Dagur - 11.02.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 11.02.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGVR 11. FEBRÚAR 1999 - 23 LÍFIÐ í LANDINU MEINHORNIÐ • Meinhymingur hefur fengið pakknóg af öll- um pollum, hvort sem þeir eru af mann- anna eða náttúr- unnar völdum. Fyrir utan Tón- listarskóla Hafn- arfjarðar er einn slíkur, sem er hið mesta skipu- Iagsslys sem um getur. Þessi poll- ur er neíriilega freisting af guðs náð fyrir unga krakka (Iesist: drengi) sem hafa tilhneigingu til að prófa sig áfram í lífinu, vaða út í snjó og ís án vitundar um það hvað Ieynist undir niðri hvemig sem viðrar, frost og nístingskuldi eða sól og blíða. Skiptir ekki máli fyrr en maður er dottinn ofan í og orðinn blautur og kaldur á fót- unum! Þetta ger- ist í hvert sinn sem lítil drengja- hjörtu eru á svæðinu. • Og af því að bakarísbrauð eru mikið áhugamál mein- hymings má hann til með að kvarta og kveina yfir því að starfs- fólk bakaríanna geta aldrei gefið upplýsingar um kaloríumagn í brauðum. Nú er venjan sú að í bakaríum fáist kaloríuríkt brauð, hvort sem það er vínar- brauð eða eitt- hvert annað brauð, og því þykir meinhyrn- ingi eðlilegt að upplýsingar um kaloríur liggi á lausu, nákvæm- lega eins og aðr- ar upplýsingar um brauðin. Það er ekki bara spurt hvaða kom séu í brauðun- FOLKSINS Þegar ekki er hrmdi út sigandi BREF FRA SELFOSSI skrifar Örsjaldan kemur fjTÍr að ég minnist með söknuði áranna á gamla vinnu- staðnum mínum í Foss- nesti. Satt að segja ger- ist það ekki nema þá daga sem moldöskubyl- ur gengur yfir Suður- land og það er nú ekki oft. I páskaveðrinu 1996 átti ég verulega bágt og svo fékk ég aftur fiðring núna í janúar. Einstök tilfmning Þegar vegum var lokað vegna óveðurs eða færðin var svo slæm að fleiri klukkutíma tók að komast yfir heiðina var gaman hjá okkur. Að taka á móti fólki köldu og hröktu, þreyttu og svöngu, var alveg „einstök tilfinning“ eins og sagt er. Eg gæti trúað, líkast því að búa um aldamótin í torfbænum næst heiðinni, þar sem örmagna ferðamenn áttu þá einu Iífsvon að koma auga á ljóstýruna í héluðum glugganum. Því munaði þó að við í sjoppunni fengum ekki tækifæri til að tína af ferðalöngum freðnar flíkurnar og skríða svo með þá uppí rúm til að koma í þá hita. En ýmislegt fengum við þó að reyna. Eg man daginn sem Austurleiðarrútan varð að bíða frá morgni til kvölds eftir að komast áfram til Reykjavíkur. Farþeg- arnir nokkuð margir, sátu hjá okkur all- an daginn og gátu ekki annað. Þar var fólk af ýmsum toga og við orðnar nokk- uð kunnugar þeirra leyndustu þörfum og högum áður en dagurinn var liðinn. Einn var með köttinn sinn í hand- tösku, líklega stærsti og Ioðnasti köttur sem við höfum nokkurntímann séð. Ves- alings kisi þoldi ekki svona langvarandi innilokun, fór á taugum og slapp úr töskunni. Hljóp svo með hvæsi um allt hús, hillur og borð, með afgreiðslustúlk- ur, bílstjóra og kokka á eftir sér. Það tókst að handsama hann áður en hann færi sér að voða í feitipottinum eða annarri álíka slysagildru. Beðið eftirbílalest Oftar en einu sinni var ég eða einhver önnur beðin að verða eftir þegar lokað var á kvöldin og bíða eftir bílalestinni sem hafði farið úr bænum klukkan sex. Það hafði síðast heyrst af henni í Skíða- skálabrekkunni um ellefu leytið. Sú lest kom svo kannski á milli tvö og þrjú um nóttina og mikið dæmalaust var þá gaman að fá í hús glorsoltna og þreytta bílstjóra frá Vík eða K.R. og geta gefið þeim upphitaða súpu og brauð áður en þeir héldu aftur út í sortann. Þá voru ekki gemsar í hverjum vasa, ekki einu sinni bílasímar. I besta falli talstöð sem gat náð sambandi við Gufuna, sem síðan kom skilaboðum áfram. Samt var þetta ekki í gamla daga, bara svona 1970-80. Það var svo stutt heim til mín að þangað var oftast hægt að komast þó maður næði ekki andanum á leiðinni og það kom fyrir að ég tók með mér nætur- gesti. „Svona moldöskubyljir eru orðnir ákaflega sjaldgæfir, og þar sem ég er ekki lengur í Fossnesti get ég ekki sagt að ég sakni þeirra. En þó finnst mér alltaf svolítið gaman efekki er hundi út sigandí Samstarfsstúlkur, olíubílstjórar og bensínstrákar voru lögð þar hlið við hlið, þó yfirleitt með vegg á milli. Morguninn eftir var ekki alltaf auðvelt að finna bíl- inn sem hafði verið skilinn eftir á plan- inu kvöldið áður. Eg held helst að veð- urfar hér um slóðir hafi breyst á síðustu árum. Svona moldöskubyljir eru orðnir ákaflega sjaldgæfir, og þar sem ég er ekki lengur í Fossnesti get ég ekld sagt að ég sakni þeirra. En þó finnst mér alltaf svolítið gaman ef ekki er hundi út sigandi. Góðirbandamemi AUÐUNN BRAGI SVEINSSON SKRIFAR Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Oskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf tii ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. Liðin eru jól og allt sem í kringum þau er. Finnst víst mörgum sem léttir sé að. Jólin eru stutt og laggóð hátíð. Má kannske segja um þau eins og danska skáldið Piet Hein jules glæder er tvende först dens indtog, saa dens ende. Þetta erindi hefi ég leyft mér að túlka á mínu máli þannig: Tvisvar jólafögnuð finn: Við wpphaf þeirra og endirinn. Víst finnst jólagleði, en hætt er við, að hún fari nokkuð eftir þeim skilyrðum sem fyrir hendi eru. Þeir sem ekki geta veitt sér tilbreytingu í mat á sjálft aðfangadagskvöld finnst mér aumkunarverðir. Sjálfur hef ég reynt þetta eitt sinn. Það var fyrir fjórum-fimm ára- tugum. Eg bjó i herskála í Tripoli- kampi hér í borg, með konu og þremur ungum börnum. Hafði haft vinnu um skeið við gröft svonefnds strengja- stokks í Hringbraut en svo skall á verkíall um mánaða- mótin nóvember - desember, og lauk því ekki fyrr en rétt fyrir jólin. Þá reyndi ég að fá uppskipunarvinnu við höfnina, en verkstjórarnir tóku aðeins nokkra út- valda, sem þeir þekktu, úr hópnum, og varð ég að fara heim í braggann, andlega niðurbrotinn maður. Hann er stundum býsna þungur tómi pokinn, að sagt er. Hvernig átti ég nú að bjarga mér og minni fjölskyldu yfir jólin? Ekki kaus ég að leita á náðir bæjarins, það var svo skammarlegt, að mér þótti. Til var svo- lítið sem nefndist Vetrarhjálp, á hennar náðir Ieitaði ég - í eina skiptið á ævinni. Þar var mér vel tekið, og fékk ég úttekt fyrir ákveðna upphæð í verslun einni ná- lægt heimili mínu. Þetta dugði til að bjarga okkur fram yfir áramótin, en fljótlega úr því fékk ég eitthvað að gera. Nú fyrir þessi liðnu jól var rætt urn að fátækt meðal fólks væri jafnvel meiri en nokkru sinni fyrr. Hjálparstofnun kirkj- unnar hefur að nokkru tekið við hlut- verki því sem Vetrarhjálpin hafði á sín- um tíma. Gíróseðlar bárust í hvert íbúð- arhús á landinu að ég ætla. Hafa éin- hverjir, sem aflögufærir voru látið undir höfuð leggjast að gefa nokkrar krónur þá söfnun? Ef svo hefur verið eru þeir hinir sömu fátækastir og aumkunarverð- astir allra. VEÐUR Veðrið í dag... Allhvöss eða hvöss suðaustanátt með rigningu eða súld sunnan- og vestantil, en hægari og skýjað norðaustantil. Snýst í suðvestan stinningskalda með sknrum vestanlands undir kvöld. Hiti 3 til 8 stig Blönduós Akureyri w Reykjavik Kirkjubæjarklaustur Fim Fös Stykkishólmur Stórhöfði VEBUItSTOFA W ÍSLANDS Veðurspárit 10. 2.1999 Línurit: Lofthiti, spágildi fyrir mi> nætti og hádegi. Súlurit: Úrkoma, uppsöfnu> i 12 klst. Vindörvar: Vindur blæs inn a> punkti. Vindhra> i er tákna> ur me> skástrikum; heilt strik táknar 5 m/s en hálft 2.5 m/s. fi ríhyrningur táknar 25 m/s. Dæmi: • táknar nor> vestanátt, 7.5 m/s. Færð á vegum Á Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði er skafrenningur. Að öðru leyti er allgóð vetrarfærð á þjóövegum landsins, en vlöa hálka. 66* N SEXTIU OG SEX NORÐUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.