Dagur - 19.01.1999, Qupperneq 4
20-ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1999
Dwfur
BREF TIL KOLLU
Elsku Kolla.
Tíminn, það er fugl, sem
flýgur hratt stendur ein-
hvers staðar. Það má nú
segja. Það er aftur kominn
janúar. Þung ský grúfa yfir
borginni. Trén standa nak-
in og grá. Ikornar stökkva
grein af grein í leit að æti.
Jafnvel krákurnar garga
hærra en ella. Það er kalt,
snjóföl á jörðu.
Snemma í morgun labbaði ég út í búð til
að kaupa mjólk. Datt í hálkunni á leiðinni til
baka. Fernan sprakk undir mér, og mjólkin
spýttist í allar áttir. Þar sem ég sat í miðjum
mjólkurpolli, í lopapeysu, með alpahúfu,
kom þá ekki blökkumaður hlaupandi og
spurði, hvort ég væri óbrotin. Hann rétti mér
höndina, svo elskulegur, og hjálpaði mér á
fætur. Og ég eins og drusla, með ómálaðar
varir!
Jæja, sagan varð ekki Iengri. Alveg út í hött
að minnast á þetta. En kannski datt ég, af
því að ég var svolítið annars hugar. Eg vakti í
alla nótt yfir bók, sem ég er að lesa. (Já, vel á
minnst, þakka þér kærlega fyrir allar bæk-
urnar, sem þú sendir mér fyrir jólin. Jarð-
sambandið rofnar ekki, á meðan ég á þig að.)
Bókin, sem ég vakti yfir, er hetjusaga konu
af minni kynslóð, konu, sem brýst út úr
hefðbundnu kvenhlutverki og kemst til
æðstu metorða - Madeleine Korbel Albright,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Ný sýn Madeleine
Madeleine var vart komin af skólaaldri, þeg-
ar hún byrjaði að hlaða niður börnum. (Hver
kannast ekki við þetta?) Bóndi hennar var
blaðamaður af ríkum ættum. Oaðfinnanleg
húsmóðir, gestrisin og samvizkusöm. Nota-
leg kvöldverðarboð, vellukkuð börn. Ferða-
lög. Velmegun. Ekkert virtist geta raskað
hamingju þessarar samhentu fjölskyldu.
En innst inni blundar þrá eftir öðru og
meira. Fróðleiksfysn, forvitni, ófullnægður
metnaður. Madeleine var alin upp á heimili
stjórnmálamanns. Tveggja ára, þegar stríðið
braust út. Fjölskyldan á stöðugum flótta.
Prague, Belgrad, London. Loks Bandaríkin.
Örugg höfn. Faðirinn með hugann heima.
Orlög Tékkaslóvakíu öllum ofarlega í huga.
Með börnin enn á höndum sér sezt
Madeleine aftur á skólabekk. Þrettán árum
seinna lýkur hún doktorsprófi í alþjóða-
stjórnmálum. Börnin að vísu hjá henni, en
maðurinn farinn. Skilnaðurinn var sár, en
kannski var það einmitt sársaukinn, sem
herti. Nú gat ekkert stöðvað hana. Og hvað
hafði hún fram yfir aðra stjórnmálamenn
nýja heimsins? Reynslu tveggja heima.
Þetta hljómar allt kunnuglega, enda var
það ekki það, sem fangaði huga minn fyrst
og fremst. Heldur hitt, Kolla, að um það
leyti, sem Madeleine tók við starfi utanríkis-
ráðherra, kom á daginn, að hún er Gyðingur.
Hér eru margir Gyðingar, svo að það er svo
sem ekkert merkilegt, hvað þá að vera ættuð
frá Tékkóslóvakíu.
Það skrítna var, að Madeleine virtist ekki
vita það. Eða lét sem hún ekki vissi það.
Hún hafði ekki hugmynd um, að flest henn-
ar skyldfólk, jafnvel afi og amma, hefðu far-
izt í gereyðingarbúðum Nazista. Hún hafði
ekki hugmynd um, að fjölskylda hennar
hefði flúið Evrópu vegna uppruna síns. Hún
hafði alltaf talið, að það hefði verið vegna
stjórnmálaskoðana.
Auðvitað varð þetta henni mikið áfall.
Ekki það að vera Gyðingur, heldur hitt, að
foreldrar hennar skyldu hafa farið með
leyndarmál Ijölskyldunnar í gröfina. Þegar
Madeleine var fjögurra ára, var hún skírð til
kaþólskrar trúar í litlu þorpi í Bretlandi. Það
sem hún ekki vissi, var, að foreldrar hennar
höfðu tekið skírn við sama tækifæri. Þannig
afmáðu þau öll spor hins liðna og hófu nýtt
líf.
Það er sagt manna á meðal, að Gyðingar
hafi sérstakt útlit. Það hafði aldrei hvarflað
að neinum, að Madeleine væri Gyðingur,
nema hvað hún var greindari en almennt
gerist! Það er annars ekkert í fari hennar né
útliti, sem fellur undir hina almennu for-
dóma um Gyðinga. Nema hvað, á einni
nóttu var Madeleine gerbreytt persóna.
(Manstu eftir leikritinu Andorra ?) Og ég
geri ráð fyrir, að hún hafi líka séð sjálfa sig í
nýju Ijósi. Kannski skilið sjálfa sig betur -
eða á annan hátt.
Endurskoðim á forfeðnun
Og af hverju er ég að segja þér frá þessu,
„Að vísu voru fréttirnar
ekki jafn skelfilegar og
þær, sem Madeleine
þurfti að þola. Engu að
síður urðu þær til þess,
að ég fór að sjá sjálfa
mig í nýju Ijósi. Ég fór
allt í einu að skilja ým-
islegt nýjum skilningi.
Ég fór að endurskoða
forfeðurna í Ijósi nýrra
upplýsinga."
Kolla mín? Af því að nú kemur að segja frá
sjálfri mér. Hvernig ég finn skírskotun í sögu
Madeleine Korbel AJbright. Eg varð nefni-
lega fyrir svipaðri reynslu sjálf á liðnu hausti
hér í Washington. Að vísu voru fréttirnar
ekki jafn skelfilegar og þær, sem Madeleine
þurfti að þola. Engu að síður urðu þær til
þess, að ég fór að sjá sjálfa mig í nýju ljósi.
Eg fór allt í einu að skilja ýmislegt nýjum
skilningi. Eg fór að endurskoða forfeðurna í
Ijósi nýrra upplýsinga.
Hvað gerðist? Vinur minn var að vinna við
rannsóknir á Holocaust safninu hér í borg.
Það má bæta því hér inn í, að þetta safn er
eitthvert hið merkasta sinnar tegundar og
dregur að milljónir gesta á ári hverju. Dag-
stund f Holocaust safninu er voldug,
ógleymanleg lífreynsla. Vinur minn spurði,
hvort ég vissi um uppruna nafns míns. Eg
var eins og Madeleine. Eg hafði óljósan
grun, en aldrei fengið staðfestingu.
Daginn eftir sendi hann mér staðfesting-
una. Ljósrit upp úr skýrslum
Holocaustsafnsins. Þar sá ég það svart á
hvítu. Schram - verschollen - Auschwitz,
Schram - verschollen - Theresienstadt,
Schram, Schram, Schram......verschollen,
verschollen, verschollen. Endalaust. Mig
sundlaði. Dögum saman var ég ekki með
sjálfri mér. Ég veit það, Kolla, þetta eru ekki
nákomnir ættingjar. En, engu að síður, þetta
er fólk, sem ber sama nafn, fólk af sama
meiði.
Og ég spyr jafnframt. Af hverju vissi ég
þetta ekki fyrr? Af hverju hafði enginn sagt
mér þetta? Vildi enginn segja mér það, eða
vissi það enginn? Skipti það engu máli? Fyrir
mig skiptir það máli, Kolla.
Forfaðir minn var kaupmaður á Skaga-
strönd á ofanverðri nítjándu öld. Hann kom
frá Schlesvig-Holstein, sem Jrá tilheyrði
Danmörku. Við komuna til Islands var hon-
um gert að skírast til Lútherstrúar eins og
öðrum Gyðingum, sem samkvæmt dönskum
lögum máttu ekki stunda verzlun og viðskipti
í hinu danska konungsríki, nema með því að
taka kristna trú. Það má vel vera, að hann
hafi aldrei rætt um uppruna sinn við afkom-
endur, og þeir hafi því ekki vitað, hvaðan þá
bar að. Þar að auki hefur ekkert verið ritað
um Gyðinga á Islandi á nftjándu öld. Það er
næstum eins og öll sú saga hafi verið feimn-
ismál, og sé jafnvel enn.
En veistu það. Eftir að ég fékk þessi gögn
úr Holocaust safninu fór ég allt í einu að sjá
sjálfa mig í nýju ljósi. Allt í einu skildi ég ým-
islegt í fari mfnu - í fari míns fólks - sem
áður hafði verið á huldu. A svipstundu var
ég gerbreytt manneskja, svei mér þá! Ég var
komin í nýtt hlutverk.
Mér leið vel - eiginlega miklu betur. Hér
eiga allir sögu. Nú á ég líka mína sögu. Og
eftir að Thor Heierdal staðfesti kenningu
Snorra um uppruna Islendinga í Azerbajdan,
þá er saga mín orðin býsna fjölskrúðug. Ég
er alsæl.
Heyrumst í næstu viku.
Þín Bryndts
■menningar I
LÍFIO
Það var greinilegt að að-
standendur Kvikmyndahátíð-
ar í Reykjavík höfðu van-
reiknað áhuga fólks á opnun-
armyndinni, Veislan eftir
Thomas Vinterberg, og setn-
ingarathöfninni illilega.
„Stopp, umm, það er eigin-
lega orðið fullt,“ sagði konan
þegar ég kom andstutt rétt
fyrir sýningu. Hún sá raunar
aumur á mér en vellyktandi
pelsafólkið sem stóð granda-
laust frammi og saup á
freyðivíni varð svolítið vand-
ræðalegt þegar það svo loks-
ins kom sér inn í sal og sá að
hver bíóbekkur og lausir stól-
ar voru fullskipaður útsjónar-
sömu fólki sem hafði skilið
við hálffull freyðivínsglösin
til að næla sér í sæti.
Þónokkrir þurftu að fara
heim án þess að sjá myndina
og er nú spurning hvort ekki
hefði verið rétt að takmarka
boðsmiðaprentunina eða
halda opnunarhátíðina í Há-
skólabíó.
Vonandi var það ekki bara
freyðivínið, sem vissulega
trekkir að, heldur bíóið sem
laðaði svo marga á opnunina
á föstudaginn. Svo mun vera,
því skv. aðstandendum hefur
verið uppselt á nokkrar sýn-
ingar á Veislunni og yfirhöf-
uð frábær aðsókn. Megi bíó-
húsakeðjunar hér í borg taka
þetta til sín og hafa þó ekki
væri nema öðru hveiju í huga
þann hóp fólks sem vildi
gjarnan stundum fá að sjá
eitthvað sem ekki er framleitt
í grennd við Hollywood.
Lóa
Aldísardóttir
Veislan
Hinir lánsömu sem áttu sæti
voru hins vegar vel stemmdir
og danska dogma-myndin
Festen kveikti ekki bara fullt
af hlátrasköllum heldur mátti
heyra fólk fussa, sveia og
jesúsa sig upphátt á há-
dramatískum augnablikum
myndarinnar. Bláber efnivið-
urinn, afleiðingar kynferðis-
ofbeldis gagnvart börnum,
hefur svo sem sést áður í bíó
en vendingarnar í sögunni,
óvanaleg framsetning á
harmrænu efni, lífsgleðileg
fíflalætin og fantagóður leik-
urinn gerðu Festen að sér-
staklega ánægjulegri mynd.
Eina sem pirraði var bölvuð
takan. Það eru ósjálfráð við-
brögð augna að reyna að fók-
usera það sem maður horfir á
og því hefðu reglur dogma-
hópsins um handheldar
myndatökur og náttúrulega
lýsingu vel mátt vera sveigj-
anlegri.
V______________________/