Dagur - 16.01.1999, Qupperneq 17

Dagur - 16.01.1999, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 - 33 LÍFIÐ t LANDINU Bókasafnið erí lama- sessi og ekkerthugsað fyrír tómstundum. Rúmdýnumar eru svo lélegar aðfangamir veikjast í baki. Að- stæðumarem hörmu- legar. Hvar? ÁLitla Hrauni! „Þeir sem koma þarna í fyrsta sinn, hvort sem það eru fangar eða aðstandendur, vita ekkert og þeim er ekkert sagt heldur," segir Guðlaug Pétursdóttir, móðir fanga á Litla Hrauni. mynd: teitur Fangamir þurfa meira! „Því er alltaf haldið fram að flestir fangar séu fíkniefnaneyt- endur sem fari inn í fangelsin til að hvíla sig á götunni en rann- sóknir hafa sýnt að 35-40 pró- sent fanga lenda aðeins einu sinni í fangelsi. Mér finnst slæmt að það er aðallega hugsað um fangavist sem refsivist en ekki betrunarvist. Það er Iítið gert til að fangarnir geti haft ofan af fyrir sér og bætt sjálfa sig. Handavinna er algjörlega bönnuð, til dæmis nál og prjón- ar og allt sem viðkemur höndun- um,“ segir Guðlaug Pétursdóttir. Guðlaug er móðir fanga á Litla Hrauni og þekkir fangelsis- málin út og inn út frá sjónar- horni fanga og aðstandenda þeirra. Hún er bullandi óánægð með aðstæður á Litla Hrauni og gagnrýnir harðlega hvernig búið er að föngunum. Hún telur að íslendingar séu alltof refsiglaðir og vill að fangavistin verði betr- unarvist, ekki refsivist eins og er í dag. Fangarnir eru manneskjur, ekki „dreggjar" eða „skítur“ eins og hún orðar það, og að sjálf- sögðu eiga þeir rétt á viðunandi aðstæðum. Fangavcrðir alltof fáir Því miður hefur gengið hægt að bæta úr aðstæðum fanga á Litla Hrauni. Astandið fór batnandi í sumar og haust eftir að þrír ung- ir menn fyrirfóru sér í fyrravor en því miður er mikið verk eftir. Þannig er sem betur fer hætt að láta unga fanga á gang með erf- iðustu föngunum en því miður hefur fangavörðum ekki verið fjölgað. Það má jafnvel segja að þeim hafi hlutfallslega fækkað þó að ný fangelsisálma hafi verið tekin í notkun. Sami fjöldi varða sinnir stærra fangelsi. Stundum er aðeins einn fangavörður á næturvakt á 55 fanga gangi. „Fangaverðirnir eru mjög mannlegir og koma flestir vel fram við okkur aðstandendur og sýna okkur virðingu. Þeir gera sitt besta en það er alltof lítið hlustað á þá,“ segir Guðlaug. Hún gagnrýnir hvernig tekið er á móti nýjum föngum og telur alltof lítið upplýsinga- og fræðslustreymi frá fangelsinu til fanga og aðstandenda. „Þeir sem koma þarna í fyrsta sinn, hvort sem það eru fangar eða aðstand- endur, vita ekkert og þeim er ekkert sagt heldur," segir hún. Fangar og aðstandendur verða því að læra hver af öðrum og af reynslunni. „Svo er annað sem mér finnst ábótavant og það er þegar óreyndir dómarafulltrúar taka skýrslur fanganna og dæma þá í gæsluvarðhald. Þegar lögmenn ætla að reyna að verja þá er búið að halda gögnum og jafnvel að fela þau,“ segir hún. Ósamræmdax reglur Oftsinnis virðist sem reglur á Litla Hrauni séu óskýrar og ósamræmdar. Gott dæmi um það eru reglur um gjafir til fanga. Það liggur í hlutarins eðli að aðstandendur mega ekki koma með hvað sem er í fang- elsið en að mati Guðlaugar er erfitt fyrir aðstandendur að fá nákvæmar upplýsingar um það hvað má og hvað ekki í gjöfum. Aðstandendur þurfa að greina frá því hvað gjafirnar innihalda þegar þeir koma með þær á Litla Hraun. Gjafir eru svo opnaðar að fangavörðum viðstöddum og í sumum tilfellum strax teknar af föngunum. „Einn fangi þurfti til dæmis að fá tesíu vegna þess að hann var svo veikur í maga að hann þurfti að drekka te. Hann mátti ekki fá hana vegna þess að hún var úr járni. Oðrum voru gefnir olíulit- ir sem voru í járnumbúðum. Hann mátti ekki fá þá því að þeir voru úr járni. En núna um jólin fengu fangarnir vindla í járnkassa frá einhverju líknarfé- lagi og það máttu þeir fá. I sjoppunni á Litla Hrauni geta þeir fengið keypta gotterísdós úr járni,“ nefnir hún sem dæmi. „Mér finnst þetta vera svo miklar geðþóttaákvarðanir og þær hafa skemmt svo mikið.“ Byrja í meðferð Ymislegt hefur batnað á Litla Hrauni en það er heilmargt eftir. Þegar Guðlaug er beðin um óskalista yfir það sem hún vildi helst sjá til bóta segir hún mest áríðandi að breyta fangavistinni úr refsivist í betrunarvist. Ofar- lega á hlaði er einnig að Iáta fangana byrja fangavistina á því að fara í áfengis- og fíkniefna- meðferð í stað þess að ljúka henni í meðferð eins og nú er. Það væri náttúrulega í átt til betrunar. Guðlaug telur að aðstæður til tómstundaiðkunar vanti stórlega á Litla Flraun. Að vísu er íþróttaaðstaðan viðunandi eftir að nýr salur var tekinn í gagnið en tækjasalurinn er í pínulitlu herbergi þar sem aðeins sex menn komast að með góðu móti. Fangarnir fá aðeins að vera úti í einn og hálfan tíma á dag, óháð veðri, og ráða þá hvort þeir sparka bolta, ganga hring- inn í kringum fótboltavöllinn eða fara í íþróttasal. „Það er svo margt sem þeir spara í fangelsinu sem þarf kannski ekki að spara. Það er til dæmis búið að eyða fleiri millj- ónum í girðingu í kringum fang- elsið en það má ekki kaupa dýnu í rúmin handa föngunum," segir hún og heldur áfram: Vantar hillur „Bókasafnið er algjörlega í Iama- sessi og ekki hægt að nota það eins og er. Fangavörður hefur unnið mjög óeigingjarnt við að byggja upp bókasafnið og það er orðið mjög gott og fínt án þess að fangelsið hafi kostað nokkru til. Það hefur fengið allar bæk- urnar gefins. Nú hefur fengist herbergi undir bókasafnið en það er ekki hægt að taka það í notkun á ný því að það fást ekki hiilur undir bækurnar. Þær eru því í kössum.“ Fangar eiga rétt á að sækja um dagsleyfi eftir ákveðinn tíma en það nýtist ekki nógu vel þeim föngum sem koma utan af landi. Þá eiga þeir rétt á dagpeningum ef ekki er hægt að útvega þeim vinnu í fangelsinu en raunin er sú að ekki fá allir dagpeninga. „Það er náttúrulega ömurlegt fyrir fullorðna menn að hafa ekki vasapeninga, til dæmis til að komast f síma,“ segir Guð- laug að lokum og hefur þá að- eins tæpt á nokkru af öllu þH sem betur má fara hjá föngun- um á Litla Hrauni. -GHS Rýiir skammtar Margt hefur breyst til batmðar á Litla Hrauni upp á síðkastið en það er líka ótalmargt eftir. Eftir- farandi punktareru byggð- irá viðtalinu við Guð- laugu oggreinargerðfrá fdngum á Litla Hrauni. Rýrir skanuntar? Sjoppa er rekin á Litla Hrauni af sama aðila og rekur eldhús- ið og er opið þrisvar í viku. Yf- irbragð hennar er að breytast í matvöruverslun með vöruval í þeim dúr. Það bendir til að fæði sé lélegt eða að skammt- ar séu rýrir. Eittbilljardborð Samkvæmt lögum skulu fang- ar hafa aðstöðu til tómstunda- iðkunar og líkamsþjálfunar. Aðstaða til líkamsþjálfunar hefur farið batnandi en að- staða til tómstundaiðkunar er fátækleg. I nýjasta húsinu hafa 55 fangar aðgang að einu billjardborði. Engin önnur að- staða til tómstundaiðkunar er á staðnum. Bækumar í kassa Bókasafnið á Litla Hrauni er stórt en skilyrðin slæm. Segja má að fangarnir hafi ekki haft aðgang að bókasafni í hálft ár. Þó að lítið húsnæði sé fyrir hendi hafa hillur ekki verið keyptar og bækurnar því að mildu leyti lokaðar ofan í kassa. Fráhrindandi fyrir gesti Fangarnir hafa eina hæð í elsta húsinu á Litla Hrauni undir heimsóknir. Aðstaðan er fráhrindandi, flestir klefar að- eins fimm fermetrar, stálhurð- ir óþéttar og rimlar fyrir gluggum. Vegna Iélegrar hljóðeinangrunar er kveikt á útvarpi frammi á gangi. I hveijum ldefa er rúm úr vink- ilstáli, plastfóðruð dýna og koddi, eitt borð og stóll. Dýnur eru ónýtar Dýnur í rúmum eru lélegar og jafnvel ónýtar. Ekki er óal- gengt að fangar fái bólgueyð- andi og kvalastillandi lyf vegna bakverkja. Þeir hafa jafnvel orðið að leggjast inn á sjúkrahús meðan á fangavist hefur staðið eða fljótlega eftir að henni lauk. Sama leyfi óháð búsetu Fangar eiga rétt á að sækja um dagsleyfi eftir ákveðinn tíma og geta þeir þá fengið leyfi frá átta að morgni til tíu að kvöldi óháð búsetu. Þetta nýtist illa föngum sem búa í öðrum landshlutum. Þá þykir föngun- um erfitt að fá Ieyfi vegna jarðarfara og hefur verið synj- að um slík Ieyfi, til dæmis við fráfall tengdaforeldris. Byggt a viðtalinu við Guð- laugu og greinargerð frá föng- um.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.