Dagur - 11.02.1999, Blaðsíða 2
18 - FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999
rD^tr
LÍFIÐ í LANDINU
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURDOR
SIGURDÓRSSON
Með fótspor Áma á rassi
Eg birti á dögunum vísu eftir Hjálmar Jónsson
alþingismann sem hann orti þegar hann sá Jó-
hönnu Sigurðardóttur kyssa á eyra Ossurar
Skarphéðinssonar, eyrað sem Arni Johnsen
kleip í. En Árni gerði meira en klípa í eyra
Össurar, hann sparkaði líka í afturenda hans í
Hjálmar Jónsson. stiga í Alþingishúsins sama dag og eyrnaklipið
-------- átti sér stað. Þegar Jón Kristjánsson alþingis-
maður sá myndina af kossi Jóhönnu á forsíðu
DV minntist hann sparksins líka:
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi
þaðfékk að reyna um helgina Össur minn.
Fallinn er hann með fótspor Arna ú rassi
ogfarðann afjóhönnu rauðan ú hægri kinn.
Vilhjálmur
Hjálmarsson.
„Ég hef átt eins-
konar tjaldvist í
fulla tvo áratugi á
Alþingi Islendinga
og ekki laust við
að ég sé farinn að
hugsa til heim-
ferðar.“
Hjörleifur Gutt-
ormsson í grein í
Mbl.
Jón og ég
Þegar Jón hafði ort þessa vísu bætti Hjálmar
Jónsson við og minntist hann kossins góða og
niðurstöðu prófkjörs samfylkingarinnar:
Frúin er óvenju ústúðleg
en Ossur er sýnu tregari.
Við sjáum það háðir, fón og ég
að Jóhanna er sigurvegari.
Afleysingarmaðuriim
Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði
og fyrrverandi menntamálaráðherra er mikill
húmoristi og góður sögumaður. Sveitungi Vil-
hjálms þurfti að vistast á Kópavogshæli og
heimsótti Vilhjálmur hann oft þangað. Ein-
hverju sinni spurði Vilhjálmur vin sinn hvort
hann ætlaði ekki að heimsækja æskustöðvarn-
ar fyrir austan. „Nei, nei,“ svaraði karlinn
stuttur í spuna, „ég er alveg ómissandi hérna.“
Nokkrum vikum síðar ympraði Vilhjálmur aft-
ur á þessu. Þá var komið nýtt hljóð í strokk-
inn. „Ja, það gæti nú vel komið til greina. En
þeim þykir slæmt að missa mig hérna og því
verð ég sennilega að útvega mann fyrir mig ef
eitthvað verður úr þessu." Eftir andartaks
þögn hélt karlinn svo áfram. „Heldurðu ekki
Vilhjálmur minn að þú gætir kannski Ieyst mig
af í svona tíu til tólf daga?“
Öruggt mál
Einhverju sinni kom breskur stjórnarerindreki
til Kína og hitti þá Maó formann að máli. Sagt
er að Maó hafi getað komist einstaklega
hnyttilega að orði, þegar sá gállinn var á hon-
um. Þar kom tali þeirra að sá breski spurði
formanninn hverju hann teldi að það hefði
breytt ef Krútsjov Sovétforingi hefði verið
myrtur en ekki Kennedy Bandaríkjaforseti.
Eftir andartaks umhugsun svaraði Maó.
„Onassis hefði ekki gifst ekkju Krútsjovs."
Ásmundur Jak-
obsson eðlisfræð-
ingur stefnir á sjö
mínútna markið
og ætti þannig að
geta sparað um
þrjátíu og átta
mínútur fyrir
hverja skyrtu sem
hann straujar.
Ermamar erfiðar
Ólafur H. Jóhannsson lektor við A/íþr fÍJlJlSt éíf clllttlf kvæmthn alveg óskaplega erfið.
Var,r,vi-dUácúAia fclanrtc ooficr í J o J Mér finnst ég alltaf vera að að
Kennaraháskóla íslands ætlar í
kvöld klukkan 20-22 að kenna yem ^ ^ straUl'd TIV
karlmönnum að strauja skyrtur.
Hvort hér er um raunverulega bWt íSkvrtUm í Stað-
þört að ræða eða hvort nam- ^
skeiðið hefur verið sett upp til að
vekja athygli á skólanum er ekki
gott að segja en hafi hið síðar-
nefnda verið markmiðið þá
heppnaðist það.
innjyrirað slétta
hana.
strauja ný brot í skyrtuna í stað-
inn fyrir að slétta hana. Sérstak-
Iega er þetta erfitt fremst á
ermunum. Það er hreint kvalræði
að ráða við það,“ segir Ásmundur.
Breyttii túnar
Ásmundur Jakobsson er einn
þeirra sem ætlar að Iæra að
strauja skyrturnar sínar. Hvers vegna ætlar hann
á þetta námskeið?
„Ég hef verið að prófa að strauja skyrtur og
finnst það afskaplega erfitt verk,“ segir Ásmundur.
„Ég hef verið allt upp í þijú korter og verið við það
að missa vitglóruna. Kunningjar mínir segja mér
að dugleg manneskja eigi að geta klárað þetta á
sjö mínútum. Ég hef gjarnan farið með skyrturnar
til móður minnar og gleymt þeim þar og komið
svo seinna og þá er búið að strauja þær.“ Ásmund-
ur segist ekkert sérstaklega stoltur af því að ráða
ekki við þetta sjálfur og takmarkið sé að komast
niður í sjö mínútna markið.
- Þó þetta hljómi nokkuð óvenjulegt í nám-
skeiðslýsingu þá virðist vera þörffyrir svona nám-
skeið?
„Það finnst mér. Ég var mjög hrifinn að sjá
þetta. Ég er búinn að finna lengi að það vantaði
eitthvað svona. Að vísu var Sævar Karl einhvern
tíma með skyrtudaga og sendi út lýsingu á því
hvernig maður á aðgera þetta, á hverju maður á
að byrja og svona. Ég hef reynt að fara eftir því
og gera þetta í réttri röð. En mér finnst fram-
SPJALL
Karlfrelsisáhrif nælon-
skyrtunnar
Námskeiðslýsingin sjálf hljómar
nokkuð skemmtilega og þegar
kennarinn sjálfur, Ólafur H. Jó-
hannsson var inntur eftir nám-
skeiðinu sagði hann að skólastjóri
Tómstundaskólans hefði haft eitthvert veður af
því að hann gæti straujað skyrtur. „Ég veit ekki
alveg hvernig hann fékk það veður, hvaðan það
blés að honum," bætir hann við og segir þörfina
á slíku námskeiði hugsanlega meiri hjá þeim
eldri. Telur að margir yngri karlmenn straui sín-
ar skyrtur sjálfir.
Til gamans fylgir hér hluti af námskeiðslýsing-
unni: „Fjallað verður um helstu handbrögð við
að strauja skyrtur. Rætt verður um þróun tækni
og tækja sem og ýmsar nýjungar sem haft hafa
áhrif á þetta sjálfsagða húsverk. Einnig verður
drepið á viðkvæm jafnréttismál og til að mynda
verða rifjuð upp karlfrelsisáhrif nylonskyrtunn-
ar. ... Markmið námskeiðsins er að þátttakendur
séu sjálfbjarga í þessum efnum. Sérstaklega
verður reynt að hrekja þá kenningu að karlmenn
geti aðeins sinnt einu verki í senn og gefin
dæmi um ákjósanleg viðfangsefni meðan á
strauvinnu stendur."
Og í lokin: „Ólafur er lektor við Kennarahá-
skóla Islands og hefur á liðnurn árum ávallt
straujað sínar skvrtur." - Hl
■ FRÁ DEGI
„Allir eru snillingar fram að 10 ára
aldri^ Aldous Huxley
Þetta gerðist 11. febrúar
• 1963 framdi skáldið Sylvia Plath sjálfs-
morð í London, þrítug að aldri.
• 1973 var Brekkukotsannáll frumsýndur
í Sjónvarpinu.
• 1975 var Margareth Thatcher kosinn
Ieiðtogi Ihaldsflokksins í Bretlandi.
• 1978 voru Aristóteles, Shakespeare og
Dickens teknir af Iista yfir bannaða rit-
höfunda í Kína.
• 1986 var Anatólí ' Sjaranskí, andófs-
manni í Sovétríkjunum, sleppt úr fang-
elsi og sendur úr landi.
• 1990 gekk Nelson Mandela út úr fang-
elsi frjáls maður eftir 27 ára fangavist í
Suður-Afríku.
Þau fæddust 11. febrúar
• 1774 fædc^st sænski stjórnmálamaður-
inn Hans Járta.
TIL DAGS
• 1800 fæddist William Henry Fox Tal-
bot, sem var einn frumkvöðlanna í ljós-
myndun.
• 1802 fæddist bandaríski rithöfundur-
inn Lydia Maria Child.
• 1900 fæddist þýski heimspekingurinn
Hans-Georg Gadamer.
• 1902 fæddist danski arkitektinn Arne
Jacobsen.
• 1903 fæddist Guðlaugur Rósinkranz
leikhússtjóri.
• 1920 fæddist Farouk I., konungur Eg-
yptalands 1936-52.
• 1921 fæddist bandaríska leikkonan Eva
Gabor, yngsta systir Mögdu og Zsa Zsa.
• 1940 fæddist Kári Jónasson fréttastjóri.
Vísan
Vísa dagsins er eftir Örn Arnarson og er
hún tileinkuð kjaftöskum
Hrekkvís kyndir heiftarbál.
Hræsnin veður elginn.
Aulabárði er alltaf mál
að leggja orð í belginn.
Afmælisbam dagsins
Bandaríski kvikmyndahöfundurinn
Joseph Leo Mankiewicz fæddist
árið 1909, eða fyrir réttum 90
árum. Hann gerði nokkrar af betri
myndum HoIIywood, svo sem „All
About Eve“ (1950), þar sem Bette
Davis fór á kostum í aðalhlutverki,
og „Suddenly, Last Summer"
(1959) með Elizabeth Taylor.
Mankiewicz lést árið 1993.
Fjömgt ímyndunarafl!
Nokkrum vikum eftir að Jónas var ráðinn
var hann kallaður á fund framkvæmda-
stjórans. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði
stjórinn. „I umsókninni þinni stendur að
þú hafir fimm ára reynslu. Við vorum að
komast að því að þetta er fyrsta vinnan
sem þú hefur þurft að vinna um ævina."
„Alveg rétt,“ svaraði Jónas,“ en í auglýs-
ingunni stóð að þið væruð að leita að
manni með fjörugt ímyndunarafl."
Veffang dagsins
Heimasíðu Lýðveldisins Kosovo er að
finna á www.kosovo-state.org, en þar seg-
ir m.a. að lýðveldið hafi verið stofnað 2.
júlí 1990 en sé undir hernámi Serba. For-
vitnilegt fyrir fréttafílda.