Dagur - 16.01.1999, Page 10

Dagur - 16.01.1999, Page 10
26 - LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 ro^tr LÍFIÐ í LANDINU Þegar Játvarður, yngsti sonur Elísabetar Englandsdrottningar, tilkynnti um trúlof- un sína og Sophie Rhys-Jones rifjuðu fjölmiðlar upp hrakfallasögu systkina hans í hjónabandsmálum. Systkini Ját- varðar hafa öll skilið. Karl ríkiserfingi þorir ekki að giftast ástkonu sinni til margra ára, Camillu Parker Bowles, af ótta við reiði þegna sinna sem margir hafa skömm á Camillu og kenna henni um að hafa eyðilagt hjónaband þeirra Díönu. Drottningunni var mikið létt þeg- ar hin léttlynda Fergie hvarf af vettvangi eftir að hafa skandaliserað út og suður og eini meðlimur konungsfjölskyldunnar sem virðist sakna hennar er fyrrum eigin- maður hennar, Andrew prins, sem hefur ekki fundið sér annan lífsförunaut. Anna prinsessa hefur verið Iánsamari, skildi við Iauslátan eiginmann og giftist ungum hestasveini konungsQölskyldunnar og virðist una sér hið besta í seinna hjóna- bandi. Kaldlynd fjölskylda Það er enginn Ieikur að giftast inn í bresku konungsfjölskylduna. Maka kon- ungsbarna er ætlað að tileinka sér siði íjölskyldunnar nær hjálparlaust og víxl- spor eru ekki auðveldlega fyrirgefin, eins og bæði Díana og Fergie komust að enda töpuðu þær fljótlega lífsgleði í samvistum við formfasta og deyfðarlega kpnungsfjöl- skyldu. Nýjasti meðlimurinn, Sophie Rhys Davies, er fjörmikil konal sem hefur haft gaman af að fá sér í glas eða allt frá því hún var þrettán ára gömul og smyglaði áfengi inn í skóla sinn. Hún var lítill námsmaður en sinnti íþróttum og skemmtanalífi af meiri atorku. Sophie á sér fortíð í ástarmálum sem er engin furða því hún er þrjátíu og þriggja ára gömul. Einn fyrrum elskhugi hefur þegar gefið sig fram við fjölmiðla sérstaklega í þeim tilgangi að lýsa ástarleikjum þeirra í smáatriðum. Fleiri kunna að streyma á Þegar Játvarður og Sophie tilkynntu um trúlofun sína lögðu þau sérstaka áherslu á vináttu sína. Sagt er að Sophie hafi mjög þrýst á um trúlofun og brúðkaup. hundum sínum og hestum. Karl prins sagði blaðamanni eitt sinn að móður sín hefði ekki kysst sig síðan hann var átta ára gamall. Karl hefur sárast kvartað und- an kaldlyndi foreldra sinna en systkini hans hafa kosið að tjá sig ekki um upp- eldi sitt. Játvarður og Sophie stilltusérupp fyri, Ijósmyndara emsim vettvang enda munu slúðurblöð horga laglega upphæð fyrir slíl<ar lýsingar. Umfjölítm um trúlofun Játvarðs og Sophie hefur einkennst af kurteisi í garð prinsins og er þá af sem áður var þegar Iátlausar skammir dundu á honum. Ját- varður er yngsta barn drottningar og fékk frjálslegra uppeldi en systkini sín sem alin voru upp við aga sem þótti hæfa rík- iserfingjum. Börn Elísabetar drottningar og Philippusar manns hennar nutu ekki mikils ástríkis foreldra sinna sem þykja fremur kaldlynd að eðlisfari enda ætíð upptekin af því að gæta að virðingu sinni. Drottningin hefur óbeit á líkamlegri snertingu en hefur þó sést láta vel að Ýjað að sainkynlmeigð A sínum tíma gegndi Játvarður herþjón- ustu en gafst upp eftir þrjá mánuði og sagðist ekki treysta sér til að lúta þeim harða aga sem ríkti í hernum. Faðir hans hellti sér yfir hann og Játvarður sem þá var tuttugu og tveggja ára grét klukku- stundum saman eftir reiðilestur föður síns en sagði sig úr hernum daginn eftir. New York Post tilkynnti afsögn hans und- fyrirsögninni: „Skælandi rolan frá Játvarður gekk síðan til liðs við leikhóp Andrews Lloyd Webber. Það tiltæki hlaut litla samúð fjölmiðla og dálkahöfundur Spectator sagði Játvarð vera á launum við að koma sér upp leikhúsreynslu og eltast við piparsveina. Um þetta Ieyti komst í hámæli að prinsinn væri hommi. Breskt blað gaf í skyn að prinsinn stæði í ástar- sambandi \dð leikara og orðrómurinn um kynhneigð prinsins gekk svo langt að rætt var um meinta samkynhneigð hans í hinni vinsælu kvikmynd Pricilla, drottn- ing eyðimerkurinnar. I bók sinni um Bresku konungsljölskylduna rifjar Kitty Kelly upp þessar sögur og virðist telja að hneigð prinsins til karlmanna sé stað- reynd. Prinsinn hefur margoft neitað að svo sé. Prinsinn hafði reyndar farið á íjörur við einhverjar stúlkur áður en hann kynntist Sophie Rhys Johns en þær tilraunir höfðu ekki borið neinn varanlegan árang- ur. Þau Sophie kynntust árið 1993 þegar þau voru kynnar í tenniskeppni sem hald- in var í góðgerðarskyni. Þegar prinsinn tók upp samband við Sophie hélt eitt bresku dagblaðanna því fram að ást þeirra væri sett á svið. I þau fimm ár sem Iiðu fram að trúlofun þeirra var slúður þessa efnis mjög hávært en raddirnar hafa nú þagnað, sennilega í tímabundnu kurteisisskyni \íð konungsljölskylduna. Hins vegar gengur það Ijöllunum hærra að Sophie hafi verið orðin örg á tregðu Játvarðs til að giftast sér og sett honum úrslitakosti, annað hvort giftist hann sér eða sambandi þeirra væri lokið. Sophie hefur vitanlega borið þessar sögur til baka. Þegar þau tilkynntu blaðamönnum um trúlofun sína lagði Játvarður sérstaka áherslu á vináttu þeirra: „Samband okkar er mjög gott. Við erum bestu vinir og hjónaband snýst um vináttu. Það hjálpar einnig að við elskum hvort annað mjög mikið.“ Trúlofun prinsins mun sennilega auka vinsældir hans en fram til þessa hefur hann ekki notið sérstakrar hylli þegna sinni því hann þykir eiga til að vera hrokafullur og móðgunargjarn og ósam- vinnuþýður við íjölmiðla. Slúðurblöð munu vafalítið fylgjast grannt með Sophie sem í útliti þykir minna mjög á Dfönu prinsessu og hún hefur verið sök- uð um að stæla hana markvisst. Þessu hefur Sophie ætíð neitað. Litlar líkur eru á því að hún muni nokkru sinni öðlast vinsældir Díönu prinsessu enda þykir Sophie ekki búa yfir sömu pesónutöfrum. Parið mun sennilega ganga í hjónaband í sumar og búist er við að athöfnin verði mun látlausari en þegar bræður Játvarðs gengu að eiga unnustur sínar. Síðan mun grannt verða fylgst með þvf hvort Játvarð- ur, ólíkt systkinum sínum, finnur ham- ingjuna í fyrstu tilraun. -KB Slúðurblöð heims munu á næstunni fylgjast grannt með Sophie Rhys-Jones sem í útliti þykir minna mjög á Díönu prinsessu en á litla möguleika á að njóta sömu hylli.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.