Dagur - 29.01.1999, Qupperneq 6
22- FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 19 9 9
t-ítfr
fJHr
Reykjavík 2000
- á Netinu
Reykjavík, menningarborg Evrópu árið
2000, opnar vefsvæði sitt á íslensku í
dag. Eftir nákvæmlega ár hefst dag-
skrá menningarársins.
Á vefsvæðinu, http://www.reykja-
vik2000.is er að finna allar helstu upp-
lýsingar um bakgrunn og umfang
verkefnisins, stjórn og starfsmenn,
samstarfsaðila, fjármögnun, fréttir, inn-
lend og erlend samstarfsverkefni, aðr-
ar evrópskar menningarborgir auk ná-
kvæmari dagskrár er líður nær vori.
Þegar heildardagskrá verður tilbúin
síðar á árinu verða settar inn nánari skilgreiningar, tímasetningar,
staðsetningar og fleira.
Þorrablótsferð Ferðafélagsins
Ferðafélag íslands gengst fyrir þorrablóti og gistingu í Hótel Reykholti
um helgina. Brottför er á laugardag kl. 9.00. Fjölbreyttar skoðunar-
og gönguferðir um Borgarfjöröinn eru í boði (Rauðsgil, Hraunfossar,
staðarskoðun í Reykholti). Glæsilegt þorrahlaðborð. Hin eldfjöruga
Steinka Páls úr Borgarnesi leikur fyrir söng og dansi á harmoníku og
píanó á laugardagskvöld. Svefnpokagisting í herbergjum. Sund á
Kleppjárnsreykjum.
Prímrúnir
kynntar
í Kolaporti
Haukur Halldórsson
myndlistarmaður hefur í
sex ár ferðast um Norð-
ur-Evrópu og safnað
saman primrúnum á
söfnum og hjá gömlu
fólki, rúnunum sem Urð-
ur við Urðarbrunn kallaði
ævirúnir. (rúnunum eru
365 merki, eitt fyrir hvern dag ársins, með skýringum sem gilda fyrir
daginn. Fyrstu heimildir um þessar rúnir eru frá árunum um 500 og
hefur þeim verið safnað saman og komið í heildstæða mynd. Hauk-
ur kynnir þessar prímrúnir í fyrsta skipti í heiminum í Kolaportinu um
helgina.
ríwtuxr
f u þ a r k g w
nf wey*
h n i j E p z s
(R)
T&IWo*M
t b e u I ng o d
HVAB ER Á SEYBI?
AFS á íslandi
AFS eru alþjóðleg samtök sem bjóða
ungu fólki alþjóðlega menntun í gegn-
um skiptinemadvöl. A vcgum AFS
koma árlega til dvalar á Islandi um 40
erlendir nemar frá öllum heimshorn-
um og um 100 íslensk ungmenni fara
til ársdvalar í öðrum löndum. Ungling-
arnir sem eru á aldrinum 15-18 ára,
stunda framhaldsskóla í dvalarlandinu,
búa hjá þarlendum fjölskyldum og
kynnast þannig vel menningu og
tungumáli viðkomandi lands.
Núna og á næstu vikum er AFS á ls-
landi að taka á móti umsóknum til ali-
margra landa í Suður-Ameríku og Evr-
ópu auk Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands
og Tælands með brottför frá júlí til
september. Möguleikarnir eru því
margir fyrir íslcnska unglinga sem vilja
kynnast heiminum með AFS. Þeir
unglingar sem hafa áhuga á að víkka
sjóndeildarhring sinn eru hvattir til að
hafa samband við skrifstofu AFS, Ing-
ólfsstræti 3, Reykjavík, s. 552 5450,
www.itn.is/afs/ eða við tengiliði AFS
víða um land:
Akureyri: Guðrún Friðriksdóttir s. 462
5003 eftir kl. 19. Dalvík: Ásta Einars-
dóttir s. 466 1187 eftir kl. 19. Egils-
staðir: Arndís Þorvaldsdóttir s. 471
1142 eftir kl. 18. Húsavík: Unnur
Guðjónsdóttir s. 464 1059 eftir kl. 17.
Isafjörður: Harpa Björnsdóttir s. 456
4342 eftir kl. 17. Neskaupsstaður:
Díana Dögg Víglundsdóttir s. 477
1708 eftir kl. 19. Sauðárkrókur:
Debbie Robinson s. 453 6097 e.h. Sel-
foss : Gunnar Einarsson s. 482 3869
eftir kl. 19. Stykkishólmur: Unnur
Valdimarsdóttir h.s. 438 1041 eftir kl.
18.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Tónleikar á Samaviku
Þekktur finnskur tónlistamaður,
Wimme Saari kemur með hljómsveit
sfna Wimme-bandið, og flytja þeir tón-
list byggða á Jojki og spuna á tónleik-
um í Norræna húsinu Iaugardaginn
30. janúar og hefjast þeir kl. 20.30.
Wimme hefur slegið rækilega í gegn
með sínum fyrsta geisladisk sem gef-
inn var út í Frakklandi, Bandaríkjun-
um og Kanada. Aðgangur er kr. 1000.
Myndlist á Samaviku
Sýning á verkum eftir fjórar listakonur
frá Samalandi var opnuð laugardaginn
23. janúar í Norræna húsinu. Sýningin
heitir á samísku Geaidit sem mætti
þýða sem sjónhverfingar. Verkin hafa
vísan til uppruna þeirra sem Sama, en
listakonurnar eru allar þekktar í
heimalandinu og víða um heim. Þær
hafa allar staðið framarlega við að
kynna samíska menningu og listir á
Norðurlöndum og víðar.
Þær eru Britta Marakatt Labba og
Maj-Lis Skaltje frá Svíþjóð, Ingunn
Utsi frá Noregi og Marja Helander frá
Finnlandi. Verkin á sýningunni eru
fjölbreytt og tjáningarformið margvís-
legt. SIIDA samasafnið í Inari í Norð-
ur Finnlandi og Náttúrustofnun Lapp-
lands höfðu umsjón með sýningunni.
Sýningin er opin kl. 14-18 alla daga
nema mánudaga.
Britta Marakatt Labba sýnir textílverk.
Hún segir sögur með því að sauma
þær með Iitríku garni í efni.
Maj-Lis Skaltje hóf myndlistarferil
sinn að afloknu háskólaprófi og starf-
aði hún meðal annars við svæðisútvarp
Sama í Svíþjóð. Hún notar ýmsa tækni
við myndverk sín, m.a. skinn og tölvu-
grafík.
Ingunn Utsi á að baki langan mynd-
listarferil og hefur sýnt á Norðurlönd-
um og víðar. Hún sýnir teikningar og
skúlptúra unna úr rekavið og notar
hún ýmis efni önnur til að fullkomna
verkið.
Marja Helander er yngst í hópnum.
Marja stundar nám í Ijósmyndun við
Iistatækniháskólann í Helsinki. Hún
hefur verið tilnefnd til FotoFinlandia
verðlaunanna og hefur tekið þátt í
mörgum ljósmyndasýningum. Marja
Helander kannar ætt sína og þjóð með
hjálp heimildaljósmynda. Þar samein-
ast sjónræn mannfræði, samískt Iands-
Iag og nýjustu aðferðir og tækni við
gerð Ijósmynda. I bakgrunni landslags-
myndanna er svipmót forföður
samískrar ættar hennar, Kajda-Nilla,
sem hlekkur á milli fortíðar og nútíðar.
Kvikmyndir á Samaviku
Sunnudaginn 31. janúar kl. 14.00,
15.00 og 17.00 verða í boði þrjár sýn-
ingar á Samaviku.
A barnasýningu kl. 14.00 verða sýndar
tvær myndir íyrir börn. Sú fyrri er
teiknimyndin „En tid pá hösten“, hún
er byggð á samísku ævintýri og er með
norsku tali. Síðari myndin „Samiska
barn“ segir frá samískum börnum og
umhverfi þeirra og er hún með sænsku
tali.
Síðan verða sýndar tvær kvikmyndir eft-
ir Paul-Anders Simma, sem er meðal
fremstu leikstjóra Sama. „The minister
of State / Sagojogan Ministeri" frá ár-
inu 1996 er sýnd kl. 15.00. Myndin
gerist nyrst í Finnlandi í Iandi Sama,
sem flestum er kunnugt sem Lappland.
Hún er byggð á sannsögulegum atburð-
um og segir frá manni sem notfærir sér
óvenjulegar aðstæður sínar til að vinna
traust lítils bæjarfélags. Kímni, græðgi,
heiðarleiki og ástin, allir þessir
sammannlegu þættir koma við sögu í
þessari stórskemmtilegu rómantísku
gamanmynd. Myndin er á finnlands-
sænsku, sænsku og norsku.
Seinni myndin er sýnd kl. 17:00. Það er
gamansöm stuttmynd „Lets dance“ frá
árinu 1992. Paul-Anders Simma vakti
fyrst á sér athygli með gerð þessarar
myndar og hefur hún hlotið fjölda verð-
launa og viðurkenninga á stuttmynda-
hátíðum víða um Evrópu. Aðgangur er
ókeypis og allir eru velkomnir.
„Prinsssan á bauninni“ í bíósal
MÍR
Sunnduaginn 31. janúar kl. 15. verður
sovésk kvikmynd frá áttunda áratugn-
um sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10.
Þetta er myndin „Prinsessan á baun-
inni“ sem byggð er á samnefndu ævin-
týri eftir H.C. Andersen. Leikstjóri er
Boris Tytsarjev. Kvikmyndin er talsett á
ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Bókafundur Sagnfræðinga-
félagsins
A laugardaginn kl. 13.30 heldur Sagn-
fræðingafélag Islands sinn árlega
bókafund. A fundinum verður rætt um
fjórar bækur sem komu út fyrir jólin.
Sigríður Matthíasdóttir ræðir um
Mannkynbætur eftir Unni Birnu Karls-
dóttur. Arni Daníel Júlíusson ræðir um
bæði bindi af sögu Reykjavíkur á þess-
ari öld eftir Eggert Þór Bernharðsson.
Armann Jakobsson fjallar um ævisögu
Arna Magnússonar eftir Má Jónsson
og Davíð Ólafsson um bók Eiríks Guð-
mundssonar, Gefðu mér veröldina aft-
ur.
Hlutverk og ábyrgð foreldra við
aldarlok
Málþing undir yfirskriftinni „Hlutverk
og ábyrgð forcldra í Ijósi Iffsgilda, trúar
og þekkingar" verður haldið laugardag-
inn 30. janúar klukkan 13.30-16.30 í
Norræna húsinu. Fundarstjóri er Dr.
Jón Torfi Jónasson prófessor við HÍ.
Nýtt forystuaf I
Árm Þór er nýttforystuafl - málsvari þinn i þjóðfélagi jöfnuðar, ekki einkavina.
Hugsjón félagshyggjunnar:
Sjálfstæði, jöfnuður og réttlæti á nýrri öld
Leggjum okkar af morkum til að tryggja að hugsjónir og viðhorf télagshyggju '
hornsteinar I íslensku þjóðfélagi 21. aldar.
télagshyggju verði
Taktu þátt í kosningunum.
Heitt á könnunni
á kosningaskrifstofunni
frá hádegi á kjördag (á morgun).
Auðlindir íslands í þágu þjóðarinnar
Stöndum vörð um náttúru landsins - tryggjum komandi kynslóðum arð af
auðlindum okkar.
Hugvit er dýrmætasta eign þjóðarinnar
Styrkjum stoðir menritunar, rannsókna og vísinda a nýrri öld.
Kosningaskrifstofa Hafnarstræti 20, 3. hæð v/Lækjartorg, símar 562 4116, 562 4117, 562 4118, netfang aths@ismennt.is