Dagur - 29.01.1999, Blaðsíða 2
18-FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1999
Dagtar
LÍFIÐ í LANDINU
ÞflÐ ER KOMIN HELGI
Hvað
ætlar þú að
gera?
„Söngnámskeið um
helgina, “ segir Diddú.
Söngnámskeið í Kársnesi
„Eg verð með söngnámskeið um helgina,"
segir Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, títt-
nefnd Diddú. „Þórunn Björnsdóttir, stjórn-
andi Skólakórs Kársness, hefur fengið mig til
þess að koma og þjálfa stúlkurnar sem eru í
kórnum, sem annars eru prýðisgóður efnivið-
ur sem gaman verður að vinna með. Þetta er
alveg frá föstudegi til sunnudags og þvf er
helgin alveg frátekin. Hér heima býst ég ekki
einu sinni við að við horfum á sjónvarpið, en
gaman verður hinsvegar að spjalla við fjöl-
skylduna eða grípa aðeins í spil, til dæmis
nýja fjölskylduspilið Hættuspil, sem kom á
markaðinn nú fyrir jólin. Það er mjög
skemmtilegt," segir Sigrún.
„Þingveislan á föstu-
daginn," segir Arn-
björg Sveinsdóttir.
Heim á Seyðisfjörð
„Helgin hjá mér byijar á föstudagskvöldið á
þingveislunni árlegu, sem haldin verður á
Hótel Sögu,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi.
„Strax á laugardaginn þarf ég síðan að fara
austur, þar sem við sjálfstæðismenn ætlum að
ganga frá framboðslista okkar fyrir kosning-
arnar í vor og verður þar unnið út frá niður-
stöðum prófkjörsins, sem var um síðustu
helgi. Að fundi loknum ætla ég heim á Seyð-
isfjörð en á sunnudaginn fer ég suður og þá
hefst af fullum krafti undirbúningur vegna
þingstarfanna, sem fara aftur af stað á þriðju-
daginn, eftir nokkurt hlé,“ segir Arnbjörg.
„íslandsfrumsýning á
Umsátrinu, “ segir Jó-
hann Norðfjörð.
Skíði 1 fjallinu
„Ég byija helgina með trompi á föstudags-
kvöldið þegar á dagskránni er íslandsfrum-
sýning á myndinni Umsátrinu, þar sem Bruce
Willis er í aðalhlutverki. Þetta er mynd sem
lofar góðu og margir hafa sýnt henni áhuga
með því að spyrja um hana,“ segir Jóhann
Norðfjörð, bíóstjóri í Borgarbíói á Akureyri.
„Ef vel viðrar má svo vel vera að ég skelli mér
á skíði í Hlíðarfjalli um helgina. Við Akureyr-
ingar eigum þar afbragðs aðstöðu í fjallinu
sem er um að gera að nýta sér. Venju sam-
kvæmt ætla ég einnig á æfingu á laugardags-
morgun hjá Skotfélagi Akureyrar í Iþrótta-
skemmunni á Gleráreyrum, skotfimi er
skemmtileg íþrótt og félagsskapurinn á þess-
um æfingum er enn betri."
✓
Þegar Sigga Beinteins söng lagið „Vertu ekki að plata mig“ með HLH flokknum
fyrir hálfum öðrum áratug var strax Ijóst að þar var á ferð söngkona sem átti
framtíðina fyrir sér. Hún söng þennan rokkslagara alveg í hæstu hæðum - og í
gegnum árin hefur hún sýnt marga góða takta sem söngkona. Og hún syngur
enn fyrir þjóðina, bæði hátt og snjallt...
LÍF OG LIST
Horft frá brúnni
„Ég er mik-
ið að und-
anförnu
búin að
liggja í
handritinu af leikritinu Horft
af brúnni eftir Arthur Miller
en ég er einmitt meðal þátt-
takenda í uppsetningu á því
verki í Borgarleikhúsinu. I
gegnum tíðina hef ég lesið
nokkur af handritum þess
mæta höfundar, meðal annars
sjálfsævisögu hans, Time-
bands, sem kom út fyrir
nokkrum árum,“ segir Marta
Nordal, leikkona. „Áður en
þetta æfingatímabil hófst byrj-
aði ég að lesa bókina Tvenna
tíma eftir Knut Hamsun, sem
er einn af mínum eftirlætishöfundum, en lagði
hana þá frá mér vegna annríkis. Og nú fyrir fá-
einum dögum var ég að byija á nýlegri íslenskri
skáldsögu, Þetta er allt að koma eftir Hallgrím
Helgason.“
Sellósónötur Beethovens
„Ég hlusta mikið á tónlist og
þá stundum á ýmsa popptón-
list. Var til dæmis nýlega að
hlusta á bresku sveitina
Portis Head, sem ég held talsvert uppá og sama
get ég sagt um P.J. Harvay, sem er ensk söng-
kona. Síðan gríp ég líka í klassíska tónlist, um
daginn til dæmis í sellósónötur eftir Beethoven.
Síðan er líka gaman að hlusta á þessar klassísku
djasssöngkonur einsog EIlu Pitzgerald eða soul-
söngkonur einsog Gladys Night. Það er þó
Arentha Pranklin sem er mitt uppáhald."
Alls ekM hrollvekjur
„Women next door er frönsk
ástarmynd í enskri þýðingu sem
ég horfði á nýlega. Síðan horfði
ég líka á einhverja spænska
mynd nýlega sem var af svipuð-
um toga, en hún heillaði mig engan veginn og
ég gafst upp í miðri mynd. Annars get ég sagt
þér að ég horfi á allskonar myndir, nema þó alls
ekki hrollvekjur eða einhverjar amerískar dellu-
myndir sem mikið framboð er ævinlega af.“ SBS.
■ FRA DEGI TIL DflGS
„Ef þú villt blekkja heiminn segðu þá
sannleikann." Bísmarck
Þetta gerðist 29. janúar
• 1942 var bandaríska skipinu Alexander
Hamilton sökkt undan Garðskaga.
• 1959 var teiknimynd Walts Disneys
„Mjallhvít" frumsýnd.
• 1961 var Körfuknattleikssamband ís-
lands stofnað.
• 1979 hættu Emerson, Lake og Palmer
samstarfi eftir 10 ára hljómsveitarferil.
• 1979 stytti Jimmy Carter Bandaríkja-
forseti 7 ára fangelsisdóm yfir Patty
Hearst niður £ 2 ár.
• 1984 var bandarísku geimskutlunni
Challenger skotið á loft.
• 1991 hittust Nelson Mandela og Man-
gosuthu Buthelezi í fyrsta sinn eftir 28
ár.
Þau fæddust 29. janúar
• 1688 fæddist sænski dulspekingurinn
Emanuel Swedenborg.
• 1880 fæddist bandaríski leikarinn W.C.
Fields.
• 1915 fæddist danski rithöfundurinn
Halfdan Rasmussen.
• 1923 fæddist bandaríska leikskáldið og
handritshöfundurinn Paddy Chayefsky.
• 1939 fæddist breski rithöfundurinn
Germaine Greer.
• 1947 fæddist Hallgrímur Snorrason
hagstofustjóri.
• 1951 fæddist Stefán Olafsson prófess-
or í félagsfræði.
• 1954 fæddist bandaríska sjónvarps-
stjarnan Oprah Winfrey.
Vísa dagsins
Vísan í dag er tileinkuð því fólki sem ekki
er hægt að ná í. Hún er eftir Auðunn
Braga Sveinsson:
Hann keypti sérfrið, hann var ekki við.
Og víst er það sterkur leikur.
lilliit
Afmælisbam dagsins
Kristján VII. var konungur Dan-
merkur á árunum 1766-1808. Hann
fæddist árið 1749, eða fyrir ná-
kvæmlega 250 árum. Hann var því
ekki nema 19 ára þegar hann tók
við krúnunni, og skömmu síðar gekk
hann að eiga 15 ára gamla breska
stúlku, Karólínu Matthildi. Kristján
VII. þjáðist af geðklofa, eins og
fleira gott fólk, og varð æ óútreikn-
anlegri við stjórnvölinn eftir því sem
-4rÁ'V1%;:V?WÍéSt. f&ríPWft
Ég þarf að hlaupa hraðar!
Tveir lögfræðingar voru í safariferð í
Tansaníu. Þeir lögðu bíl sínum og fóru
svo að ráfa um svæðið. Allt í einu
Iöbbuðu þeir fram á stórt og mikið ljón,
ljónið leit á þá, stóð upp og gerði sig lík-
legt til að ráðast á þá. Annar lögfræðing-
anna byrjaði að klæða sig úr stígvélun-
um. Hinn leit undrandi á hann og
spurði: „Hvað ertu að gera maður?"
Hann svaraði: „Við verðum að hlaupa
að jeppanum og ná í riffil."
Hinn leit skelfingaraugum á hann og
sagði: „Ertu brjálaður maður? Við náum
aldrei að hlaupa þangað, ljónið nær okk-
ur.“
„Ég veit það vinur minn en ég þarf
bara að hlaupa hraðar en þú,“ sagði sá á
sokkaleistunum.
i. fifj óiicrri fijjtiriín 6i