Dagur - 26.01.1999, Side 4
20-ÞRIDJUDAGV R 26. JANÚAR 1999
Tyagur
BRÉF TIL KOLLU
Elsku KoIIa.
Þetta er búin að vera
undarleg vika. Þegar ég
vaknaði á mánudagsmorg-
un óskaði ég þess, að þetta
hefði verið martröð, bara
vondur draumur. En svo
gekk ég út að glugganum
og horfði yfir götuna. Það
varð ekki um villzt. Gap-
andi húsatóftir, sótsvartir
veggir. Súr brunalykt hékk enn í loftinu.
A sunnudaginn síðdegis sat ég inni í her-
berginu mínu, og allt var svo gott. Ég var að
ljúka við bréf til þfn. Ætlaði líka að senda
Snæfríði nokkrar línur. Það hafði hlýnað
snögglega. Glugginn var opinn. Krakkarnir
voru að leika sér fyrir utan.
Þá heyrði ég í sírenum. Það heyrist oft í
þeim hér í Washington. Rétt á eftir fann ég
brunalykt, og sírenuvaelið varð ærandi. Hvar
hefur kviknað í? Ég æddi út að glugganum.
Horfði á húsið handan við götuna, þrílyft,
múrsteinshlaðið með stórum frönskum
gluggum. Ég kannaðist við konuna í húsinu.
Hún var þýzk og hafði fært mér blóm, þegar
við fluttumst í hverfið. Maðurinn hennar
vann við ítalska sendiráðið.
Jósef og Mímósa
I kjallaranum bjuggu Jósef og Mímósa. Þau
komu frá Albaníu. Mímósa var kennari.
Hún fékk styrk til að stunda framhaldsnám í
Bandaríkjunum. Jósef og Teódór litli, sonur
þeirra, fóru með henni til nýja landsins.
Þetta voru vinir okkar. Ég hafði hjálpað
þeim með ýmislegt, þegar þau fluttu inn um
jólin. Teódór lék sér stundum við krakkana
mína. Þau þrifu húsnæði sendiráðshjónanna
og hirtu garðinn þeirra. Fengu að búa frítt í
staðinn. Mímósa fékk enga vinnu við hæfi.
Kennari frá Albaníu. En þau vildu frekar búa
við þessi kjör en snúa heim aftur. Þar biði
þeirra bara hungursneyð og vesöld.
Albanía er guðs eigið land. Þar er ósnortin
náttúrufegurð. Þar vaxa safaríkar appelsínur
og heimsins stærstu ólívur. Þar vaxa fegurstu
blóm jarðar, mímósur og hortensíur. Þar er
sandurinn hvítur og mjúkur. - En samt.
Það er skelfilegt að sjá hús brenna. Ég
trúði ekki mínum eigin augum. Þetta virtist
svo sakleysislegt, smá reykjarstrókur út um
kjallaraglugga. En nú sá ég, að það rauk líka
upp úr þakinu, og ég heyrði sprengingar inni
í húsinu. Brunaliðið óð um allt. Margir bílar.
Mikill hávaði. Mímósa, Jósef og Teódór voru
úti á götu. Ég sá ekki betur en að þau væru
fáklædd á sokkaleistunum. Jósef hélt á syni
sínum, sem hjúfraði sig upp í hálsakot.
Mímósa fórnaði höndum. Hún var að gráta.
Ég horfði á þetta eins og atriði í bíómynd.
Ég gat mig hvergi hrært. Ég tók andköf.
Skyndilega sá ég eldtungur sprengja sér leið
út um stofugluggann á efri hæðinni. Síðan
koll af kolli. Loginn stóð út úr öllum glugg-
um. A svipstundu var húsið alelda. Þetta fal-
lega hús, heimili kynslóða, heimili vina
minna. Fuðraði upp. Allt farið.
Ég greip kápuna mína og hljóp út á götu.
Mímósa hjúfraði sig upp að mér, skjálfandi,
með tárin í augunum. „Ég gerði ekkert,
Bryndís. Þetta er ekki mér að kenna. Þú
verður að trúa mér.“ Mímósa var hrædd.
Húsmóðirin hafði ásakað hana. Hún horfði í
augun á mér. Þar speglaðist saga heillar
þjóðar. Af hveiju verða sumir að þjást svona
mikið?
„Mímósa hélt áfram
að gráta við eldhús-
borðið mitt. Hún var
svo óhamingjusöm.
Við reyndum að
hugga hana. Vega-
bréfin væri hægt að
endurnýja. Hún hristi
bara höfuðið. „Alb-
anir fá engin vega-
bréf. Þjóðin er í
upplausn. Öllum er
sama um okkur. Við
erum einskis metin.“
Bruni
í Washington
Við stóðum úti á götu. Héldum hvor um
aðra. Tvær einar í heiminum. Samt var fullt
af fólki. Nágrannar. Þeir sáu okkur ekki.
Horfðu bara á brennandi húsið. Ósnortnir. -
A meðan var eldurinn að tortíma aleigu
þessarar ungu konu.
Þjóðíupplausn
Þau misstu aleiguna, KoIIa. Hún var að vísu
ekki mikil að vöxtum. Föt til að skýla sér,
mat til að seðja hungur sitt, rúm til að sofa í.
Samt höfðu þau aldrei verið svona rík. Aldrei
verið svona sæl og örugg. Þegar eldurinn
kviknaði undir glugganum í svefnherberginu,
var Mímósa að skrifa heim. Hún ætlaði að
skrifa um hamingjuna. Það gafst ekki tími til
þess. Þau áttu fótum fjör að launa, skólaus, í
náttfötunum.
Vegabréfin fuðruðu líka upp i eldinum.
Það var sárast. Dvalarleyfin, sem þau voru
nýbúin að fá. Mímósa hélt áfram að gráta
við eldhúsborðið mitt. Hún var svo óham-
ingjusöm. Við reyndum að hugga hana.
Vegabréfin væri hægt að endurnýja. Hún
hristi bara höfuðið. „Albanir fá engin vega-
bréf. Þjóðin er í upplausn. Öllum er sama
um okkur. Við erum einskis metin."
Og veiztu það, Kolla, að allt þetta, sem
hún sagði, hefur komið á daginn.
Þau fá engin vegabréf. Stríð er að bresta á.
Enginn skiptir sér af þeim - hvorki landar
þeirra né vinnuveitendur. Og konan í húsinu
var svo ósvífin að koma daginn eftir með
tvenn stígvél, sem hún bað Mímósu að
bursta!
Nú eru þau búin að vera hjá okkur alla
þessa viku. Mímósa hefur grátið á öxlinni á
mér. Auðvitað var eldurinn ekki hennar sök.
En hún ber allar heimsins syndir á herðun-
um. Heimurinn er í rúst, líf hennar er í rúst.
Og Albanía á sér enga von
En við höfum haft heppnina með okkur
þessa viku. Lífið er aftur að komast í samt
horf. Mímósa og Jósef eru metin að verðleik-
um. Það er ekld öllum sama um þau. Það
höfum við reynt þessa seinustu daga. Fatn-
aður, húsnæði, vinna, jafnvel bráðabirgða-
vegabréf. Allt hefur sinn tíma, Kolla. ÖIl él
styttir upp að lokum. En þetta var samt und-
arleg vika.
Elsku Koila mín. Ég sendi þér líklega eng-
an pistil í næstu viku. Við verðum í burtu í
nokkra daga. En þegar ég kem heim aftur,
verð ég eflaust uppfull af hugmyndum.
Þín Bryndís
Hmenningar
LÍFID
Lóa
Aklísardóttir
Jæja, þá hafa „amrísku" mynd-
irnar tekið völdin á ný í bíó.
Kvikmyndahátíðin búin og
maður getur loks Iegið pollró-
legur heima í sófa, laus við nag-
andi óttann um að vera rnissa
af einhverju þarna úti...
Að vísu eru nokkrar myndir
af Kvikmyndahátíð sem fara í
almennar sýningar og ekki
skrýtið því myndirnar voru
margar mjög vel sóttar og Fest-
en m.a.s. sú fjórða vinsælasta á
landinu (þ.e. í samkeppni við
bandarísku myndirnar). Festen
heldur að sjálfsögðu áfram í bíó
sem og: Welcome to the Doll-
house, Spanish Prisoner, Eve’s
Bayou, The Ugly og Velvet
Goldmine. La Vita é Belle fer
hins vegar ekki í almennar sýn-
ingar fyrr en í byrjun mars.
Gruppeknald
lirekkur skainmt
Það er náttúrulega óskiljanlegt
að af tveimur
dogma myndum
hátíðarinnar,
Festen og Idiot-
erne, skuli sú
verða vinsælli
(þ.e. Festen) sem
horfa á (virkar einhvern veginn
öll úr fókus), gerð af ófrægari
manni (Thomas Vinterberg?!?!)
og hefur ekkert svo hömlulaust
myndskeið sem Idioterne þar
sem er svo mikið af berum
bossum, dillandi brjóstum og
reistum göndum að manni fór
bara að sundla á tímabili (og
snöggþagnaði í annars hávær-
um troðfullum salnum, heyrðist
ekki tíst í salnum meðan slef-
borið gruppeknaldet fór fram).
Kannski er það Arni Þórarins-
son, kvikmyndagagnrýnandi,
sem hefur slíkt ægivald yfir
okkur en hann sagði í sjónvarp-
inu rétt fyrir hátíðina að Festen
væri miklu betri en Idioterne.
A.m.k. afsannar þetta kenning-
ar manna um að sjáist bijóst sé
metaðsókn tryggð (kannski virk-
ar jafnan öfugt ef stinnir
sköndlar sjást líka). En svo
reyndist Idioterne vera frunta-
lega góð mynd. Dálítið hæg-
geng og skólaverkefnisleg í byrj-
un en þegar hún komst á sporið
sat maður heillaður undir lát-
lausu flakki persóna milli sinn-
ar veruleikamanneskju og síns
innri „eðjóta." Snilldarhugmynd
og framúrskarandi mynd.
V___________________________/
Fúlir framsóknarmeim
Það er erfitt að tapa eins
og glöggt má ráða af við-
brögðum þeirra fram-
sóknarmanna sem náðu
ekki verulegum árangri í
prófkjöri Framsóknar-
flokksins. Kona sem lenti
í sjötta sæti í prófkjöri
flokksins í Reykjavík seg-
ir að árangur sinn sé
góður miðað við að hún
hafi verið að keppa við
kalla um efstu sætin en
gleymir því um leið að
tvær konur hrepptu sæti
fyrir ofan hana. Það er senni-
lega þægilegra að kenna karl-
veldinu um það sem miður fer
en viðurkenna að kjósendur
hafi hafnað manni.
Karlmaðurinn í
fimmta sæti ætlaði sér
mikinn sigur en þegar
það áætlunarverk
mistókst sleikti hann
sárin með því að hreyta
ónotum í efsta mann á
lista og sagði sigur hans
máttleysislegan. Þessi
viðbrögð þykja mér ekki
lýsa miklum drengskap í
garð ráðherra og vara-
formanns flokksins sem
virðist hafa orðið það
eitt á að sigra í prófkjörinu.
Margítrekað hefur komið
fram í Ijölmiðlum að búið var
að smala herskara manna í
Framsóknarflokkinn og ein-
hveijir hundruðir þeirra voru
sérstakir andstæðingar Finns
Ingólfssonar. En þegar búið að
var að telja upp úr kössunum
var eins og enginn myndi eftir
þessari smölun og sigurinn var
skyndilega talinn naumur. Ég
fæ ekki með góðu móti séð að
hann hafi verið það.
I miðjum greinaskrifum renn-
ur skyndilega upp fyrir mér að
sennilega er ég að kalla yfir mig
reiði félaga minna í samfylking-
ararmi með því að taka upp
vörn fyrir forystu Framsóknar-
flokksins svo ég hætti mér ekki
Iengra í þeim efnum, enda
komin langt út yfír mitt kratíska
MEIMNIIUGAR
VAKTIN
„Margítrekað hefur
komið fram í fjöl-
miðlum að búið var
að smala herskara
manna í Fram-
sóknarflokkinn og
einhverjir þeirra
voru sérstakir and-
stæðingar Finns
Ingólfssonar. En
þegar búið að var
að telja upp úr
kössunum var eins
og enginn myndi
eftir þessari smöl-
un og sigurinn var
skyndilega talinn
naumur."
verksvið. En ég vona að þeir
frambjóðendur í prófkjöri sam-
fylkingar, sem ná ekki þeim ár-
angri sem þeir hafa gert sér
vonir um, fari ekki í sama fúl-
lynda farið og tapsárir fram-
sóknarmenn.