Dagur - 16.01.1999, Side 2
uoo t
t ii
4 u »\ *, «t v, * »\
18-LAUGARDAGUH 16. JANÚAR 1999
LÍFIÐ í LANDINU
Sjónvarpskonan Helga Guðrún Johnson er
aldellls orðin rík. Fyrir sex vikum eignuð-
ust hún og maður liennar, Kristinn Gylfi
Jónsson, tvíbura átta vikum fyrir tímami
eftir nokkuð erfiða meðgöngu og nú eru
þeir loksins komnir heim. I'víburamir
Helga Þóra (ekki nefnd eftir mömmunni,
bara taka það fram af því að allir spyrja) og
Ólafur Haukur voru sex og átta merkur við
fæðingu en eru nú komin upp i tíu og tólf
merkur og braggast óðum. Fyrir áttu þau
Auði, sjö ára, og Jón Bjarna, fjögurra.
Helga Guðrún er eðlilega öimum kafin við að sinna smáfólkinu svo
að áhorfendur Stöðvar 2 gcta ekki vænst þess að sjá hana á skján-
um alveg á næstunui.
Helga Guðrún
Johnson.
Söng og leikkonan Selma Bjömsdóttir
hefur verið ráðinn til þess að taka þátt í
Evró-vision söngvakcppninni fyrir íslands
hönd. Lagið sem hún syngur þar samdi
Þorvaldur Bjami Þorvaldsson, fyrrum
gítarleikara hljómsveitarinnar sálugu Tod-
mobil, ekki hefur cim verið ákveðið hveijir
koma til með að flytja lagið með Selmu.
Söngvakeppnin verður að þessu sinni hald-
in í Jerúsalem 29. maí og munu við von-
andi fá að berja Söngkonuna augum á
skjánum áður.
Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson.
Linda Pétursdóttir.
...Það var ljóst að Unda Pé liafði ekki gert
ráð fyrir að auglýsingaherferðin fyrir Bað-
hús Iándu nú eftir jólin myndi skila sér -
þaó gerði hún. Sl. mánudag lirúguðust kon-
umar inn, streymdu inni búningsklefana og
tóku til við að fá olnboga í rassinn, putta í
augað eða handarsveiflu í síðuna þar sem
þær rcyndu af útsjónarseinl, en vcikuin
mætti, að smokra sér úr vinnufötunum og í
þolfimisettið á þeim þónokkru fersentí-
metrum sem hver haföi til umráða í bún-
ingsklefanum...
Vigdís Grímsdóttir er orðin listamönnum
úr ýmsum greinum fjársjóður hugljóm-
anna og fer nú brátt að slaga upp í Einar
Kára sem einlrverju sinni sagði eitthvað á
þá leið að nú væri bara eftir að búa til
„Djöflaeyjan - fjölskylduspilið í ár“ (eftir
að Djöflaeyjan var komin innbmidin, í
kilju, stórbók, leikriti, kvikmynd...). Eins
og menn mima hafa skáldsögur Vigdísar, Ég
heiti ísbjörg, ég er Ijón+Grandavegur 7,
komist á svið. í vikmini var frá því sagt í
blaðinu að fyrrum pönkari, og núverandi
virðulegt tónskáld, Sigurður Sævarsson væri að semja ópcru eftir
skáldsögu hennar Zetu. Því næst fféttist af því að einhver Norsari
hcfði líka fengið hugljómun viö lcstur á texta Vigdísar og cr nú að
scmja óperu eftir Ég hciti ísbjörg...
Vigdís Grímsdóttir.
Þorgrimur Gestsson.
FisJdfréttamaðurimi PáU Benediktsson
hcfur ckki sagt skilið viö sloriö þó aö liaim
sé horfinn af skjánum í bili. Palli hefur
stofnað sitt eigið fyrirtæki mcð aðsetur í
Fleet Street íslendinga, sjálfum Þvennúlan-
um í Rcykjavík, og er aö vinna átta sjón-
varpsþætti um íslenskan sjávarútveg, sem
sýndir verða árið 2000. Til liðs við sig hef-
ur hann fengið frækiim ritliöfund sem lítið
hcfur vcrið í sviðsljósinu að undanfömu,
Þorgxim Gcstsson sem lengi var á Útvarp
inu. Haim er nú í pásu frá bókarskrifum og
farinn að skrifa sjónvarpshandrit...
r
Eitt umtalaðasta morð íslandssögunnar var framið snemma árs 1968. Þá var
Gunnar Tryggvason leigubílstjóri myrtur í bíl sínum við Bugðulæk I Reykjavík.
Myndin er frá morðstaðnum. Um þetta mál fjallar Sigursteinn í einum þátta
sinna.
„Sakamál eru alltaf umdeild í eðli
sínu. Því má allt eins búast við að
þessir þættir skapi umræður út í
samfélaginu, “ segir Sigursteinn
Másson.
í sex þáttum
/ sex sjónvarpsþáttunum erfjallað
um sex hérlend sakamál. Það
yngsta er tveggja ára, enþað elsta
um þrjátíu ára.
„Sakamál eru alltaf umdeild í eðli sínu. Því má allt
eins búast við að þessir þættir skapi umræður út í
samfélaginu, sem ég vænti að verði málefnalegar
en ekki einhver skotgrafahernaður," segir Sigur-
steinn Másson. A sunnudagskvöld verður í Sjón-
varpinu sýndur fyrsti þátturinn í röð sex heimilda-
þátta sem hefur hlotið heitið Sönn íslensk saka-
mál. Það er kvikmyndafyrirtækið Hugsjón sem
framleiðir þættina fyrir Sjónvarpið, Björn Br.
Björnsson leikstýrir þeim en Sigursteinn Másson
er handritshöfundur og umsjórmaður.
Það er lítið að óttast
„Elsta málið sem við tökum fyrir er frá árinu 1968,
morðið á Gunnari Tryggvasyni leigubílstjóra. Það
mál upplýstist aldrei, en var mjög umtalað á sínum
tíma. Fyrsti þátturinn sem við sjmum hinsvegar er
um mál þau sem tengjast Björgvini Þór Ríkharðs-
syni, sem nefndur hefur verið Sólbaðsstofuræn-
inginn. Er undirtitili þáttarins Hættulegasti glæpa-
maður íslands?" segir Sigursteinn. - Önnur mál
sem tekin eru fyrir í þessum þáttum eru stóra
tryggingasvikamálið sem svo var kallað, gullþjófn-
aðarmálið, stóra kókaínmálið sem kennt hefur ver-
ið við Stein Ármann Stefánsson og morð í Hafnar-
firði fyrir tveimur árum sem nefnt hefur verið
Hlöðversmálið.
Sigursteinn segist hvergi hafa verið banginn
þegar hann fór út í þessa þáttagerð. Alla hræðslu
gangvart verkefnum af þessu tagi hafi hann tekið
út þegar hann gerði tvo þætti um hin svokölluðu
Guðmundar- og Geirfinnsmál, sem voru sýndir f
Sjónvarpinu fyrir um tveimur árum. „Það er lítið
að óttast," segir Sigursteinn. - Hann gat þess sér-
staklega að hann hefði átt einkar gott samstarf við
embætti Ríkislögreglustjóra við heimildaöflun
vegna þessara þátta, andstætt því sem var meðan
RLR var við lýði.
Þættimir hafa ýtt við ýmsu
,/EtIi ég hvíli mig ekki á umfjöllun um sakamál
eftir þetta. Snúi mér að fallegri málum,“ segir Sig-
ursteinn Másson. Hann segist þó telja að þættir
sínir um Guðmundar- og Geirfinnsmálin hafí ýtt
við ýmsu í þjóðfélaginu, til dæmis liggi nú fyrir Al-
þingi frumvarp dómsmálaráðherra sem kveður á
um að heimildir til endurupptöku sakamála verði
rýmkaðar. Kemur þetta frumvarp fram eftir kröft-
uga umræðu um áðurnefnd mál, sem Sigursteinn
íjallaði svo eftirminnilega um í þáttum sínum.
-SBS.
Maður vlkunnar
ergóðiu'!
Maður vikunnar er unglingurinn setn sprengir ekki áramótabomb-
ur í Hagaskóla. Unglingurinn sem leggur ekki skólafélaga sína í
einelti. Unglingurinn sem notar kennslubækur og kennslustundir
lil að læra. Unglingurinn sem ráfar ekki um göturnar dauðadrukk-
inn að næturlagi. Maður vikunnar er hinn þögli meirihluti;
góði unglingurinn.
Það eru líka góðir unglirtgar í
Hagaskóla.