifaði Karólína
skáldsöguna Glenarvan á tveimur vikum.
Byron var greinileg fyrirmynd aðalsögu-
hetjunnar sem gerðist bæði sek um morð
og mannrán. Kunningjar Karólfnu
komust að því sér til hrellingar að einnig
þeir voru fyrirmyndir að persónum í bók-
inni. Karólína Lamb var orðin al-
ræmdasta persónan í samkvæmislífi
Lundúnaborgar.
„Hann kramdi hjarta mitt“
Eftir að Byron yfirgaf Karólínu hrakaði
líkamlegri og andlegri heilsu hennar
mjög. Hún fékk æðisköst og þá fékk eng-
inn við hana ráðið og almennt var álitið
að hún væri orðin geðveik.
Byron hélt til Grikklands og barðist þar í
frelsisstríði Grikkja og þar lét hann Iíf sitt,
þijátíu og sex ára gamall. Nóttina áður en
hann lést dreymdi hann Karólínu í fyrsta
sinn síðan þau skildu og hún stökk ffam úr
rúminu æpandi af skelfingu.
Hún sagði ævisagnaritara Byrons: „Eg
elskaði hann meir en dyggðina, trúna,
meira en allar framtíðarhorfur. Hann
kramdi hjarta mitt en samt elska ég
hann.“
Geðheilsu hennar hrakaði nú á þann
veg að eiginmaður hennar, sem sýnt hafði
framferði konu sinnar ómælda þolin-
Byron. I byrjun var hann heillaður af Karólínu en sagði síðan: „Ég veit ekki hverja ég á eftir að
elska en fram að síðustu stundu lífs míns mun ég hata þessa konu.“
mæði, treysti sér ekki til að búa með
henni lengur. En þótt hann kysi að slíta
sambúðinni yfirgaf hann hana ekki. Þau
bjuggu aðskilin þar til hún lést en svo
mikiil samgangur var á milli þeirra að það
var eins og ekkert hefði breyst.
Karólína gerði sér grein fyrir þ\i' að sá
maður sem hún hafði verið verst var sá
maður sem hafði elskað hana heitast.
Hún tók nú að unna honum af sömu
og var eftir það rúinn heilsu og ekki full-
komlega með sjálfum sér eftir það. Hann
lést árið 1848, tæplega sjötugur. Hann
saknaði ætíð konu sinnar. „Þrátt fyrir allt
var hún mér meira virði en nokkur annar
var eða á eftir að verða,“ sagði hann eitt
sinn og mörgum árum eftir lát hennar
heyrðist hann spyrja þunglyndislega með
djúpum söknuði: „Skyldi ég eiga eftir að
hitta hana í öðrum heimi.“