Dagur - 19.01.1999, Blaðsíða 11
I
• tt i s i \\ ti h\ . v v aar han\<
ÞRIBJUDAGU R 19. JANÚAR
199 9
11
Jeltsín frá viimu í máuuð
RÚSSLAND - Læknar telja óhjá-
kvæmilegt að Boris Jeltsín Rúss-
landsforseti verði frá vinnu í a.m.k.
mánuð vegna magasárs, en hann
var lagður á sjúkrahús á sunnudag
vegna þess. Hann þarf þó ekki að
gangast undir skurðaðgerð heldur
nægir lyfjagjöf til þess að með-
höndla magasárið.
Jeltsín skýrði frá því í gær að
hann myndi ekki afhenda völd sín
neinum öðrum á meðan hann
verður fjarverandi. Þetta er í fjórða
sinn sem Jeltsín þarf að dveljast á
sjúkrahúsi frá því hann fór í hjarta-
aðgerð fyrir rúmum tveimur árum.
Borís Jeltsín enn veikur.
Milosevic sagður „persónuiega
ábyrgur".
Öcalau hótar að halda áfram stríði
ÍTALÍA - Abdullah Öcalan, Ieiðtogi aðskilnaðarsamtaka Kúrda í Tyrk-
landi, hótar því nú að taka upp á ný vopnaða baráttu gegn tyrknesk-
um stjórnvöldum. Segist hann ekki eiga annarra úrkosta úr því Evr-
ópusambandið, auk annarra, hafi skort hugrekki til að halda alþjóð-
lega ráðstefnu um stöðu Kúrda.
Öcalan var handtekinn á Italíu á síðasta ári vegna framsalsbeiðni
frá Þýskalandi, en Þjóðveijar hættu svo við að höfða mál á hendur
honum. ítalir treystu sér hvorki til að halda réttarhöldin hjá sér, né
framselja hann til Tyrklands vegna þess að þar vofði yfir honum
dauðarefsing. Óvíst er um dvalarstað hans núna, en hann fór frá Ital-
íu á laugardag með einkaflugvél. I ítölskum fjölmiðlum eru vangavelt-
ur um að hann hafr farið til Austur-Evrópu, hugsanlega Rúmeníu.
MiMl spenna í Kosovo
JÚGÓSLAVIA - Mikil spenna rfkti
í Kosovo-héraði í gær eftir
fjöldamorðin á föstudag, þegar 45
Albanir voru myrtir af serbneskum
öryggissveitum að því er talið er.
Saksóknari stríðsglæpadómstóls
Sameinuðu þjóðanna fékk ekki
vegabréfsáritun inn í Júgóslavíu til
þess að rannsaka málavöxtu, en
Serbar viðurkenna ekki dómstól-
inn. Reynt var að beita Serba
þrýstingi og ákvað NATO að senda
tvo hershöfðingja á fund júgóslav-
neskra stjórnvalda. Málið var einn-
ig rætt í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna.
Javier Solana, framkvæmdastjóri
NATO, fordæmdi fjöldamorðin og sagði Slobodan Milosevic
Júgóslavíuforseta bera „persónulega ábyrgð" á framferði öryggissveita
sinna. NATO hefur ekki komið með neinar beinar hótanir, en Solana
benti þó á það að enn væri í fullu gildi heimild NATO frá í haust til
að halda flugflota í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra árása á
Júgóslavíu.
Clinton æfir sig stíft
BANDARÍKIN - Bill Clinton hefur varið fjórum stundum á dag und-
anfarið til þess að undirbúa sig undir flutning árlegrar stefnuræðu
sinnar í kvöld. Hefur hann lesið ræðuna hvað eftir annað yfir hópi 20
aðstoðarmanna sinna, og var jafnframt unnið að því að stytta ræðuna
sem þótti alltof löng í upphaflegri útgáfu. Mikið er í húfi fyrir Clint-
on, að hrífa með sér þjóðina að þessu sinni.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem stefnuræða forset-
ans er flutt meðan málaferli á hendur honum standa yfir, og þykir
mörgum andstæðingum forsetans óhæft að hann hafi ekki frestað
flutningi hennar þar til málaferlin eru afstaðin.
Lávarðadeildin
ræðir Pinodiet að
nýju
BRETLAND - í gær tók lávarða-
deild breska þingsins að nýju til
meðferðar mál Augustos Pin-
ochets, fyrrverandi einræðisherra í
Chile, en deildin þarf að skera úr
um það hvort hann njóti friðhelgi
sem fyrrverandi þjóðhöfðingi.
Komist deildin að því að hann njóti
ekki friðhelgi kemur til kasta
breskra dómstóla að úrskurða
hvort beri að framselja hann til
Spánar vegna ákæru um mannrétt-
indabrot.
Úrskurðarnefnd lávarðadeildarinnar komst að þeirri niðurstöðu í
nóvember síðastliðnum að Pinochet njóti ekki slíkrar friðhelgi, en
skömmu síðar var sú ákvörðun dæmd ógild þar sem einn þeirra sem
sátu í úrskurðarnefndinni taldist ékki hlutlaus í málinu.
Fyrrí úrskurður öidungadeiidar um
Pinochet var ógiidur.
SÖFNUNAR-
SJÓÐUR
r
Ll
FEYRISRETTINDA
TRAUSTUR 5JÓÐUR - TRYGG FRAMTÍÐ
• m
Lögum samkvæmt Irer öllum launjreg’um og sjálfstætt starfancli
mönnum að greiða til lífeyrissjóðs. Marg'ir greiða til starfs-
greinasjóða í samræmi við kjarasamninga. Aðrir, einkum
einyrkjar, kafa val um Jtað kvert fteir skila lögkundnum
lífeyrisiðgjöldum. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er kjörinn
lífeyrissjóður fyrir |)á.
• Lífeyrisréttindi félag'a Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda eru
með Jjví kesta sem lífeyrissjóðir veita.
• Eignastaða kans er góð og eru eignir 20% umfram
skuldk indingar.
• Sjóðurinn er sjötti stærsti lífeyrissjóður landsins með um
6 ftúsund greiðandi félaga.
•Yfir 90 J> úsund manns kafa greitt til sjóðsins frá stofnun
kans.
•Lán til sjóðfélaga nema allt að 2 milljónum króna.
Séreignardeild sjóðsins tók til starfa um áramótin og tekur við
viðkótarspamaði sjóðfélaga og annarra sem svo kjósa.
Samkvæmt lögum er J>að skylda Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda
að taka við iðgjöldum Jieirra sem ekki eiga sjálfsagða aðild að
öðmm sjóðum.
Traustur lífeyrissjóður tryggir góðan
lífeyri. Frá áramótum gefst öllum
starfandi mönnum tækifæri að
greiða til lífeyrissjóða 2% til
viðkótar J>ví sem lögkundið er
og er sú fjárkæðfrádráttar-
kær frá skatti.
ggr
Nánari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu sjóðsins að
Laugavegi 13 * Sími 552 Q5Ó1
Netfang uppl@sofnunarsjoJur. is
1 SaFNUNARSJDÐLÍR
LÍFEYRISRÉTTINDA
Áskriftarsíminn er
8oo 7080
L