Dagur - 26.01.1999, Side 5

Dagur - 26.01.1999, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 - 21 Xfc^wr. LÍFIÐ í LANDINU Brúðkaupsnótt 1 Vaðlareit „Það kom aldrei annað til greina en að giftingin færi fram í Akureyrarkirkju, “ segir Aðalbjörg Skúladóttir, sem hér er ásamt Þórði Friðrikssyni, eiginmanni sínum. [Mynd: Ljósmyndast. Páls, Akureyri.) „Á brúðkaupsnóttina sváfum við í sumarbústað sem foreldrar mínir eiga í Vaðlareit, hér hand- an við Pollinn. Brúðkaupsferð- ina eigum við eftir og þá er draumurinn að fara annað hvort til heitu landanna eða til Edin- borgar. Þangað fórum við haust- ið 1997 og við opinberuðum einmitt í því ferðalagi," segir Að- alheiður Skúladóttir á Akureyri. Þann 22. ágúst sl. sumar gaf sr. Pétur Þórarinsson í Laufási Að- alheiði og Þórð Friðriksson sam- an, en þau er búsett á Akureyri. Þórður starfar sem nætur- vörður hjá Securitas á Akureyri en Aðalheiður sem Ieiðbeinandi við Lundarskóla. Hún er sjúkra- liði og nuddari að mennt, en starfar nú við það sem er menntun hennar með öllu óskylt. En hún kann starfinu vel og segir vel koma til greina að leggja kennslustörf fyrir sig í framtíðinni. „Við Þórður erum búin að vera saman í Ijögur ár. Við erum barnlaus enn, en hann á fyrir tvo stráka,“ segir Aðal- heiður, sem er frá Akureyri. Eig- inmaður hennar er frá Brekku í Eyjaljarðarsveit. „Það kom aldrei annað til greina en að giftingin færi fram í Akureyrarkirkju. Og síðan vild- um við fá sveitaprest, af því Þórður er úr sveit, og þá völdum við séra Pétur. Honum tókst afar vel upp við þessa athöfn og gestirnir töluðu margir um hve ræðan hans við athöfnina hefði verið falleg." -SBS. Hreinn Skúli og Kolbrún Lilja Gefin voru saman í Grenivíkur- kirkju þann 13. júní sl. sumar af séra Pétri Þórarinssyni þau Hreinn Skúli Erardsson og Kol- brún Lilja Kolbeinsdóttir. Heim- ili þeirra er í Tjarnarlundi 13k á Akureyri. (Mynd: Ljósmyndast. Páls, Akureyri.) Svava og Hilntar Gefin voru saman í heilagt hjónaband í Akureyrarkirkju þann 6. júní sl. sumar, af séra Svavari Alfreð Jónssyni, þau Svava Sigurðardóttir og Hilmar Sæmundsson. Heimili þeirra er að Skarðshlíð 32 á Akureyri. (Mynd: Ljósmyndast. Páls, Ak- ureyri.) Margrét Huld og PaU Gefin voru saman í heilagt hjónaband í Bessastaðakirkju þann 8. ágúst sl. sumar, af séra Hans Markúsi Hafsteinsssyni, þau Margrét Huld Guðmunds- dóttir og Páll Sigurðsson. Heim- ili þeirra er í Hraunbæ 172 í Reykjavík. (Ljósmyndast. Mynd, Hafnarfirði.) Þegar lokað er á nefið árnanni SVOJUA ER LIFIÐ Pjetur St. Arason skrifar © Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarfitu að spyija, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Allir þekkja þá tilfinningu að vera að stússast í bænum við útréttingar og eiga kannski eftir að heimsækja eina opin- bera stofnun fyrir lokun. Kíkja aðeins inní tískuverslun á leiðinni og allt í einu er klukkan orðin átta mínútur í Ijögur og bankinn alveg að loka. I búðinni er falleg skyrta og maður lendir í því að verða að þjóta. Pósthúsum er almennt lokað hálf fimm. Það er þó stundum að dyraverðir, búð- areigendur og aðrir hleypa viðskiptavinunum inn af misk- unnsemi sinni þegar þeir eru að loka dyrum sínum. Stund- um mætir maður hinsvegar fólki í dyrunum á leiðinni út og lendir þá í kreppu því hvað ef maður hefði keypt skyrt- una og stæði þarna sjálfur í sporum þessa aumingja fólks. Afgreiðslutími kjörbúða hefur verið að lengjast. I eina tíð keyrðu Reykvíkingar til Hafnafjarðar um helgar til þess að versla því búðum var lokað klukkan sex á föstu- dagskvöldum. Nú eru breyttir tímar og klukkuverslanir eru opnaðar um miðjan morgun en eru opnar langt fram á kvöld, bensínstöðvar eru með sólar- hringsvakt, það er af sem áður var, og menn geta keypt sitt kruðerí á kvöldin og um helgar. Það er mjög í tísku að í samræmi við íslenska hefð að vitna til þess sem gerist í út- löndum, og ég man eftir því að móðir mín sagði mér það að í Þýskalandi hætti fólk að afgreiða þegar verslunum, skrifstofum og öðrum slíkum hlutum er lokað. Það væri mjög til fyrir- myndar og mikil kurteisi við starfsfólkið að menn mæti tímanlega í verslanir og skrif- stofur og Ijúki erindum sín- um áður en klukkan glymur. Rermibraut á stól Lesandi hringdi og vildi vita hvort ein- hver hefði byrjað á rennibraut á stól og lagt það síðan til hliðar. Ef svo væri bauðst hún til þess að taka við verkinu. Hún heitir Ingígerð- ur Einarsdóttir og á heima á Akureyri. Hún er í síma 462 7037. jfti? í i. 7 >i: i ■ HVAfl ER Á SEYfll? SAMAVIKA í NORRÆNA HÚSINU í dag kl. 18.00 verður boðið uppá nám- skeið í samískum bandvefnaði. Bima Halldórsdóttir sýnir aðferðir við að fingur- vefja mittisbönd. Þá mun Laila Spiik frá Norðurbotni verða með ýmislegt forvitni- legt í farteskinu, s.s. samísk listhandverk og samíska rétti, sem gestum býðst að smakka á. Til Samavikunnar hefur verið boðið fræðimönnum frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð til þess að Ijalla um þjóðhætti, sögu og menningu og verða málefni líð- andi stundar rædd við íslenska sérfræð- inga. Fyrirlestrar verða haldnir í fundarsal Norræna hússins frá mánudegi til föstudags og heíjast þeir kl. 20.00 alla dagana. I kvöld verður fjallað um húsagerð Sama og ræðast við Kjell Oksendal sendikennari, Óli Hilmar Jónsson arkitekt og Kristín Jónsdóttir arkitekt. Samar og íslendingar eru einu þjóðirnar sem notuðu torf til húsagerðar allt frá upphafi byggðar. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Poulenc hátíð f Iðnó Lokatónleikar tónleikaraðar sem tileink- aðar eru Francis Poulenc verða í kvöld í Iðnó og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni verða sex verk: Sónata fyrir tvö klarinett, Sónata fyrir selló og píanó, Le bastiaire, fyrir baritón og píanó, Sónata fyrir fiðlu og píanó, Sónata fyrir ldarínett og píanó, og Mouvements Perpétuels fyrir flautu, ópó, klarínett, fagott, hom, fiðlu, víólu, selló og kontrabassa. Francis Poulenc var eitt vinsælasta tón- skáld Frakka á þessari öld. Tónlist hans einkennist af grípandi laglínum, er full af glensi og gamni. Samfylking eða Sjálfstæðisflokkurinn á Sólón I kvöld k. 20.30 eigast þeir Mörður Árna- son íslenskufræðingur og varaþingmaður og Hannes Hólmsteinn Gissurarson pró- fessor við á opnum kappræðufundi á Sól- on Islandus. Umræðuefnið er „Samfylk- ing eða Sjálfstæðisflokkurinn“, þess er vænst að gestir leggi orð í belg. Stefhumót á Gauki á Stöng Stefhumót er heiti á tónleikaröð sem tón- listartímaritið Undirtónar stendur fyrir. Þar munu hljómsveitirnar Ensími, Botn- leðja og plötusnúðurinn DJ Bomm Boom leiða saman hesta sína . Stefnumótið hefst stundvíslega í kvöld ld. 22.00. Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ Handavinna og silkimálun kl. 9.00, kennari Kristín Hjaltadóttir. Skák 13.00 - 17.00. Sungið og dansað kl. 15.00 - 17.00. Stjórnandi Unnur Arngrímsdóttir. Framsögn kl. 16.15 - 17.45, kennari Bjarni Ingvarsson. Kaffistofan er opin kl. 10.00-13.00 Félag eldri borgara, Gullmára 13, Kópavogi Jóga í félagsmiðstöðinni alla þriðjudaga kl. 10.00 til kl. 11.00. Línudans í Gull- smára í dag frá kl. 17.00-18.00. Tómbóla til styrktar Listaháskóla Tombóla verður haldin í gallerí „Nema hvað!" Skólavarörðustíg 22c, dagana 27. til 31. janúar, opið frá kl. 12.00 til 18.00. Tombólan opnar fyrir boðsgesti þriðju- daginn 26. janúar kl. 20.00. Enjgin núll. Allur ágóði rennur Listaháskóla Islands.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.