Dagur - 16.02.1999, Qupperneq 1

Dagur - 16.02.1999, Qupperneq 1
Verð ílausasölu 150 kr. 82. og 83. árgangur -31. tölublað Alverið er enn á dagskránni Fyrirhugaður niðurskurður hjá norska stórfyrirtækinu Norsk Hydro hefur engin áhrif á samn- ingaviðræður við Islendinga um byggingu álvers á Reyðarfirði. Þórður Friðjónsson, ráðuneytis- stjóri í iðnaðarráðuneytinu, sagði í samtali við Dag í gærkvöld að formaður viðræðunefndar og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Eivind Retan, hafi fullvissað sig um þetta í gærmorgun. Þórður segir að vissulega sæki erfiðleikar að Norsk Hydro en það hafi hins vegar ekki orðið til þess að ákveð- ið hafi verið að breyta vinnuáætl- uninni varðandi hugsanlegt álver á Reyðarfirði, sem menn lögðu upp með í nóvember sl. og unnið hefur verið eftir. „Samkvæmt þessari áætlun er gert ráð fyrir að ákveðnum áfanga verði náð í þessum undirbúningi nú um mitt ár. Þá er hugmyndin að taka sólarhæðina og ákveða framhald- ið. Það verður fundur í viðræðu- nefnd í júní,“ sagði Þórður í gær. Niðurskurður Hagnaður Norsk Hydro var um þriðjung minni í fyrra en árið áður eða 3,75 milljarð- ar norskra króna samanborið við 5,2 milljarða 1997. Afkoma fyr- irtækisins var kynnt á frétta- mannafundi í Osló í gær og þar var boðaður mikill niðurskurður á mannafla og í íjárfestingum. Fækka á um 1500 ársverk fyrir sumarið 2000 og Ijárfesta á fyrir 12 milljarða norskra króna á móti 13,5 milljarða króna fjár- festingum í fyrra. I netútgáfu Af- tenposten segir að aðeins mjög arðbærar Ijárfest- ingar muni kom- ast í gegnum nið- urskurðarnálar- augað. Ekki kosniuga- mál Aðspurður hvort verið væri að draga það að af- skrifa endanlega álverið fram yfir kosningar, sagði Þórður það af og frá. Áætlunin sé einfaldlega óbreytt frá því sem verið hefur og markmiðið hafi verið að á fundinum í sumar myndu menn vera komnir með ákveðna fjárhagslega þætti máls- ins á hreint, auk þess sem þá muni liggja fyrir niðurstöður úr þeim umhverfisathugunum sem verið sé að gera á svæðinu. Alverð 1 lágmarki „Það liggur vissulega í hlutarins eðli,“ segir Þórður aðspurður um hvort líkur á byggingu álvers hafi ekki minnkað verulega, „að þegar álverð er að nálgast sögulegt lág- mark þá hefur það áhrif á allar hugmyndir manna um fjárfest- ingar í næstu framtíð. En þess ber að geta að aðdragandinn að svona verksmiðju eins og menn hafa verið að velta fyrir sér hér er frá 3 og upp í 5 ár, frá því að menn skuldbinda sig og þar til framleiðsla hefst. Það væri þá mjög skrítin aðferðafræði hjá fyr- irtæki að taka allar ákvarðanir um fjárfestingar sem eiga að skila framleiðslu eftir nokkur ár út frá álverðinu í dag.“ Þórður segir því ljóst að þær ákvarðanir sem Norsk Hydro var að taka í dag muni ekki hafa áhrif á það ferli sem er í gangi varðandi ál- versbyggingu á Islandi. Vj/BG Þórður Friðjónsson, ráðuneytis- stjóri í iðnaðarráðuneytinu. „Agrein ingsráð“ Starfshópur um agamál og skóla- reglur í grunnskólum stefnir að því að senda frá sér skýrslu um eða uppúr næstu mánaðamót- um. Hópurinn hefur að undan- förnu leitast við að móta hug- myndafræði sem vinnulagsreglur eiga að byggja á og hefur meðal annars rætt um að komið verði á fót sérstöku hlutlausu ágrein- ingsráði, sem geti komið að lausn mála þegar allt virðist komið í hnút og áður en kæra er lögð fram á æðra stjórnsýslustigi. Dagur greindi frá vinnu þessa starfshóps þegar agavandamálin í Hagaskóla og fleiri skólum voru hvað mest til umræðu uppúr síð- ustu áramótum. Auk hugmynda um ágreinings- ráð hefur verið rætt um sífellt mikilvægara hlutverk umsjónar- kennara, aukið vægi aga- og bekkjarstjórnunar í kennara- menntuninni, bætt foreldrasam- starf og fleira- - fþg Sprengidagur er í dag og má gera ráð fyrir að saltkjöt og baunir verði á borðum fjölmargra landsmanna. í Hrísa- lundi á Akureyri, eins og í verslunum um land allt, var mikið að gera við kjötborðið, og flestir að kaupa saltkjöt. mynd: brink Tónlistarhúsið í Kópavogi: Úæski- legt móbergsefni í gólfinu hefur kvarnast út og myndað göt. Einn dagur fer í að fylla upp í götin með steinlfmi. GaUi í gdlfi Komið hafa í Ijós steypugallar í gólfi nýja tónlistarhússins í Kópavogi, sem rakið er til þess að móberg blandaðist inn í gólf- efnið. Verktakinn vinnur nú að viðgerðum, sem að sögn að- standenda hússins eru smávægi- legar og hafa engin áhrif á starf- semina. Bæði Vigdís Esradóttir, fram- kvæmdastjóri tónlistarhússins, og Gunnar I. Birgisson, formað- ur bygginganefndar hússins, fullyrða að um minniháttarmál sé að ræða og að mjög sé orðum aukið að rífa þurfi gólfið upp. „Vegna móbergsins hefur á fá- einum stöðum dottið upp úr gólfinu og myndast örlítil og lítt áberandi göt. Ekkert sem gert er er fullkomið en þetta er ekki meira mál en svo að það tekur einn dag að lagfæra þetta," segir Vigdís. „Það er ljóst að það tókst ekki að sigta allt móbergið út og því hafa myndast þessi örsmáu göt. Það er sett steinlím í þetta, sem sérfræðingar eru sammála um að sé endanleg lausn, og menn eru sammála um að þá sé vanda- málið úr sögunni," segir Gunn- ar. - FÞG Margrét er talsmaður Ákveðið hefur verið að Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, verði formlegur talsmaður Samfylkingar- innar í komandi kosningabaráttu. Sighvatur Björgvinsson staðfesti í gær að Alþýðufokksforustan hefði gengið frá þessu af sinni hálfu á fundi í gær. Sjá einnig „Skrumskæling lýðræðis" bls. 5 og Norðurlands- blað. Margrét Frímannsdóttir ATQteiadir samaæcmrs SZ9 Zf Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 LA

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.