Dagur - 19.01.1999, Síða 5

Dagur - 19.01.1999, Síða 5
X^r ÞRIÐJUDA G UR 19. JANÚAR 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Ung hjón og ein dóttir „Strax að giftingarathöfn lokinni gengum við og kirkjugestir saman niður kirkjutröppurnar frægu,“ segir Guðrún Elfa Skírninsdóttir, sem hér er ásamt Kjartani Guðmundssyni, eiginmanni sínum. (Ljósmyndast. Páls, Akureyri.) „Ég er frá Skarði í Dalsmynni og er næst yngst tíu systkina en Kjartan er héðan frá Akureyri og er yngstur sex systkina. Við höf- um verið saman í níu ár, eða fljótlega frá því við sáumst fyrst í Sjallanum,“ segir Guðrún Elfa Skírninsdóttir á Akureyri. Þann 11. júlí í sumar gaf sr. Pétur Þórarinsson Guðrúnu og Kjart- an Guðmundsson saman í hnapphelduna við hátíðlega at- höfn í Akureyrarkirkju. Að henni lokinni var síðan mikil veisla á Hótel KEA. „Strax að giftingarathöfn lok- inni gengum við og kirkjugestir saman niður kirkjutröppurnar frægu. Gestirnir fóru inn á Hót- el KEA og biðu svo eftir okkur meðan við fórum í myndatöku hjá Páli í Skipagötunni sem er þarna rétt hjá. Veislan heppnað- ist vel og þeir á KEA eiga hrós skilið hvernig til tókst,“ segir Guðrún. Kjartan er rafvirki að mennt og starfar sem slíkur hjá Rafeyri á Akureyri. Guðrún Elfa er nemi í grafískri hönnun við Myndlista- skólann á Akureyri, en lýkur því námi nú í vor. Hún segir at- vinnuleit á Akureyri þá taka við. - Saman eiga þau Guðrún og Kjart- an eina dóttur, Ingunni Emblu, sem er þriggja ára að aldri. -SBS. ■.i'V 11 lD, Tvær fnrnisýningar Nú á fimmta degi Kvik- myndahátíðarinnar verða tvær myndir frumsýndar. Bandaríska bíómyndin Welcome to the Dollhouse (1995) verður sýnd í Há- skólabíói en þar segir frá 11 ára gamalli stelpu sem þrátt f^TÍr einlægar tilraunir til að vera vinsamleg og hamingju- söm ung stúlka er misskilin og jafnvel hötuð af félögum sínum. Leikstjórinn, Todd Solondz, segist hafa verið á hátindi sköpunarkraftsins þegar hann var ellefu ára, ári síðar var hann hættur að skrífa, lesa og sökkva sé’: ofan í verkefni. Hvað gerist við 12 ára aldurinn?, spyr hann. Slátraradrengurinn Hin frumsýningin er The Butcher boy í Bíóborginni, nýjasta mynd írska leikstjórans Neil Jordan sem hann gerði eftir sam- nefndri skáldsögu Patrick MacCabe (1992). Francie Brady er 12 ára gamall og býr við heldur óskemmtilegar íjölskylduaðstæður, pabbinn dreldkur og mamman á barmi geðveiki. Og honum er kennt um allt. Eftir að Francie fær vinnu hjá slátrara hverfur hann æ sterkar inn í draumaveröldina sem hann hafði skapað sér og afleiðingarnar eru skelfilegar. Síðasta sýning er á tveimur myndum hátíðarinnar í dag. Báðar eru þær sýndar i Háskólabíó, Out of the Present og íranska myndin Gabbeh. Nýj ar reglur iiiu merk- ingar á kjötvörum SVOJMA ER LIFID Pjetur St. flrason skrifar © Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Nýlega kom út bæklingur um kjöt og kjötvörur sem á að skýra út fyrir neytendum merkingar þessara vara. í sumar setti landbúnarráðu- neytið reglugerð um merking- ar og í byrjun desember sl. tóku ákvæði reglugerðarinnar um innihaldslýsingar gildí, en í byrjun júní verða framleið- endur kjötvara skyldugir til að merkja þær með lýsingu á næringargildi. Markmiðið með reglugerðinni er að koma á ákveðnum vinnuregl- um í kjötiðnaði og að auð- velda neytendum að átta sig á samsetningu mismunandi vara. Bæklingunum verður dreift í matavöruverslunum, hann á að liggja frammi all- staðar þar sem kjöt er selt. Ólafur H. Erlingsson, mark- aðsfulltrúi hjá Framleiðslu- ráði Landbúnaðarins, segir það hafa tekið 10 ár að koma reglugerðinni á fram- færi. „Það er svona verið að samræma nafngiftir þannig að neytandinn geti treyst því að hann kaupi það sem stendur á umbúðunum. Það er oft verið að taka tillit til hefða í þessu. Þannig að saltkjöt má ekki vera neitt annað en saltað lambakjöt og skinka á að vera svína- kjöt.“ Ólafur segir að áður hafi verið brögð að því að ver- ið væri að selja fólki blöndu af svínakjöti og folaldakjöti sem skinku. „Það er gott fyrir ímyndina að hafa svona reglur, það er náttúrulega ekki gott fyrir ímyndina ef verið er að selja nautahakk sem er bætt með vatni eða soja, sem hefur komið fyrir,“ segir Ólafur. Skinka er eingöngu svina- kjöt Stærsta breytingin er með skinkuna en samkvæmt reglugerðinni er óleyfilegt að kalla brauðálegg sldnku nema það innihaldi eingöngu svína- kjöt. Skinku er síðan skipt í gæðaflokka eftir hlutfalli magurs kjöts. Lúxusskinka er saltað, beinlaust og e.t.v. reykt svína- læri, sem inniheldur a.m.k. 95% magurt kjöt. Skinka er heiti á vöru sem verður að innihalda a.m.k. 80% magurt kjöt. Slík skinka getur innihaldið allt að 18% af viðbættu vatni. Brauðskinka verður að innihalda a.m.k. 65% magurt kjöt. Slík skinka getur inni- ‘b: O L ( : O '* ' ’ ©ýv & haldið allt að 18% af við- bættu vatni. Bayonnesskinka er hins vegar saltaður og reyktur beinlaus vöðvi úr svínalæri með puru. ■ HVflfl ER Á SEYDI? TÓNLEIKARÖÐ FRANCIS POULENC í IÐNÓ Tónlist Francis Poulenc er lagræn og oft mjög gáska- full. Hann samdi óperur, balletta, kirkjutónlist, kammerverk, konserta, smáverk og fjölmarga söng- lagaflokka. I kvöld þriðjudagskvöld verða þriðju tónleikarnir af fjórum í röð tónleika og há- tíðar sem haldin er í Iðnó vegna þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Francis Poulenc tónskálds og helj- ast þeir kl. 20.30. Margir kunnir tónlistarmenn sjá um flutninginn. Tónlistarhús Kópavogs Miðvikudagskvöldið 22. janúar verða tónleikar í Salnum á vegum Myrkra músíkdaga og verða flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Flytjendur eru: Guð- rún Birgisdóttir, Martial Mardeau, Kol- beinn Bjarnason, Áshildur Haraldsdóttir og Atli Heimir Sveinsson og heíjast tón- leikarnir kl. 20.30. Hagsaga og félagssaga Gísli Gunnarsson flytur erindi á vegum Sagnfræðingafélags Islands á hádegis- fundi í dag sem hann nefnir: „Hagsaga og félagssaga". Fundurinn er haldinn í fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar 2. hæð og hefst kl. 12.05. Samningsveð og ábyrgðir Námskeið á vegum Endurmenntunar- stofnunar H.í. um samningsveð og ábyrgðir verður miðvikudaginn 20. janú- ar til föstudagsins 22. janúar kl. 16.00- 19.00. Kennarar eru Þorgeir Örlygsson prófessor og Benedikt Bogason skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Arbæjarsafn Leiðsögn verður um Arbæjarsafn fimmtudaginn 21. janúar kl. 13.00. Islenska óperan Sýning á Hinum fullkomna jafningja í flutningi Felix Bergssonar verður í ís- lensku Óperunni miðvikudagskvöld kl. 20.00. Þjóðólfur 150 ára Sýningunni til minningar um að 150 ár eru liðin frá því að Þjóðólfur, fyrsta nú- tímalega fréttablaðið á íslandi, hóf göngu sína Iýkur 31. janúar í forsal Þjóð- deildar í Þjóðarbókhlöðunni. Félag eldri borgara í Þorraseli Opið í dag frá kl. 13.00-17.00. Leikfimi kl. 12.20, handavinna, perlusaumur og silkimálun kl. 13.30. Spilað alkort kl. 13.30. Kaffi og meðlæti 15-16. Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ Handavinna og silkimálun kl. 9.00. Skák kl. 13.00. Kaffistofan opin frá kl. 10.00- 13.00. Ráðstefna á vegum framkvæmda- nefndar Árs aldraðra um mál aldraðra, verður í Ásgarði 20. janúar kl. 15.00, að- gangur og kaffiveitingar ókeypis. Allir velkomnir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.