Dagur - 13.02.1999, Síða 6

Dagur - 13.02.1999, Síða 6
VI -LAUGARDAGUR 13. FERRÚAR 1999 rDMpir MINNINGARGREINAR Ingólfur Stefánsson og Ingibjorg Guðmundsdóttir Nú eru þau bæði horfin af svið- inu hjónin á Sundlaugaveginum. Okkur, vinum og kunningjum, er tamast að kenna þau svo, Ingi- björgu og Ingólf. Þar stóð heimili þeirra nærfellt hálfa öld, allnærri Sundlaugunum sem öll fjölskyld- an dáði í verki. Ingólfur var Austfirðingur, fæddur á Berunesi við Reyðar- fjörð 17. ágúst 1915. Foreldrar hans voru Asdís Sigurðardóttir húsfreyja og Stefán Magnússon bóndi þar. Var Ingólfur yngstur sex systkina. Hann fluttist með foreldrum sínum yfir á Eskitjörð 1917 þar sem faðir hans stund- aði útgerð og verslunarstörf. Þar naut Ingólfur barnafræðslu hjá Arnfinni Jónssyni skólastjóra. Fjölskyldan fluttist síðan til Reykjavíkur 1930. A Eskifirði er stutt sjávargatan, raunar allt mannlíf á malar- kambi, og hraustir strákar komn- ir á sjó fyrr en varði. Ingólfur hélt sitt strik, réðst á togara 17 ára, innritaðist í Stýrimannaskóla Is- lands 1937 og lauk þaðan prófi 1939. Ingibjörg var að vestan, fædd 12. júní 1917 að Hrauni í Keldu- dal við Dýrafjörð. Foreldrar hennar voru Guðrún Björnsdótt- ir húsfreyja og ljósmóðir og Guð- mundur Guðmundsson bóndi og skútuskipstjóri, seinna segla- saumari og togarasjómaður. Ingi- björg var næstyngst fimm systk- ina. Einnig ólst upp með þeim systursonur Guðrúnar. Hjónin á Hrauni fluttu til Þingeyrar 1921 þar sem Ingibjörg átti sín upp- vaxtarár og gekk í barnaskóla þorpsins. Fjölskyldan fluttist til Reykja- víkur 1933. Um haustið fór Ingi- björg til náms við Héraðsskólann á Laugarvatni og lauk burtfarar- prófi þaðan vorið 1935. Næstu árin stundaði hún ýmsa vinnu í höfuðborginni. Nú er að segja frá því að ungt fólk kynnist og fellir hugi saman. Ingibjörg Guðmundsdóttir og Ingólfur Stefánsson gengu í hjónaband á vordögum 1940. Þremur árum seinna festu þau kaup á íbúð á Rauðarárstíg 11. Og fáum árum síðar keyptu þau hæð í nýbyggðu húsi nr. 24 við Sundlaugarveg þar sem stóð heimili þeirra upp frá því. Svo hafa mál skipast að allt frá því að Ingólfur og Ingibjörg festu sér íbúð á Rauðarárstíg og æ síð- an bjuggu í sama húsi og þau önnur hjón, Guðrún Gísladóttir og Friðgeir Grímsson. Með þessu fólki tókst órofa vinátta, byggð á gagnkvæmri tillitssemi og virð- ingu. Það hygg ég mála sannast að frá upphafi var heimili Ingólfs og Ingibjargar á Sundlaugavegi 24 allt í senn, rausnargarður, at- hvarf stórfjölskyldunnar og skiln- ingur og varmur gróðrarreitur vaxandi ungviði. - Allt þetta kem- ur líka glöggt fram í kveðjuorðum yngri kynslóðanna við fráfall beggja. Ingibjörg og Ingólfur eignuð- ust fimm syni. Elstur er Emil, fæddur 14. apríl 1942, prent- smiður, kvæntur Jónínu G. Har- aldsdóttur. Börn þeirra eru Guð- rún Björk, Laufey Andrea og Haraldur. Sonur Emils er Þor- steinn. - Næstur í aldursröð er Guðmundur, fæddur 24. septem- ber 1943, tæknifræðingur, kvæntur Sigríði Einarsdóttur. Þeirra börn eru Guðmundur, Rósa og María. Þá kemur Stefán, fæddur 12. maí 1946, skriftvéla- virki, kvæntur Guðrúnu Ragn- arsdóttur. Börn þeirra eru Ragn- ar Ingi, Ingibjörg, Ingólfur, Mar- grét Þórunn og Stefán Gestur. - Þorsteinn var fæddur 28. október 1949, íþróttakennari, kvæntur Ingu Harðardóttur. Sviplegt frá- fall hans í blóma lífsins var mik- ið áfall. Hann lést 11. ágúst 1974. Kristinn er yngstur, fædd- ur 18. maí 1951, tæknifræðing- ur, kvæntur Birnu Kr. Svavars- dóttur. Börn þeirra eru Svava, Ásdís og Sigurbjörn. Af þriðju kynslóðinni eru níu börn í heim- inn borin þegar þetta er skrifað á þorra 1999. Hjónin á Sundlaugaveginum áttu að baki merkan starfsferil og farsælan. Ingólfur Stefánsson steig öld- una, á togurum lengst af. Fyrst á Sviða í Hafnarfirði frá 1932. Hann sigldi öll stríðsárin og réðst eftir stríðslok á „nýsköpunartog- arana“. Hann varð skipstjóri á Agli rauða í Neskaupstað 1949 og á Goðanesinu þar 1953. Næsta ár var hann um hríð skip- stjóri á bv. Mars og síðan á Skúla Magnússyni í Reykjavík þar til hann hætti sjómennsku 1958. Næstu árin vann Ingólfur við Aburðarverksmiðjuna í Gufunesi og var um hríð verkstjóri hjá Fiskmiðstöðinni hf. Árið 1964 hófst nýtt starfs- tímabil á æviferli Ingólfs Stefáns- sonar. Vinur hans og samstarfs- maður, Guðjón A. Kristjánsson, segir svo frá: „Ingólfur tók við starfi sem framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands Islands 1968, en þar áður hafði hann verið starfsmaður FFSÍ frá 1964, ásamt því að vera starfsmaður Skipstjóra- og stýrimannafélags- ins Oldunnar. Ingólfur var mikil- virkur félagsmálamaður. Hann var árrisull og vann oft lengi frameftir, enda verkefni oft mikil á vegum FFSÍ við kjarasamninga, erindrekstur, bréfaskriftir og nefndastörf. Ingólfur starfaði í íjölda nefnda, stjórna og ráða þá rúmlega tvo áratugi sem hann starfaði fyrir FFSÍ:“ Sjötugur að aldri lét Ingólfur Stefánsson af störfum sem fram- kvæmdastjóri Farmanna og fiski- mannasambandsins. En áhugi hans fyrir útvegsmálum og vel- ferð sjómannastéttarinnar fölskvaðist ekki. Til dæmis skrif- aði hann þætti um sjávarútvegs- mál fyrir DV til æviloka síðasti pistillinn birtist eftir sviplegt frá- fall hans. Ingibjörg Guðmundsdóttir hafði ærið að starfa við stækk- andi heimilið meðan húsbóndinn var langdvölum á sjónum og öll umönnun, svo út á við sem heima fyrir, hvíldi á herðum ungrar húsfreyju. Vitanlega breyttist aðstaða Ingibjargar þeg- ar Ingólfur kom í land. En hann vann jafnan langan vinnudag - og synirnir orðnir fimm og allir heima. Það var því ekki fyrr en seinna að um hægðist að þvi marki að húsfreyja tæki að svip- ast um eftir nýjum störfum. Að- hlynning sjúkra var henni hug- stæð, þar vék hún að og næg var þörfin fyrir hlýjar hendur. Þar er skemmst frá að segja að árið 1966 útskrifuðust, fyrstu sjúkraliðarnir á Islandi og í þeim hópi var Ingibjörg Guðmunds- dóttir. Hún starfaði um hríð á Slysavarðstofunni en vann lengst sem sjúkraliði á barnageðdeild Hringsins eftir að hún var stofn- uð. Síðustu starfsárin vann hún á öldrunardeild Landspítalans. Ingibjörg var áhugasöm um fé- lagsmál sjúkraliða, var í stjórn fé- lags þeirra um tíma og kjörin heiðursfélagi. „Starfslok" hjónanna á Sund- laugaveginum virtust ekki láta eftir sig neitt tómarúm þar á bæ. Tómstundaiðja, gróðurinn í garð- inum, Ieikhúsferðir, félagslíf, ferðir í önnur lönd og síðast en ekki síst stórljölskyldan sem fyrr getur komu í veg fyrir það. Og því fremur að hjónin voru, enn sem fýrr, samhent um hvaðeina. Fjöl- skyldan stóra breyttist vitanlega í áranna rás. Nokkrir höfðu safn- ast til feðra sinna og yngra fólk- inu hafði Ijölgað margfalt og því varð tíðförult á Sundlaugaveginn til afa og ömmu. Ennþá var líf og fjör á Sundlaugaveginum. „Efri árin“ þeirra Ingibjargar og Ingólfs urðu ekki næsta mörg. Ingólfur hafði kennt heilsu- brests, verið undir læknishendi, en annars farið fram sem ekkert hefði í skorist. Ferðalög til fjar- lægra landa voru þeim hjónum yndisauki. Andlát Ingólfs bar að á heimleið úr einni slíkri för. Hann varð bráðkvaddur vestan hafs 1. mars 1993. Nokkru áður en fráfall Ingólfs bar að höndum tók Ingibjörg að kenna þess sjúkdóms sem lýsir sér m.a. í skertu minni og hæfni til sjálfsbjargar. A meðan Ingólfs naut við kom þetta síður að sök. En sjúkleiki hennar sótti á og brátt hlaut Ingibjörg að yfirgefa vettvang á Sundlaugavegi 24. Síðustu árin naut hún aðhlynn- ingar á Skjóli og þar Iést hún 16. janúar 1999. Við Margrét kona mín áttum því láni að fagna að vera í vin- fengi við fjölskyldu Ingibjargar og Ingólfs. Tildrög voru þau að við Imba vorum skólasystkini frá Laugarvatni (þar voru fáir nefnd- ir fullu nafni. En raunar var heiti Ingibjargar ætíð stytt svo í íjöl- skyldu hennar). I Héraðsskólan- um var Imba frábær nemandi og traustur skólaþegn í allan máta. Vegna misræmis í einkunnargjöf fyrir handavinnu pilta og stúlkna náði hún ekki hæstu einkunn á burtfararprófi. En ekki man ég lengur hvort hana skorti 0,1 eða 0,01 til að ná 9,45 sem þá var hæsta einkunnin! Við Imba héldum kunnings- skapnum sem sfðan færðist yfir á fjölskyldur okkar svo úr varð órofa vinátta. „Viðskiptin" urðu gagnkvæm. Þrír drengjanna á Sundlaugaveginum áttu sumar- dvöl á Brekku, Guðmundur eitt sumar, Kristinn fleiri og Þor- steinn níu auk eins vetrar sem hann var hjá mér f barnaskóla í Mjóafirði. - Á hinn bóginn var Anna, dóttir okkar Margrétar, á Sundlaugaveginum fyrsta skóla- vetur sinn f Reykjavík. Reyndar höfðum við Margrét einnig dval- ist þar nokkrar vikur í þann mund sem Anna leit fyrst dagsins ljós vel fimmtán árum áður! Við hjónin nutum þess líka að vera heimagangar hjá Ingólfi og Ingi- björgu nær helst sem við dvöld- umst í Reykjavík vegna starfa minna þar. Voru þau hlunnindi raunar óborganleg. Olli hvort tveggja, allavega kringumstæður komufólksins í borginni og glað- værðin og hlýjan á hinu trausta heimili. Minningar frá þessum sam- skiptum verða ekki raktar hér. Þau höfðu meðal annars í för með sér kynni af mörgu af- bragðsfólki þegar við Margrét, alls óskyldar manneskjur, sátum fjölskylduboðin hjá Ingólfi og Ingibjörgu. Sem dæmi nefni ég foreldra Ingibjargar, Guðmund og Guðrúnu, á gullbrúðkaups- degi þeirra, eftirminnileg bæði, hýr í bragði og traust. Eg man hvað ég dáðist að ávarpsorðum Guðrúnar sem hún flutti af ör- yggi og auðkenndust af hófsemd og mikilli yfirsýn. Við Margrét minnumst hjón- anna á Sundlaugaveginum, Ing- ólfs og Ingibjargar, með innilegu þakklæti og biðjum blessunar þeim og þeirra nánustu, Iífs og Iiðnum. Vilhjálmur Hjálmarsson Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug í orði og verki við andlát og útför eig- inmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður og mágs BERGSTEINS L. GUNNARSSONAR Kasthvammi, Laxárdal Aðalbjörg Jónasdóttir, Gunnar Tr. Bergsteinsson. Valgerður E. Aðalsteinsdóttir, Halla Bergsteinsdóttir, Jónas Bergsteinsson, Linda Björk Hreiðarsdóttir, Bjarni Bergsteinsson, Sigríður Þorbergsdóttir, barnabörn, Kristín Gunnarsdóttir, Helgi Björnsson. TXRARSTq wrr- a * /SI.ANOe Markmið Útfararstofu islands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenaar sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber i huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabíl. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað I líkhús. Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. legstað I kirkjugarði. Organista, sönghópa, eínsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar víð val á sálmum. Líkbrennsluheimild. Duftker ef Ifkbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skilti á leiðl. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á kistu til landsios og frá landinu. Svem'r Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen. útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlfð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.