Dagur - 15.01.1999, Qupperneq 11

Dagur - 15.01.1999, Qupperneq 11
i Xfc^wr. FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 - 27 LIFIÐ I LANDINU MEINHORNIÐ • Fátt daglegra nauðsynja er óhentugra en sápustykki. Um aldir hafa þau skroppið úr höndum manna og flogið í grandalaus and- lit nærstaddra, ellegar menn hafa stigið á þau í baðkörum og sturtubotn- um og stórslasast eða drepist. Sápu- stykki eru stór- hættuleg eins og dæmin sanna. Furðu- legt er að vís- indamenn skuli ekki hafa fundið upp ósleip sápustykki, til dæmis sand- kornasápur, sem eru blanda sápu og sands. Þau mætti nota í tvennum til- gangi, til að þvo sér en einnig til að sarga sigg af iljum og fín- pússa vörtur og kartneglur. • Óþolandi er að þrátt fyrir áratuga leit og milljarða billjóna í kostn- að, skuli ekki enn vera búið að finna annað Iíf í alheiminum en það sem þrífst á þessum hundaskítsút- nárahnetti, jörðinni. Réttast væri að hætta þessari tilgangs- lausu eftir- grennslan og ,eggía pening- ana í eitthvað þarfara. Til dæmis í leit að Iífshamingjunni eða framleiðslu á ósleipum sápustykkjum. FOLKSIIMS „Ef og þegar ekki veröur hægt að nýta íþróttavöllinn sem slíkan, væri nær að prýða völlinn með fallegum gróðri og blómum og þægilegum bekkjum til að tylla sér á." Ég mótmæli! SOFFIA ÞORVALDSDOTTIR SKRIFAR Nú get ég ekki lengur orða bundist ef enn ein hörmungin á að ganga yfir mið- bæ Akureyrar með því að taka eina græna blettinn undir stórmarkað. Eg spyr: A að gera miðbæinn að alls- herjar steinsteypu og malbiki? Nú er nóg komið. Ef menn halda að það sé leiðin til að Iífga upp á miðbæinn að fólk komi að stórmarkaði í bílum, fari út með sína plastpoka og keyri heim, þá er það alger misskilningur. Það væri nær að gera þetta Iífvana torg eitthvað meira aðlaðandi. Það virð- ist vera stefnan að skilja hvergi eftir opin svæði. Sem dæmi má nefna það tiltæki að byggja steinsteypubákn fyrir sunnan Búnaðarbankann. Ef og þegar ekki verður hægt að nýta íþróttavöllinn sem slíkan, væri nær að prýða völlinn með fallegum gróðri og blómum og þægilegum bekkjum til að tylla sér á. Það væri bænum til sóma. Eg vona að bæjarbúar láti þetta ekki yfir sig ganga og mótmæli. Nóg er kom- ið af mistökum. Vemdfyrir hverj a? Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. ATHUGASEMD FANGA VEGNA UMFJÖLLUNAR UM FANGA í DEGI í DESEMBER 1998 Vernd fyrir hverja? Er mögulegt að verið sé að vernda stefnu yfirvalda f fangelsis- málum. Fangelsishjálpin Vernd á sér öflugan talsmann sem jafnframt er um- sjónarmaður eina einkarekna fangelsis- ins á Islandi, ekki er ólíklegt að hags- munir fangahjálpar og fengelsisrekstrar skarist. Ekki hefur borið mikið á því að Vernd gagnrýni refsistefnu þá sem er ríkjandi í fangelsismálum í landinu. I nýlegum sjónvarpsþætti lét fram- kvæmdastjóri fangahjálpar- innar Verndar þau ummæli falla að alger einangrun frá aðstandendum væri nothæf leið til að draga úr vímu- efnanotkun í fangelsum. Ekki sé ég mikla fangahjálp í svona ummælum. Gæti hugsast að það myndi vera meiri hjálp í að bjóða sjúk- um alkahólistum aðstoð við komu í fangelsi en ekki við brottför eins og nú er gert. Einnig er rétt að það komi fram að fangar hafa sama rétt til reynslulausna hvort sem þeir eru fuliir eða ófull- úttektartímanum. Fyrir þá sem framkv.stj. Verndar kallar mestu glæpa- menn á Iandinu er erfitt að finna SÉR talsímann þar sem sá sem hefur titilinn framkv.stj. fangahjálparinnar Verndar kemur oftar en ekki fram eins og vel launaður talsmaður fangelsismálastofn- unar. ÖIIu tómstundastarfi er hafnað í lengstu lög á þeim forsendum að í tengslum við hráefnisöflun sé hægt að afla fíkniefna eða nota sem vopn, það er almennt talið að aðgerðarleysi auki lýk- ur á fíkniefnaneyslu. En ef til vill er það liður í refsivistinni að eyðileggja þá ein- staklinga sem eru dæmdir í fangelsi með því að gera vímuna svo mikilvægan þátt í refsivistinni. Eftirfarandi eru nokkrar athugasemd- ir við opinber ummæli vegna dóms og fangelsismála: „Dómsmálaráðherra sagði héraðs- dómara vera sleggjudómara". Samt erum við fangelsaðir af þeim. „Settur ríkissaksóknari sagði að þá mætti dæma fyrir afbrot sem ekki væru kórdrengir'. Má semsagt dæma bakara fyrir smið? „Fangelsismálastjóri sagði hráefnis- skort í fangelsum vegna lélegrar frammistöðu dómstóla." Er útilokað að fólk sé heiðarlegt? Flestir ef ekki allir þeir sem komið hafa í fjölmiðlum á vegum fangelsismála- stofnunar (þar með talinn framkv.stj. Verndar) vegna málefna fanga hafa sagt ósatt. Kannski við fangar þurfum ekki heiðarlega umljöllun eða eru yfirmenn fangelsismála hafnir )fir sannleikann? Refsifangi VEÐUR Veðrið í dag... Norðaustan kaldi eöa stinniugskaldi með snjókomu suðaustanlands í fyrramálið, en síðan vaxandi vindur. Alíhvasst eða hvasst norðvestan til og eins austan til á landinu síðdegis. Snjókoma víðast á Austurlandi og éljagangur á Vestfjörðum og úti við sjóinn norðan til. Minnkandi frost. ffiti 0 til 5 stig Veðurspárit skv. tölvuspá ECMWF 08.01. 1999. Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir miðnætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnuð í 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn að punkti. Vindhraði er táknaður með skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. Þríhymingur táknar 25 m/s. rci Akurnps Pri NM> % / E f\\ . pS) Bolunqarvlk fC) Hvoiav^Bir „íz; Sin Mán \ r í ti) Rauíarhöfn mrr í — i ■ i /ífití ssi \ —Ahyrgyn , ~xr s \ n \ í N \. rc> BBnduás \ ! ■■I....1.U, m S • í t, l / s\ l i j :±rl 1 ■ITV ^ WtA SS.S tk\ . PG) Kirkjutopjarktauatui /W\U >/l\ ,rs___ J / % W/í í fC) Stórhótöi mm rC) StykkishOlmur mm i . { i \—L | i ■ f ■ m\ m NjTfvT' s U in M F m Pio L 1U 8un U m M M \ ^ í VeðurhorfiiT næstu daga Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfúr á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu. Færð á vegum Hálka á Hellisheiði, í Þrengslum og i Ámessýslu og uppsveitum. Þæfingsfærð er um MosfeUsheiði og Kjósaskarðsveg, en þungfært um Geldingadraga. Einnig er þungfært frá Bjarkarlundi og í KoUafjörð á Vestfjörðum. Víða er hálka á þjóðvegum landsins, að öðru leyti er góð vetrarfærð. 66* SEXTIU OG SEX NORÐUR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.