Dagur - 16.01.1999, Side 14
30 - LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999
Th&pr
æðum
Arnbjörg Linda, grasaiæknir, segir að einkum tvær jurtir geti haft góð áhrif á
stiflaðar kransæðar.
Ýmsar jurtirgeta komiðfólki
sem þjáist afkransæðastíflu
tilgóða.
í a.m.k. tveimur plöntum jurtaríkisins eru
efni sem geta komið þeim sem þjást af
kransæðastíflu til góða og geta á stundum
komið í stað annarra apótekaralyfja. Að
sögn Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur,
grasalaeknis, hafa menn einkum notað
tvær jurtir til varnar kransæðastíflu í gegn-
um tíðina, lilju vallarins og hvíthyrnuber.
Arnbjörg segir að þessar jurtir séu til
bóta hvenær sem er fyrir kransæðasjúk-
linga, nema kransæðarnar séu hreinlega
orðnar stíflaðar og þá þurfi fólk að fara í
einhvers konar aðgerð, oftast nær þræð-
ingu. „En það eru margir sem eru með
þröngar kransæðar og það fólk fúnkerar
alveg í daglega lífinu, þó það vinni enga
erfiðisvinnu. En ef það reynir óvenjulega
mikið á sig og fær verk fyrir hjartað þá á
það svokallaðar sprengitöflur sem snögg-
víkka út hjartaæðarnar og verkurinn
hverfur." Hins vegar eru minni líkur á að
fólk fái slíkan verk, sem er nefndur hjarta-
kveisa, ef fólk tekur hvíthyrnuber eða lilju
vallarins reglulega - nema erfiðið sé þeim
mun meira, að sögn Arnbjargar Lindu. Þá
getur einnig verið gott að taka þessar jurt-
ir til að halda sér góðum eftir þræðingu.
Hvíthyrnuber
Hvíthyrnuber eru ekki innlendar jurtir en
eru ræktaðar hér í gróðrarstöðinni í
Grasagarðinum í Laugardal en Lyfjaeftirlit
ríkisins hefur bannað þau sem lyf. Hvít-
hyrnuberin virka þannig að þau Iækka
blóðþrýstinginn, víkka út æðarnarnar - í
fyrstu alls staðar í líkamanum en síðan
hafa þau staðbundin áhrif á hjartaæðarn-
ar. Þau hafa virkað mjög vel, segir Arn-
björg, á fólk með kransæðastíflu. Sumir
hafa jafnvel alveg hætt að nota
sprengitöflurnar svokölluðu ef þeir hafa
tekið nokkra dropa af hvíthyrnubeijatinkt-
úru á dag. „Hvíthyrnuberin eru þekkt um
allan heim sem vörn við kransæðastíflu þó
þau séu bönnuð hér,“ segir Arnbjörg.
Lilja vaUarins
Lilja vallarins hefur öðruvísi en einnig góð
áhrif. „Hún styrkir hjartavöðvann og gerir
þannig hvern slátt virkari. Síðan víkkar
hún út kransæðarnar og Iækkar blóðþrýst-
ing. Það er talið að hún hafi áhrif á að Iosa
þykkinguna, kölkunina, sem verður innan
á kransæðunum. En þetta hefur þó ekki
verið sannað," segir Arnbjörg. „Lilja vallar-
ins virkar Iíkt og digitalis-jurtin sem var í
mörg hundruð ár notuð fyrir hjartað. Það
er bannað að nota digitalis jurtina en það
var unnið úr henni frægt hjartalyf, digox-
in, sem margir hjartalæknar nota.“ -LÓA
HEILSUMOLAR
Ræktuð húð grædd á
bam
Tori Cameron fæddist fyrir átta vikum
með lífshættulegan húðsjúkdóm sem lýsir
sér þannig að minnsta snerting veldur
sárum á húð hennar. I vikunni fór Iitla
stúlkan í aðgerð þar sem grædd var á hana
húð sem ræktuð hafði verið með Iíftækni-
legum aðferðum og er þetta í fyrsta sinn
sem lífrænt ræktuð húð er notuð í svo
viðamikilli aðgerð en þegar er búið að
þekja um 40% af Iíkama litlu stúlkunnar.
Læknar segja að ekki sé hægt að sjá mun-
inn á nýju húðinni og hennar eigin. Nýja
húðin er ræktuð upp úr forhúð ungbarns
sem var Ijarlægð þegar barnið var umskor-
ið. Sagt er að ein forhúð nægi til að rækta
húð á stærð við fótboltavelli.
Eirðarleysi breimir fitu
Nýleg rannsókn hefur leitt í Ijós að eirðar-
Ieysiskækir geti brennt eitthvað af þessari
umframfitu sem á okkur leggst. Rann-
sóknin, sem birt er í nýjasta hefti Science,
fór þannig fram að 16 sjálfboðaliðum var
gefið 1000 aukahitaeiningar á hverjum
degi í átta vikur og á meðan voru þau
tengd tækjum sem mældu orkunotkun.
Sumir þyngdust um allt að 8 kíló en aðrir
lítið sem ekkert. Að sögn Michaels Jensen
Iæknis er það „eirðarleysisþátturinn“ sem
skilji á milli þeirra sem þyngjast og hinna
sem ekki þyngjast. Það sem skiptir sköp-
um eru ekki grófari hreyfingar eins og að
ganga upp stiga heldur miklu fremur
stöðugu litlu hreyfingarnar þegar við
trommum í borðið, klórum okkur í hausn-
um, stöndum upp og annað þ.u.l. Sum sé
óróleiki og eirðarleysi brennir fitu.
Róandi fornir ilmar
Á undanförnum árum hafa Japanir sýnt
aukinn áhuga á fornri japanskri menn-
ingu og í kjölfarið hefur fjöldi manna end-
urvakið Kohdoh reykélsisathöfnina.
Kohdoh er 13 alda gömul japönsk hefð og
var vinsæl mjög af japanska aðlinum en
datt úr tísku á 17. öldinni. Reykelsisat-
höfnin felst í því „að hlusta á reykelsið og
nota endurminningar okkar til að endur-
skapa einstæðan heim í ímyndunarafli
okkar,“ segir einn helsti reykelsis- og te-
siðameistari Japana, Shugen Hachiya.
Munanautn
Kannski finnst
einhverjum
undarlegt að
hægt sé að
örvast að barmi
fullnægingar við
það eitt að
handleika skó,
kannski svona
virkilega háa
fegurðarsam-
keppnaskó með
glitri og beittum
hæl, eða sakleysislega tónaflóðs-
skó (sbr. Julie Andrews skopp-
andi um svissneska hóla með
stjúpbörnin í eftirdragi), eða
rauð glæfrakonustígvél upp á
læri mið. Þetta er veruleiki ein-
staklinga sem fylla þann flokk
sem kynlífsfræðingar hafa nefnt
fetishisista. (munanautnaseggi).
Samkvæmt skilgreiningum er
það kallað Fetishismi (eða
munanautn) þegar maður eða
kona örvast kynferðislega af
nánd eða snertingu við hluti og
efni sem eru alla jafna ekki
tengd kynörvun í hugum manna.
Skór eru eitt dæmi um muni
sem örva en þó ég hafi nefnt
glæsikonuskó hér á undan má
rétt eins búast við að gúmmítútt-
ur eða flókaskór geti komið ein-
hverjum til góða.
Saga úr sveitinni
ímyndum okkur ungan dreng
sem upplifir sína fyrstu kynörvun
í sveitinni þar sem hann er rek-
andi kýrnar í grænum haga á sól-
ríkum sumardegi og gengur fram
á heimasætu og kaupamann í
hæfilega siðprúðum/siðspilltum
ástarleik í lautu. Drengurinn er á
gúmmískónum berfættur og
honum rís í fyrsta sinn hold, þ.e.
þannig að hann geti áttað sig á
ástæðunni. Inn í undirvitund
piltsins greypist tilfinningin sem
gagntekur hann við það að finna
holdið rísa, fiðringinn í grindar-
holinu og um skrokkinn allan og
snerting fótanna nakinna við
skóna verður einhverra hluta
vegna stærst í minningunni eða
það lykilatriði sem atburðinn er
skráður með í spjaldskrá undir-
vitundarinnar. Þegar lengra Iíður
á kynþroskann uppgötvar dreng-
urinn að hann finnur sína ríku-
Iegustu örvun berfættur í
gúmmískóm rétt eins og um árið
þegar náttúran greip hann í faðm
sér.
Fleiri en þig grunar?
Eflaust býr Iítill munanautna-
seggur í mörgum þó svo hann
hafi ekki úrslitaáhrif á kynlegar
athafnir hversdagsins. Jóni getur
fundist einn og einn nælonsokk-
ur skemmtilegt svefnher-
bergiskrydd á meðan séra Jóni rís
ekki hold nema gengið sé yfir
hann á pinnahælum. Þó að hér
hafi ég talað um karlkyns seggi
(sveitapiltinn og Jónana tvo) ber
ekki að skilja málið svo að kven-
kynið standi fyrir utan hina
margbrotnu og spennandi veröld
munanautnanna. Skór eru held-
ur ekki allsráðandi því innan ver-
aldarinnar er pláss fyrir vel flest í
efnisheiminum.
Sameiniug seggja
Munanautnaseggir um víða ver-
öld hafa stofnað með sér alls
kyns samtök og bandalög sem
flest þjóna þeim tilgangi að leiða
saman einstaklinga með svipuð
áhugamál.
Á vefnum er að finna ógrynni
upplýsinga um ýmiss konar
munanautnir. The official
alt.sex. feet. fetish website er
hólf sem inniheldur myndir,
fréttir, smáauglýsingar og sögur.
Þar getur fólk með óalgeng
áhugamál (t.d. fætur að stíga á
orgelpedala) komist í ritsamband
við karla og konur í svipuðum
hugleiðingum.
Jæja... Eg hef hér tiplað var-
lega (berfætt með blóðrauðar tá-
neglur) á hálfum fermetra af
munanautnalendunum sem eru
líklega nokkrir hektarar. Kannski
hætti ég mér ögn lengra þegar
fram Iíða stundir.
Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkr-
unarfræðingur, hefur tekið við
kynlífs-pistlinum af Halldóru
Bjamadóttur.
KYNLIF