Dagur - 16.02.1999, Qupperneq 2
2 - ÞRIDJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
ro^tr
FRÉTTIR
„Móttökur voru sérdeilis góðar og salurinn mjög skemmtilegur. Við vorum alsæl með þessa sýningu, við Guðrún, “ segir Eriingur
Gíslason.
Rommí vel tekið
norðan lands
„Þetta tókst alveg frábærlega," segir
Kristján Sverrisson á Bing Dao-Renni-
verkstæðinu á Akureyri um Norður-
landsfrumsýningu á ieikritinu Rommí
með leikurunum Guðrúnu Asmunds-
dóttur og Erlingi Gíslasyni í leikstjórn
Magnúsar Geirs Þórðarsonar. „Þetta
voru frábærar viðtökur og tækniliðið
að sunnan hafði orð á því að það hefði
verið gaman ef þetta hefði verið aðal-
frumsýningin," segir Kristján. Erlingur
Gíslason segist ánægður með þetta
framtak. „Móttökur voru sérdeilis góð-
ar og salurinn mjög skemmtilegur. Við
vorum alsæl með þessa sýningu, við
Guðrún."
Leikritið hefur gengið í Iðnó síðan í
september en er nú sýnt á báðum
stöðum. „Aðalsprengjan“ verður um
næstu helgi en þá er fyrirhugað að
FRÉT TA VIÐTALIÐ
sýna leikritið sama daginn á Akureyri
kfukkan 14.00 og í Reykjavík klukkan
21.
Mildlvægt samstarf
„Þeir höfðu orð á því frá Iðnó hve allt
stæði opið fyrir okkur hérna fyrir norð-
an,“ segir Kristján og nefnir sem dæmi
að Byggingavörudeild KEA hafi lánað
mótatimbur, Sandblástur og málm-
húðun lánuðu rör og fleira í loftið og
margir á sveitabæjum í nágrenninu
lögðu til hluti í leikmyndina, Iþrótta-
höllin lánaði stóla og Kristnesspítali og
Sjúkrahúsið opnuðu gömlu geymsl-
urnar og Iánuðu bekken, hjólastóla og
fleira.
Bing Dao-Renniverkstæðið er í sam-
vinnu við Islandsflug og Dag um sýn-
ingarnar og er viðskiptavinum Islands-
flugs og áskrifendum Dags boðið 20
prósenta afsláttur af miðaverði. „Þessi
samstarfssamningur er stærsta hjálpin
sem ég fæ hérna í leikhúsinu. Dagur
og Islandsflug hafa gert mér ldeift að
vera með þetta í vetur. Þetta er mjög
góður samningur fyrir alla aðila og
vonandi verður þetta áfram á öllum
verkum sem ég verð með hérna fram
að sumri.“
Varðandi framhald á sýningum á
Rommí norðan heiða segist Kristján
ætla að sjá til eftir aðsókninni en í fljó-
tu bragði sagðist hann telja líkur á að
verkið ætti að ganga fram að páskum.
A dagskránni er að fá Hellisbúann og
Sex í sveit norður. Skrifað var undir
samninga um þau verk i gærkvöld en
ekki er Ijóst um nánari tímasetningar.
- HI
___________________Hmttj
Gárungamir í pottiuum full-
yrða að engirni sc ánægðari
með úrslittn í prófkjöri Sam
fyUdngarimiar í Norðurlandi
eystra en Steingiimur J. Sig-
fússon, formaður nýja flokks-
ins - VG. Sú óánægja sem ríki
með úrslitin hafi nánast gull-
tryggt glæsilega kosningu Steingrímur J.
hans í kjördæminu í vor. Eins Sigfússon.
geti framsóknarmcnn vænst
þess að fá óánægðar konur í kjördæminu yfir til sín,
því eftir atburði helgarinnar sé Framsókn eina
kvemiaframboðið á Norðurlandi eystra.
í pottinum ræða menn kosn-
ingamálin á Austurlandi.
Framsóknarmenn eystra hafa
bent á að Samfylkingarmenn
hampi lítið stefnu flokksins á
landsvísu. Frammarar hafa
sínar skýiingar á þess og segja
að síst vilji menn tala um
stefnuskrá Samfylkingarinn
ar, sem liljóði upp á „að bcrj-
ast á móti atvinnuuppbygg-
ingu í fjórðungnum og skattleggja sjávarútveginn
jafnt stóra scm smáa“. Hins vegar er sagt að séra
Gmmlaugur Stefánsson hafi ráð þegar í harðbakkan
slær ogþað sé að segja, að ef stefna Samfylkingarinn-
ar á landsvísu rekst á vlð stefnu SamiýUdngariimar á
Austurlandi þá gangi sú síðamefnda iýrir..
Því var hvíslað í heita pottin-
um að Sólveig Pétmsdóttir
hafi fyrir hclgina haldið ijöl-
mennan fund á Seltjamamesi
þar sem konur hylltu hana
sem varaformann. Þetta cr að
sögn ískyggileg tiðindi fyrir
Sigríði Önnu, en harkan vex
nú hröðum skrefum í varafor-
mannsslagnum í Sjálfstæðis-
flokknum, og hyggm Sólveig á
strandhögg meðal kvemia í Rcykjaneskjördæmi.
Sólveig
Pétursdóttir.
Gunnlaugur
Stefánsson.
Sesselja
Jónsdóttir
sveitastjóri Ölfushrepps
Ölfushreppur og Reykjavík-
urborg ætla að hefja samstarfí
jarðhita- og orkumálum og
sviði hafna- og umhverfismála.
Sveitarstjóri Ölfushrepps er
hjartsýnn á að það eigi eftirað
eflahyggðí
Ölfusi.
Ertuii ekki að falla
í faðm stóra bróður
- Ölfushreppur afsalaði sér forkaupsrétti
ó hluta í 7 jörðutn sem Reykjavíkurborg
keypti í haust sem leið. Hvers vegna?
„Þetta er sala upp á 377 milljónir króna
og við hér í þessu litla sveitarfélagi eigum
50 milljónir afgangs á hverju ári til að fjár-
festa og framkvæma fyrir. Það er óraunhæft
að leggja í slíka fjárfestingu þegar maður
sér ekki hvenær eða hvort maður getur not-
að hana.“
- Hvaðfelst í þessari viljayfirlýsingu um
samstarf?
„I fyrsta lagi er þetta viljayfirlýsing um
samstarf í orkumálum. Við vitum ekki hvert
breytt umhverfi í orkumálum leiðir okkur
en vonandi í þá átt að allir komist inn á
landsnetið. Þá er möguleiki að raforka hér í
Olfushreppi verði seld á sama verði og í
Reykjavík. I þessu felst líka að við ætlum að
fá a.m.k áheyrnarfulltrúa í Jarðgufufélaginu
sem Reykjavíkurborg og ríkið eru eigendur
að. Það var leitað til borgarstjóra 1995 með
sölu á raforku og land undir pappírsverk-
smiðju. Borgin hefur ekki þetta land en á
kannski raforkuna og það er hugsanlegt að
verksmiðjan verði reist hér.
í þessu felst einnig að sveitarfélögin hafa
ákveðið að kanna til hlítar möguleika á
samstarfi hafnanna í Reykjavík og Þorláks-
höfn. Þar er m.a. verið að horfa til þess að
það verði hægt að nota höfnina hér ef hér
verður reist stór pappírsverksmiðja."
- Það er einnig rætt utn samstarf í um-
hverfismálum. Hvað er þar á ferðinni?
„Lönd sveitarfélaganna Iiggja saman á
stóru svæði, bæði á Hengilsvæðinu og Hell-
isheiðinni. Þetta svæði þarf að skipuleggja
með tilliti til orkuvinnslu og útivistar og
annara þátta. I öllu þessu, jarðhita-, hafna-
og umhverfismálum, verður skipaður sér-
stakur starfshópur til að fara yfir stöðuna
og skila tillögum. Svo erum við sammála
um að skipa starfshóp til að skoða með
hvaða hætti Reykjavíkurborg geti veitt okk-
ur sérfræðiaðstoð á sviði t.d brunavarna, fé-
lagsþjónustu, fræðslumála og atvinnu-
mála.“
- 1 samburði við Ölfushrepp er höfuð-
borgin óskaplega stór. Þið eruð ekkert
hrædd um að verða undir í svona sam-
starfi?
„Nei við erum ekkert hrædd um það. Við
eigum hér nóg Iand og við eigum raforku.
Við erum skipulagsaðilar að þessu svæði og
erum ekkert að sameinast Reykjavík."
- Er mikill ávinningur að þessu fyrir
Ölfusinga?
„Ég tel það. Það þarf svo lítið hér í þetta
Iitla sveitarfélag til að auka tekjurnar.
Margfeldisáhrifin er hér svo mikil. Ég tala
nú ekki um ef þessi stóra verksmiðja verður
reist hér. Við erum alsæl með þetta. Við telj-
um að í þessu sé stórt tækifæri til að efla
hér byggð til hagsbóta fyrir íbúana og fyrir-
tækin. Ég vil taka fram að sveitarfélagið hér
er mjög vel rekið og hefur í mörg ár skilað
rekstrarafgangi. Við erum ekki að þessu af
því að við séum búin að gefast upp eða
reksturinn sé í molum. Þetta er gert til að
efla enn frekar byggðina og samfélagið. Við
erum ekki að falla í faðm stóra bróður.
Ég vil líka taka fram að þetta brölt okkar
með Reykjavík á ekki að hafa nokkur áhrif á
samstarfið innan Sunnlenskrar orku. Olf-
ushreppur er aðili að Sunnlenskri orku
ásamt Rarik og Hveragerðisbæ og það er
ekki á nokkurn hátt ætlunin að koma því
samstarfi upp í loft.“ - vj