Dagur - 16.01.1999, Side 4

Dagur - 16.01.1999, Side 4
20 - LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 PETUR GAUTUR eftir Henrik Ihsen Sýningar: lau. 16. jan. kl. 20 - uppselt fös. 22. jan. kl. 20 lau. 23. jan. kl. 20 Glefsur úr leikdómum: „Hið vandasama aðal- hlutverk leikur Jakob Þór og ferst það vel úr hendi. Framsögn hans er til fyrir- myndar og leikurinn af- burðagóður." „Leikur, buningar, tónlist, leikmynd og lýsing mynda mjög sannfærandi heild þar sem textinn er gerður að lifandi afli sem hrífur áhorfandann með sér." Sveinn Haraldsson MBL „Uppsetning Leikfélags Akureyrar á Pétri Gaut hlýtur að teljast leiklist- arunnendum á Akureyri og í nærsveitum kær- komið tækifæri til þess að njóta einnar af perlum leikbókmenntanna. Þeir ættu ekki að láta það fram hjá sér fara." Haukur Ágústsson Degi „Sveinn Einarsson leik- stjóri hefur skilað hreint frábæru verki. Svona á leikhús að vera og það er einfaldlega fullkomin synd að láta þessa sýn- ingu fram hjá sér fara." Þórgnýr Dýrfjörð RÚVAK „Leiftrandi skemmtileg sýning þar sem ævintýrið er höndlað í eftirminni- legum atriðum. Ógleym- anlegt." Auður Eydal DV TEATER Œ DANS l NORDEN LEIKFÉLAG AKUREYRAR SÍMI 462 -1400 MENNINGARLÍFIÐ I LANDINU bókaS Elías Snæland Jonsson ritstjóri HILLAN írar sjá á eftir einum kunnasta rithöfundi sínum. Brian Moore, sem sumir landa hans hafa borið saman við James Joyce á yngri árum, lést á mánudaginn. Hann var 77 ára að aldri. Irskir rithöfundar og stjórnmálamenn hafa keppst við að bera lof á hinn látna, þeirra á meðal forseti landsins, enda líta þeir á Moore sem írskan höfund þótt hann hafi búið í Am- eríku frá því skömmu eftir síðari heimsstyij- öldina og gerst kanadískur ríkisborgari. Hann sendi frá sér 19 skáldsögur, sem margar voru kvikmyndaðar, en skrifaði auk þess ýmis kvik- myndahandrit, þar á meðal fyrir meistara Hitchcock. Síðasta skáldsagan, The Magici- an’s Wife, kom út á nýliðnu ári. 1 breska hemiun Brian Moore fæddist í Belfast á Norður-Ir- landi í ágúst árið 1921, einn níu systkina. Faðirinn var læknir í góðum efnum og fjöl- skyldan kaþólsk. Hann hlaut menntun í St. Malachy skólanum í Belfast, eins og reyndar annar kunnur írskur skáldsagnahöfundur - Bernard MacLaverty. Moore gaf fræga mynd af skólalífinu í einni af sögum sínum - The Feast of Lupercal (1957). Að námi loknu hafði Moore hins vegar fengið nóg af þröngsýnu samfélagi Norður- Irlands þar sem trúarbrögð og pólitík voru samtvinnuð. Þegar heimsstyrjöldin hófst gerðist hann því sjálfboðaliði í breska hern- um og gegndi herþjónustu öll stríðsárin, meðal annars í Norður-Afríku, Italíu og Frakklandi. Að stríðinu loknu starfaði hann á vegum hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Austur-Evrópu. Þar hitti hann líka örlagadís: kanadíska konu sem hann varð svo ástfang- inn af að hann elti hana til Ameríku. Þótt ást- in væri ekki endurgoldin ákvað Moore að koma sér fyrir í nýja landinu, fékk starf sem prófarkalesari og síðar blaðamaður og gerðist kanadískur ríkisborgari. Fyrsta sagan best? Moore sagðist hafi ákveðið að fara inn á skáldskaparbrautina þegar einum kunninga hans tókst að fá „hræðilega skáldsögu" út- sinn að hann væri eftirlætis höf- undur sinn. Aðrir segjast ráð- leggja verðandi rithöfundum að læra fagmannleg vinnubrögð með því að lesa skáldsögur Moores. Brian Moore: síðasta skáldsaga hans kom út í fyrra þegar hann var 76 ára. gefna. Árangur fyrstu tilraunar hans í þessa veru var The Lonely Passion of Judith Hear- ne - saga sem hefur verið kvikmynduð og margoft endurprentuð. Margir telja þessa fyrstu sögu þá bestu sem hann skrifaði á æv- inni. Honum gekk að vísu illa að fá hana út- gefna í Ameríku; fékk hana endursenda hvað eftir annað og leitað loks til bresks útgef- anda. Þar fékk skáldsagan góðar viðtökur sem aftur leiddi til útgáfu í Bandaríkjunum. Upp frá því lifði Moore af skáldskap sínum og bjó ýmist í Kanada eða Bandaríkjunum, þótt hann Iiti á sig sem írskan rithöfund. Aðdáendur Moore voru margir, ekki síst aðrir rithöfundar. Graham Greene sagði eitt Vildi vera „ósýnilegur“ „Hann vildi verða ósýnilegur rit- höfundur," segir breskur kollegi, Hermione Lee. Sagan var aðalat- riðið £ hans huga, ekki höfundur- inn. Hver ný skáldsaga frá hans hendi var gjörólík hinum fyrri. Fjölbreytni í efnisvali gerði gagn- rýnendum erfitt fyrir að flokka Moore á tiltekinn bás. The Statement frá árinu 1996 fjallar til dæmis um franskan kaþólskan stríðsglæpamann sem notið hefur verndar kirkjunnar frá Iokum heimsstyrjaldarinnar; fyrirmyndin er sótt í mál Paul Touviers. Black Robe (1985) gerist á sautjándu öld í Kanada og segir frá frönsk- um presti sem ferðast á meðal indíánanna (Bruce Beresford kvikmyndaði söguna árið 1991). No Other Life (1993) fjallar hins vegar um trúboð prests á karab- ískri eyju og er lauslega byggð á Jean-Bertrand Aristide, prestinum sem var kjörinn forseti Haiti. I The Great Victorian CoIIection (1975) segir hins vegar frá listfræðingi sem dreymir listaverk frá Viktoríutímanum, vaknar f móteli í Kali- fomíu og finnur einmitt þess konar listaverk á bílastæðinu. Fyrsta skáldsagan, sem MacLaverty kallar „meistaraverk," hefur einnig verið nefnd „Madame Bovary" írskra bókmennta. Judith Hearne er roskin, lífsþreytt kona sem þráir hjónaband en veit að það er vonlítill draum- ur. Hún er einnig áfengissjúklingur sem reynir að vinna bug á fíkn sinni. Sagan er svo miskunnarlaus í lýsingum sínum að enginn sem les hana getur gleymt hremmingum söguhetjunnar. Til vamar letirmi Leti hefur löng- JÓHANNESAR- um verið talin hinn versti löst- ur og letingjar æfinlega illa séðir og liðnir. Ekki síst á þetta við í löndum þar sem lúterska út- gáfan af kristni er við lýði eins og til að mynda á Islandi. Enda er letingi eitthvert versta skammaryrði íslenskrar tungu, en dugnaðarforkur afturámóti mesta lof sem hægt er að hlaða á nokkurn mann. Letin á sér því hvergi viðreisnar von og formæl- endur fáa. Þetta er að mörgu leyti ómak- legt. Hæfilegur skammtur af leti er ekki sfður nauðsynlegur eigin- leiki en dugnaður. Letin er oft á tíðum mikill kostur, þó ekki væri fyrir annað en að án hennar væri hugtakið dugnaður ekki til. Ef ekld kæmi til samburður við let- ingjana þá myndi engin taka eft- ir því hvað dugnaðarforkarnir eru duglegir. Lúsiðnir puðarar Vandamálið við Ietina eins og svo marga aðrar mannlega eigin- leika, er skilgreiningin á hugtak- inu leti, sem er nokkuð á reiki. Dugnaður og ieti eru yfirleitt metin í beinu samhengi við frammistöðu manna í launa- vinnu. Þannig er maður sem neitar stöðugt yfirvinnu og vill frekar vera heima og leika við börnin sín, eða dunda sér í garð- inum, yfirleitt stimplaður latur jafnvel þó hann sé hamhleypa við heimilisstörfin og sannkölluð jarðýta í garðinum. Lúsiðnir puðarar sem böðlast í blóðspreng og uppstyttulaust of- aní skurðum eru jafnan meira metnir en hugsuðurinn sem hall- ar sér fram á skófluna og íhugar hinstu rök tilverunnar, áður en hann tekur yfirvegaður fyrstu skóflustunguna. Þessvegna eru listamenn gjarna stimplaðir let- ingjar og auðnuleysingjar, eða allt þar til þeir fara að græða á list sinni, þá eru þeir boðnir vel- komnir í, samfélag dugnaðar- forkanna. En staðreyndin er auð- vitað sú að húðlatt ljóðskáld sem skilur eftir sig eitt lítið Ijóð getur markað dýpri spor í menninguna en atorkuhöfundur sem Iætur eftir sig marga þúsund blaðsíðna doðranta. Blóölatir fjðldamorðingjar Skortur á heilbrigðri leti hefur valdið miklum skaða í gegnum tíðina. Það er til dæmis alveg ljós að það er miklu þægilegra að þurfa að lifa við blóðlatan fjöldamorðinga en harðduglegan kollega hans. Hitler var eins og menn muna dugnaðarforkur hinn mesti. Með hæfilegri aulcningu á leti mætti spara gríðarlega í heil- brigðiskerfinu á Islandi. Letingj- arnir eru yfirleitt ekki verulega stressaðir, en stress veldur hjartasjúkdómum eins og kunn- ugt er og pungsveittum atorku- mönnum er miklu hættara við stressi og kostnaðarsömum kranldeikum því tengdu. Skortur á heilbrigðri leti hefur einnig kostað þjóðina ótalda milljarða í gjaldþrotum hömlu- lausra framkvæmdamanna á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Leti er kannski ekki allt sem þarf, en hún er nauðsynlegur hemill á óhefta framkvæmda- gleði stórhættulegra dugnaðar- forka. Varist „Til vamar“ Að svo mæltu er rétt að benda mönnum á að vara sig á greinum sem byrja á: „Til varnar.“ hinu og þessu. Þeir sem skrifa greinar undir slíkjum formerkjum eru æfinlega að reyna að réttlæta eig- in ágalla og upphelja sjálfan sig undir yfirskyni heimspekilegra vangaveltna. Og ég viðurkenni það fúslega að ég er húðarletingi af verstu sort og þessi litla grein er auðvitað fyrst og fremst til- raun til'að verja sjálfan mig og upphefja á kostnað dugnaðar- forkanna, sem ég að sjálfsögðu myndi öfunda ef ég nennti þvf. Eg hef þetta þá ekki lengra, enda er ég orðinn gjörsamlega útkeyrður og örmagna þegar hér er komið sögu í pistlinum. Eg nenni þessu ekki lengur, ég þarf nauðsynlega að fara heim að leggja mig og safna kröftum fyrir næsta pistil. SPJALL Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.