Dagur - 16.02.1999, Side 3

Dagur - 16.02.1999, Side 3
 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 - 3 FRÉTTIR Útgerðarmeim berí ábyrgð á eigin gerðiun Útgerðarmeim kvóta- lítilla báta geta engr- ar aðstoðar vænst frá ríkisstjóminni að því að Þorsteinn Pálsson segir. Sighvatur Björgvinsson spurði sjávarútvegsráðherra, í óundir- búnum spurningatírha á Alþingi í gær, um málefni kvótalausra báta. Hann sagði að Kristinn H. Gunnarsson, formaður sjávarút- vegsnefndar Alþingis, hefði í sjónvarpsfréttum sagt að hann væri fyrir sitt leyti reiðubúinn til að opna lögin um stjórn fiskveiða og taka tillit til þeirra sjónar- miða, sem fram hafa komið frá útgerðum kvótalítilla báta. Sig- hvatur sagði Kristin H. hafa hvatt útgerðarmenn þessara skipa til þess að skila til sín og sjávarútvegsnefndar hugmynd- um og tillögum um breytingar til að tryggja kvótalitlum bátum kvóta svo þeir gætu stundað veiðar með eðlilegum hætti. Sighvatur Björgvinsson spurði sjávar- útvegsráðherra, í óundirbúnum spurn- ingatíma á Alþingi í gær, um málefni kvótalausra báta. „Nú hlýtur þetta að hafa verið rætt við sjávarútvegsráðherra og ég ætla að spyrja hvort hann sé ekki reiðubúinn til að staðfesta það. Einnig hvort ekki sé opinn möguleiki hjá ríkisstjórn og stjórnarflokkunum að taka fisk- veiðistjórnarlögin aftur upp til endurskoðunar og taka þá tillit „Ég vara við hugmyndum um það að hér eigi að fara að handstýra þróun sjávarútvegsins með geðþóttaákvörð- unum. þeirra útgerðarmanna sem hefur svo vel verið tekið af formanni sjávarútvegsnefndar," sagði Sig- hvatur. Beri ábyrgð á eigin gerðum Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagðist \ilja taka fram, vegna þessarar fyrirspurnar, að innan ríkisstjórnarinnar hefði það ekki verið rætt að flytja afla- heimildir frá einum hópi fiski- skipa yfir til annars. Sá hópur fiskiskipa, sem Sighvatur hefði rætt um og á litlar aflaheimildir, á möguleika á þ\á að kaupa til sín aflaheimildir ef þær fást við eðli- legu verði. Þar verði lögmál markaðarins einfaldlega að ráða. „Eg vara við hugmyndum um það að hér eigi að fara að hand- stýra þróun sjávarútvegsins með geðþóttaákvörðunum. Þeir sem hafa keypt báta með litlar afla- heimildir og hinir sem hafa selt frá sér aflaheimildir, verða sjálfir að bera ábyrgð á þeim tjárfest- ingum sem þeir hafa ráðist í og þeim ráðstöfunum á aflaheimild- um sem þeir hafa selt frá sér,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Hann sagði eftir umræðurnar í samtali við Dag að Fiskistofa myndi taka fyrir mál kvótalausa bátsins frá Patreksfirði og reka málið samkvæmt lögum en heimildir væru fyrir því að svifta kvótalausa báta því veiðileyfi sem þeir hafa. — S.DÓR ÓlafurG. Einarsson, forseti Alþingis. Miuna mas og út með farsímaiia Nú eru hafnar annir á Alþingi. Það lifa enda ekki nema 19 virk- ir dagar af þingtímanum en fyr- irhugað er að Alþingi Ijúki störf- um 10. mars. Venjulega eru ekki þingfundir á föstudögum og ef þeir eru taldir frá eru þing- fundadagar ekki nema 15. Fjöldi mála liggur óafgreiddur á Al- þingi nú. Forseti Alþingis, Ólafur G. Einarsson, benti þingmönnum á það í gær að fyrir Alþingi lægju nú 80 þingmannamál óafgreidd íyrir utan lagafrumvörp sem rík- isstjórnin ætlar að fá afgreidd fyrir þinglok. Ólafur G. sagði að ef samstarfsvilji væri fyrir hendi hjá þingmönnum og að þeir myndu nú stytta mál sitt og miða við svo sem eins og fimm mínútur á ræðu, væri von til þess að hægt yrði að taka öll þessi mál fyrir. Þá bað Ólafur G. Einarsson þingmenn að virða það bann sem er við því að vera með opna farsíma í þingsalnum. Hann sagði að þeir trufluðu tölvuvinnsluna og einnig upp- töku á ræðum þingmanna. - S.DÓIÍ Veiðir án kvóta og vill prófmál Svavar Guðnason, út- gerðarmaður, segir veiðamar mótmæli gegn kvótalögum sem ekki standist lög og tilgangurinn sé að draga sig og kvóta- kerfið fyrir dóm og það verði prófmál. Vatneyri BA-238, kvótalaus 227 tonna togbátur frá Patreksfirði, einn hinna svokölluðu austur- þýsku tappatogara, landaði í vik- unni um 20 tonnum af fiski í gáma á Eskifirði. Skipið hafði ekki kvóta, en gámafiskur þarf ekki að fara gegnum hafnarvigt en Ieyfilegt er að vigta slíkan afla erlendis ef landað er fyrir viður- kennt sölufyrirtæki. Aflinn fékkst á Hvalbakshalla. Báturinn var í gær á leið vestur með Norð- urlandi með 35 tonna afla sem landað verður á Vestfjörðum nú í morgunsárið. Fiskistofa hefur svipt skipið öllum veiðiheimild- um í íslenskri lögsögu og kært útgerð og skipstjóra til sýslu- mannsins á Patreksfirði. Þegar sýsluskrifstofunni var lokað í gær hafði sú kæra ekki borst að sögn Þórólfs Halldórssonar, sýslu- manns á Patreksfirði. Svavar Guðnason, útgerðar- maður, segir að um sé að ræða að mótmæla kvótakerfinu sem ekki standist lög. Tilgangurinn sé að Iáta draga sig og kvótakerf- ið fyrir dóm og það verði próf- mál. Svavari sárnar það sam- stöðuleysi sem kvótalausir út- gerðarmenn hafi sýnt í þessu máli, það sé í engu samræmi við þær yfirlýsingar sem áður hafi fallið um þetta mál. Þegar á reyni hlaupi menn í felur og hver hugsi um sitt. Það sé sama hvernig málið fari, ef ekkert verði gert sé kerfið hrunið, falli sýknudómur er kerfið hrunið og einnig ef hann verði dæmdur. Svavar gerir einnig út bátinn Há- hyrning BA, sem er nýkominn úr veiðiferð fýrir leigukvóta. Verið er að gera Háhyrning kláran í næstu veiðiferð, kvótalausan. Svavar Ieggur 10% af aflaverð- mæti inn á bankabók og 20% að auki ofan á verð fisks, sem flutt- ur er óunninn úr landi, og segist vilja greiða þjóðinni veiðileyfa- gjald en ekki kvótaeigendum sem í raun eigi ekki kvótann. Þetta hafi hann tilkynnt stjórn- völdum. Fundað verður um mál- ið á Hótel Lofteiðum næsta laugardag. Vatneyrin var síðdegis í gær stödd norður af Eyjafirði á vest- urleið í miklum sjó. Björn Krist- jánsson, skipstjóri, sagðist eiga von á því að verða dreginn til ábyrgðar. Þegar haldið var á veið- ar hafi útgerðarmaðurinn ætlað að útvega kvóta á móti aflanum, en það síðan ekki tekist, enda ekkert að hafa til leigu á Kvóta- banka. Björn sagðist vantrúaður á að það tækist áður en landað yrði á þriðjudagsmorgun. — GG Klám og vændi Gísli S. Einars- son spurði dómsmálaráð- herra að því, í óundirbúnum fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gær, hvort hann ætlaði g/y/ 5 ekki að beita Einarsson. sér fyrir aðgerð- --- um gegn klámi og vændi, sem hann sagði flæða yfir þjóðina. Dró Gísli upp úr pússi sínu heila auglýsingasíðu úr DV með eintómum auglýsingum um klámþjónustu, lagði hana á ræðupúltið í þingsal og sagðist ætla að skilja hana þar eftir svo ráðherra gæti séð um hvað mál- ið snérist. Þorsteinn Pálsson sagði að dómsmálaráðuneytið aðhefðist ekkert í málinu en ef grunur vaknaði um ólöglega starfsemi myndi Iögreglan og saksóknari að sjálfsögðu grípa inn í. - S.DÓR Úttekt á almaima- tryggingakerfinu Magnús L. Sveinsson og sex aðrir þing- menn Sjálf- stæðisflokks- ins, hafa lagt fram þingsá- lyktunartillögu um að úttekt verði gerð á framtíðarstöðu og þýðingu á almannatrygg- ingakerfinu í ljósi ítarlegrar um- ræðu í þjóðfélaginu um lífeyris- og tryggingamál. Reykingaundan- þágur Magnús A. Magnússon hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, þar sem hann spyr um rökin fyrir því að veitinga- og skemmtistaðir skuli undanþegnir reglum um reykingabann í ljósi þess að þetta eru líka fjölmennir vinnu- staðir. Hann spyr líka hvað starfsfólk þessara staða sem hafa sérmenntað sig til viðveru á þeim eigi að gera og hvort ráð- herra viðurkenni skaðabótarétt þessa fólks vegna mismununar. Lágmarkslaun Gísli Einarsson, Jóhanna Sig- urðardóttir og Guðmundur Árni Stefánsson hafa lagt fram laga- frumvarp þess efnis að lágmarks mánaðarlaun í landinu skuli vera 88.000 á mánuði fyrir full- an vinnudag hjá 18 ára og eldri. Ofbeldi gegn bömum Kristín Astgeirsdóttir leggur fram þingsályktunartillögu um að ríldsstjórninni verði falið að skipa nefnd er undirbúi og hafi umsjón með rannsókn á orsök- um, umfangi og afleiðingum hverskyns ofbeldis gegn börn- um. Nefndin komi með tillögur til úrbóta. - S.DÓR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.