Dagur - 19.01.1999, Qupperneq 2
18 — ÞRIDJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
ro^ir
LIFIÐ I LANDINU
■ SMATT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDÓR
SIGURDÓRSSON
Ússur
Skarphéðinsson.
Endurhæfíngin
Alþingismenn Suðurlandskjördæmis og
Reykjaneskjördæmis fóru eitt sinn í ferðalag
til að skoða Suðurstrandarveg en hann tengir
kjördæmin saman. Leiðsögumaður í ferðinni
var Bjarni Jónsson, oddviti Olfushrepps, Þegar
ekið var fram hjá Hlíðardalsskóla hafði hann á
orði að þangað hefði margur maðurinn sótt
menntun sína og bætti síðan við að einn af
þeim væri kratinn Ossur Skarphéðinsson, sem
hefði sjálfur lýst því yfir opinberlega að í þess-
um skóla hefði hann verið „beygður til
manns.“ Þá heyrist í Guðna Ágústssyni alþing-
ismanni aftur í rútunni: ,/Etli væri ekki hægt
að koma Ossuri þangað í endurhæfingu?"
Þessi saga er úr bóldnni Hæstvirtur forseti.
Að kanna vald sitt
Þegar Viktoría Englandsdrottning var ung var
hún stöðugt undir eftirliti afar strangrar
fóstru. Sú bannaði henni m.a. að drekka te og
lesa blaðið Times, þar sem þar kynnu að finn-
ast einhver orð sem ekki hæfðu hirðinni. Dag-
inn eftir að Viktoría settist í hásætið bauð hún
einum þjóninum að færa sér bolla af te og
nýjasta eintakið af Times. Þessu var að sjálf-
sögðu hlýtt tafarlaust. Drottningin lét sam-
stundis fara út með þetta aftur og sagði bros-
andi við viðstadda sem allir voru undrandi.
„Mig Iangaði aðeins til að sjá hvort ég í raun-
inni ræð einhverju!"
„Hann er öðruvísi
en annað fólk.“
Unnur Steinsson
um Hrafn Gunn-
laugsson leikstjóra
myndarinnar „Þeg-
ar það gerist“ í við-
tali í DV.
Fyrirsögniii
Það er löngu frægt að ef eitthvað fer miður á
Akureyri er það ævinlega tekið fram ef um ut-
anbæjarmann er að ræða. Einu sinni kom ut-
anbæjarmaður þar að á Akureyri sem hundur
hafði ráðist á lítinn dreng. Maðurinn brá við
hart, náði hundinum af barninu og kyrkti
hann í greip sinn. Blaðamaður af staðarblaði
varð vitni að þessu og óskaði manninum til
hamingju með afrekið og sagði að aðal fyrir-
sögnin á morgun yrði: „Akureyringur bjargar
ungum dreng með því að bana grimmum
hundi.“ Hundabaninn þakkaði fyrir en sagði
að hann væri ekki Akureyringur heldur að-
komumaður. „Ahaa,“ sagði blaðamaðurinn „þá
verður fyrirsögin svona: Aðkomumaður drepur
gæludýr Akureryinga."
Léttlyndi
Eiríkur Einarsson frá Réttarholti hefur verið í
góðu skapi þegar hann orti þessa vísu:
Best er að drekka brennivín
í bæði mál,
og líta á allt sem leik og grín
aflífi og sál.
Þorsteinn Sæberg,
skólastjóri Árbæj-
arskóla, segir það
viðurkenningu fyrir
skólann að hafa
verið valinn til að
taka þátt í verkefn-
inu þróunarskóla á
sviði upplýsinga-
menntar.
„Fyrst og fremst
Yiðurkenmng“
Þróunarskólunum er ætlað að
vera leiðandi í notkun upplýs-
ingatækni í skólastarfi. Verkefnið
stendur til ársins 2002 og til þess
veitir Menntamálaráðuneytið 48
milljónum. Skólarnir sex sem
valdir voru til þess að vera sér-
stakir þróunarskólar á sviði upp-
lýsingatækni eru: Árabæjarskóli í
Reykjavík, Barnaskólinn á Eyrar-
bakka og Stokkseyri, Varma-
landsskóli í Borgarfirði, Fjöl-
brautaskóli Suðurlands á Selfossi
og Menntaskólinn á Akureyri, en
auk þeirra eru Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur, sveitarfélagið Ar-
borg, Borgarbyggð og Hvítársíðu-
hreppur aðilar að verkefninu.
Þorsteinn Sæberg, skólastjóri
Árbæjarskóla í Reykjavík, segir
að hlutverk skólanna sé Ijórþætt.
Þeir eigi að móta aðferðir til að
beita upplýsingatækni við nám
og kennslu. Þeir eigi að þjálfa
starfsfólk í notkun tækninnar. í
þriðja lagi eigi skólarnir að miðla öðrum skólum
og kennurum af reynslu sinni og þekkingu á
sviðið upplýsingatækni. í Ijórða lagi sé skólun-
um ætlað að veita ráðgjöf við hönnun og til-
raunir með kennsluhugbúnað.
Þorsteinn segir að auk þessa muni þróunar-
skólarnir taka við kennaranemum í æfinga-
kennslu, þ.e. þeim nemum sem leggja áherslu á
upplýsingatækni í námi sínu. Hann segir þetta
fyrst og fremst vera viðurkenningu fyrir skólann.
„Þetta er viðurkenning á því sem við höfum ver-
ið að gera í gegnum tíðina og eins
hvatning fyrir framtíðina. Þetta
er ekkert annað en viðurkenning
og traust fyrst og fremst.“
Foreldrafálagið safnaði fyrir
tölvuin
- Hvemig er skólinn í stakk búinn
til þess að taka að sér þetta hlut-
verk?
„Við erum með tvo tölvukenn-
ara í fullu starfi auk tölvuumsjón-
armanns. Þannig að ég er mjög
vel í stakk búinn hvað starfs-
mannahald varðar til þess að
takast á við þetta verkefni. Hluti
af þessu er að skólinn verður að
tækjavæðast mjög vel núna í
tengslum við þetta. Inn í skólana
kemur fjármagn frá menntamála-
ráðuneytinu og hluti af því getur
auðvitað farið beint til þess að
efla tækjakost þessara stofn-
anna.“
- Árbæjarskóli er með 800 nemendur, í skólan-
um eru tvö tölvuver, þau eru væntanlega vel
nýtt?
„Tölvustofurnar í Arbæjarskóla eru nýttar um
70 stundir á viku. Annað tölvuverið er nánast til
komið hér vegna áhuga foreldra sem söfnuðu
hér peningum og gáfu fé til þess að við gætum
verið með tvö tölvuver. Kannski er það líka
ástæðan fyrir því að þessi skóli var valinn."
- PJESTA
Á dögunum varund-
irrítaður samningur
um sérstakan þróun-
arskóla á sviði upp-
lýsingamenntar. Þor-
steinn Sæberg, skóla-
stjórí íÁrbæjarskóla,
segir að skólamir eigi
að miðla öðmm skól-
um afreynslu sinni.
SPJALL
■ FRÁ DEGI TIL DAGS
Sá elskar börnin sín sem agar þau.
Orðskvíðir Salómons
Þetta gerðist 19. janúar
• 1798 fæddist franski heimspekingurinn
Auguste Comte.
• 1809 fæddist bandaríski rithöfundur-
inn Edgar Allan Poe.
• 1839 fæddist franski málarinn Paul
Cézanne.
• 1892 fæddist Ólafur Thors forsætisráð-
herra.
• 1920 fæddist Pérez de Cuellar, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna (1982-91).
• 1921 fæddist bandaríski spennusagna-
höfundurinn Patricia Highsmith.
• 1957 fæddist Hilmar Oddsson kvik-
myndagerðarmaður.
Þetta gerðist 19. janúar
• 1806 hertóku Bretar Góðrarvonarhöfða
í Suður-Afríku.
• 1840 var Suðurheimskautslandið upp-
götvað.
• 1903 strandaði þýski togarinn
Friedrich Albert á Skeiðarársandi.
• 1942 réðst japanski herinn á Burma.
• 1957 varði Kristján Eldjárn doktorsrit-
gerð sína um kuml og haugfé.
• 1966 var Indira Gandhi kosinn forsæt-
isráðherra á Indlandi.
Vísan
Vísa dagsins er eftir Pál Ólafsson:
Ntí er ekki völ á vísu,
vegna þess égfinn
að kvæðadísin dregur hnísur
- djöfids ómyndin.
Aítnælisbam dagsins
75 ára er í dag Arni Tryggvason, sem
verið hefur einn ástsælasti leikari
landsins mestallan seinni helming
aldarinnar og þar að auki gert út
trillu í Hrísey. Leikferill Árna hófst
hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1947.
Hann var fastráðinn leikari við Þjóð-
leikhúsið 1961-89 og hefur af og til
skotið upp kollinum í ýmsum hlut-
verkum á síðari árum. Dagur óskar
honum til hamingju með afmælið.
„Ekki vera reiður..."
Lært í skóla lífsins
Sex ára snáði kom til móður sinnar
vegna þess að litla systir hans reif í hárið á
honum.
„Ekki vera reiður við litlu systur þ£na“,
sagði mamma hans, „hún veit ekki að það
sé sárt þegar rifið er í hárið á manni.“
Nokkru seinna heyrist óp úr barnaher-
berginu og móðirin fer og rannsiakar mál-
ið, og finnur hvítvoðungirin hágrátandi á
gólfinu og snáðinn er hróðugur við hliðina
á henni.
„Eg er búinn að kenna henni.“
Veffang dagsins
Index on Censorship nefnist tímarit og
vefsetur sem helgar sig bannfærðum eða
ritskoðuðum bókum og textum af ýmsu
tagi. Á vefsetrinu ér að finna ýmislegt les-
efni sem stjórnvöldum víða um heim hefur
þótt óæskilegt að almenningur kæmist í.
Slóðin er www.oneworId.org/index_oc/-
index.html