Dagur - 19.01.1999, Page 3

Dagur - 19.01.1999, Page 3
 ÞRIÐJUDAGU R 19. JANÚAR 19 9 9 - 19 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU L. A „Við heyrum hvell og síðan brotnuðu rúður. Strax gerðum við okkur fullkomlega grein fyrir því hvað var á ferðinni og voru okkar fyrstu viðbrögð þau að forða okkur sem mest við máttum, “ segir Friðrik Steingrímsson, bóndi í Birkihlíð. mvndir: brink Búinn að fá sterka aðvörun Á þessu stigi er ekki lengur talin snjóflóðahætta í Birkihlíð. ígær komu þangað snjóflóðasérfræðingar frá Veðurstofu íslands og hér sést Friðrik Steingrímsson á tali við þá. Næst honum er Sigurður Kierean, en fjær Þorsteinn Sæmundsson. ÁbúenduríBirkhlíð í Ljósavatnsskarði þwfa nú að meta hvort þeir ætli að búa þaráfram eftir snjóflóð sem þar reið yfir um helgina. Umtalsvert tjón varð afvöldum þess til að mynda á heyvinnuvél- um, enflóðið rétt sleikti íbúðarhúsið og skall hurð þannig nærri hælum. „Auðvitað skýtur þetta okkur verulega skelk í bringu. Það verður jafnframt spurning og ákvörðun hvort við búum hér áfram í Birkihlíð. Við erum að minnsta kosti búin að fá sterka aðvörun og hljótum í ljósi þess að velta málunum rækilega fyrir okkur," segir Friðrik Steingríms- son, bóndi í Birkihlíð í Ljósa- vatnsskarðí. Fjölskyldan þar á bæ varð fyrir þeirri óskemmti- legu lífsreynslu í eftirmiðdaginn á laugardag að snjóflóð féll á íbúðarhúsið, en á því urðu þó óverulegar skemmdir og engin slys á mönnum. Það var rétt blá- hornið á flóðinu sem lenti á húsinu, en að mati Friðriks var flóðið um 300 metrar á breidd. Hreif flóðið með sér véla- geymslu en við hlið hennar voru heyvinnuvélar Friðriks. Einnig lentu í greip flóðsins girðingar og fleira lauslegt. Fjárhagslegt tjón er þ\i umtalsvert. Vissum hvað var á ferðinni Snjóflóðið féll um kl. 14:30. Að- dragandinn var enginn. „Við heyrðum hvell og síðan brotn- uðu rúður og snjór flæddi inn í húsið um þær þijár rúður sem brotnuðu. Á þessu stigi hef ég engar skemmdir séð á húsinu nema þessa þrjá brotnu glugga. Strax gerðum við okkur fullkom- lega grein fyrir því hvað var á ferðinni og voru okkar fyrstu viðbrögð þau að forða okkur sem mest váð máttum og strax á fyrstu fimm mínútunum frá því þetta gerðist vorum við komin héðan í burtu. Klæddum krakk- ana í gallana í skyndingu og ókum burt á þeim eina traktor okkar sem ekld lenti í flóðinu, en hann stóð hér heima á bæjar- hlaðinu," sagði Friðrik, þegar blaðamenn Dags ræddu við hann í gærmorgun. - Hann og Lára Svavarsdóttir, eiginkona hans, og börn þeirra tvö sem heima voru þegar þetta gerðist fóru að bænum Birningsstöðum, sem er skammt frá, en þar búa foreldrar Láru og hefur ijöl- skyldan hafst þar við frá því þetta gerðist. „Þau börn okkar sem voru heima voru Þórhalla, sem er tæpra tíu ára, og Steinar Karl, sem er sjö ára. Þórhalla var inni í stofu þegar snjóflóðið reið \'fir og fékk þá yfir sig glerbrot en Steinar var annarsstaðar í hús- inu og fékk yfir sig snjógusur. Hann öskraði svolítið þegar þetta gekk yfir, en annars hafa krakkarnir tekið þessu afskap- Iega rólega. En auðvitað á það svo eftir að koma í Ijós hvernig þetta hefur farið með krakkana,“ segir Friðrik. Bæjarstæðið ekki valið af til- viljim Þetta er í annað sinn á tiltölu- lega fáum árum sem búsifjar verða í Birkihlíð vegna snjó- flóða. í október 1995, í sömu hríðinni og þegar hörmungarnar urðu á Flateyri, féll flóð á inntak heimarafstöðvar sem er skammt frá bænum og var þvf rafmagns- laust í Birkihlíð í nokkra daga. „Að því leyti vorum við þá niiklu verr sett en við erum núna, því nú er nægur hiti og rafmagn í húsinu. Við getum þess vegna flutt hinn fljótlega aftur.“ Bærinn í Birkihlíð hefur stað- ið á núverandi stað allt frá því á fjórða áratugnum. Sjálfur segist Friðrik trúa því að þáverandi ábúendur hafi valið bæjarstæðið af nokkurri fyrirhyggju með til- liti til snjóflóðahættu, því flóð hafi bæði í gegnum tíðina oft verið að falla úr giljum í fjallinu beggja vegna bæjarstæðisins, en aldrei beina stefnu á húsið. Og aldrei nema nú og fyrir rúmum þremur árum hafi flóðin náð niður á jafnsléttu. „Þetta bæjar- stæði hefur því ekki verið valið af neinni tiíviljun. Við getum horft hingað uppeftir fjallinu og séð að allt eins gat fólk reiknað með að hér féllu snjóflóð ofan úr fjallinu," segir Friðik. Góðui stuðningur nágranna Þau Friðrik og Lára í Birkihlíð eru með tiltölulega lítinn bú- skap, en eru hinsvegar í sam- starfi um búskapinn á Bimings- stöðum, þar sem foreldrar Láru búa, sem áður segir. „Nágrannar okkar hafa sýnt okkur góðan stuðning síðustu daga, það voru raunar þeir sem höfðu forgöngu um að hingað væri farið síðdegis á laugardag- inn til þess að negla fyrir glugga sem brotnað höfðu og ganga fá öðru slíku. Þeir voru miklu viljugri en við að fara hingað eft- ir það sem á undan var gengið.“ „En síðan er að sjá hvernig við meðtökum þetta sjálf og vinnum úr hlutunum. Eg ætla raunar að setja mig í samband við fræðinga og kynna mér þeirra álit á málum hér. En um leið og hættan er endanlega lið- in hjá og snjórinn hefur sjatnað komum \dð aftur; eru þeir ann- ars ekki að spá hláku þegar líður á vikuna," sagði Friðrik Stein- grímsson að síðustu. -SBS.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.