Dagur - 09.02.1999, Side 8

Dagur - 09.02.1999, Side 8
f 8 - ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 FRÉTTASKÝRING k. a SaiiiíylMngarmenn í sigurvímu sigurdOr SIGURDÖRS SON SKRIFAR SamfylMngarfóLk á Reykjanesi er fullt bjartsýni eftir próf- kjörið mn helgina. Pólitískir andstæðing- ar telja hins vegar ekk- ert að óttast, segja list- ann gamalt vín á nýjum helgjum. Það verður ekki sagt að niðurstað- an í prófkjöri samfylkingarinnar á Reykjanesi hafi komið þeim á óvart sem fylgst hafa með í ís- lenskum stjórnmálum undanfarið. Utkoma frambjóðenda er eins og búist var við. Sá eini sem kemur verulega á óvart er Jón Gunnars- son, krati úr Vogum, sem nær 6. sætinu. Og þessu sæti náði hann í talningu úr síðasta kjörkassanum eftir að hann og Lúðvík Geirsson höfðu verið hnífjafnir við talningu um nóttina. Sumir halda því fram að þessi góði árangur Jóns Gunn- arssonar sýni fram á að fólk sé far- ið að hugsa til kjördæmabreyting- arinnar. Þá verða Suðurnes skorin frá Reykjaneskjördæmi og tengd saman við Suðurlandskjördæmi. Menn segja að Suðurnesjakratar hafi verið að stimpla Jón Gunnars- son inn fyrir þá breytingu. Rannveig, Guðmundur Arni, Sigrfður, Þórunn og Agúst er sama röðun og flestir bjuggust við fyrir- fram. Þeir frambjóðendur, sem Dagur hefur rætt við, eru allir ánægðir með þátttökuna í próf- kjörinu 9.550 manns. Ef þátttakan er borin saman við þátttökuna í prófkjöri Alþýðuflokksins fýrir fjór- um árum, þar sem rúmlega 8 þús- und manns tóku þátt, getur hún að þessu sinni varla talist nema rétt viðunandi þegar þrír flokkar leggja saman nú. Sú spurning vaknar hvort slök útkoma frambjóðenda úr Alþýðu- bandalaginu í prófkjörinu veiki ekki listann, hvort það verði ekki vatn á myllu VG, flokks Stein- gríms J. Sigfússonar. Fyrir utan þingmann flokksins, Sigríði Jó- hannesdóttur, sem náði 3. sætinu, lenda þrír sterkir sveitarstjórnar- menn flokksins í 7., 8. og 9. sæti listans, á meðan kratar lenda í 1., 2., 5. og 6. sæti hans. Rannveig Guðmundsdóttir hafnar þessari kenningu. Röng kenning ,;Eg held að kenningin sé ekki rétt. I dag eiga þessir þrír flokkar fimm þingmenn. Reykjaneskjördæmi er sterkasta vígi Alþýðuflokksins á landinu. Það er því ekkert óeðli- legt við það að í 5 efstu sætin sé stuðningur við þrjá þingmenn Al- þýðuflokksins. Fulltrúar bæði AI- þýðubandalags og Kvennalista fá góða kosningu. Um sjötta sætið voru lengi nætur að keppa þrír al- þýðubandalagsmenn. Það er alltaf þannig að ef mikil keppni er inn- byrðis eins og þarna var, dreifast atkvæðin mjög. Sá sem kemur á óvart i prófkjörinu, og skýtur sér upp í 6. sætið á lokatölunum er Jón Gunnarsson. Eg álít að með því að veita Jóni Gunnarssyni brautargengi séu Suðurnesjamenn farnir að hugsa til kjördæmabreyt- ingarinnar. Ég varð vör við að Suð- urnesjamenn óttuðust að prófkjör- ið myndi bara skila Innan-mönn- um á listann," segir Rannveig. Hún segir að ef menn skoða töl- urnar þá komi í ljós að Þórunn Sveinbjarnardóttir er ekki í 4. sæt- inu bara vegna gerðra samninga við Kvennalistann, heldur vegna þess að hún náði kosningu í 4. sætið. Sigríður Jóhannesdóttir hafi líka fengið góða kosningu í 3. sæt- ið. Samt segist hún sjá að það hefði verið betra fyrir Alþýðu- bandalagið að koma síðan inn í 6. sætið en þeir koma í 7. til 9. sætið vegna hinnar miklu innbyrðis- keppni hjá þeim. Hún segir að það detti engum annað í hug en að 6. sætið sé baráttusætið í vor. Guðmundur Arni Stefánsson tekur í sama streng. Hann segir að meðan talað var um uppstillingu á listann hefði verið talað um 2. sæt- ið til Alþýðubandalagsins og þess vegna sé þetta heldur lakara. „Ég hef ekki heyrt orð um það frá félögum mínum í samfylking- unni, sem koma frá Alþýðubanda- laginu, að þar séu einhver sárindi á ferð vegna niðurstöðu prófkjörs- ins. Ég held líka að það sé röng ályktun að vinstri/grænir græði eitthvað á niðurstöðu prófkjörs samfylkingarinnar. Ég fann það hvar sem ég kom að fólk er farið að líta heildstætt á samfylkinguna og þvert á alla flokka. Það held ég að prófkjörið hafi líka sýnt afar glöggt," segir Guðmundur Ami. SamfylMngin að skjóta rótum Rannveig Guðmundsdóttir er ánægð með þátttökuna í prófkjör- inu. Hún segist álíta að á Reykja- nesi hafi verið haldið áfram með bylgju sem hófst í prófkjöri sam- fylkingarinnar í Reykjavík viku fyrr. Hún segist telja að það fólk sem tók þátt í prófkjörinu hafi gert það vegna þess að það langi til að vera með í þeirri ferð sem hafin er hjá samfylkingunni. Hún segir að vissulega komi alltaf einhverjir utan að og taki þátt vegna þess að þeir hafi áhuga fyrir ákveðnum einstaklingi. Hins vegar sé útilok- að að fá þúsundir til þátttöku öðru vísi en að stemmning sé fyrir próf- kjörinu. Rannveig segir að sam- fylkingin hafi farið í gegnum erfið- an kafla í haust er leið, sem hún segir að hafi snúist um tæknileg atriði eins og uppstillingu á lista eða prófkjör en ekki hugmynda- fræði eða framtíðarsýn. Undir ára- mót virtist þetta virka eins og frá- hvarf frá samfylkingunni. „Um Ieið og erfiðleikatímabil var að baki og við fórum að undirbúa prófkjör varð maður var við stemmningu fyrir samfylkingunni og fyrir prófkjörunum. I aðdrag- anda prófkjörsins hjá okkur í Reykjanesi fór ég um allt kjör- dæmið. Ég hitti auðvitað flokks- fólk alls staðar í kjördæminu. Ég fór líka á vinnustaði alveg frá Mos- fellsbæ og suður í Sandgerði. Hvar sem ég kom varð ég vör við velvild í garð samfylkingarinnar og áhuga fyrir prófkjörinu. Eftir þessa yfir- ferð mína var ég sannfærð um að þátttakan yrði góð og hún myndi slaga hátt í tíu þúsund, sem hún og gerði. Fólk er orðið spennt fyrir samfylkingunni og hún er að skjóta rótum sem fjöldahreyfíng. Nú þegar er hún hætt að vera ein- hver samstarfsvettvangur þriggja flokka. Hún er orðin hreyfingin sem okkur dreymdi um og sóknar- færin blasa við okkur,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir. Jafnvægi við Sjálfstæðisflokkiim Guðmundur Arni Stefánsson tek- ur undir það að hér hafi átt sér stað glæsilegt prófkjör og Iistinn sigurstranglegur og að mörgu leyti ágætlega skipaður eins og hann komst að orði. Hann segist að vísu ekki hafa náð sínu aðalmarkmiði að ná 1. sæti listans en sé ágætlega ánægður með það næst besta. Hann segir líka að mjög fátt hafí komið sér á óvart í niðurstöðu prófkjörsins. „Ég er mjög bartsýnn á góðan árangur listans í kosningunum í vor. Prófkjörið undirstrikar það sem ég vildi vita að við erum að ná fullkomnu jafnvægi við Sjálfstæð- isflokkinn í Reykjaneskjördæmí og ætlum að verða stærri flokkur en hann eftir kosningar," sagði Guð- mundur Arni Stefánsson. Engin sár „Mér h'st ekki illa á listann og tel hann sterkan. Samt tel ég að það hefði verið betra fyrir samfylking- una ef Alþýðubandalagið hefði náð 6. sætinu í prófkjörinu. Hvað sjálf- an mig varðar er ég sæmilega sátt- ur við mína útkomu. Ég hefði svo sem viljað þessi 100 atkvæði sem vantaði upp á að ég næði 6. sætinu en tel mig samt koma sæmilega sterkan þarna inn,“ sagði Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Hafnarfírði, sem hafnaði í 7. sæti Iistans. Hann bendir á að alþingismenn- irnir fjórir hafi allir fengið viðun- andi kosningu. Þeir hafi líka ákveðið forskot sem sitjandi þing- menn. Lúðvík segir að það hafí verið vilji fyrir því að fulltrúi Kvennalistans fengi gott gengi í prófkjörinu. Það hafí tekist og það sé styrkur fyrir listann. „Ég hef ekki trú á því að úrslitin skilji eftir sig nein sár. Menn standa saman um sína fylkingu. Þetta er bara niðurstaðan í próf- kjörinu nú. Og þá er bara að bretta upp ermar fyrir komandi kosningar enda Iít ég svo á að 6. sætið sé bar- áttusæti í vor. Þátttakan í prófkjör- inu undirstrikar þetta enda er hún hlutfallslega meiri en var í Reykja- vík fyrir viku. Þátttökufjöldinn undirstrikar það einfaldlega að það er áhugi hjá almenningi fyrir sam- fylkingunni og fólk vill hafa áhrif á hvernig listinn er skipaður. Þátt- takan er líka merki þess að fólk lít- ur á samfylkinguna sem trúverðugt afl í pólitískri baráttu, pólitískt afl sem almenningur liefur verið að bíða eftir,“ segir Lúðvík Geirsson. Nýr flokkux að verða til Agúst Einarsson sem hafnaði í 5. sæti listans segist vera ánægður með sína útkomu og að hann telji listann sterkan. Hann segist hafa haldið marga fundi í kjördæminu fyrir prófkjörið, kynnt ýmsar hug- myndir m.a. í skattamálum og hann segist hafa haft mjög gaman af prófkjörsbaráttunni. Aðspurður hvort hann haldi að prófkjörið skilji eftir sig sár vegna útkomu Al- þýðubandalagsins, sagðist hann ekki telja svo vera. „Það má ekki gleyma þvf að það eru 20% kjósenda í Reykjaneskjör- dæmi sem taka þátt í prófkjörinu. Ég tel að hinar gömlu flokksmerk- ingar séu að hverfa smátt og smátt. Prófkjörið var mjög skýrt byggða- prófkjör, þeir sem koma frá fjöl- mennustu stöðunum uppskera mest. Þá fæ ég ekki betur séð en að fólk sé farið að hugsa til kjördæma- breytingarinnar. Og í því sambandi hafí frambjóðendur verið að stimpla sig inn og láta vita af sér. Ég heyri ekki annað en að fólk sé almennt mjög ánægt með listann, sama úr hvaða flokki menn eru. Allir telja listann sigurstranglegan. Það er einnig sannfæring mín að samfylkingin sé orðin rótföst eftir þessi tvö glæsilegu prófkjör í Reykjavík og Reykjanesi. Það mun ekkert koma í veg fyrir það að þeg- ar fram líða stundir að úr þessu verði stjórnmálaflokkur og það mun að mínum dómi gerast fljót- lega á næsta kjörtímabili," segir Agúst Einarsson. Ekkcrt nýtt Það er forvitnilegt að heyra hvað helstu andstæðingar samfylkingar- innar í Reykjanesi segja um próf- kjörið og niðurstöðu þess. Arni M. Mathiesen, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu, segir þátt- tökuna í prófkjörinu minni en hann átti von á. Hann segir menn ekki mega gleyma því að Alþýðu- flokkurinn hafi fengið rúmlega átta þúsund manns í sínu prófkjöri fyr- ir fjórum árum. Arni segir að það eina sem hafi komið sér á óvart sé að Rannveig hafí fengi minna fylgi en hann hefði búist við miðað við að hann segist vita að hún hafi not- ið stuðnings alþýðubandalagsfólks. Hann var spurður hvort hann telji samfylkinguna taka fylgi frá Sjálf- stæðisflokknum á Reykjanesi? „Það er ekkert nýtt á þessum Iista og fylgi forystunnar ekki eins afgerandi og ætla mætti hjá aðila sem hefur leitt forystuflokk sam- fylkingarinnar í kjördæminu. Þetta eru alveg sömu aðilar og við höfum verið að keppa við. Þess vegna fæ ég ekki séð hvers vegna samfylk- ingin ætti að taka frá okkur enda þótt við berum fulla virðingu fyrir keppinautum okkar og kjósendun- um,“ sagði Arni Mathiesen. Kvíðir engu „Þátttakan í þessu prófkjöri er bara eins og við var að búast. Það koma þrjár fylkingar að þessu og mikið var smalað og ég veit um fólk úr öllum flokkum sem tók þátt í því. Það sem vekur mesta athygli mína er hvað menn Ieggja orðið þunga áherslu á að fá fólk úr öðrum flokkum til þátttöku í prófkjörum. Þetta þykja mér ekki lýðræðisleg vinnubrögð og vekja upp ýmsar spurningar um hvernig prófkjör al- mennt hér á landi eru að verða,“ sagði Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins á Reykjanesi. Hann segir það líka vekja sér undrun hversu miklum peningum frambjóðendur í prófkjörinu eyddu í það, þrátt fyrir samkomulag um að auglýsa ekki í fjölmiðlum. Hann segir að það hafi auðvitað verið misjafnt hvað menn lögðu mikið í þetta en greinilega hafi Agúst Ein- arsson lagt mikið undir. Hjálmar var spurður hvort hann óttaðist að samfyikingin taki fylgi frá Framsóknarflokknum f vor? „Nei, ég óttast það ekki. Hér er ekkert nýtt á ferðinni. Þetta er sama fólkið og verið hefur í fram- boði fyrir þessa flokka og með sömu málefnin og áður. Það er ekkert nýtt pólitískt sem kemur inn með þessum lista og því ekki ástæða til að óttast hann,“ sagði Hjálmar Arnason. Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, s: 462 6900 UPPB0Ð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Höfðahlíð 11,1. hæð til vinstri, Akur- eyri, þingl. eig. Stefán Eyfjörð Steingrímsson, gerðarbeiðandi l’búðalánasjóður, föstudaginn 12. febrúar 1999 kl. 10:00. Lóð úr landi Grundar í Grýtubakka- hreppi, 5100 m2., þingl. eig. Guðrún F. Helgadóttir, gerðarbeiðandi Lána- sjóður landbúnaðarins, föstudaginn 12. febrúar 1999 kl. 10:00. Munkaþverárstræti 11, Akureyri, þingl. eig. María Ingunn Tryggva- dóttir, gerðarbeiðandi Akureyrar- kaupstaður, föstudaginn 12. febrúar 1999 kl. 10:00. Sýslumaöurinn á Akureyri, 8. febrúar 1999. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Úrslit prófkjörs Sainfylkingar á Reykjanesi 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1 .-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti 1. Rannveig Guðmundsdóttir 3.134 7.405 2. Guðmundur Á. Stefánsson 2.539 3.620 6.232 5. Ágúst Einarsson 1.854 3.207 4.504 6.493 3. Sigríður Jóhannesdóttir 250 1.854 3.207 4.504 4.139 4. Þórunn Sveinbjarnardóttir 112 453 1.480 2.895 3.400 3.983 6. Jón Gunnarsson 180 1.289 1.810 2.373 2.993 3.807 7. Lúðvík Geirsson 290 891 1.558 2.304 2.948 3.499 8. Magnús Jón Arnason 275 724 1.285 1.827 2.508 3.121 Auðir seðlar voru 11 Ógildir seðlar 249 Gild atkvæði 9.290 AIls greiddu 9.550 atkvæði. !+•- ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 - 9 Eigin herra! Frjáls vinnutími. Ótakmörkuð umsvif á heimsvísu, þess vegna einstakt tækifæri. Upplýsingar gefur Anna í síma 899 7390. Hin fullkomna næringarvara Við erum nr. 1 og erum að taka heiminn með trompi! Láttu þér líða vel á likama og sál! Auöveld leið til að grennast. Höfum einnig frábærar snyrtivörur og giænýja förðunarlinu. Allt 100% náttúruleg vara. Visa/Euro. Sendum í póstkröfu. S:8691643 og 8691514. E-mail stp@here.is Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Kennarar Vegna forfalla vantar kennara nú þegar við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Um er að ræða kennslu á yngsta stigi en allar upp- lýsingar varðandi starfið veitir skólastjóri, Viktor A. Guðlaugsson í síma 555 1546. Skólafulltrúi Fræðslufulltrúi Hjartaverndar Hjartavernd auglýsir eftir fræðslufulltrúa í hlutastarf eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi sé innan heilbrigð- issviðs og geti unnið sjálfstætt. Ráðningartími yrði 2 ár. Upplýsingar veitir Nikulás Sigfússon, yfirlæknir. Umsóknir sendist til skrifstofu Hjartaverndar, Lágmúla 9, 108 Reykjavík, fyrir 25. febrúar nk. Til sölu LÆKJARGATA 6 Akureyrarbær auglýsir til sölu fasteignina Lækjargötu 6, Akureyri. Húsið er tveggja hæða timburhús með risi og er á lágum hlöðn- um kjallara, grunnflötur hússins er um 72 fm. Húseignin er skemmd eftir bruna og fylgja ógreiddar brunabætur með í kaupunum. í samræmi við ákvæði laga verða brunabætur greiddar samfara endurbyggingu hússins og ber kaupanda að gera samkomulag við Vátryggingafélag (slands hf. um þær. Vegna erfiðar stöðu hússins með tilliti til annarra húsa við götuna og vegna umferðarmála gerir seljandi, Akureyrarbær, kröfu um að kaupandi láti færa húsið af núverandi grunni til norðvesturs. Ak- ureyrarbær mun gefa út lóðarsamning til samræmis við nýja stöðu hússins og breytta lóðarstærð þegar kaupsamningur verður gerður. Þá eru gerðar kröfur um að við endurbyggingu hússins verði fylgt endurbyggingarskilmálum sem Húsfriðunarsjóður ríkisins hefur látið semja, en nefndin hefur einnig látið teikna húsið upp og skulu þær teikningar lagðar til grundvallar endurbyggingunni. Kaupandi skal hafa náið samráð við sjóðinn eða fulltrúa hans um endurbygginguna og framkvæmdina alla. Þá hefur Húsfriðunar- sjóðurinn óskað eftir að vakin verði athygli á að framkvæmdir við endurbygginguna séu styrkhæfar gagnvart sjóðnum. Nánari upplýsingar veitir Einar Jóhannsson á byggingadeild Akureyrarbæjar í síma 462-1000 eða í farsíma 896-5391.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.