Dagur - 26.01.1999, Page 2

Dagur - 26.01.1999, Page 2
18 — ÞRIÐJUDAGUR 26. JAXÚAR 1999 LÍFIÐ í LANDINU L. A ■ SMflTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Hjálmar Jónsson. GULLKORN „Einu sinni keypti ég mynd hjá Gall- erí Borg, fór með hana út og seldi íslenskri konu, sem fór með hana heim og reyndi að selja Gallerí Borg aftur. Það græddi enginn á þeim viðskiptum nema ég.“ Jónas Freydal, vitni í yfirstand- andi listaverkaföls- unarmáli, í viðtali við DV. Veiðisöguhúsið Skáldið og skógarbóndinn Hákon Aðalsteins- son kom til borgarinnar í síðustu viku þeirra erinda að leita leiða til þess að byggja skála að Húsum í Fljótsdal, þar sem hann býr og rekur bændagistingu og ferðaþjónustu ásamt Sig- rúnu konu sinni. Nýi skálinn á að verða dag- stofa fyrir gesti, þar sem hægt verði að spjalla saman í rólegu umhvefi. Einkum hugsar Há- kon sér að veiðimenn, sem gista að Húsum, geti komið þarna saman og farið yfir atburði dagsins. Segist Hákon því ætla að byggja „veiðisöguhús." Þegar Hákon kom suður leit- aði hann aðstoðar vinar sins, hagyrðingsins Hjálmars Jónassonar alþinigsmanns, um leið- sögn í gegnum frumskóg kerfisins eftir fjár- hagslegri fyrirgreiðslu. Fyrst héldu þeir félagar til Leifs Jóhannessonar hjá Lánasjóði land- búnaðarins. Hann tók þeim vel, bauð í nefið og spurði almæltra tíðinda. Að því búnu var kannað hvort möguleikar væru á fyrirgreiðslu samkvæmt reglum sjóðsins. Leit það nógu vel út til þess að mögulegt yrði að byggja veiði- söguhúsið næsta sumar. Þegar út var komið orti Hákon: Ekki þarf að hneigja hné né hnika veði. Leifur hændtnn lónarfé með Ijúfu geði. Hjálmar svaraði: Inn til Leifs í Idnahöll læðist eins og músin. Brúðum verður byggt við öll Brekkugerðishúsin. Þá sagði Hákon: Brátt til verkafer égfús frjáls í vorhltðunni. Veiðisögu - veglegt - hús verður reist afgrunni. Landsbyggðastefnan Þessu næst hugðust þeir félagar Ieita til Fram- leiðnisjóðs um hugsanlega fyrirgreiðslu. Þá kom í ljós að sjóðurinn er fluttur upp í Borgar- nes. Þá orti Hjálmar: Landsbyggðastefnan er glettin og góð með graðhestum, svínum og hænum. Nú finnum við ekki framleiðnisjóð hann erfluttur héðan úr bænum. Var nú Iagt kapp á að finna Egil Jónsson al- þingismann frá Seljavöllum, sem er stjórnar- maður í Framleiðnisjóði. en stjórnin sat þá á fundi upp í Borgarnesiþ Þá orti Hákon í kaffi- stofu Alþingis: Löngum blekkir lúmskur spegill lífið hér á jörð. Nú er kominn annar Egill upp í Borgarfjörð. Síðan orti Hákon til Egils á Borg, það sem kalla má væga ógnun: Mínar beiðnir stórra styrkja styðja þarf af rausn svo hann þurfi ekki að yrkja aðra höfuðlausn. Þórunn Svein- björnsdóttir, for- maður Sóknar, sem núna er aðeins til sem kennitala eftir sameiningu við þrjú önnur stéttarfélög og stofnun Efíingar. Sagan geymist áfram Þórunn segir að það séu heil- miklar tilfinningar tengdar því að yfirgefa sinn vinnustað. „Auðvit- að fylgir því mikil vinna við að flokka gögn og koma sér fyrir. Maður er búinn að fara núna á Iaugardagsmorgnum í gegnum skjöl, flokka og koma þeim fyrir.“ Þórunn hefur verið formaður Sóknar í ellefu ár en nú er saga starfsmannafélagsins Sóknar á „Maður notarsvom tækifæri til þess ad taka beturtil ípappírunum hja sér, “ segirÞórunn Sveinbjömsdóttir,for- maðurSóknar, sem enda með sameingu stéttarfélaga f[ufH skrifstofu SÍTia UTU Þórunn og stofnun Eflingar. „Starfs- áramótin úrSkipholti hafa dreiftst dálítið mikið frá því að vera kannski fjórir, fimm ein- staklingar að vinna, sem hafa þurft að kunna skil á öllum mála- flokkum. Við höfum orðið að vera slíkir sérfræðingar í smæðinni en núna getum við hinsvegar búið til einstaklinga sem sinna bara hvetju verkefni eða málaflokki. Þeir fá þá betri þekkingargrunn og frið til að vinna verkin," segir mannafélagið Sókn er ekki til nema sem kennitala meðan verið er að ljúka reikningslegu bók- haldi fyrir síðasta ár. Við eigum eftir að halda aðalfundi í vor og þá verður félagið væntanlega lagt niður. Það er til að nafninu til í dag af því við eigum eftir að ganga frá. Félagið á sér aftur á móti merka sögu sem verður vit- anlega til áfram.“ 50a í Skipholt 50d, eða yfir eitt bílastæði. SPJflLL Voru sérfiræðingar í smæðinni Þórunn telur fræðslumálin mikilvægan mála- flokk og að eftir sameiningu stéttarfélaganna opnist möguleikar þar. Hún segir í undirbúngi að gera fræðsluátak fyrir trúnarðarmenn. Hún sér mikla hagsmuni fólgna í stærðinni hún segir að væntanlega verði meira tillit tekið stórs félags en lítils. „Við samruna sjóða getum við veitt fólki meiri réttindi og um leið einbeitt okkur hvert um sig að ákveðnum málaflokkum. Starfskraftarnir Málin einfaldast Það er skoðun Þórúnnar að allt verkafólk eigi samleið, kjarabar- átta þess sé náskyld hvort sem viðsemjandi þeirra er Vinnuveit- endasambandið eða hið opinbera. „Fjármálaráðuneytið er með yfir fjörutíu mismunandi kjara- samninga. Við svona sameiningu ætti það að einfaldast. Af hverju ættu kjör starfsmanna í mötu- neytum hjá ríkinu að vera mis- í hvaða stéttarfélagi fólk er í? jöfn eftir því Þannig er það í dag. Ræstingarfólk var í tveimur stéttarfélögum eftir því hjá hverjum það vann, en núna breytist þetta, þegar stéttarfélögin sameinst. Það er brýnast að samræma réttindi fólks og í mörgum tilfellum er orlofsrétturinn misjafii, veikinda- rétturinn misjafn, réttindarmál í þessum mála- flokki eru í raun ansi mörg,“ segir Þórunn. -PJESTA ■ FRÁ DEGI TIL DflGS „Hrukkumar eiga bara að sýna hvar áður var bros.“ Mark Twain Þau fæddust 26. janúar • 1763 fæddist franski byltingarhershöfð- inginn Jean-Baptiste Bernadotte, sem síðan flutti til Svíþjóðar og varð á end- anum konungur bæði Svíþjóðar og Noregs, og hét þá Karl Jóhann. • 1862 fæddist Ólafur Davíðsson nátt- úrufræðingur. • 1880 fæddist bandaríski hershöfðing- inn Douglas MacArthur. • 1904 fæddist írski stjórnmálamaðurinn Seán MacBride, sem hlaut friðarverð- laun Nóbels árið 1974. • 1908 fæddist franski fiðlarinn Stép- hane Grappelli. • 1918 fæddist Nicolae Ceausescu, sem var æðstráðandi í Rúmeníu þar til hon- um var steypt af stóli og myrtur í bylt- ingu árið 1989. »<i »-i fi-rUnr‘f: H Þetta gerðist 26. janúar • 1531 varð mikill jarðskjálfti í Lissabon og létust 30.000 manns. • 1866 fékk Isafjörður kaupstaðarrétt- indi. • 1894 var Hið íslenska kvenfélag stofn- að í Reykjavík. • 1906 var verkamannafélagið Dagsbrún stofnað. • 1932 sökk breskur kafbátur í Ermar- sundi, og létust þar 60 manns. • 1934 undirrituðu PóIIand og Þýskaland 10 ára samning um að ráðast ekki hvort á annað. Vísan Vísa dagsins er að sjálfsögðu tileinkuð Þorranum, en hana orti Sverrir Mey- vantsson: Margir blóta tnikið og þora mest þeir blóta feður vora halda uppi hefð og gríni með hdkarli og brennivíni. Afmælisbam dagsins Paul Newman fæddist árið 1925 í Shaker Heights, sem er úthverfi borgarinnar Cleveland í Ohio, Bandaríkjunum. Þetta bláeyga kvennagull er því orðið 74 ára. Newman var í hópi ungra leikara sem létu sterklega að sér kveða í Hollywood á árunum kringum 1960. Frá því þá hefur hann leikið í hverri úrvalsmyndinni af annarri allt fram á þennan dag, og var sex sinnum til- nefndur til Óskarsverðlauna áður en hann hlaut þau Ioks árið 1986. Brandarinn Jónas tók þátt f opna breska meistaramót- inu og gekk bara þokkalega þó kylfu- sveinninn hans væri með hiksta. Hann var kominn á síðustu holuna og um það bil að vinna mótið en hitti ekki holuna. Hann endaði í þrítugasta sæti. Hann varð ægi- lega reiður, æddi að kylfusveininum og sagði: „Sko bara, hvað hikstarnir þínir létu mig gera! Þeir eru búnir að skemma alveg fyrir mér leikinn!“ „En ég hikstaði ekkert núna,“ sagði kylf- usveinninn. „Ég veit það,“ urraði Jónas, „en ég reikn- aði með hikstanum!" Veffang dagsins Góð ráð um ýmislegt milli himins og jarð- ar, en þó aðallega um tölvur er að finna til dæmis á www.tipworld.com og www.- dummies.com/tips m Fttnrt-r

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.