Dagur - 16.01.1999, Side 8
24 — LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999
Xfc^Mir
LÍFIÐ í LANDINU
Ólafur Thors: „Hafði persónutöfra
og vinsæll en ekki sterka sýn, al-
mennt frjálslyndur en jarðbundinn
pólitíkus."
Davíð Oddsson: „Friðaði Sjálfstæð-
isflokkinn eftir innbyrðis deilur frá því
að Bjarni Ben. dó. Það hlýtur að telj-
ast nokkuð afrek."
„Stjórnar með gulrótum og svipu. í
Sjálfstæðisflokknum láta menn
stjórnast af hræðslu við að falla í
ónáð. Slíkir leiðtogar hafa náð langt
og er hættara við falli."
„Af stjórnmálamönnunum í dag hef-
ur mér alltaf fundist þeir valdasjúk-
ustu Davíð Oddsson, Ólafur Ragnar
Grímsson og Jón Baldvin Hannibals-
son. Mér hefur alltaf fundist þeir
sækjast fyrst og fremst eftir valdi."
„Óhræddur við að taka ákvarðanir
og talarþannig að fólk skilur. Enginn
í vafa um vald hans.“
„Vitsmunir, kraftur, persónutöfrar og
orðheppni - getan til að tjá sig -
hafa gert hann að einum mesta
stjórnmálaleiðtoga þessarar aldar."
Hermann Jónasson: „Dálítill henti-
stefnumaður. Hafði ákveðna sann-
færingu, var meira til vinstrí en sonur
hans."
Steingrímur Hermannsson: „Hef-
ur aldrei verið mikill prinsippmaður,
hvorki sem forsætisráðherra né leið-
togi flokksins."
„Þorirað taka ákvarðanir. Það var
enginn í vafa um vald Steingríms
meðan hann var forsætisráðherra.
Komst upp með ýmislegt afþví að
hann var svo sterkur.“
Jónas frá Hrifíu: „Hafði ákveðna
þjóðfélagssýn sem hann reyndi að
berjast fyrir með kjafti og klóm. Var
sannfæringarpólitíkus enda var það
honum að falli á endanum. Bæði
hataður afóvinum sínum og dýrkað-
ur af stuðningsmönnum sínum."
„Hafði gífuríeg áhrifþó að menn geti
endalaust rifist um hvortþau hafi
verið til góðs eða ills. Bjó til það
flokkakerfi sem við búum ennþá við
eða er að verða til.“
„Sterkur leið-
togi þarf að
standa við orð
sín og gerðir
svo að fólk fái
traust á honum
en hann þarf
líka að vera
óhræddur við
að viðurkenna
ef honum
skjátlast og má ekki láta króa sig
af úti í horni. Hann þarf að vera
óhræddur við að láta skýrt koma
í ljós hver hefur valdið en gera
það jafnframt þannig að fólk
sætti sig við það. Það er nátt-
úrulega ekki vandalaust. Hann
þarf Ifka að hafa sjarma og út-
geislun. Hann þarf að þora að
taka ákvarðanir og geta útskýrt
þær í fáum orðum á skiljanlegu
máli fyrir fólki,“ segir Magnús
Bjarnfreðsson almannatengill.
Gunnar Helgi Kristinsson,
prófessor í stjórnmálafræði, tel-
ur að raunverulegur leiðtogi
hljóti að hafa einhverja pólitíska
sýn, einhver markmið sem hon-
um tekst að fylkja fólki um og
vinna að. Það telur Gunnar að
sé meginforsenda þess að við-
komandi sé leiðtogi í raun.
Hann bendir á að margir hafi
formlegar leiðtogastöður en
skorti herslumuninn, sýnina.
Það hafi ekki síst gilt um ís-
Ienska stjórnmálamenn gegnum
tíðina.
Persónulegur metnaður
Leiðtogar þurfa að hafa blöndu
af persónulegum metnaði og
hæfileikum til að móta stefnu og
fá fólk með sér, að mati Einars
Karls Haraldssonar, almanna-
tengils og fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Alþýðubandalags-
ins.
Leiðtogar þurfa að hafa sterka
sjálfsmynd og mikinn metnað.
eða forsætisráðherra," segir
Einar Karl.
Hann telur að staðfesta sé
dýrmætur eiginleiki Ieiðtogans
og bendi til þess að hann hafi
þekkingu og reynslu. „Leiðtogi
þarf ekkert endilega að vera dáð-
ur eða vinsæll ef hann er sjálf-
um sér samkvæmur. Menn geta
lært að virða það og meta ef þeir
geta fundið kerfi í því hvernig
hann nálgast hlutina. A endan-
um verður einhver að ráða ferð-
inni og þess vegna er mikilvægt
að það sé innra samræmi í því
sem leiðtoginn gerir,“ segir
hann.
Forystusauðir af sjálfu sér
Jón G. Hauksson, ritstjóri
Fijálsrar verslunar, horfir á leið-
togahlutverkið út frá sjónarhorni
stjómunar og viðskipta. Hann
vitnar í kínverska heimspeking-
inn Lao Tse, sem orðaði þetta á
þá leið að sterkur leiðtogi væri
maður sem fólk yrði lítt vart við
en kæmi hlutunum engu að síð-
ur í verk. Að leiðtogi léti hlutina
gerast án þess að gera í raun
neitt, þannig að þegar verk hans
væru unnin og markmiðum
hans náð segði fólk sem svo:
„Við gerðum þetta sjálf.“
„I fræðum stjórnunar er gerð-
ur greinarmunur á leiðtoga og
stjórnanda. Leiðtoginn gerir
réttu hlutina, velur leiðina, en
stjórnandinn gerir hlutina rétt;
framfylgir stefnu leiðtogans. Það
einkennir þess vegna leiðtoga að
þeir eru sjálfstæðir í hugsun en
herma ekki hugsunarlaust eftir
öðrum; þeir eru ekki sporgöngu-
menn. Það einkennir líka flesta
leiðtoga að þeir eru gæddir per-
sónutöfrum, vitsmunum, vilja og
krafti til að leiða hópa; þeir
verða forystusauðir nánast af
sjálfu sér og án átaka - þótt í
stjórnmálum þurfi þeir yfirleitt
Jón G. Hauksson: „Það einkennir
líka flesta leiðtoga að þeir eru
gæddir persónutöfrum, vitsmunum,
vilja og krafti til að leiða hópa; þeir
verða forystusauðir nánast af sjálfu
sér og án átaka."
ákveðinni menntun. En hver
verður fyrir valinu? Það er sá
sem hefur mestu persónu-
töfrana, sjálfstraustið, eldmóð-
inn, viljann til að ná árangri og
hæfileikann til að tjá sig og um-
gangast fólk. Þar skilur á milli
leiðtogans og hinna,“ segir hann
og bætir við að vissulega stjórni
margir fyrirtækjum í krafti eigin
Ijármagns. „Þeir stýra þeim
vegna þess að þeir eiga þau eða
að þeir eru stórir hluthafar. Þeir
eru stjórnendur - en Ieiðtogar
verða þeir ekki nema hafa réttu-
persónueiginleikana; að starfs-
menn segi að loknu verki: „Við
gerðum þetta sjálf.“
„Stórhættulegir"
valdafíklar
Birna Þórðardóttir hefur enn
aðra sýn á leiðtoga og að vissu
Mörður Árnason: „Haraldur harð-
ráði sagði um Gissur ísleifsson að
hann gæti orðið margir menn; vík-
ingaforingi, konungur og biskup.“
Bima Þórðardóttir:... „vinsældir
þessara sjálfskipuðu og ánægðu
leiðtoga stafa af tilhneigingu fólks
til að leita í geislabrotin og
molana“...
Guðrún Helga
Siguröardóttir
skrifar
- hvemig
Flestireru sammála um að það sé æskilegt að hafa ste,
tíðarsýn og hugmyndirum hvemig eigi aðgera þá s;
vinstri hreyfingunni á íslandi á síðustu áratugum ogA
Samfylkingin erað verða til og margirem um hitumi
sterkum leiðtoga en því erekki auðsvarað. Magnús I
dóttir, GunnarHelgiKristinsson, MörðurÁmason o^
ingu og nefnajafnframt nokkra menn semþau telja \
Þeir hljóta að sækjast eftir ítr-
ustu völdum vegna þess að ef
þeir gera það ekki þá skilja þeir
eftir tómarúm sem aðrir reyna
að fylla út í. Þess vegna hlýtur
leiðtoginn að sækjast eftir ítr-
ustu völdum. Þegar hann hefur
náð markmiðum sfnum fer hann
út af sviðinu eftir nokkur ár því
að þá er ekkert fyrir hendi sem
svalar persónulegum metnaði
hans. Dæmi um slíkt er Lúðvík
Jósepsson.
„I Alþýðubandalaginu var mik-
ið hlegið að því hve hann varðist
fimlega árið 1978 þegar lagt var
að honum að fara inn í ríkis-
stjórnina. Hann gerði það meðal
annars með þeim rökum að
hann nennti ekki að vera al-
mennur ráðherra. Sumum
finnst ógurlega merkilegt að
vera ráðherra en þegar maður er
búinn að vera sjávarútvegsráð-
herra í tveimur ríkisstjórnum
nennir maður kannski ekki að
vera annað en utanríkisráðherra
að takast á um formennskuna í
upphafi. En eftir það sitja þeir
öruggir í sessi,“ segir Jón.
„Oft er sagt að menn séu
fæddir leiðtogar; eiginleikarnir
séu áskapaðir. Það er margt til í
því. En leiðtogahæfileikar eru
líka áunnir. Menntun og þekk-
ing gefur mönnum sjálfstraust
og hægt er að læra ræðu-
mennsku og að tjá sig. Þegar við
bætist áhugi, eldmóður, kraftur,
útgeislun, kjarkur og vilji til að
stjórna og gefa af sér í samskipt-
um við aðra eru menn á hraðri
leið f sæti leiðtogans. Margir
frumkvöðlar í atvinnulífinu hafa
ekki haft langskólanám en þeir
hafa haft eldmóð í hjarta og
kjarkinn til að hrinda hugmynd-
um af stað - og fara fyrir flokki
manna.
Þegar ráðið er í stöðu forstjóra
og framkvæmdastjóra sækja oft
tugir manna með svipaða
menntun um stöðuna - enda yf-
irleitt óskað og auglýst eftir
Ieyti mun neikvæðari en karl-
mennirnir hér á undan. Hún
telur að leiðtogar séu „öryggis-
skýli“ fyrir fólkið, „eitthvað til að
trúa á“ þannig að fólk þurfi ekki
að hugsa of mikið sjálft. Hún
segir að hefðbundnir Ieiðtogar
þurfi ekkert endilega að hafa
neina sérstaka eiginleika til
brunns að bera, þeir séu reknir
áfram af metorðaþrá. Birna telur
að leiðtogar séu oftast „stór-
hættulegir“ og flokkar þá í
hópa, annars vegar þá sem gang-
ast upp f því að vera leiðtogar og
sækjast eftir því að vera ofar
öðrum.
„Þar erum við að tala um
valdafíkilinn og hrokagikkinn
sem telur sig öðrum hæfari. Slík
leiðtogastaða byggir alltaf á beit-
ingu valds í einni eða annarri