Dagur - 19.01.1999, Blaðsíða 4
4- ÞRIUJUDAGUR 19. JANÚAK 1999
FRÉTTIR
L
litið um ölvun en
annir vegna veðurs
Fámeimt var í mið-
borginni aðfaranótt
laugardags enda
hvasst og fólk fauk til
og frá sem var á ferð-
inni, að því er fram
kemur í dagbók lög-
reglunnar í Reykja-
vík.
Ölvun var ekki mikil og ástandið
þokkalegt. Þó þurfti að handtaka
nokkra vegna ölvunar eða óspekta
og þrír voru fluttir á slysadeild
vegna minni háttar meiðsla.
Það var einnig fámennt í mið-
borginni aðfaranótt sunnudags
og ölvun ekki mikil. Fjórir menn
voru handteknir vegna óspekta
og þrír unglingar færðir á lög-
reglustöð vegna ungs aldurs
Mikið var að gera hjá Iögreglu
vegna veðursins um helgina. Mest
var það vegna lausra hluta eða
þakplatna sem fuku til en mikið
var um fok á timbri og fleiru frá
nýbyggingum víða á svæði LR.
Talsvert tjón varð vegna þessa
m.a. urðu allmargar bifreiðar fyr-
ir skemmdum. Björgunarsveitin
Ingólfur var köll-
uð út um kvöld-
matarleytið á
föstudag vegna
foks á þakplötum
af húsi við Norð-
urgarð og hún
aðstoðaði einnig
mann sem hafði
fest bíl sinn á
Nesjavallavegi
skammt
Hafravatni
föstudagskvöld.
Aðfaranótt
laugardags var
lögreglan kölluð
til aðstoðar vegna
muna sem fokið höfðu út úr íbúð
í Húsahverfi og bíl í Mosfellsbæ
er hurðir sviptust upp vegna veð-
urs. Kl. 03 aðfaranótt laugardags
voru björgunarsveitir kallaðar út
til að hjálpa fólki í vandræðum.
Um svipað leyti fuku byggingar-
mót af efri hæð á stórri nýbygg-
ingu í Mosfellsbæ og þurfti að
vekja upp íbúa í nágrenninu til
að Iáta þá færa bíla sina frá ný-
byggingunni. Ekki var vitað um
tjón á öðru en mótunum.
Brotnaði á báðiun
Vinna lögreglu í tengslum við
umferð var mest
vegna veðurs og
ófærðar en þó
voru 6 teknir
grunaðir um ölv-
un við akstur og
20 fyrir of hraðan
akstur.
Umferðarslys
var á Vestur-
landsvegi við
Blikastaði sídegis
á föstudag. Bif-
reið var ekið aftan
á bifreið sem var
kyrrstæð við veg-
arbún en verið
var að flytja farm
yfir í þá bifreið úr annarri. Annar
mannanna sem var að flytja
farminn varð á milli kyrrstæðu
bifreiðarinnar og þeirrar aðvíf-
andi og brotnaði hann illa á báð-
um fótum. Þarna var hvasst, hált
og skafrenningur.
A laugardagskvöld missti öku-
maður vald á bifreið sinni á Skot-
húsvegi og hafnaði hún úti í
tjörninni. Ökumann sakaði ekki
og lítið sem ekkert tjón varð á
bifreiðinni.
Fomgripum stolið
A föstudagsmorgun var tilkynnt
um innbrot í nokkrar bifreiðar á
Lágholtsvegi. Stolið var ferðaút-
varpstæki og geislaspilara. Um
svipað Ieyti var tilkynnt um inn-
brot í hús við Nýlendugötu en
þaðan var stolið ýmsum hljóm-
tækjum og fleiru. Þá var tilkynnt
um innbrot í fyrirtæki við Engja-
teig þar sem stolið hafði verið
tölvum. Þá var brotist inn í hús í
vesturbænum og stolið verðmæt-
um forngripum en lögreglan
hafði upp á gripunum um helg-
ina og kom þeim til skila.
Aðfaranótt laugardags var til-
kynnt um innbrot í íbúð við
Vatnsstíg en þar var stolið GSM
síma o. fl. Þá var einnig brotist
inn í íbúð við Aragötu og unnar
nokkrar skemmdir. Sá sem
þarna var að verki var handtek-
inn í nágrenninu stuttu síðar.
Hald lagt á landa
Nokkrir piltar réðust á unglings-
stúlku í Foldahverfi síðdegis á
föstudag. Meiðsl hennar voru
minniháttar.
Hald var Iagt á nokkurt magn
af Ianda í Breiðholtshverfi á
föstudagskvöld og tveir menn
handteknir. Þá var einnig
sprengdur flugeldur í ruslatunnu
sem eyðilagðist.
Lögreglan í Reykjavík hafði í
ýmsu að snúast í veðurofsanum
um helgina.
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra. Ekki hægt að svara
umsóknunum um veiðileyfi og
kvóta fyrr en lögunum var
breytt.
Nýjulögm
gilda
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að þær 2.700 um-
sóknir um veiðileyfi og kvóta,
sem bárust ráðuneytinu eftir
dóm Hæstaréttar í máli Valdi-
mars Jóhannssonar, verði af-
greiddar samkvæmt nýju lögun-
um sem Alþingi samþykkti í síð-
ustu viku.
„Það var ekki hægt að svara
umsóknunum áður en lögunum
var breytt vegna þess að eftir dóm
Hæstaréttar vantaði efnisreglur í
Iögin. Eftir að Hæstiréttir gerði
5. grein laganna um stjóm fisk-
veiða ógilda vantaði efnisreglurn-
ar,“ segir Þorsteinn.
Hann segir að Fiskistofa sé að
vinna að málinu og muni svara
hverri umsókn fyrir sig en því fari
fjarri að þær séu allar eins. -S.DÓR
WÉ& ■
ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ
• vökvastýri • 2 loftpúða •
• aflmiklar vélar • samlæsingar •
• rafmagn í rúðum og speglum •
• styrktarbita í hurðum •
• samlitaða stuðara •
ÞRÍR EKTA JEPPAR - EITT MERKI
- og JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir
útlit, gæði, eiginleika og möguleika!
JIMNY VITARA GRAND VITARA K°mdu
mkW
TEGUND: VERÐ:
Beinskiptur 1.399.000 KR.
Sjálfskiptur 1.519.000 KR.
TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ:
Jl.X SE 3d 1.580.000 KR. 1 GR, VITARA 2,01. 2.179.000 KR.
JLX SE 5d 1.830.000 KR. GR.VITARA
DlESEl. 5d 2.180.000 KR. j EXCLUSIVE 2,5 L V6 2.589.000 KR.
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási
19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni
8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17.
og sestu innl
Skoðaðu verð
oggerðu samanburð.
$ SUZUKI
r—rlK* 1 1 \ [.
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is