Dagur - 13.02.1999, Síða 8

Dagur - 13.02.1999, Síða 8
VUl -LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 MINNINGARGREINAR Dr. Jakob Benediktsson Jakob Benediktsson var fæddur á Fjalli í Seyluhreppi, Skagafirði, 20. júlí 1907. Hann lést 24. jan- úar sl. og var því níutíu og eins árs að aldri. Kona hans var Grethe Kyhl, fornleifafræðingur, fædd í Kaupmannahöfn 26. ágúst 1909. Hún var dóttir Olaf Kyhl ofursta í danska hernum og konu hans Gerdu, og kynntist ég þeim vel en þau voru bæði mynd- arlegt fólk og báru með sér virðu- legt fas og menningarlega fram- komu. Kynni mín við Jakob áttu rót sína að rekja í upphafi til þess að Jakob tók stúdentspróf við MR árið 1926, sama árið og Gísli bróðir minn, og þeir Jakob fóru báðir til Danmerkur haustið 1926 og urðu herbergisfélagar. Þeir bjuggu saman í fjögur ár og urðu mjög samrýmdir, áttu t.d. Kirkjustarf sunnudaginn 14. febrúar________________________ Akureyrarkirkja Sunnudagaskóli kl. 11:00 í Safnaðarheimil- inu. Öll börn velkomin. Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Fundur i Æskulýðsfélaginu kl. 17:00. Glerárkirkja Barnasamvera og messa verða í kirkjunni kl. 11:00. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum. Börn sem verða 5 ára á árinu og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til að mæta en á þessum degi fá þau börn iitinn glaðning frá kirkjunni. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 20:00. Hjálpræðisherinn, Hvannavöllum 10, Akureyri Sunnudagaskóli kl. 11:00. Almenn sam- koma í umsjón unga fólksins kl. 17:00. Hvítasunnukirkjan, Akureyri Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11:30. Biblíukennsla fyrir alla aldurshópa. Reynir Valdimarsson kenndir um verk Heilags anda. Léttur hádegisverður á vægu verði kl. 12:30. Vakningasamkoma kl. 16:30. Valdi- mar Lárus Júlíusson predikar. Mikill og líf- legur söngur. Barnapössun fyrir börn yngri en 6 ára. Laufásprestakall Guðsþjónusta í Grenivíkurkirkju kl. 14:00. Fermingarbörn munið eftir fræðslunni þenn- an sunnudag kl. 11:00 og messunni kl. 14:00. Kyrrðar- og bænastund kl. 21:00. Möðruvallaprestakall Sunnudagaskóli verður í Möðruvallakirkju kl. 11:00. Nýtt barnaefni verður afhent, sögustund, mikið sungið o.fl. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Eyrarbakkakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Messa kl. 14:00. Reykjavíkurprófastdæmin Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Fermdur verður Ármann Grétars- son, p.p. Efstasund 32, Rvk. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjón- usta kl. 14:00. Báðir barnakórar kirkjunnar syngja í messunni. Kirkjukaffi foreldrafélags barnakórsins eftir messu. Dómkirkjan Messa kl. 11:00. Altarisganga. Frímúrara- kórinn syngur. Prestur sr. Jakob Á. Hjálm- arsson. Elllheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10:15. Grensáskirkja Barnastarf kl. 11:00. Munið kirkjubílinn! Guðsþjónusta kl. 11:00. Barnakór Grensás- kirkju syngur. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrímskirkja Fræðslumorgunn kl. 10:00. Fræðslumorgn- arnir eru öllum opnir og þeim lýkur með molasopa fyrir messu sem hefst kl. 11:00. Messa og barnastarf kl. 11:00. Starf Gideo- nmanna kynnt. Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri prédikar. Félagar úr Mótettukór Hallgrimskirkju syngja. Landspítalinn Messa kl. 10:00. Sr. Guðlaug Helga Ás- geirsdóttir. saman píanó, en nutu báðir mjög tónlistar. Dvöl Jakobs varð Iengri í Dan- mörk en ætlað var, hann giftist þar og stofnaði heimili með konu sinni Grethe Kyhl og bjuggu þau þar til ársins 1946. Arið 1935 komu þau hjónin í heimsókn til Islands og þá hitti ég þau fyrst. Það var í byijun júlí, þegar þau komu austur að Hæli með Gísla bróður mínum. Við fórum þá systkinin með þeim inn í Þjórsárdal, ógleymanlega ferð á góðum hestum frá Hæli. Eg fann það þá strax hvað þessi ungu hjón voru gæfuleg og Iíkleg til samhentra átaka, sem líka varð raunin á, því að þeim auðnaðist að búa saman í 62 ár og lengst af við góða heilsu og eignuðust ynd- islegt menningarheimili, fyrst í Kaupmannahöfn í tíu ár, en síðar Háteigskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Bryndís Val- björnsdóttir. Messa kl. 14:00. María Ágústs- dóttir. Langholtskirkja Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Sr. María Ágústsdóttir, hér- aðsprestur messar. Kór Langholtskirkju syngur. Kaffisopi eftir messu. Barnastarf í safnaðarheimili kl. 11:00. Laugarneskirkja Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Hinir nýju íbúar Laugarneshverfis að Sóltúni 28 og 30 sérstaklega boðnir til kirkju. Kór Laugarneskirkju syngur. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Kvöldmessa kl. 20.30. Djassinn byrjar kl. 20:00. Kór Laugarneskirkju syngur ásamt hljómsveit skipaðri Gunnari Gunnars- syni, Sigurði Flosasyni, Matthíasi Hemstock og Tómasi R. Einarssyni. (KK) syngur. Neskirkja Barnasamkoma kl. 11:00. Starf fyrir 8-9 ára á sama tíma. Opið hús frá kl. 10:00. Guðs- þjónusta kl. 14:00. Gideonfélagar koma i heimsókn og kynna starfið. Jógvan Purk- hus, framkvæmdastjóri Gideonfélagsins, prédikar. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja Messa kl. 11:00. Æskulýðsstarf fyrir 9. og 10. bekk kl. 20-22. Óháði söfnuðurinn Guðsþjónusta kl. 14:00. Bjarni Gislason kristniboði prédikar og kynnir kristniboðið. Barnastarf á sama tima. Kaffi eftir messu. Árbæjarkirkja Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Barnaguðs- þjónusta kl. 13.00. Foreldrar og aðrir vandamenn boðnir hjartanlega velkomnir með börnum sínum. Æskulýðsfundur yngri deildar, 8. bekkur kl. 20-22 í kvöld. Æsku- lýðsfundur 10. bekkjar og eldri kl. 20.30-22. Breiðholtskirkja Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. „Fimm ára hátiðin". Öll börn sem verða 5 ára á árinu 1999 eru sérstaklega boðin velkomin. Barnakór kirkjunnar syngur. Digraneskirkja Kl. 11.00. Messa. Prestur sr. Magnús Björnsson. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Léttar veitingar eftir messu. Fella- og Hólakirkja Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Agústsson. Gideonfélagar taka þátt i guðsþjónustunni. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Grafarvogskirkja Útvarpsguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Sr. Vig- fús Þór Árnason. Sunnudagaskólinn i Graf- arvogskirkju heimsækir Engjaskóla.Guðs- þjónusta kl. 14. Kór Grafarvogskirkju syng- ur. Bænahópur kl. 20. Hjallakirkja Almenn guðsþjónusta kl. 11. Sr. Magnús Guðjónsson þjónar. Félagar úr kór kirkjunn- ar syngja. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Kópavogskirkja Barnastarf kl. 11 í safnaðarheimilinu Borg- um. Messa kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Samvera Æskulýðsfélagsins kl. 20 i safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fræðsla og mikill söngur. Guðsþjónusta kl. 14. í Reykjavík í yfir 50 ár. Það átti fyrir mér að liggja að stunda mitt háskólanám í Kaup- mannahöfn, og þá var nú gott að eiga þau Jakob og Grethe að vin- um, því að hjá þeim var mér tek- ið opnum örmum, og að koma til þeirra var eins og að koma heim til sfn, gestrisni eins og best verð- ur á kosið og allt það besta úr ís- Ienskri menningu og danskri ræktað þar og ástundað. Þar sem síðari heimsstyijöldin teppti allar leiðir til Islands þá dvaldi ég í Kaupmannahöfn í sjö ár, og öll þau ár var ég tíður gest- ur á heimili þeirra Jakobs og Grethe og var það mér mjög mik- ils virði að eiga þar ætíð athvarf. Einnig var það fyrir hina dansk- fæddu konu mína, sem ég giftist árið 1943 ómetanleg stoð að kynnast heimili þeirra í Kaup- mannahöfn og svo síðar í Reykja- vík, en sá kunningsskapur hefur verið okkur bæði til gagns og gleði á margan hátt, alla tíð og um langan aldur, á meðan konur okkar lifðu. Islendinganýlendan í Kaup- mannahöfn var á þessum árum á margan hátt stórmerkileg, og tel ég að það hafi verið mér mjög mikils virði að kynnast mörgu því íslenska fólki, sem bjó þar á þess- um árum, um lengri eða skemm- ri tíma. Meðal þessa fólks voru gamlir embættismenn frá því að Island var í nánum tengslum við Danmörk, og síðan voru allmarg- ir embættismenn sem höfðu hlotið menntun í Danmörku og síðar fengið það góð atvinnutil- boð, að þeir settust að í Dan- mörku. Þá voru einnig allmargar konur sem höfðu gifst Dönum og höfðu sest að í Kaupmannahöfn og stofnað þar heimili. Jakob var einn þeirra manna sem gat valið um margar vel launaðar stöður er hann lauk námi, en hann var óvenjulega hámenntaður maður á sviði klassískra tungumála, Lat- ínu og Grísku, og honum veittist létt að taka doktorsgráðu fyrir könnun á fornum íslenskum bók- Eins og þrenningarfjólan, þraut- seig, en veikbyggð og smá. Þú hefur samt verið hömum og öldruðum skjól. Og þyngstu byrðunum þróttlitlum herðum á þú hefur valdið, nú bíður þt'n Ijós og sól. menntum. Hann stundaði marg- vísleg störf í Kaupmannahöfn, þau fjórtán ár, sem hann starfaði þar, eftir að hann lauk námi. Þannig var hann aðstoðarmaður gamla kennarans síns, prófessors Blinkenbergs í 10 ár, og hann kenndi sem stundakennari við ýmsa skóla, og hann var starfs- maður við orðabók Arnanefndar og bókavörður við Háskólabóka- safnið. En jafnframt öllum þess- um bindandi störfum vann hann fjölmörg önnur tímafrek störf, eins og að þýða margar skáldsög- ur Halldórs Laxness yfir á dön- sku og skrifa mörg merkileg rit- verk um íslenska sögu og bók- menntir. Þá er mér ofarlega í huga sú feikna vinna, sem Jakob ynnti af hendi í sambandi við starfsemi íslenska stúdentafélagsins. Þar má fyrst nefna ritstjórnarstörf hans við tímaritið Frón, sem stúdentafélagið hóf útgáfu á á stríðsárunum og einnig störf hans við umsjón og flutning á ís- lensku fræðslu- og skemmtiefni á kvöldvökum stúdentafélagsins, sem hann gerði mánaðarlega síð- ustu 2-3 styrjaldarveturna og voru þessar kvöldvökur mikið sóttar af Islendingum í Höfn, en Jón Helgason prófessor annaðist þær á móti Jakobi, þannig að þær voru haldnar hálfsmánaðarlega og mun þetta framtak þeirra Jak- obs og Jóns seint gleymast. En þó að nóg væru atvinnutil- boðin í Danmörku, þá langaði hann alltaf heim til Islands og Grethe var tilbúin að fylgja Jak- obi hingað heim, því hún vissi að hér biðu hans mörg verkefni sem Jakob hafði áhuga á að takast á við. Þau komu þvf hingað heim vorið 1946 og fékk Jakob óðara margþætt verkefni að vinna að og síðan hefur Jakobi varla fallið verk úr hendi, og hefur hann skrifað íjölda bóka og fræðirita og munu þau vafalaust verða kynnt af mönnum, sem kunna á þeim góð skil, nú þegar Jakob loksins leggur frá sér pennann. Frá barnæsku var það boðorð sem efst var sett að bregðast ei skyldu við fjöl- skyldu, land sitt og þjóð en fótskör neðar sinn eiginn ein- staklingsrétt og erja sitt land þótt kostaði svita og blóð. Jakob var gæddur miklum hljómlistargáfum og hann hafði gaman af að spila á píanó, og átti auðvelt með að leika undir all- slags söng á píanóið. Það var gaman að vera með Jakobi á góðri stund á heimili hans og syngja með honum „Gluntarna", en hann söng þá gjarnan bassann sjálfur og lék jafnframt hlutverk hans og lék undir á píanóið betur en nokkur annar hefði getað gert. Jakobi þótti mjög vænt um æskustöðvar sínar að Fjalli í Skagafirði og um sveitina sína og fólkið sem þar bjó og þess verk og verksvið. Hann naut þess að dvelja á Fjalli tíma úr sumrinu með Grethe konu sinni, sem alltaf var tilbúin að gera lífið gott og gjöfult fyrir Jakob. Jakob kunni því illa núna um hátíðarnar, að geta ekki lokið jmisum verkum, sem hann hefði viljað Ijúka, en það varð að bíða, því að sjónin dugði honum ekki Iengur til slíkra verka. En það vantaði ekki viljann til að koma ennþá meira af hans víðtæku þekkingu á blað áður en hann tæki sér hvíld. Með Jakobi Benediktssyni kveður okkur einstakur afreks- maður, maður með fágætar námsgáfur og ótrúlega eljusemi, maður sem kunni að meta söng og allslags músik og kunni að gleðjast við lestur merkra bók- mennta og af flutningi fallegra tónverka og þátttöku í glöðum söng. Hann verður alla tíð talinn til bestu sona Skagafjarðar, byggðarinnar sem hann unni meira en orð fá lýst. Eg þakka Jakobi og Grethe konu hans Ianga og góða sam- fylgd, þakka þeirra góðu og mik- iívægu störf, þakka gestrisni þeir- ra, tryggð og þeirra glaða viðmót. Eg flyt vinum og vandamönn- um Jakobs mínar innilegustu samúðarkveðjur. Systir, ég kveð þig með klökkva á þessari stund, kærleiksrík varstu en stolt og með finan smekk. Trú yfir litlu, með alúð var ávax- tað pund að endingu hlýturðu að verða yfir mikið sett. Hjördis Kristjánsdóttir i________________Vmur ISLENDINGAÞÆTTIR íslendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga. Skilafrestur vegna minningagreina er til þriðjudagskvölds. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða má, en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað. Æskilegt er að minningargreinum sé skilað á tölvutæku formi. Uiíi'jSó i Hjalti Gestsson. Þuríður Jónsddttir

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.